Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. 17 Lesendur „Aldrei var nein ástæða til örvæntingar vegna veitingar skólastjórastöðu við ölduselsskóla," segir m.a. í bréfinu. - ölduselsskóli í Reykjavik. Deilumar um Ölduselsskóla: Farsæl lausn Foreldri skrifar: Sem foreldri og óbeinn aöili að því sem kallað hefur verið aðgerðir eða afskipti vegna deilna um veitingu skólastjóraembaettisins við ofan- nefndan skóla þykir mér vænt um að nú hefur þessum afskiptum veriö hætt og vonandi allar deilur vegna skólastjóraembættisins og veitingar þess úr sögunni. Það er hins vegar eftirtektarvert og dæmigert fyrir okkur íslendingá hvernig viö látum oft stjórnast af stundarbræði og tilfinningum yfir hlutum sem engin ástæða er í raun- inni til aö að gera veður út af. Og í Týnt veski Ólafur hringdi: Ég týndi veskinu mínu um síð- ustu helgi, sennilega laugardag, og líklegur staður er í Artúns- hverfi. Vekið er svart með mynstraðri plastáferö. Ökuskir- teini mitt o.fl. er í veskinu, auk talsverðrar peningaupphæðar. - Þetta er mér mikið áfall og kemur sér vægast sagt illa. Efþú, sem fannst veskið, treyst- ir þér ekki til að skila þvi til mín, þá skilaðu því á lögreglustöðina. Einnig getin- þú skilað því á ein- hverja bensínstöðina, helst ná- lægtÁrtúnshöfða. -Eneinfaldast væri að hringja í mig í síma 671625 og spyrja um Ólaf. - Fund- arlaun veröa veitt. þessu tilfelli var aldrei nein ástæða til örvæntingar, því hér var málið ekki stærra en svo að valið stóð milli tveggja hæfra umsækjenda um skólastjórastarf, sem var úrskurðað öðrum þeirra í vil af þeim aðila sem lögum samkvæmt úrskurðar í slík- um málum, þ.e. ráðherra. Eftir stendur því það að engin ástæða var til fyrir foreldrafélagið að hafa afskipti af gangi mála. Undir- skriftum hafði verið safnað í fljót- heitum og í fljótræði af eldheitum stuðningsmönnum annars umsækj- andans, sem áreiðanlega hefur ekki sjálfur óskað eftir þeim framgangs- máta,- Þetta mál ætti að geta oröiö gott „skólabókardæmi" (eins og venjan er að segja nú á tímum) um hvemig ekki á að standa að málum, sem eru í eðli sínu viðkvæm en verða ávallt torleystari við svona frum- hlaup. Mestu skiptir þó að nú hefur fund- ist farsæl lausn og formlega hefur lokið afskiptum stjórnar Foreldrafé- lags Ölduselsskóla af veitingu emb- ættis skólastjóra við skólarin. Ég vonast til að foreldrar eigi eftir að hafa hin bestu samskipti við skóla- stjóra, yfirkennara og aðra kennara þessa góða skóla. Hreykin(n) í hreinum bíl •f Guðm. Þorsteinsson skrifar: Ég er einn þeirra sem þvo bílinn oftast sjálfir á bensínstöðvum en fara svo inn á milli á bílaþvottastöðvar hér og þar á höfuöborgarsvæðinu til að láta taka bílinn betur í gegn, eins og það er kallað. Ég held að ég hafi nú prófað flestar þær stöðvar sem á þessu svæði eru og bjóða þær upp á talsvert mismunandi þjónustu. Fyrir nokkrum dögum fór ég svo á eina sem ég hafði reyndar fariö á áður en átti leið fram hjá og skellti mér með bílinn inn. Þetta var í Bón- og bílaþvottastöðinni Bíldshöfða 8, við hliðina á Bifreiðaeftirliti ríkisins. Ég verð að segja að þarna er að mínu mati besta þjónustan á þessu sviði. Bæði eru þarna góð tæki og þjónust- an frábær. - Veröið er líka talsvert lægra en maður á að venjast á svona inniþvottastöð. Þama greiðir maður 600 kr. fyrir þvott, bón og þurrkun og allt unnið samviskusamlega, án þess að maður hafi á tilfinningunni að maður verði að flýta sér og koma sér í burtu. Ég lét líka þvo mótorinn en sú þjón- usta býðst ekki á öðrum þvottastöðv- um svo að ég viti til. Það kostaði 500 kr..og vélin var eins og ný á eftir. Þetta hef ég aldrei látið gera áður en sé ekki eftir því. Þarna á bíláþvotta- stöðinni geta viðskiptavinir sest nið- ur á meðan þeir bíða og stendur þeim til boða ókeypis kaífi en að kaupa sér annað það sem þéim líkar. Ég hef sjaldan farið eins ánægður frá bílaþvottastöö og í þetta skiptiö. Það getur skipt máli fyrir ökumenn að vera í hreinum bíl og í umferðinni er gott að geta verið hreykin(n) af ökutæki sínu en það er maður ekki nema að bíllinn sé hreinn. Forstöðumaður óskast Svæðisstjórn Vesturlands óskar að ráða forstöðu- mann við dagvistun fatlaðra á Akranesi frá og með 1. september nk. Þroskaþjálfamenntun eða sambæri- leg menntun áskilin, reynsla í stjórnun æskileg. Umsóknarfrestur er til 25. júlí nk. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri svæðisstjórnar á skrifstofutíma í síma 93-71780. Svæðisstjórn Vesturlands Gunnlaugsgötu 6A, Borgarnesi 3 GLÆSIVAGNAR TIL SÖLU CADILLAC árg. 1983-1985-1986 verða tii sýnis að Suðurgötu 14, sími 11219, á daginn eða 686234 eftir kl. 19.00. . Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar og greióa með korti. Þú gefur okkur upp: Nafn þitt og heimilisfang, sima, nafnnúmer og gildistíma og númer greiðslukorts. • Hámark kortaúttektar í síma kr. 5.000,- SMÁAUGLÝSINGADEILD ÞVERHOLTI 11 SÍMI 27022 £ „Eruð þið ekki hrædd við þessa litlu, slím- ugu marhnúta?“ gætu þessir litlu græn- lensku pottormar hafa verið að segja er þeir hittu ferðamannahóp frá islandi í heimabæ sínum, Kap Dan, á eynni Kúlúsúk fyrir stuttu. Þessi ferðahópur lagði það á sig eftir tveggja tíma flug að ganga í 45 mínútur til þessa litla þorps sem enginn akvegur ligg- ur að. Sumir urðu fyrir vitrun og öðrum of- bauð. Þau voru misjöfn áhrifin sem heim- sókn þessi hafði á ferðafólkið. Fyrir alla varð hún upplifun sem seint mun gleymast. í Lifsstíl á morgun verður sagtfrá þessari dagsheimsókn til næstu nágranna okkar sem þó eru svo fjarlægir okkur í menningu sinni og lifnaðarháttum. Á flestum fótaaðgerðastofum er boðið upp á allar almennar fóta- aðgerðir og fótsnyrtingu. Þar eru líkþorn fjarlægð, neglur þynntar, sérsmíðaðar spangir á niður- grónar neglur og gefnar ráðlegg- ingar varðandi naglalosun, fót- sveppi, naglasveppi og annað er lýtur að umhirðu fótanna. DV-heimsótti eina fótaaðgerða- stofu í Reykjavík og forvitnaðist um starf fótaaðgerðafræðinga. Um afrakstur þeirrar heimsóknar má lesa í Lífsstíl á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.