Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Qupperneq 24
24
Breiðsíðan
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ1988.
____________________
Ungir leikarar sýna í Hollandi og Vín:
- segir Magnús Geir Þórðarson, 14 ára leikstjóri
Magnús Geir Þórðarson: Ég hef alltaf ætlað að verða leikari og stend við það.
DV-mynd JAK
„Þetta er erfitt en líka svakalega
skemmtilegt. Sérstaklega hefur verið
mikið að gera hjá okkur síðustu tvær
vikurnar en það er þess virði.“ Svo
sagði Magnús Geir Þórðarson, fjórt-
án ára leikari og leikstjóri, sem nú
er staddur ásamt leikhóp sínum,
Gaman Leikhúsinu, í Hollandi.
„Okkur var boðið að koma í fyrra á
leiklistarhátíð í Hollandi ásamt
fimmtán öðrum leikhópum frá íjórt-
án löndum. Við vorum eini hópurinn
sem starfar án aöstoðar fullorðinna.
Aðrir hópar voru með minnst fimm
fullorðna með sér,“ sagöi Magnús
Geir. „Gaman Leikhúsið vakti at-
hygli sem varð til þess að okkur er
boðið að koma aftur og sýna en einn-
ig fengum viö boð frá Austurríki."
Magnús Geir sagöi að eftir hálfs
mánaöar dvöl í Hollandi fari hópur-
inn til Vínar og muni dvelja þar í
nokkurs konar leiklistarskóla. „Auk
okkar í Gaman Leikhúsinu fara þrír
krakkar frá Hólmavík, sem við mun-
um hitta í Amsterdam þann 16. júlí.
Þó að um leiklistarhátíð sé að ræða
í Vín setjum við ekki upp sýningu
þar heldur sitjum í leiksmiðju frá
10-12.30 og æfum leikrit eftir hádegi.
Dagskráin er öll fyrirfram ákveðin
og skipulögö og í lokin verður sett
upp sameiginlegt leikrit allra gesta
og heimamanna," sagði Magnús.
„Við veröum hálfan mánuð í Vín og
aldurstakmarkið er 12-14 ára.“
Magnús rétt sleppur með þar sem
hann er orðinn 14 ára en hann hefur
verið í leiklist frá 8 ára aldri.
„Ég byrjaði í Barnaleikhúsinu
Tinnu en þegar það lagði upp laup-
ana ákváðu nokkrir af nemendum
úr Tinnu að setja upp eigiö leikhús
án fullorðinna. Það gekk vel, nema
hvað við höfum verið á hrakhólum
með húsnæði. Nú síðast höfum við
haft aðstöðu í Melaskóla." Sjö félagar
úr leikhópnum fara í ferðalagið og
varð að miða leikritið við sem fæsta
leikara. „Farmiðarnir eru svo dýr-
ir,“ útskýrði Magnús Geir. „Við er-
um félagar í Bandalagi íslenskra
leikara og áður en fórum lásum við
fjölda leikverka. Eftir mikla yfirlegu
ákváðum við að taka söngleikinn
Kötturinn fer sínar eigin leiðir sem
byggður er á gamalli sögu Rudyards
Kipling. Ólafur Haukur Símonarson
gerði íslenskt handrit og samdi texta
við lög Gunnars Þórðarsonar.“
Krakkarnir eru búnir að æfa söng-
leikinn frá því um miðjan febrúar
og voru með „generalprufu“ í Bæjar-
bíói í Hafnarfirði sl. þriðjudagskvöld.
„Æfingin gekk stórkostlega vel og
við fengum mjög góðar viðtökur. Við
erum viss um að söngleikurinn verð-
ur auðskildari en leikrit með miklum
texta þar sem við eigum að flytja
verkið á móðurmálinu,“ sagði Magn-
ús Geir. „Sumir okkar eru frábærir
söngvarar."
Magnús Geir hefur mikla reynslu
miðað við aldur því hann hefur leik-
ið í þremur kvikmyndum, Hrafninn
flýgur, Reykjavík, Reykjavík og í
skugga hrafnsins. Einnig hefur
Magnús leikið í nokkrum sýningum
Þjóðleikhússins og í sjónvarpsleik-
ritum. „Ég hef alltaf ætlað mér að
verða leikari og það á ekki eftir að
breytast. Það kemur ekkert annað tiT
greina. Ætli ég fari ekki í mennta-
skóla þegar ég hef lokið námi í Haga-
skóla og síðan í Leiklistarskólann.
Mér sýnist allt stefna i að að Leiklist-
arskólinn verði háskóli því stúdents-
próf er nauðsynlegt til inngöngu,"
sagði þessi fullorðinslegi unglingur.
Hópurinn hélt á vit ævintýranna í
fyrradag og verður gaman aö fylgjast
með móttökum ungmennanna í út-
löndum.
