Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988. Erlendbóksjá Smiðurinn er blindur THE BLIND WATCHMAKER Höfundur: Richard Dawkins. Penguin Books, 1988. Hver er skýringin á tilveru okk- ar? Býr þar aö baki einhver skap- ari alls, líkt og úrsmiður að baki hins flókna galdraverks sem klukkan er? Á þeirri skoðun rísa trúarbrögöin. Eða er einungis um að ræöa þróun í samræmi við náttúruleg lögmál framþróunar? Richard Dawkins, einn þeirra fræðimanna sem undanfarin ár hafa hvað ákafast kynnt sjónar- mið þróunarkenningarinnar, sem Darwin setti upprunalega fram, er ekki í nokkrum vafa. Aö hans mati er úrsmiður tilveru okkar blindur: með öörum orðum náttúrukraftamir sjálfir. Hann fullyröir í upphafi bókar- innar að tilveran, sem margir hafi áöur fyrr talið leyndardóm- inn mesta, sé ekki lengur óráðin gáta: þróunarkenning Darwins, með viðbótum síðari tíma fræði- manna, hafi svift hulunni frá svo allir sem vilja megi sjá lausn gát- unnar. Hann færir skýr og sann- færandi rök fyrir máh sínu, enda vel ritfær og afar baráttuglaður. Talað við tölvumar COMPUTER LANGUAGES. Höfundur: Naomi S. Baron. Penguin Books, 1988. Tölvur eru orðnar fastur þáttur í daglegu lífi íslendinga eins og íbúa annarra þróaðra ríkja. Þær eru algengar á vinnustöðum, í skólum og á heimilum. Því fer aftur á móti fjarri að þekking á eðh og starfsemi tölv- unnar, umfram þaö sem einfóld- ustu not krefjast, sé almennt fyr- ir hendi. Enda er almenningi nokkur vandi á höndum vegna þess hversu htið hefur miöað í átt th samræmingar hjá tölvu- framleiðendum. Á undanfómum árum hafa ver- ið samin mörg forritunarmál fyr- ir tölvur. Þau eru mjög misjöfn að gerð og oft samin með lausn óhkra verkefna í huga. Þaö er því mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru, áður en lagt er út í tímafrekt nám í tilteknu tölvu- máh. Þessi ágæta bók gefur greinargott yfirht yfir á þriöja tug forritunarmála, skýrir hvemig þau era uppbyggð og hvaða verk- efni þau eru einkum fær um að leysa betur en önnur tölvumál. Þetta á bæði við um vel þekkt forritunarmál, svo sem BASIC, C, COBOL, FORTRAN, PROLOG, Modula-2 og önnur sem em kannski minna þekkt en í ýmsum tilvikum heppilegri til að leysa afmörkuð verkefni. Vopn orða í söng- ljóðum Bobs Dylan LYRICS 1962-1985 Höfundur: Bob Dylan. Paladin Grafton Books, 1988. Eitt af því, sem öðm fremur laðar fram í hugann andblæ sjöunda ára- tugarins í Bandaríkjunum, eru söng- ljóð Bobs Dylan. Hann kom fram á sjónarsviðið þegar öldur mikilla breytinga voru að rísa. Söngvar hans, vopn orða vafin í tóna, urðu hluti af því sem þá var að gerast meöal ungu kynslóðarinnar, jafn- framt því sem umbyltingarnar settu mark sitt á söngva hans og ljóð. Bob Dylan var einungis einn margra alþýðusöngvara sem fram komu á þessu tímabih. Hann reynd- ist hins vegar þeirra frumlegastur sem listamaður: þess vegna lifa margir söngva hans enn í dag og það ekki aðeins sem lind endurminninga í hjörtum miöaldra hippakynslóðar. í þessari bók hefur verið safnað saman söngtextum Dylans frá árinu 1962, er hann hóf að semja lög og texta, fram til ársins 1985. Hér má lesa fyrstu tilraunir hans til söng- ljóðagerðar, textana frá miðjum sjö- unda ártugnum, sem ahir tengja nafni hans, og síðari tíma söngljóð sem mörg hver hafa ekki falliö í góð- an jaröveg hjá gömlum aödáendum hans. Auk söngtextanna má hér einnig lesa ljóðrænar greinar