Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Qupperneq 26
26
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988.
Popp
Ómar Óskarsson lætur
frá sér heyra að nyju
- sólóplata hans, Rækjukokkteill, er að koma út
Einhverjir muna eflaust enn eftir
Ómari Oskarssyni. Hann lék á gítar
með einni alvinsælustu hljómsveit
áttunda áratugarins, Pehcan, þeirri
sömu og var endurreist í nokkrar
vikur síðasthðinn vetur. Fram til
þess hafði Ómar haldiö sig frá sviðs-
ljósunum að mestu leyti í tólf ár. En
nú kveður hann sér hljóðs aö nýju
með sólóplötunni Rækjukokkteil
sem er að koma út þessa dagana.
„Ég flækist dáhtið um tónlistarlega
á plötunni. Rígnegh mig ekki við
neina eina stefnu en held þó að mér
og þeim sem leika með mér á plöt-
unni hafi tekist að hafa á henni góð-
an heildarsvip," segir Ómar. Hann
hljóðritaði plötuna í Stöðinni hjá
Axel Einarssyni, gömlum félaga sín-
um úr poppinu frá því fyrir mörgum
árum.
Þeir sem leika með Ómari á Rækju-
kokkteilnum eru Ásgeir Óskarsson
trommuieikari, Birgir J. Birgis
hljómborðsleikari og Jón Ólafsson
sem stjórnar upptökum auk þess að
leika á bassa. Ómar sér sjálfur um
ahan gítar og söng.
Fyrir rúmum áratug sendi Ómar
Óskarsson frá sér pötuna Middle
Class Man. Þar hafði hann flesta
þekktustu söngvara þjóðarinnar með
sér og allir textar voru á ensku. En
ekki að þessu sinni.
„Það eru breyttir tímar núna,“ seg-
ir Ómar Óskarsson og glottir. „í
gamla daga ætluðum viö bara aö
nota gamla ísland sem stökkpah til
heimsfrægðarinnar. Þá var ótækt aö
Omar Oskarsson samdi söngleiki og söng í kirkjukór vestur á fjörðum. Hann er nú kominn í poppið að nýju.
DV-mynd S
syngja íslenska texta við rokklög.
Æth frumorsökin hafi annars ekki
verið - eftir á aö hyggja - lélegur
orðaforði og það að við réðum ekki
við formiö."
Helsti textahöfundur Rækjukokk-
teilsins er Hafliði Magnússon, Bíld-
dælingur sem Ómar kynntist er hann
bjó vestra.
„Hafliði er fimmtugur unglingur,
skáld gott sem fylgir bragfræðinni.
Ég held að ljóðaunnendur ættu ekki
að verða fyrir vonbrigðum með text-
ana,“ segir Ómar. „Ég á sjálfur
nokkra texta á plötunni sem Hafliði
las yfir og lagfærði hér og þar. Viö
fókuserum á samfélagið. Fjöllum
kannski um það á dálítið hráslaga-
legan hátt. Ef mér tekst að selja svo
mikið af plötunni aö ég þurfl ekki að
borga með henni er ég ákveðinn í að
gera aðra plötu og dálítið mildari.
Það hefur safnast það mikið í kistuna
af lögum að ég á nóg til um þessar
mundir."
Þó að Ómar Óskarsson drægi sig
úr poppinu um tíma var tónlistin þó
alltaf nálæg. Hann og Hafliði, sem
fyrr er nefndur, sömdu saman söng-
leiki. „Svo tók ég upp á því aö syngja
bassa í kirkjukór og síðast en ekki
síst lék ég í danshljómsveit í fyrra,
Rokkkvörninni hans Sigurðar Páls-
sonar á Patreksfiröi."
En á ekki aö stofna hljómsveit til
að fylgja nýju plötunni eftir? Ómar
kveður néi við því.
„Það var með herkjum að ég fékk
mig til að spila nokkrum sinnum með
Pelican í vetur,“ segir hann. „Ef und-
irtektirnar við plötunnni verða góðar
neyðist ég kannski til að spila eitt-
hvað. Það verður bara að ráðast.“
ÁT
Stuðkompaníið sendir
frá sér „tólftommu"
Stuðkompaníið er komið á kreik
að nýju. í gær kom út platan „tólf-
tomma“ sem er, eins og nafnið
bendir til, tólf tomrau plata. Á
henni eru lögin Þegar allt er orðið
hljótt og Framadraumar. Á plöt-
unni eru tvær útgáfur hvors lags
um sig, stuttspfl og langspil.
Það var Nick Cathcart Jones upp-
tökuraaður sem útbjó lengri útgáf-
ur laganna tveggja. Jones þykir
glúrinn í þvi fagi. Utbjó meðal ann-
ars dansútgáfu lagsins So Macho
raeð Sinittu, sera er eitt hið mest
selda sinnar tegundar í Bretlandi.
Það er hljóraplötuútgáfan Steinar
sem gefur plötu Stuökompanísins
út. Eftir viku kemur sams konar
plata út með Greifunum. Aörar
plötur, sem Steinar senda frá sér í
júlí, eru safnplatan Bongóblíða og
Syngjandi sveittir með Sálinni
hans Jóns míns. Á Bongóblíðu
verða meðal annars lög með fjórum
hljómsveitum sem hafa staðið sig
vel í Músíktilraunum Tónabæjar.
Þaö er að segja Greifunum, Stuð-
kompaníinu, Jójó, sem sigraði í
vor, og hljómsveitinni Herramönn-
um. Hún hefúr afrekað þaö að
lenda í ööru sæti keppninnar tvö
ár í röð. Þá kemur Sálin hans Jóns
míns til með að eiga lag á safnplöt-
unni og loks má nefna að þar syng-
ur Magnús Kjartansson dreifbýlis-
slagarann vinsæla I’m Gonna Get
You við íslenskan texta Páls Berg-
þórssonar, Vel líst mér á þig.
ÁT
Stuðkompaníiö lætur loksins frá sér heyra á ný.
Yummi Yummi -
metsöluplatan í
Danmörku í ár
Danir eru væntanlega glaðir þessa
dagana. Þeir eru búnir að fá Yummi
Yummi og nú hafa þeir eitthvað að
raula það sem eftir er sumars.
Yummi Yummi er nýjasta plata
rokkarans Kims Larsen. Það var ljóst
áður en platan kom út að hún næði
metsölu. Á útgáfudegi, þrettánda
júní, höfðu Medley útgáfunni Dan-
mörku borist 150.000 fyrirframpant-
anir. Síðasta plata Larsens, Midt om
natten, seldist í um 400.000 eintökum.
Það verður að teljast gott miðað við
að í Danmörku búa um fimm milljón-
ir manna.
Popp
Ásgeir Tómasson
kæmi einnig við hér. Við höfum
hljómkerfið og ljósin. Vantar bara
rokkið.
ÁT
Kim Larsen er ekki einungis vin-
sæll í Danmörku. Norðmenn og Svíar
eru einnig áhugasamir og trúað gæti
ég því að nokkrir íslendingar
tryggðu sér eintak af Yummi Yummi
stæði þaö til boða í hérlendum plötu-
verslunum. Larsen er nú lagður upp
í sína árlegu hljómleikaferð um Dan-
mörku. Talið er að þegar henni lýkur
leggi rokkarinn leið sína tfl ná-
grannalandanna. Þaö væri ekki úr
vegi fyrir hljómleikahaldara að
kanna jarðveginn meö aö Larsen
Vinsældir Kims Larsen í Danmörku
virðast lítt fara dvínandi.