Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1988, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988.
55
Bókanir í utanlandsferðir:
Þegar sólin sást
tók salan kipp
RiitvilMinrniH Aiil J yiirmiMír r\rr vi/llr
Dumbungur, súld, rigning og rok.
Þessi orö lýsa best því veöri sem
Sunnlendingar hafa búið viö undan-
famar vikur. DV haföi samband viö
nokkrar ferðaskrifstofur og flugfé-
lögin til aö kanna hvort almennur
fólksflótti væri frá rigningarsvæðinu
til útlanda.
Hjá Samvinnuferðum svaraöi
Helgi Daníelsson því aö nokkuö bæri
á auknum fyrirspurnum en ekki
væri það mjög mikið. Sagði hann aö
mjög mikið væri bókaö í feröir í júlí
og ágúst og fá sæti væra eftir í sólar-
landaferðir. í aðrar ferðir væra til
miðar en nú væri háannatíminn
þannig aö í margar ferðir er uppselt.
Siguröur Skagfjörö Sigurösson,
sölustjóri Flugleiða hér á landi, sagði
aö hjá þeim hefði sala veriö eðlileg
ef undan era skildir þeir dagar sem
sólin heföi sýnt sig. Þá hefði sölufólk
orðið vart við ákaflega sterk viðbrög
og aukningu í sölu. Hann sagði að
bókanir í sumar hefðu verið góðar
og að hann væri bjartsýnn á sumarið
í þeim efnum.
Brynja Runólfsdóttir hjá Pólaris
sagði að mikið hefði verið hringt síð-
ustu daga og væri greinilegt að fólk
væri búið aö fá nóg af tíðarfarinu
sunnanlands. Áberandi væru fyrir-
spumir og kaup á styttri ferðum og
einhver kippur hefði komið í lengri
ferðimar. Uppbókað er í margar af
sólarlandaferðum Pólaris en þó era
til sæti í nokkrar ferðir.
Ég ætla að fá miða
í næstu ferð
Knútur Óskarsson, forstjóri Úrvals,
sagði aö sala hefði tekið töluverðan
kipp á síðustu dögum. Allt benti til
þess að hún yrði svipuð og í fyrra
og færi þaö fram úr sínum vonum,
LífsstíIL
Þeir íslendingar, sem búa sunnanlands, hafa verið vel vökvaðir i vor og sumar. Nú er svo komið að margir panta
sér far til útlanda, svona rétt til að kynna sér hvernig sólin litur út.
sérstaklega með tilliti til undanfar-
innar gengisfelhngar og verkfalla.
Sagði hann að þessi tvö atriði hefðu
í raun haft mikil áhrif á ferðakaup
fólks og rigningartíðin nægði ekki til
að vinna það upp. Uppselt er í marg-
ar ferðir hjá Úrvali en sem annars
staðar eru til sæti í einstaka ferðir.
Magnús Oddsson hjá Arnarflugi
sagði að tíðarfarið hefði htil áhrif á
bókanir í áætlunarflug flugfélagsins.
Það væri ómöglegt að segja hvort
aukning væri sökum veðurs eða ann-
ars. Áætlunarflug sagði hann að
gengi vel og sala væri mjög góð.
Helgi Magnússon, forstjóri Útsýn-
ar, sagði að engin spurning væri um
að tíðarfarið heíði veruleg áhrif á
eftirspum. Mikið væri hringt og
komið og fólk segði gjarnan „ég ætla
að fá miða í næstu ferð“. Bókanir
sagði hann að heföu verið mjög góðar
í sumar. Hjá Útsýn er enn hægt að
fá keypt sæti í einstaka sólarlanda-
ferðir.
Hjá Atlantic sagði Engilbert Gísla-
son markaðstjóri að veðriö hefði ekki
haft mikil áhrif á söluna. „í raun
held ég að þeir góðu dagar, sem kom-
ið hafa á milli, ýti heldur á að fólk
kaupi ferðir. Þegar þessir dagar hafa
komið er brjálað aö gera,“ sagði
hann. Hjá Atlantic er eins og annars
staðar enn hægt að komast í einstaka
ferðir.
-E(?
I fararbroddi
tæknilegra framfara
SUBARU
yu
í \ r
iUíil
í I; ('1i1
_r__l_j _j j_l_
SUBARU er þeim kostum búinn
að vera meira en bara fjöiskyldubíll.
Það orð fer af fjórhjóladrifna fjölskyldubílnum
frá SUBARU að hann geti brugðið sér
í margskonar hlutverk. - Hann hentar jafnvel í
tvísýna skíðaferð og leikhúsferð,
við sjávarsíðuna og innkaupaferðir
- smærri flutninga og fjallaferðir,
eða við hinar margbreytilegu aðstæður
íslensks þjóðfélags um land allt.
AÐALHLUTVERK: SUBARU
Ingvar
Helgason hf.
~ .. _S Sýningarsalurinn,
Rauðagerði
Sími: 91 -3 35 60