Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Síða 17
LMJGARDAGUR 2. iJÚLÍ >19881 lf1 Spumingaleikur Veistu fyrr en í flmmtu tilraun? Hér býöur DV lesendum aö reyna sig við sjö spumingar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig lstig Frægt í sögunni Bandaríkin gáfu og lánuöu ýmsum ríkjum Evrópu vaming að andviröi 12 millj- arða daia. Þetta var á árunum 1948-53. Stjómmálaflokkar á íslandi deildu um hvort ísland ætti að taka þátt. O.E.E.C., Efiiahagssam- vinnustofiiun Evrópu, var stofhuð í tengslum við þetta. Um er að ræða mál sem kennt er við þáverandi ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna. Fleyg orð „Dlskunni er nægilegt til sigurs að hinir hafist ekkert að..sagði hann. Sá sem lét þessi orð falla var breskur heimspekingur. Hann var fæddur árið 1729. Rit hans fjölluðu mikið um frönsku byltinguna. Pólitískar hugmyndir hans hafa mikið snúist um nátt- úrulega réttinn. &JD *p * 1 1 C/P Orðið er notað um þrjót, óþokka og fant. í fomu máli var orðið notað um þjón. Alka, sjófugl, er stundum kölluð þessu nafni. Einnig er orðið notað yfir þokukúf á fjallstindi. Talað er um að einhver fremji.. .par í merkingunni strákapar. Staður 1 veröldinni Ríki þetta er í Asíu. Það fékk sjáifstæði á miðri þessari öld. Soldáninn þar er einráður. Þama em miklar olíulindir. íbúar em um 85.000. Fólk í fréttum Hann var hér í opinberri heimsókn nýlega. Um er að ræða erlendan þjóðarleiðtoga. Maðurinn veiddi 7,5 punda lax hér á meðan á heimsókn stóð. * Hann skilur íslensku. Sagði hann m.a. að auka þyrfti samskipti íslands og þjóðar sinnar. Rithöfundur Hann var fæddur árið 1880 að Laxamýri. Hann lést árið 1919 sökum hjartaveilu. Lengstum dvaldi hann í Kaupmannahöfii. Hann hóf nám í dýralækn- ingum en hætti og helgaði sig skriítum. Frægust verka hans em Galdra-Loftur og Fjalla- Eyvindur. S-4 :o S -4—cö s Maðurinn er fæddur árið 1930 að Svalbarði í Ögurvík. Hann hefiir setið í einni rík- isstjórn. Samt hefur hann gegnt tveimur ráðherraembætt- um. Sjaldnast hefur verið lcgn- molla í kringum hann. Hann er nú bankastjóri. Svör á bls. 44 dv___________________________________________Vísnaþáttur Hafið kemur víða við Dr. Guðnmndur Finnbogason, 1873-1944, var sem kunnugt er mikill áhugamaöur um bókmenntir enda lengi landsbókavörður og rithöfund- ur. Hans eigin bækur eða þýðingar ætla ég ekki að nefna hér en þess skal getið að hann tók saman fyrstu afmælisvísnabókina sem hér var gef- in út. Það var þegar árið 1907 og varð hún mjög vinsæl. Þar er vísa eða erindi úr ljóði við hvem dag árins. Þijú safnrit ljóða gaf hann út síðar: Hafrænu, sjómanna- og siglinga- kvæði, Dýraljóð og Fósturlandsins Freyju sem var helguð konum. Nú er ég með Hafrænu í höndum. Hún kom út 1923 og segir dr. Guðmundur í formála: „Á ferð minni með íslenskum tog- ara í haust er leið var mér það mikil gleði að heyra skipveija kveða og syngja jafnan við stýrið, og virtist það vepja þeirra. Þá hét ég því með sjálfum mér, að ég skyldi reyna að leggja hinum ágætu sjómönnum vor- um á varir það, sem best hefur verið kveðið á íslenska tungu um sjó og siglingar, og eru hér nú efndimar." Aftan úr öldum Þáttastjóri getur kannski ekki vahð það besta úr þessari bók, við höldum okkur mest við ferskeytlu- formið og sumt er áður komið í þátt- unum úr öðrum