sem Dylan ritaði th prentunar á kápuumslög sumra hljómplatna sinna en þar seg- ir hann oft jafnmikið eða meira um hugsanir sínar og viðhorf en í söng- ljóðunum sjálfum. í mínum huga eru ýmsir textar, sem Dylan samdi á sjöunda áratugn- um, langbestu verk hans. Andblær þess tíma lifnar í minni viö lestur söngljóða á borð við The Times They Are A-Changin’, Mr. Tambourine Man, Like a Rolling Stone, Tombs- tone Blues, Highway 61 Revisited, Desolation Row og margra fleiri. Þrátt fyrir breytta tíma hefur Bob Dylan haldið áfram að semja lög og texta. Söngljóö hans frá síðari árum sýna að hann hefur margt vel gert að undanförnu. Það kann að hafa leitt til vanmats á síðari verkum hans hversu nátengdur hann er í hugum margra þeim hömlulausu vorleysingum sem hófust í banda- rísku þjóðlífi og flæddu yfir hvert þjóðfélagið af öðru á sjöunda ára- tugnum. Leyndarmál í fortíðinni PEARLS Höfundur: Celia Brayfield. Penguin Books, 1988. Perlur eru ein af þessum sjö hundr- uð blaðsíðna skáldsögum um konur sem rísa upp úr erfiðleikum og leggja undir sig heiminn. Slíkar sögur virð- ast njóta mikiha vinsælda nú á dög- um og verða gjaman að framhalds- myndaflokkum í sjónvarpi. Áð þessu sinni eru það systur, Cat- hy og Monty, sem yfirstíga alls kyns vandamál í peningamálum og ásta- málum og komast í fremstu röð, hvor á sínu sviði: Cathy sem drottning fiármálaheimsins og Monty sem gyðja rokksins. En þegar þær hafa nú loks náð á toppinn eftir margar og þungar þrautir beinist athygli þeirra að leyndarmálum í fortíðinni. Það kem- ur sem sé i ljós aö ekki er allt sem sýnist um uppruna þeirra. Sagan er lipurlega skrifuð og ágæt- is afþreyingarlesning þar sem bland- aö er saman spennandi atburðarás, sem reyndar nær allt aftur til síðari heimsstyrjaldarinnar, og hispurs- lausum lýsingum á ástarævintýrum söguhetjanna. Metsölubækur Bretland Söluhæstu kiljurnar: 1. James Herbert: SEPULCHRE. 2. Edward Rutherfurd: SARUM. 3. Wilbur Smith: RAGE. 4. Virginia Andrews: THE GARDEN OF SHADOWS. 5. Susan Howatch: GLITTERING IMAGES. 6. Bruce Chatwin: SONGLINES. 7. Maeve Binchy: ECHOES. 8. Calherlne Cookson: THE PARSON'S DAUGHTER. 9. Saily Beauman: DESTINY. 10. Milan Kundera: THE UNBEARABLE UGHTNESS OF BEING. Rit almenns eðlis: 1. Rosemary Conley: THE HIP AND THIGH DIET. 2. Frances Edmonds: CRICKET XXXX CRICKET. 3. wilfred Thesigcr: THE UFE OF MY CHOICE. 4. PROMS '88 5. Geoffrey Boycott: BOYCOTT: THE AUTOBIO- GRAPHY. 6. Bob Ogiey: IN THE WAKE OF THE HURRI- CANE. 7. FARMHOUSE KITCHEN COOKING FOR ONE AND TWO. 8. Anthony Burgess: LITTLE WILSON AND BIG GOD. 9. Rlchard Dawkins: THE BLIND WATCHMAKER. 10. Nancy Kohner: HAVING A BABY. (Byggt á The Sunday Times) Bandaríkin Metsölukiljur: 1. Stephen Klng: MISERY. 2. Scotf Turow: PRESUMED INNOCENT. 3. Doris Mortman: FIRST BORN. 4. Jude Deveraux: THE AWAKENING. 5. Johanna Lindsey: TENDER REBEL. 6. Louis L’Amour: THE HAUNTED MESA. 7. Oavld Dvorkin: TiMETRAP. 8. Danielle Stcel: FINE THINGS. 9. Douglas Adams: DIRK GENTLY'S HOLISTIC DETECTIVE AGENCY. 10. Robert A. Heinleln: TO SAIL BEYOND THE SUNSET. 11. Marge Plercy: GONE TO SOLDIERS. 12. Lawrence Sanders: THE TIMOTHY FILES. 13. Wayland Ðrew: WILLOW. 14. Alexandra Ripley: NEW ORLEANS LEGACY. 15. Pat Booth: THE SISTERS. 16. Dale Brown: FLIGHT OF THE OLD OOG. Rit almenns eðlis: 1. Bernie S. Siegel: LOVE, MEDICINE & MIRACLES. 