Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Side 29
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. 2S Lífsstfll Það er ýmislegt sem þarf að varast ef maður vill vera skynsamur neytandi Neytendablaðið: Hinn skynsami neytandi Nýútkomið Neytendablað hefur að geyma kynstrin öll af þörfum ábendingum til neytenda. Þar er m.a. að fmna grein eftir Elísabetu Þorgeirsdóttur um hinn skynsama neytanda. Birtist hún hér á eftir: Yfirsýn yfir fjárhaginn Mikilvægt er að átta sig á hvernig nýju skattalögin virka og áætla hverjar tekjumar veröa eftir að skattur hefur verið greiddur. Veistu hvemigþú nýtir persónu- afsláttinn best? Att þú rétt á hús- næðisbótum, vaxtaafslætti, barna- bótum eða barnabótaauka? Haltu heimilisbókháld. Þá sérðu í hvað peningamir fara og getur kannað 'hvort hægt sé að minnka einhvem útgjaldalið. Þegar verslað er Samkvæmt reglugerð ber selj- endum að verðmerkja allar vörur í verslunum, búðargluggum og sýningarkössum. Ef um vörur á útsölu er að ræöa skal einnig greina upphaflegt verð svo hægt sé að sjá hve mikill afslátturinn er. Um vömr á útsölu og tilboösverði gilda sömu lög og um aðrar vörur. Komi fram galli á ábyrgöartima ber að endurgreiða þær ef gallinn er verulegur eða bæta á annan hátt. Kaupandi er þá ekki skyldur til að taka við innleggsnótu. Fleygið ekki gömlum innleggs- nótrnn. Þær fymast á fjórum árum nema annað sé tekið fram á nótun- um. Að eyðileggja kreditkortið Til hvers notar þú greiðslukortið þitt? Ertu meðvitaður um hve miklu þú eyðir eða læturðu freist- ast til að kaupa ýmislegt sem þú hefur í raun ekki efni á? Það kemur að skuldadögum. Hugsaðu um það í alvöru hvort þér sé nauðsynlegt að eiga greiðslu- kort. Þaö getur verið alveg eins gott að kaupa stóra hluti með af- borgunarskilmálum og khppa kortið í sundur. \ Lagaleg réttindi Meö skattgreiðslum þínum greið- ir þú í sameiginlegan sjóð þjóð- félagsins og átt rétt á góðri þjón- ustu frá hinu opinbera. Ýmis lög kveöa á um réttindi þín í þjóðfélag- inu. Kynntu þér hvaöa rétt þú átt. Kaupalögin og 5. kafli laga um sam- keppni og óréttmæta viðskipta- hætti vernda rétt þinn í viðskipt- um. Staðgreiðsluafsláttur Þegar þú kaupir stóra hluti út í hönd, t.d. sjónvarp, myndbands- tæki eða ísskáp, áttu rétt á 5-10% staðgreiösluafslætti. Seljendur eru búnir að reikna með þessum af- slætti í útsöíuverðinu. Neytenda- samtökin hta svo á að þeir sem staðgreiöa vöru eigi ætíð rétt á staðgreiðsluafslætti þar sem greiðslukortanotkim er orðin mjög almenn. Þvi veröi að gera greinar- mun á þeim sem staðgreiða og hin- um sem fá aht aö sex vikna greiðslufrest. . * Neytendur Það er mikils virði að fá kvittanir fyrir vörum sem keyptar eru og geyma þær minnst eitt ár. Það get- ur valdið óþarfa leiðindum ef vara reynist gölluð og geta ekki á auð- veldan hátt sannað hvar og hvenær hún var keypt og á hvaða verði. Eru tryggingarnar í lagi? Ertu tryggður fyrir öllu því sem gæti hent þig? Notfærðu þér sam- keppnina sem ríkir á milh trygg- ingarfélaganna og láttu gera tilboð í þær tryggingar sem þú hefur þörf fyrir. Veldu síðan það félag sem býður lægst verð og bestu trygging- arnar. Meðferð fatnaðar Skynsamur neytandi kaupir ekki fatnað án meðferðarleiðbeininga. Seljandi ber ábyrgð á því að upplýs- ingar á vörunni séu réttar. Upplýs- ingar um hreinsunarmeðferð á flíkum eru því mikil trygging fyrir kaupandann. Gætið ahtaf að því að meðferðar- leiðbeiningar séu á þeim fatnaði eða á öðrum efnum sem þið kaup- ið. Ef svo er ekki fáið þá skriflega yfirlýsingu seljanda um meðferð- ina. Shkt getur- skipt sköpum ef flíkin skemmist í þvotti eða efna- laug. Athugið