Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 5
.LAlX}AftDA£^2.:>!£TLÍS1988.
t
5
Fréttir
Úrgangsoiía:
Brennd eða
endurunnin
„Við endurviniium alla úr-
gangsolíu sem fellur til,“ sagði
Óli Kr. Sigurðsson, forstjóri Olíu-
verslunar íslands hf. „Við höfum
yflr aö ráða einu olíuhreinsunar-
stöð landsins þar sem öll úr-
gangsolía er endurunnin. Endur-
unna olían er síðan seld til síldar-
og loðnubræðslustöðva eða notuð
til upphitunar."
Töluverð úrgangsolía fellur til
á ári hveiju hjá oliufélögunum í
landinu. Skiptir hún mörgtun
tonnum á ári og viðhafa olíufélög-
in mismimandi aðferðir til að
losna við hana. Að sögn Óla er
það mikiö og kostnaðarsamt verk
að endurvinna alla úrgangsolíu
sem til fellur.
„Það er einn maður sem vinnur
við að sækja alla úrgangsoliu sem
til fellur en þetta verðum við að
gera. Úrgangsolíu er aldrei hent.“
Að sögn Reynars Hannessonar
hjá Olíufélaginu Esso er úrgangs-
smurolíu frá smurstöðvum
brennt í gufiikatli til kyndingar á
verksmiðjusvæði félagsins.
Annarri úrgangsolíu er einnig
brennt, að sögn Reynars. Úr ol-
íunni eru hreinsuð öll óhreinindi
og vatn áður en hún er brennd
þannig aö eftir brennslu er ekk-
ert eftir nema duft. Þetta duft
samanstendur af skaðlausum
jarðefnum, sagði Reynar, og er
dufflnu hent á haugana. -StB
Ölduselsskófi:
Foreldrafé-
lagið hættir
aðgerðum
„Eftir að ákvörðun var tekin
var reynt að hafa áhrif í þá átt
að henni yrði breytt. Nú er Ijóst
að engu verður um þokað. Hlut-
verk foreldrafélagsins er og verö-
ur að efla tengsl milli heiraila og
skóla í þeim tilgangi að sem far-
sælast skólastarf eigi sér staö.
Farsælt skólastarf hefur verið
leiðarljós foreldrafélagsins í
þessu rnáli Við eigum enga aðra
ósk heitari en að skólastarf geti
hafist með eðlilegum hætti í
haust því að við berum eingöngu
hag barnanna fyrir bijósti," segir
í greinargerð sem stjórn For-
eldrafélags Ölduselsskóla skilaði
á foreldrafundi í fyrradag.
Foreldrafundurinn samþykkti
einróma ályktim þar sem fundur-
inn hai-maði að ráðherra og
meirihluti fræösluráðs skyldi
ekki mæta á fundinn og skýra
afstöðu sína fyrir foreldrum og
reyna aö lægja öldumar. Lýst er
eindregnum stuöningi við með-
ferð stjórnar og fulltrúaráðs fé-
lagsins á málinu og sagt að hagur
og umhyggja nemenda í Öldusels-
skóla hafi verið ætíð höfð að
markmiði. Fundurinn átelur síð-
an harölega þau ummæli
menntamálaráðherra aö foreldr-
ar hafi veiið beittir einhvers kon-
ar þvingunum viö undirskriftar-
söfnunina og lætur síðan í ljós
þakkir til fráfarandi skólastjóra,
yfirkennara og kennara skólans.
Að lokum er óskað eftir þvi við
yfirkennara og kennara að þeir
sjái sér fært aö starfa áfram við
skólann þrátt fyrir breyttar að-
stæður.
í lok greinargerðarinnar segir
að með henni ljúki formlega af-
skiptum stjómar Foreldrafélags
Ölduselssskóla af veitingu skóla-
stjóraembættis við skólann.
-JFJ
Maður og hundur:
Gangandi frá Reyðar-
firði til Amarstapa
fjáröflunarganga fyrir Krýsuvíkursamtökin
Leifur Leópoldsson, 23 ára gam-
all garðyrkjumaður, hóf göngu sína
þvert yfir landið í gær. Lagði hann
af stað frá fjörunni á Reyöarfirði
klukkan 10 í gærmorgun og ætlar
aö ná Arnarstapa á Snæfellsnesi
um hádegisbil þann 6. ágúst. Mun
hann þvi ganga um 560 kílómetra
á 36 dögum, eða 15,5 kílómetra á
dag.
Fer gangan fram til að vekja at-
hygli á Krýsuvíkursamtökunum,
tilgangi þeirra og markmiðum og
síðast en ekki síst að afla þeim fjár.
Fer fláröflun fram samfara
göngunni. Geta þeir sem áhuga
hafa hringt til Krýsuvíkursamtak-
anna og keypt einn eða fleiri kíló-
metra. Kostar hver kílómetri 10
þúsund krónur þannig að söfnun-
armarkmiðið er 5,6 milljónir
króna. Mun sú upphæð nægja til
að tengja hitaveituna og ljúka við
fyrsta áfanga skólahússins í Krýsu-
vík.
Segir í fréttatilkynningu að með
fjárframlögum leggi fólk sitt af
mörkum til aö skapa unglingum í
vímuefnavanda og aðstandendum
þeirra nýja von um bjarta framtíð.
Áöur en blaðið fór í prentun náð-
ist ekki í aðstandendur göngunnar
til að frétta hvernig gengi.
Leifur Leopoldsson göngugarpur
ásamt ferðafélaga sinum yfir há-
lendi íslands, hundinum Vaski.
L L
PEUGEOT 405
Peugeot 405 er bíll ársins 1988 í Evrópu.
Auk þess hlaut Peugeot 405 gullna stýrið í V-Þýskalandi í ár.
Komdu, skoðaðu og fáðu að reynsluaka verðlaunabílnum.
BlLAR TIL AFGREIÐSLU STRAX
VERÐ FRÁ 699.800.-
Opið 9-6 virka daga og 1-5 laugardaga
JÖFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL
JÖFUR HF
NÝBÝLAVEGI 2 SÍMI 42600