2. Ravi Batra: THE GREAT DEPRESSION OF 1990. 3. Allan Bloom: THE CLOSING OF THEAMERIC- AN MIND. 4. Patty Duke, Kenneth Turan: CALL ME ANNA. 5. M. Scotf Peck: THE ROAD LESS TRAVELEO. 6. E.D. Hírsch Jr. CULTURAL LITERACY. 7. Joseph Campbell, Bill Moyers: THE POWER OF MYTH. 8. Nlen Cheng: LIFE AND DEATHIN SHANGHAI. 9. Bill Cosby: FATHERHOOD. 10. Judith Viorst: NECESSARY LOSSES. {Byggt á New York Times Book Review) Danmörk: Metsölukiljur: 1. Elspeth Huxley: FLAMMETRÆERNEITHIKA (3). 2. Milan Kundera: TILVÆRELSENS ULIDELIGE LETHED. (2). 3. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. (1). 4. Jean M. Auel: HULEBJORNENS KLAN. (4). 5. Jean M. Auel: HESTENES DAL. (6). 6. isabel Allende: ANDERNES HUS. (5). 7. Helle Stangerup: CHRISTINE. (8). 8. Anais Nin: DAGBOG 1931-1934. (7). 9. Andersen-Nexö: PELLE EROBREREN. (9). 10. Göran Tunström: TYVEN. (-). (Tölur Innan svlga tékna röfi bfikar vikuna á undan. Byggt á Politiken Sondag.) Umsjón: Elías Snæland Jónsson HYPHOTHERAPY For EVER YúNt ***** WMIITIS HÖWIIDEVEIOFED ÖÖW ITCflS HELF18!) WBERE10 FIKD TREðTMEKT Lækningar á huga og líkama OSTEOPATHY FOR EVERYONE Höfundur: Paul Masters. HYPNOTHERAPY FOR EVERYONE Höfundur: Ruth Lever. Penguin Books, 1988. í þessum bókum eru tvær ólík- ar tegundir lækninga skýröar af sérfræöingum fyrir leikmönnum. Önnur aðferðin beinist að vöðv- um, beinum og liöamótum líkam- ans, hin að huganum. Dálækningar hafa löngum valdiö miklum deilum meðal leikra sem læröra. Reyndar munu fleiri kannast við dá- leiðsluaðferðina sem skemmtun en lækningatæki, enda eru dá- valdar vinsælir en umdeildir skemmtikraftar. í bókinni er saga dáleiðslunnar rakin, gerð grein fyrir þeim deil- um sem henni hafa fylgt, út- skýröar ýmsar svokallaðar rang- hugmyndir almennings um dá- leiðslu (m.a. fullyrt að dávaldur geti ekki látið sjúkling gera neitt þaö sem sé algjörlega andstætt vilja hans) og bent á þá sjúkdóma sem meðhöndla megi á árangurs- ríkan hátt með dáleiðsluaðferð- um. Einnig er fiallað um hina umdeildu djúpu dáleiðslu þar sem hinir dáleiddu rekja gjarnan „minningar" frá fyrri lífum sín- um á jörðinni. Bókin er greinilega samin af þekkingu á viöfangsefninu og trú á dáleiðslu sem aðferð til að auka í vissum tilvikum andlega og lík- amlega vellíðan og draga úr sárs- auka. Hin bókin fiallar á hliðstæðan hátt um bein- og liðskekkjulækn- ingar sem notið hafa vaxandi vin- sælda á undanförnum árum. Þar em nuddaðferðir notaðar til þess að draga úr eða eyða verkjum, til dæmis í baki og hálsi. í bókinni er sögulegur bak- grunnur þessara lækninga rak- inn en síðan fiallað um tiltekin vandamál og þær aðferðir sem notaðar eru við lausn þeirra. Þannig eru sérkaflar um verki í hálsi og öxlum og tveir kaflar um bakverki ýmiss konar. Einnig er sérstaklega fiallaö um nokkur þau atriöi daglegs lífs sem miklu máli skipta fyrir líkamlega vellíö- an, svo sem fæðuval, stöðu eða setu við vinnu og áreitni í starfi og einkalífinu. Bækurnar gefa góöa hugmynd um meginatriði þessara ólíku að- ferða. En enginn lærir af þeim að lækna sig sjálfur. Þær geta einungis orðið lesendum til al- menns fróðleiks og nokkurrar leiðbeiningar um hvort ástæða sé fyrir þá að leita til sérfræðinga í þessum fræðum með kvilla sína. OSTEOPATHY For EV'ERYúNt WBftHTiS HOWIT DEVEIDPED BBWiICaiiHElPYÖU WHERETO HND TREATMEHT yif|p| IfÍ « «88 M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.