Egill Eðvarðsson hjá Hugmynd
hefurhaftþað verkefni með
höndum aö gera myndband fyrir
ABBA-söngkonuna frægu, Ag-
nethu Faltskog. Egiil erað leggja
síöustu hönd á myndbandið en
söngkonan gerir sér miklar vonir
um að lagjðl Wasn’t the One eigi
eftir að ná vinsældum í kjölfar
þess. Nýja plata söngkonunnar, I
Stand Alone, hefur ekki selst
mjög vel og eyddi Agnetha því á
fjóröu milljón í tveggja daga upp-
töku í Stokkhólmi. Og það var
sem sagt íslendingurinn sem fékk
verkið...
☆ ☆ ☆
Amar Páll Hauksson, sem starf-
að hefur sem aðstoðarfréttastjóri
Bylgjunnar frá stoftiun hennar,
hefur nú ákveðið að færa sig eins
ogfleirifréttamenn stöðvarinn-
ar. Hann er nú á leið á ríkissjón-
varpið höfum við heyrt en Bjami
Westmann, fyirum fréttamaður
Bylgjunnar, hefur þegar flutt sig
yfir. Áður hafði Ámi Snævarr
flutt sigaf Bylgjunni til Sjón-
varpsins. Sérstætt nú þegar allir
kappkosta að starfa hjá einka-
geiranura...
☆ ☆ ☆
Cybill Shepard hefur sagt frá því
að fyrsta ástin hennar hafi verið
rokkkóngurinn Elvis Presley.
Það var i Memphis árið 1966 og
hún var aðeins 16 ára en Elvis
næstum helmingi eldri. Cybill
hafði sigrað í keppninni Ungrú
Memphis og var kosinljós-
myndafyrirsæta ársins þegar El-
vis uppgötvaði hana. Hann bauð
henni stöðugt út með sér og tók
hana með sér á eigin tónleika. í
eitt skipti fór hún með til Las
Vegas. Cybill segist hafa elskað
tónlistina hans en rokkkóngur-
inn var of gamall fyrir henar
smekk...
☆ ☆ ☆
Menn hafa mismundandi áhuga-
mál eins og gengur. William Las-
ken frá Kaliforníu hefur safnaö
fimm hundruð bindum í öllum
litum, munstrum og gerðum.
Sumar gerðirnar léti enginn fs-
lendingur sjá sigmeð. Bindineru
flest frá fjórða og fimmta ára-
tugnum og öll úr silki. Nýmóðins
bindum úr brakandi polyester og
plasti hefur Lasken ekki áhuga
fyrir, Einfaldur smekkur enda
segist Lasken eingöngu safna
bindum vegna þess hve honum
finnistþaufalleg...
☆ ☆ ☆
Mick Jagger hefur harðbannað
sextán ára dóttur sinni, Jade, að
leika í kvikmyndinni Naked
Tango. Bianca, fyrrverandi kona
Jaggers ogmóðir stúlkunnar, var
á sama máli og faðirinn. Ástæð-
una sögðu þau vera að skólinn
hefði forgang og myndin ekki við
þeirrahæfi.
DV-myndbrot vikunnar
Spenntir vöðvar, kröftuglegur vöxtur, litlar buxur og brúnn kroppur.
Myndbrot vikunnar eru að þessu sinní tekin á vaxtarræktarmóti. Kroppur-
inn kemur frá Finniandi en litið vitum við meira um hann. Vaxtarrækt
hefur á undanförnum árum heiilað æ fleiri, jafnt konur sem karla. Þó
eru kannski enn fleiri sem gaman hafa að því að sýna vel æfðan kropp-
inn eins og berlega kom i Ijós á Norðurlandamótinu i vaxtarrækt sem
haldið var hér á iandi i vor.
Jóhann A. Kristjánsson, Ijósmyndari DV, myndaði marga kroppana á
mótinu, t.d. þennan sem reyndist þó ekki sigurvegari þegar upp var
staðið. Myndin er engu að siður skemmtileg og fær að skreyta Breiðsíð-
una að þessu sinni.
-ELA
Þú ert 2000 krónum ríkari
Nokkrar KR-stúlkur voru á sundæfingu í Vesturbæjarlauginni í vikunni er
Ijósmyndari DV var þar á ferö. Heppnin var með einni stúlkunni því hún er
nú tvö þúsund krónum rikari. Vinningsins má vitja á ritstjórn DV, Þverholti
11. Nú í nokkur skipti hafa börn og unglingar lent í hringnum hjá okkur,
enda er ungviðið alltaf skemmtilegt myndefni hjá Ijósmyndurum. Tvö þús-
und krónurnar ættu lika að koma sér vel hjá þessum aldurshópi sem er
undir því aldurstakmarki að fá vinnu. Þessi unga stúlka, til vinstri á mynd-
inni, er því sú heppna þessa vikuna.
í siðustu viku var það sjö ára drengur frá ísafirði sem lenti i hringnum.
Ljósmyndari DV náði mynd af honum þar sem hann var að skalla bolta á
fótboltanámskeiði á íþróttavellinum á ísafirði. Hann heitir Halldór Pálmi
Bjarkason og sagðist vera mjög stoltur af heppni sinni að lenda í hringn-
um, ekki síður en að geta skallað boltann jafnflott og raun bar vitni.
ELA/DV-mynd JAK