Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988. 11 mannsins eru kjarninn í verkinu og ýmsum spaugilegum pillum varpaö i ýmsar áttir. En undir niöri leynist broddur. Helsti gallinn viö þessa sýn- ingu var sá aö meiri ögun vantaði í leikinn og verkiö var ekki nógu hnit- miðað. Sýning Grænlendinganna, Kúgun í öllum löndum, olli vonbrigöum. Hún var samansett úr fjölmörgum stuttum atriöum, leikarar voru tveir og viöfangsefnin alþjóöleg vandamál, stríðsótti, oíbeldi, örvænting og mar- tröð. Leikararnir náöu ekki að lyfta þessum dápurlegu vangaveltum upp úr meðalmennskunni og þaö lýtti sýninguna mjög aö textinn var að stórum hluta á bjagaðri ensku og dönsku. Tvær sýningar sá ég, sem alfariö voru á finnsku, en í því máli skil ég ekki múkk. Hins vegar þekkti ég verkin, sem þarna voru sýnd, annars vegar var þaö frí útlagning á Storm- inum eftir Shakespeare, hins vegar Leben des Galilei eftir Bertolt Brecht, eða Galilein elama eins og verkiö heitir á finnsku. Fyrra verkið er leikið eins og far- andleikarar heföu kannske leikiö þaö á dögum höfundarins sjálfs og leikgerð Hanno Eskolas heföi þá átt aö vekja kátínu hans sem annarra. Og ég haföi varla tíma til aö muna eftir aö ég skildi ekki málið því aö nóg var aö gerast, ég tala nú ekki um Það veikir hins vegar heildina aö höfundur dettur í þá alkunnu gryíju aö fara að teygja lopann ákaflega í seinni hlutanum. Annars er þetta sagður einn hluti trílógíu um fjölskylduna Cervieng og gerist á árunum í kringum 1950 í Svíþjóö. Lýsing höfundar á fjölskyld- unni, vinum og vandamönnum er alveg makalaus og margir leikararn- ir fara á kostum. Tvær stórar Sýning Det Norske Teatret á Ham- let verður aö teljast stórbrotin þó að í ýmsu sé teflt á tæpt vað. Verkið var frumsýnt í maí 1987 og leikstjóri er Stein Winge. Þaö leynir sér ekki skyldleikinn, rómuð sýning Leikfélagsins í Iönó á sér sömu rætur þó að grundvallar- munur sé á útfærslu. Þessi norska sýning er mjög yfir- hlaðin, sviöið er yfirfullt af hvers kyns dóti, mér fannst þaö um of. Allur fatnaður er líka yfirhlaöinn en svo er því líka óspart beitt aö láta leikendur fækka fótum og stjákla um sviöið kviknakta, stundum virkaði þaö satt best aö segja alveg út í hött. En þetta eru smáatriði, í heild er þetta alveg stórmögnuö sýning. Lýs- ingin á drjúgan þátt í að gera sum atriðin óhugnanlega sterk og mögn- uð. Baðsena konungs og drottningar er frábær, hér eru þaö konunglegir Hundurinn Lady hengir hér haus á meðan konurnar ræða málin. Sýningin á „En Uppstoppad Hund“ eftir Staffan Göthe var ein af þeim léttari á hátið- inni. Höfundurinn var sjálfur í hlutverki hundsins. Vaktmastare Nikitas Teater var einstök sýning á allan hátt. Asko Sarkola sést hér i hlutverki læknisins sem smám saman hverfur inn í heim sjúklinga sinna á geðveikrahælinu. svallarar sem baða sig og halda reisn þrátt fyrir sukkið. Stundum er gripiö til djarfra ráða til aö hrista upp í fólki en heildin er sterk og gengur upp. Þótt undarlegt megi viröast fannst mér sjálfur aöalleikarinn í hlutverki Hamlets ekkert sérstakur og víst er um það að hinn íslenski Hamlet, Þröstur Leó Gunnarsson, má vel við samanburðinn una. Framlag íslendinga var, sem fyrr segir, tvö mjög dramatísk nýskrifuö verk frá stóru leikhúsunum okkar en íslendingar komu víöar viö sögu því að Færeyingar sýndu leikritiö Stjörnubarniö, sem Brynja Bene- diktsdóttir leikstýrði, og Borgar Garöarsson lék hlutverk Varö- mannsins Nikita í leikriti gerðu eftir sögu Antons Tsékovs, Deild 6. Leikritiö heitir Vaktmastare Nikit- as Teater og er fært upp af Lilla