Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. Iþróttir Frétta- stúfar Okonski tii Aþenu Ekkert varö af því aö pólski knattspymumaðurinn Mi- roslav Okonski færi til belgísku bikarmeistaranna Anderlecht, eins og til stóö. í staöinn fer hann til AEK frá Aþenu ög mun gríska féiagið greiöa félagi hans, Haraburger SV, um eina milijón þýskra marka fyrir þemian snjalla miöjumann. Belanov ódýr Forseti ítalska knattspymuliös- ins Atlanta, Franco Landri, hef- ur boriö til baka fregnir um að félag hans greiði Sovétmönnum i jarðolíu fyrir sóknarmanninn snjalla, ígor Belanov. Landri skýröi hins vegar frá því i gær aö Atlanta greiddi sovéska knattspymusambandinu 150 þúsund dollara (tæpar 7 millj- ónir ísjenskra króna) fyrir Bel- anov og aö hann fengi um 3.800 dollara (um 175 þús. ísl. kr) í mánaðarlaun í þijú ár og bif- reið aö auki. Kaupverð hans er langt fyrir neðan þaö sem geng- ur og gerist í ítölsku knatt- spyrnunnL Juventus keypti t.d. Ian Rush frá Iiverpool fyrir 4,6 milljónir dollara i fyrra. Guetamala fyrir Mexíkó? Gúetamala hefur veröiö boðiö að taka sæti Mexíkó í knatt- spyrnukeppni ólympíuleikanna í Seoul. Mexíkanar voru á dög- unum dæmdir í tveggja ára bann frá öllum alþjóðlegum mótum fyrir að tefla fram of gömlum leikmönnum í heims- meistarakeppni unglingalands- liöa fyrr á þessu ári. Guetamala varð í öðru sæti Mið-Ameríku- riðils i undankeppni ólympíu- leikanna og hefur nú frest til sunnudags til að þiggja boðiö. Danskt limleikafólk Dagana 9.-19. júlí dvelur 34 manna fimleikahópur frá Köb- enhavns Amts Fællesholdet hér á landi á vegum Stjörnunnar í Garðabæ. Hópurinn heldur sýningu í íþróttahúsinu As- garði í Garðabæ á sunnudaginn kemur, 10. júli, kl. 20. Dagana 11. og 12. júli verða fimieika- námskeið í Ásgaröi - fyrir 6-12 ára böm fyrir hádegi en ungl- inga eftir hádegi. Námskeiðið er opið fyrir iðkendur annarra félaga en hópurinn mun einnig sýna í Keflavík, Vestmannaeyj- um og á Akureyri. Þessi hópur hefur haldiö margar sýningar í Danmörku að undanfómu við góðar undirtektir, m.a. í Tívolí í Kaupmannahöfn. Dr. Squat á leiðinni Dr. Frederick C. Hatfield, sem gengur undir nafiiinu Dr. Squat (hnébeygja), er væntanlegur til Islands. Hann heldur námskeiö í Æfingastööinni, Engihjalla 8 í Kópavogi, dagana 15.-17. júli. Áhersla veröur lögð á næring- arfræði, kraftþálfun fyrir ýms- ar greinar fþrótta, aerobic, teygjuþjálfpn, endumýjunar- fræði og grundvallaratriöi i tækniþjálfun o.fi. Þar aö auki mun hann leggja grunninn aö þjálfun landsliösmanna Kraft- lyftingasambandsins fyrir Evr- ópumeistaramótið sem fram fer hér á landi árið 1990. Danskur fimleikahópur til Islands Danskur fimleikahópur, Köb- enhavns Amts Fællesholdet, sem samanstendur af 34 ein- staklingum og sýnt hefur mjög viöa í Danmörku að undan- fómu við góðar undirtektir, er á leið til landsins og mun sýna í íþróttahúsinu á Digranesi á • sunnudaginn kemur. „Nýttum ekki tækifærin“ - sagði Guðjón Þórðarson, þjátfari KA Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: „Það er lítið að segja og helst ekk- ert. Við fengum færin til að vinna leikinn en þau voru ekki nýtt sem skyldi en um það snýst nú leikur- inn,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálf- ari KA, að leikslokum í samtali við DV eftir 1-0-sigurÍeik Akumesinga á KA í Mjólkurbikarkeppninni á Akra- nesi í gærkvöldi. „Ég er ekki nógu ánægöur með leikinn í heild, en hver er svo sem ekki ánægður að skora sigurmark?