Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Side 22
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ .1988. RHPI l.TTlí. P 9TTf)/\nf? ATmT * t Gamanleikkona allra tíma á skjánum í kvöld: Rauðhærð, íyndin og ótta- legur hrakfallabálkur - Lucy Ball rifjar upp bestu brotin an sjötta áratuginn til að leika á Broadway. Síðar kom hann fram í þáttum í sjónvarpi og leikstýrði minnst tveimur bíómyndum. Lík- legast eru ekki margir sem muna eftir leikaranum í dag. Red Skelton kemur einnig fram í þættinum í kvöld. Hann var öllu frægari en Lamas, rauðhærður gamanleikari. Meðal frægustu hlutverka hans, og reyndar alvar- legs eðlis, var Dr. Kildare. Meðal kvikmynda sem Skelton lék í voru: Lady Be Good (1940), DuBarry Was a Lady (1943), I Dood It (1943), The Show-Off (1947), Three Little Words (1950), Public Pigeon Number One (1957) og Those Magnificent Men in Their Flying Machines (1965). Sjálfsagt þekkja margir af elstu kynslóðinni þessar myndir sem sýndar voru hér á uppgangstímum bíóhúsanna. ELA Gamanleikkonuna Lucy Ball þekkja allir sjónvarpsáhorfendur. Hún er á skjánum á nýjan leik í kvöld þar sem rifjuð eru upp skemmtileg brot úr þáttum hennar I Love Lucy sem gerðir voru á sjötta áratugnum. Áður hefur sjón- varpið sýnt einn slíkan þátt en þeir verða þrír. Það voru Lucy og dóttir hennar, Lucie, sem völdu þátta- brotin. „Þetta eru skemmtilegir þættir ogfyndnir," sagði Ólöf Pétursdóttir þýðandi í samtali við DV. í þættin- um koma fram þijú brot úr þáttum Lucy sem eiga það sameiginlegt að hafa ekki veriö sýndir í sjónvarpi í yfir tuttugu ár. I fyrsta þættinum fara hún og eiginmaðurinn, Ricky, (Desi Amaz) til Alaska þar sem þau hyggjast kaupa landareign. Þau fá ekki inni á gistiheimih og lenda á hrakhólum í ekki allt of skemmti- legu veðri. Með þeim eru hjónin Viv og Fred. Þetta er ævintýraferð þar sem þau rekast á leikarann fræga, Red Skelton, sem leikur sjálfan sig. í næsta broti em hjónin í Japan þar sem þau gista á glæsilegu jap- önsku hóteli. í næsta herbergi við þau er leikarinn frægi, Robert Comming, sem einnig leikur sjálf- an sig. Þær Lucy og Viv em auðvit- að upprifnar yfir því að svo frægur maður skuli búa á hótelinu. í síð- asta þættinum fer Lucy í frí án Ricky í skíðaparadís. í stað þess að viðurkenna hversu hún saknar hans reynir hún að gera hann af- brýðisaman. Þar kemur fram leik- arinn Fernando Lamas. Rekin úr skóla Án efa geta margir skemmt sér yfir Lucy Ball og hennar heimsku- pörum og uppátækjum. Reyndar var Lucy mjög ung er hún upp- götvaði hæfileika sinn að koma öðmm til að hlæja. Hún var fædd 6. ágúst 1911 í Jamestown í New York og vantar því aðeins mánuð í aö verða 77 ára. Hver skyldi trúa því? Lucy er sögð skærasta stjarna gamanleikara í sögu sjónvarpsins. Hún stundaði nám í leiklistarskóla John Murray Anderson en var rek- in þaðan. Ekki er vitað um ástæð- una en Lucy fékk engu að síður strax smáhlutverk í kvikmyndum. Var það helst að þakka hve vel hún leit út. Yfirleitt var hún í hlutverk- um stúlkna sem ekki voru með of háa greindarvísitölu. Lucy Ball skortir ekki greind. Þegar hún kynntist fyrri eigin- manni sínum Desi Amaz (þau giftu sig árið 1940) fóm þau að huga að eigin þáttagerö. Fyrsta þáttaröð þeirra, I Love Lucy, var sýnd í sjón- varpi árið 1951. Þá fór Árnaz með hlutverk eiginmannsins. Úr þeim þáttum er verið að sýna í sjón- varpinu í kvöld. Lucy ól dóttur þeirra um svipað leyti og þættirnir byijuðu en þegar sonur þeirra, Desi yngri, fæddist árið 1954 var þess getið í öllum heimsblöðum. Þá