Teat- ern undir leikstjórn höfundar leik- gerðarinnar, Kama Ginkas frá Lett- landi. Þetta er í stuttu máli sagt einhver sterkasta leiksýning sem ég hef séö. Þarna hefur maöur á tilfinningunni aö allir fari fram úr sjálfum sér. Og þó er svq ofurrólega farið, lang- ar þagnir, texti, sem er eins og mælt- ur af munni fram, og gjörsamlég inn- lifun allra sem leika, já, og reyndar áhorfendanna líka, því aö annars heldur fólk ekki þessa löngu og nær- göngulu sýningu út. Afburðaleikur Asko Sarkola, Toms Wenzel, Borgars, og reyndar allra hinna, sem leika sjúklingana, er lýta- laus. Sviðsmyndin er nakin, opin, en um leiö óendanlega þrúgandi, gerö af þeim hinum sama David Borov- skij sem gerði leikmyndina viö Nátt- bóliö í Þjóðleikhúsinu á sinni tíö. Sagan fjallar um lækninn sem smám saman hverfur inn í heim sjúklinga sinna á geöveikrahælinu. Textinn er oft vangaveltur og úthst- anir, rökræða manns, oft viö sjálfan sig, því andsvör fær hann strjál. Þetta fannst mér langbesta sýning- in sem ég sá að þessu sinni og þó lengra væri leitað. Bílaverkstæði Badda og Dagur vonar fengu góöa umsögn þeirra sem ég talaði við en sjálf valdi ég aö sjá heldur aðrar sýningar enda búin aö sjá þær báöar hér heima. Þaö sem ég hleraði af viðbrögðum var mjög jákvætt, sérstaklega þóttu ýmsir leikaranna mjög athyglisveröir. Flestum áhorfendanna var aö sjálf- sögöu svo farið aö þeir skildu ekki málið en uröu aö styðjast viö endur- sögn á efninu. Það var sem sagt úr nógu aö moöa þessa sólardaga í Helsinki, sannköll- uö leikhúsveisla. AE undir lokin þegar allt fer bókstaílega á flot. Þama var hvergi slegiö af. Sýning Borgarleikhússins á Gahlei meö Lasse Pöysti í aðalhlutverkinu og undir stjórn Ralf Langbacka var aö svo miklu leyti, sem ég fékk séð, sýning í sérflokki. Þar fór allt saman, góöur leikur, sérstaklega í aöalhlut- verkinu, örugg leikstjórn og sviös- mynd, sem var í senn hefðbundin en um leið ákaflega sterk umgjörö um efni leiksins. Það var að mörgu leyti lærdóms- ríkt aö sjá svona sýningu án þess að skilja textann frá oröi til orðs þó aö efni sé vel kunnugt. Þá er athyglinni beint í ríkari mæli aö öörum hlutum og svipbrigöi og hreyfingar fá marg- falda merkingu. Danskur húmor og sænskur hundur Þaö aö senda sýningu eins og Spring Time á svona leiklistarhátíð finnst mér varla geta flokkast undir annaö en sérkennilega kímnigáfu. Þetta er einleikur og fer mestur tíminn í það aö leikarinn ríslar sér meö stóra köku af brúnum leir, sem minnir helst á ónefnanlegan úrgang, hnoðar hann til, býr til hitt og þetta úr honum og þykist éta hann. Ósköp lítið spennandi. Hitt framlag Dananna var mun betra, nokkuö sterk sýning á leikriti Fassbinders, sem á dönskunni nefn- ist Affaldet, Byen og Döden. Höfund- ur ríslar sér að venju í ruslahaugum mannlegrar tilveru og sýningin er færö upp samkvæmt þýskri kvik- myndahefð, sem Fassbinder átti sjálfur þátt í aö skapa. Folketeatern í Gautaborg sýndi leikrit Staffans Göthe, „En Upp- stoppad Hund“. Leikritiö er í endur- minningastíl, blandað eftirsjá eftir liðnum tíma. Höfundurinn leikur sjálfur hundinn Lady og Finn Paul- sen er leikstjóri. Þetta er hin besta sýning, fyndin, mannleg og svolítið tregablandin innan um og saman við. AFMÆLISTJALDSYNING FÖSTUDAG - LAUGARDAG - SUNNUDAG ÓTRÚLEGT VERÐ Dæmi: 3-4 manna tjald meö tleyg- himni kr. 8.100,- stgr. HRINGDU OG VIÐ SENDUM ÞÉR BÆKLING UM LAND ALLT Opið til kl. 22 alla daga SENDUM í PÓSTKRÖFU SEGLAGERDIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 - SÍMI 621780
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.