“ sagði Aðalsteinn Víglundsson sem skoraði sigurmarkið í leik Akumes- inga og KA á Akranesi í gærkvöldi. Leikur liðanna var oft harður og fast spilaður og dómgæslan var í höndum Óla Ólsen og var hann ekki í öfundsverðu starfi í þessum leik. Hann hefði þó mátt vera örlítið rögg- samari. Skagamenn byrjuðu vel og strax á 6. minútu bjargaði Haukur Bragason, markvöröur KA.mjög vel er hann hirti knöttinn af tám Karls Þóröarsonar sem var kominn í mjög gott marktækifæri. Þremur mínút- um síðar er Karl enn á ferðinni en fast skot hans frá vítateig fór í hliöar- netið. Heimir Guömundsson komst í gott færi en skot hans fór hárfínt fram- hjá. Eftir þetta var nokkurt jafnræði með liðunum en Skagamenn þó ívið sterkari það sem eftir liíði fyrri hálf- leiks. Skagamenn byrjuðu síðari hálf- leikinn með svipuðum hætti og þann fyrri og á 60. mínútu er dæmd óbein aukaspyrna inni í vítateig KA og upp úr henni átti Mark Duffield hörku- skot sem Haukur markvörður varði meistaralega í horn. Þremur mínút- um síðar bjargaði Friöfinnur í horn eftir aö Karl var kominn í ágætt færi. Síðan tóku KA-menn mikinn fjör- kipp og pressuðu mjög stíft og á 68. og 70. mínútu fengu þeir sín bestu færi en Skagamenn björguöu í bæði skiptin á línu eftir skógarferð Ólafs í marki Skagamanna. A 73. mínútu náði Antony Karl ekki fastri fyrirgjöf Þorvalds Örlygssonar á markteig. Skagamenn náöu aö rétta úr kútn- um og á 87. mínútu skoraði Aðal- steinn sigurmark Skagamanna eftir firnafasta fyrirgjöf frá Heimi og voru Skagamenn að vonum ánægðir í leikslok eftir að hafa tapað á Akur- eyri fyrir nokkrum dögum í 1. deild- arkeppninni. Áhorfendur 899. Völsungar eru heillum horfnir Jóhannes Siguijónssan, DV, Húsavflc Leiftur, Ólafsfirði, sló Völsung út úr bikarnum meö 3-1 sigri á Húsa- vík. Sigurinn var sanngjam, Völs- ungar léku betur úti á vellinum en Ólafsfirðingar voru beittari upp við markið og nýttu sín færi. Fyrri hálfleikurinn var tíðinda- og tilþrifalítill og þaö var ekki fyrr en á 44. mínútu sem verulega dró til tíö- inda. Þá dæmdi Guömundur Har- aldsson dómari vítaspymu á Leiftur og kom sá dómur leikmönnum og áhorfendum mjög á óvart. En Guð- mundur var ekki í nokkrum vafa og Jónas Hallgrímsson skoraöi af öryggi úr vítinu og hefur nú skorað úr yfir 30 vítaspymum fyrir félagið og aldrei mistekist. Á 47. mínútu dæmdi Guð- mundur svo víti á Völsunga þegar boltinn hrökk í hönd vamarmanns. Strangur dómur en Gústaf Ómarsson fullnægði dóminum og skoraði, 1-1. „Þetta ætlar aö verða einhver lengsta vítaspyrnukeppni sögunnar fyrst þeir em byijaöir á henni í fyrri hálfleik," sagöi einn húmoristi í hópi áhorfenda. Völsungar höfðu yfirhöndina framan af seinni hálíleik en á 65. minútu tóku Ólafsfirðingar forystu gegn gangi leiksins. Tveir Ólafsfirð- ingar voru kolrangstæðir þegar bolt- inn var sendur inn fyrir, línuvöröur virtist blindaður af sóhnni og Steinar Ingimundarson þakkaði pent fyrir sig og skoraði. .Völsungar gáfust eiginlega upp við þetta andstreymi og á 90. mínútu bætti Þorsteinn Geirsson við þriöja marki Leifturs eftir að Völsungs- vöminn hafði opnast illa. Og á 93. mínútu skoruðu Ólafsfirðingar