var Desi Amaz betur þekktur sem Ricky Ricardo en þaö var nafnið sem hann notaði í þáttunum. Þau Lucy og Desi Amaz skildu árið 1960 og varð þá nokkurt hlé á þáttunum um Lucy. Þau höfðu stofnað meö sér fyrir- tæki, sjónvarpsþáttaframleiðslu, Desilu. Þá sýndi það sig hversu gott fjármálavit Lucy hefur því hún keypti hlut Amaz á þijár milljónir dollara. Fyrirtækið var mun meira virði enda seldi Lucy það ekki löngu seinna til Gulf og Western á sautján milljónir dollara. Hélt áfram að leika Eftir skilnaðinn lék Lucy um tíma á Broadway í söngleiknum Wildcat en sneri sér aftur að sjón- varpi 1962. í millitíðinni hafði hún gifst Gary Morton og hefur hjóna- band þeirra haldist síðan. Lucy gerði nýja þætti, The Lucille Ball Show, sem síðar fengu nafnið Here’s Lucy. Meö henni var leik- konan Vivian Vance, sem alla tíö hefur haldið tryggð við Lucy. Þætt- imir gengu allt til ársins 1974. Lucy var ekki á því að gefast upp og sneri sér aö kvikmyndaheimin- Lucy Ball er að nalgast áttrætt. Hér og Andy Griffith, betur þekktum sem um í Hollywood. Hún gerði nokkr- ar gamanmyndir, t.d. Critic’s Cho- ice með Bob Hope, Yours, Mine and Ours með Henry Fonda og söng- leikinn Mame. er hún ásamt dóttur sinni, Lucie, Matlock. Lucy bjó í Beverly Hills ásamt eiginmanninum Gary Morton framleiðanda og börnum sínum frá fyrra hjónabandi. Dóttir hennar reyndi fyrir sér í „show business" og Lucy hélt vemdarhendi yfir börnum sínum. Eftir að hafa starf- aö með CBS sjónvarpsstööinni í þrjá áratugi undirritaði Lucy samning við NBC sjónvarpsstöðina upp á milljónir dollara. Árið 1980 var sýndur fyrsti þátturinn með Lucy hjá NBC. Árið 1984 tók hún sér frí, fluttist til Manhattan og sagðist ætla að vera nær barna- bömum sínum. Alhr vissi að sonur hennar, Desi, átti við eiturlyfja- vandamál að etja og hefur Lucy einnig séð ástæðu til aö hjálpa hon- um úr vandræöum sínum. Allir undrandi Lucy Ball gerði marga stórundr- andi, jafnvel sína nánustu vini, er hún undirritaði samning við ABC sjónvarpsstöðina. Þar átti hún að sjá um vikulega þætti sem áttu að fara í gang 1986 Lucy, sem nú nálgast áttrætt þyrfti ekki að vinna úti því sannar- lega er hún ekki á flæðiskeri stödd fjárhagslega. Hún á íbúð í miðborg New York, hús í Beverly Hills og í Palm Springs. Árstekjur hennar nema minnst um 17 milljónum dollara. Eftir miklar áhyggjur af syni sín- um Desi Arnaz rættist úr fyrir hon- um á síðasta ári og riýlega kvæntist hann ballettdansmey. Lucy getur því átt áhyggjulausa daga þaö sem eftir er en það hefur einmitt þótt undravert hversu konan hefur get- aö skemmt öðrum öll þessi ár þrátt fyrir miklar áhyggjur af börnum sínum. Fyrir þá sem hafa gaman af að spá í gömlu leikarana, sem fram koma í þættinum í kvöld, skal þess getið að Femando Lamas var mjög þekktur Hollywoodleikari á sjötta áratugnum. Hann var fæddur árið 1915. Fyrsta mynd hans hjá MGM kvikmyndaverinu, sem reyndar var söngleikurinn Rich, Young and Pretty, var frumsýnd árið 1951. Lamas hafði mjög fallega rödd og h'afði reyndar bæði verið þátta- gerðarmaður í útvarpi og leikið í evrópskum og suður-amerískum myndum er hann sneri til Holly- wood. Röddin og útlitið gáfu hon- um annað tækifæri og þá í kvik- myndinni The Merry Widow sem frumsýnd var 1952 og Rose Marie árið 1954. Lamas náði nokkmm vinsældum í kvikmyndum sínum en sneri þó frá Hollywood um miðj- kona Lucy Ball fer á kostum í hverjum þættinum af öörum. Þáttabrotin, sem sýnd verða í kvöld, eru yfir tuttugu ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.