ritum en vonum samt að lesendur fái gott bragð í munn. Tvær vísur úr rímum Sigurðar fót- ar, ortar á 15. öld: Strengir gjalla en stynja rár, stafna hirtir skjálfa, belgir segl en beljar sjár, brast við húfa sjálfa. Báran lék viö borða hlýr, brestur aldan stranga, ýtum þótti ægis dýr á ýmsum stöfnum ganga. Tahð er að Sigurður bhndi hafi verið uppi á 16. öld og ort þetta snemma á öldinni. Hef ég þar óð, sem út af Nið Ólafs rekkar halda, flaustum renndi frækiö hð fram á æginn kalda. Svifu þar út á sildaijörð sextigi löndungs skeiða, stormi þrunginn Þrándheims fjörð þreyttu segl með reiða. Bárur snuddu um snekkjur þvert, og snökuðu suður með landi, segl var hvert við síma hert, söng í hveiju bandi. Auðheyrt er á þessu að ekki hefur verið um veiðiskap friðsamra bænda við Noregsstrendur að ræða. Ekki er fornri stafsetningu fylgt hér. í þess- um þáttum er jafnvel haft ég fyrir eg, nema þess þurfi við vegna ríms. Við stóra að deila Staðarhóls-Páll var stórbokki, uppi á seinni hluta sextándu aldar: Snemma á degi mjög var momt, mengið svaraði káta: Skipið er nýtt en skerið fomt skal því undan láta. Hér kemur ein vísa úr Grettisrím- um eftir Kolbein Grímsson, 1658. Aldan ijúka gerði grá golnis spanga freyju, kalda búka fluttu frá frændur Dranga eyju. Þá er svoköhuð draumavísa Páls Vídahns, 1667-1727. Best er að láta brekum af og bera vel raunir harðar. Nú er meir en hálfsótt haf heim til sælujarðar. Þormóður í Gvendareyjum, 1668- 1747, orti: Óspök gerðist aldan blá, af því kenndi grunna. Dóttir Ránar digur og há dundi á borðið þunna. Hjálmar okkar frá Bólu Nú skulum við taka stökk nærri okkar tímum. Fyrsti vísuparturinn, sem eignaður er Bólu-Hjálmari, er frá uppvaxtarárum hans í Eyjafirði. Hann og húsbóndi hans vom á smá- fleytu nærri landi. Hann var þá á barnsaldri og orti: Eitthvað heggur kaldan kjöl, kippir leið af stafni. Húsbóndinn botnaði: Okkar beggja ferjufjöl flýtur í drottins nafni. Fæðingar og dánarár Bólu-Hjálm- ars em 1796-1875. Nú gefum við hon- um oröið: Að mér stjómar tek ég taum, trausti fjarri mínu, gegnum hættan gjálfurstraum, guð, í nafni þínu. Rýkur dröfn um reiðaband, rostungs bungar veldi. Hvar mun gefa líf og land lausnarinn oss að kveldi? Og við höldum okkur enn við sama höfund. Sálarskip mitt fer haht á hhð og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur iha við andviðri freistinganna. Sérhverjum undan sjó ég slæ, svo að hann ekki fyhi, en á hléborðið iha ræ, áttina tæpast grilli. Ónýtan knörinn upp á snýst, aldan þá kinnung skellir, örvæntingar því ólgan víst inn sér um miðskip helhr. Bítur mér fyrir nesin naum í Naustavík hjálpar hvergi, óláns þvi hrekst í stríðan straum og steyti á Smánarbergi. Sundur þá leysir feigðarflök og festir í jarðar iðri. Eitthvað burt flækist öndin slök, ihverka reifuð fiðri. Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur. En á öðrum stað segir Hjálmar: Siglir einn úr Satans vör Sveinn hinn gæfurýri, fyrir lekan kjaftaknör krækir lygastýri. Undirhyggju digur dröfn dihar lastafleyi, fordæmingar heim í höfn hún svo skila megi. Og ljúkum svo máh okkar Hjálmars gamla með þessari alkunna stöku: Fari Mammon flár úr skut, fyrr en sjór er rokinn, annars stelur hann öllum hlut í vertíöarlokin. Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.