Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1988, Síða 38
50 Breiðsíðan „Eg les íslenska málfræði mértil skemmtunar," segir Jón Þorvaldsson sem fékk fyrstu og þriðju verðlaun i slagoröasamkeppni Reykjavíkurborgar. DV-mynd GVA Sópar að sér verðlaunum í samkeppni: „Hef gaman af íslenskunni" - segir Jón Þorvaldsson „Ætli ég þakki þetta ekki fyrst og fremst að ég starfa sem hugmyndasmið- ur og textahöfundur,“ sagði Jón Þorvalds- son, vinningshafi í slagorðasamkeppni Reykjavíkurborgar, í spjalli við Breiðsíðuna. Jón starfar á auglýsingastofunni Argusi og hefur nánast sópað að sér verðlaunum í hverri samkeppninni af annarri. „Þetta er svipað og þegar arkitektar senda inn tillögur um hús, ‘ ‘ sagði Jón. I fyrra fékk hann fyrstu verðlaun í samkeppni um slagorð fyrir Útílutningsráð. „Ég sendi: íslenskt veit á gott,“ sagði Jón er hann var spurður um það slagorð. Slagorðið í ár var: „Láttu ekki þitt eftir liggja.“ Jón lét sér ekki nægja fyrstu verðlaun í keppninni því þriðju verð- laun féllu í hans hlut einnig. Það var slagorðið: „Hrein borg, betri borg.“ Reyndar haföi hann fleiri slagorð á takteinum eins og þetta: „Það er ekkert rusl að búa í Reykjavík.“ Hann sagðist'hafa gleymt aö senda það í keppnina. Jón Þorvaldsson hefur lengi haft áhuga á íslenskum orðasam- böndum og íslensku máli yfirleitt. Hann segist lesa íslenska mál- fræði sér til gamans. „Égvaralltafaðsemjaeitthvaðhéráðurfyrr og sendi einu sinni inn smásögu í smásagnasamkeppni. Ég hlaut önn- ur verðlaun og það var vissulega hvatning,“ sagði hann ennfremur. Þriðju verölaun hlaut hann síðan í samkeppni reykingavarnanefndar í ár. Þá var um ljóð að ræða. Hann sagðist ekki taka þátt í hverri samkeppni en óneitanlega hefði heppni hans hjálpað honum í starfi. „Ég hef fengið auglýsingu út á verðlaunin og í kjölfarið hef ég verið beðinn að vinna verkefni fyrir ýms fyrirtæki.“ Hann sagði að peningar væru ekki stórt atriði því ekki væri mikið upp úr þessu að hafa. Jón hefur þó unnið sér inn rúmar tvö hundruð þúsund krónur í verðlaun auk heiðursins auðvitað. Jón var kennari í íslensku og ensku í Árbæjarskóla um nokkurra ára skeið. Hann sagðist hafa hætt kennslu, bæði vegna lélegra launa og vegna þess hversu lítil hvatn- ing er í því starfi. „Hugur minn stóð til markaðs- og auglýsingamála,“ sagði hann og bætti við. „Kennslan er ekki uppörvandi til lengdar eins og allt er í pottinn búið.“ Þegar hann var spurður hvort slagorðin kæmu upp í hugann við það eitt að lesa auglýsingu um samkeppni sagði hann: „Nei, ég vinn að þessu með ákveðnum þanka- gangi eins og ég geri í vinnunni daglega. Fyrst hugsa ég um markmiðið, síðan móta ég grunnhugmynd og loks ákveð ég slagorðið. í þessu tilfelli átti það að laða fram í senn bætta umgengni og jákvætt hugarfar varðandi borgina,“ sagði Jón Þorvalds- son. Hann taldi ekki ólíklegt að taka þátt í samkeppni síðar efhonum á annað borð litist á hana. -ELA Þú ert 2000 krónum ríkari! Enn veitum við heppnum vegfarenda tvö þúsund króna verðlaun. Að þessu sinni er það ungur maður sem var á gangi í göngu- götunni í Austurstræti í byrjun vikunnar. Hann var léttklæddur enda veðrið gott. Eins og sjá má var margt um manninn í bænum þennan dag þrátt fyrir að sólskinið léti ekki sjá sig. Ungi herramaðurinn í Ijósum rúllukragabol varð sá heppni og hann má vitja tvö þúsund krónanna hér á ritstjórn DV, Þverholti 11. Um síðustu helgi var það Ingibjörg Kristín Eiríksdóttir sem var svo heppin að fá tvö þúsund krónur. Ingibjörg var að Ijúka grunnskólaprófi úr Árbæjarskóla og sagðist ekki vera búin að ákveða hvaða skóla hún ætlaði í næsta vetur. í sumar starfar hún á dvalarheimili aldraðra að Hátúni 11. -ELA/DV-mynd KAE i LAUGARDAGUR 4. JÚNl 1988. SJÓNVARPIÐ hefur mikil og víðtæk áhrif. Nýlega fór fram könnun 1 norska bændablaðinu á hvaða nöfn væru vin- sælust á húsdýrum svo sem kúm. Flestir bjug- gust við að gamla Bú- kollunafnið væri enn jafnvinsæltensvo reyndist ekki vera. Dyn- asti myndaflokkurinn er mjög vinsæll í Noregi og svo virðist sem bænd- urnir séu aðdáendur ekki síður en aðrir. Að minnsta kosti hafa 267 þeirra gefið kusunum nafnið Alexis (Joan Coll- ins) og 144 hafa gefið þeim nafniö Krystle (Linda Evans). Nú er bara spurningin hvað nöfn biessaðir tuddarnir bera...kannski JR sé vin- sælt... ★ ★ ★ LEIKARINN góðkunni, Paul Newman, hefur gertþaðgottífram- leiðsluþróun. Hann hef- ur fundið upp salatsós- ur, spaghettisósur og poppkorn fyrir örbylgju- ofna. Manninum er greinilega margt til lista lagt því nú hefur hann fundið upp bláan svala- drykk. Allar þær vörur sem Newman hefur sett á markað hafa náð mikl- um vinsældum og ekki er að efa aö blái drykk- urinn á einnig eftir að gefa af sér mikla peninga fyrirleikarann... ★ ★ ★ „VEÐ verðum að hafa öryggið í lagi fyrir her- togahjónin og þess vegna verðið þið að flytja,“ var ságt viö nábúendur við Sunnyhill Park Windsor nýlega. Nú standa yfir miklar framkvæmdir við væntanlegt heimili hertogahjónanna af York,semergjöff)rá drottningunni. Heimilið mun kosta um 84 millj- ónir króna. Vandamálið er hins vegar að öryggis- gæslan, sem mun gæta heimilisins, segir að ná- grannarnir búi allt of nálægt. Þess vegna hafa þeirverið beðnirað flytja, á kostnað drottn- ingarninnar að sjálf- sögöu. „Svona hluti bið- ur enginn um,“ segir talsmaður nágrann- anna. „Kóngafólkið gat hugsað um þessa hluti áður en það byirjaði að byggjahér.“ Oghafið það...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.