reyndar fjórða markið en þá hafði Baldur Scheving línuvörður endur- heimt sjónina og dæmdi rangstöðu. BjömsáumÞór - Víkingur sigraði Þór 1-2 Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: Víkingurinn Björn Bjartmars var maðurinn sem sá um aö afgreiða Þórsara út úr Mjólkurbikarkeppni KSÍ á Akureyrarvelli í gærkvöldi. Hann skoraöi bæði mörk Víkings sam sigraöi 2-1 og Þórsarar geta ein- ungis nagað sjálfa sig í handarbökin, enda áttu þeir afspymuslakan leik og sigur Víkings var fyllilega sann- gjam. Víkingar sluppu þó fyrir hom und- ir lokin en þá fengu Þórsarar tvö hættuleg færi. Kristján Kristjánsson skaut í stöng Víkingsmarksins aö innanyeröu af stuttu færi og á síð- ustu sek. leiksins varði Guðmundur Hreiðarsson meistaralega skot frá Guðmundi Val Sigurðssyni, beint úr aukaspymu, sló boltann í þverslána. Bjöm Bjartmars skoraöi fyrra mark Víkings á 28. mín. Boltanum var nikkað til hans eftir sendingu inn í vítateig og hann afgreiddi hann í netið. Síðara mark Víkings kom svo á 63. mín, Björn fékk sendingu frá hægri og skoraði af stuttu færi. 2-0 fyrir Víking og Þórsarar sýndust ekki líklegir til aö gera neitt í málinu. . Þeim tókst þó að minnka muninn 10 mín. fyrir leikslok og var Siguróli Kristjánsson þar aö verki. Boltinn barst út úr teignum til hans eftir hornspyrnu og hann skoraði með góðu skoti í hornið. Víkingur vann sanngjaman sigur og heföi hæglega getaö unnið stærri sigur miðað við marktækifæri. Aft- asta vöm liðsins var sterk í leiknum og Guömundur öruggur í markinu þar fyrir aftan. Þórsarar vom hins vegar afspymuslakir nema á allra síðustu mín. leiksins og þaö er engin afsökun fyrir þá þótt Jónas Róberts- son hafi veriö meiddur og Halldór Áskelsson hafi farið veikur út af eft- ir 30 mín. leik. Liðið var einfaldlega lélegt og er þaö vægt til oröa tekið. Mjólkurbikarinn -16 liða Sanngjarn Fra í mjög góðui - Fram sigraði ÍBV1-2. Ómar Torfason sko Friðbjöm Ó. Valtýsson, DV, Vestmeyjum: MgBSPIIP., ** > * Sfsfjllp^ X 'V> f * / A • Viöar Þorkelsson, Fram, sést hér í baráttu um knöttinn við fyrrum félaga sinn inni skorar Ómar Torfason sigurmark Fram með skalla. Bikarmeistarar Fram í knattspyrnu héldu velli er þeir mættu frískum Eyja- peyjum í .ÍBV í leik liðanna í 16 liða úr- slitum bikarkeppninnar í Eyjum í gær- kvöldi. Leikurinn var mjög skemmtileg- ur á að horfa og hefur sá er þetta ritar vart skemmt sér betur í annan tíma á knattspymuleik hér í Eyjum. Framarar halda áfram í keppninni en Eyjamenn eru úr leik. Það var Pétur Amþórsson sem skoraöi fyrsta mark leiksins fyrir Fram strax á 15. mínútu og setti það heimamenn nokkuð út af laginu. Pétur skaut miklu þrumuskoti frá vítateigi. Liðin skiptust síðan á að sækja og áttu bæði nokkuð af færum. Heimamenn, sem fjölmenntu á völlinn, fögnuðu mjög á 32. mínútu er Ólafur Árnason jafnaöi metin fyrir ÍBV meö glæsilegu marki. Ólafur skaut þrumuskoti frá vítateigi og átti Birkir enga möguleika á aö verja skot hans sem hafnaði nánast efst í samskeytunum. Ómar Torfason kominn á bragðið Ómar Torfason, sem varö markakóng- ur 1. deildar síðast er hann lék meö Fram, skoraði fyrsta mark sitt fyrir • Pétur Arnþórsson skoraði fyrra mark Fram í Eyjum í gærkvöldi með miklu þrumuskoti frá vitateig. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.