að ekki er alltaf hyggi- legra að senda fatnað í hreinsun. Margar hreinsanir firra sig ábyrgð á því sem þær taka til meðferðar. Þess vegna er mikilvægt að báðir aðUar séu sammála um ástand hlutarins áður en hann er settur í hreinsun. Einnig er gott aö láta efnalaugareigendur segja fyrir- fram hvort þeir treysta sér til að hreinsa þaö sem um er að ræða. Ertu að byggja eða endurbæta Vinna við húsbyggingar á bygg- ingarstað, jafnt nýbyggingar sem endurbætur á eldra húsnæði, er ekki söluskattsskyld. Athugið hvort söluskatti hefur verið bætt á reikninginn. ÖU tilboð um aö sleppa söluskatti í shkum tilfeUum gegn því að ekki sé gefin kvittun eru út í bláinn og byggð á misskUningi. Kvittanir eru helsta haldreipi neytandans ef vinnan er Ula af hendi leyst eöa gaUar koma fram. Athugið einnig að sá sem hjálpar öðrum til að komast hjá skattlagn- ingu er að kaUa yfir sig dýrari sam- neyslu. Að vera nýtinn Góður neytandi fer vel með eigur sínar, húsgögn, fatnað o.fl. Æthr þú að kaupa eitthvaö nýtt skaltu íhuga vandlega hvað þig vantar í raun og veru. Láttu ekki auglýs- ingar, vini eða annan utanaðkom- andi þrýsting segja þér í hverju þú átt að fjárfesta. Tískufatnaöur og tískuhúsbúnaður er óhóflega dýr. Oft er hægt að fá mun ódýrari hluti sem eru engu síðri. Hefurðu efni á aö eiga bUinn, sem þú ert að kaupa, eða gætirðu skipt og fengið þér ódýrari og spameytnari bU? Kostnaður við bankalán Ef þú ert með mörg lán með mis- munandi kjörum í viðskiptabanka þínum geturðu farið fram á að bankinn semji við þig um hagstæð- ari kjör. Það er dýrt aö taka lán núttldags. Greiddu óhagstæðustu lánin upp og vertu vel á verði um hvar hagstæöust kjör em í boði. Ef þú átt sparifé gættu þá vel að hvar hagstæðast er að ávaxta það. í matvöruversluninni Gætiö að því þegar þið kaupið matvæh hvort síðasti söludagur sé runninn út. Ef svo er þá er það brot á lögum. Ef kaupmaður hyggst lækka verð tíl að losna við vöra, sem eUa yrði honum ónýt, ber hon- um aö gera það áður en síðasti sölu- dagur er útrunninn. Bendið kaup- manninum á ef þið sjáið slíka vöru í verslun hans. Góður kaupmaður er þakklátur fyrir shkar ábending- ar. Vörur í neytendaumbúðum eru sumar án allra upplýsinga um magn og samsetningu innihalds. Umbúðir geta hæglega blekkt hvað varöar magn innihalds. Berðu saman verð á sömu vörutegund og reyndu að finna út kílóverð. Oft er um mikinn verðmun að ræða. Kemur verkstæðisnótan á óvart? Þegar þú ferð með bíl eða aðra hluti í viðgerð láttu þá verkstæöið gefa þér skriflega yfirlýsingu um hvað gera þarf við, hvað það muni kosta og hvenær viðgerð verði lok- ið. Gefðu upp símanúmer svo hægt sé að ná í þig ef t.d þarf aö gera við meira en áætlað var í upphafi. Ef ekki er hægt að áætla veröiö fyrirfram fáðu þá skriflega upp- gefið hámarksverð. Inni í áætluðu verðierefni, vinnaogsöluskattur. y Gölluð vara Samkvæmt lögum er árs ábyrgö á öllum seldum vörum. Ef veruleg- ur galli kemur fram á vörunni á þeim tima má krefjast ógallaörar vöm eöa riftunar kaupa og endur- greiðslu verðsins ásamt hugsanleg- um kostnaöi vegna gallans. Nauö- synlegt er að gera seljanda viðvart um leið og gallans verður vart. Seljandi ber ábyrgð gagnvart kaupanda. Það er því á misskiln- ingi byggt þegar seljendur visa á umboðsmenn eða framleiðendur. Ef galli kæmi til dæmis fram á strigaskóm hjá kaupanda í Kálfs hamarsvík ætti hann erfitt um vik < f gagnvart framleiðanda í Kóreu. U pplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnað- ar Qölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks------ Kostnaður í júní 1988: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.