Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. Lífsstfll Hvemig við leysum vökvunarvandamálið í fríinu: Nokkrar aðferðir til að vatna stofu- plöntum á meðan Ef enginn fæst til að vökva á meðan farið er í fríið eru þó til nokkrar leiðir til að láta pottaplöntur sjá um sig sjálfar. Yfirleitt er einhverju vatnsríku undirlagi (s.s. blautum dag- blöðum) komið fyrir undir pottana. Þá er mikilvægt að vökva moldina vel svo vatnið þar komist í samband við vatnsborð undirlags. Nokkur brögð eru að því að vatn sé sett þannig að yfírborð- ið nái upp eftir potti. Ef þetta gerist er næsta víst aö ræturnar fúni. Það er með pottablóm eins og trjáplöntur - of mikil vökvun leiðir til fúa rótanna, sem ekki er hægt aö bæta fyrir. Hægt að útbúa tjald með slongum Tjald, sem fellt er upp líkt og regnhlíf, er hugmynd upprunn- in frá Skandinavíu. Þetta líkist litlu gróðurhúsi með opi fyrir loft. Okkur er ekki kunnugt um að þetta sé selt hér á landi. Þaö ætti þó ekki að vera flókið að útfæra þessa hugmynd með gagnsæju plasti. Dæmi eru um að pottablóm hafi þrifist undir þessum kringumstæðum í fjór- arvikur. Því stærra sem tjaldið er því fleiri plöntur komast fyrir. Opið á tjaldinu gefur súrefni en þaö er ekki svo stórt að útgufunar gæti eins og ella. Mjórri plast- slöngu er komiö fyrir í hvem pott og leitt úr stærra íláti sem veitir vatninu. Vatnsborðið má ekki vera hærra en yfirborð moldarinnar, annars er hætta á ofvökvun. Passa verður að stilla tjaldinu eða opi þess ekki þar sem sólarljóss gætir til aö hindraútgufun. -ÓTT. Ertu að fara í frí og færð eng- an til aö vökva stofuplönturnar á meðan? Til að leysa þennan vanda eru til nokkur ráð. Best er auðvitað að fá „blómapíu“ fyrir sig meðan á fríinu stend- ur. Þá verður minnst breyting á og plönturnar geta staðið á sínum stað. Ef þær eru skildar eftir og þeim ætlað að sjá um sig sjálfar verður að fjarlægja þær úr mesta sólarljósinu. Þannig verður útgufun ekki eins mikil og ella - þannig end- ist vatnið sem fyrir er betur. Plöntur þurfa mismikla vökv- un. Því er erfitt að alhæfa nokk- uð í þessu sambandi. Nokkrar leiðir em þó til sem gefið hafa góða raun - sérstaklega ef fólk er ekki lengur en 1-2 vikur í burtu. Hér á eftir eru nefndar nokkrar leiöir til að leysa vökv- unarvandamálið ef enginn fæst til að vökva í fjarveru eiganda. Bent er á að setja sig í samband við sérfrótt fólk ef til kemur. Plönturnar látnar sjúga upp vatn Sólin gerir það að verkum að útgufun verður mikil. Því er ætíð heppilegast að safna plönt- um saman á stað þar sem sólar gætir ekki of mikið. Einnig verður að aðgæta að hafa ekki of dimmt, því einhverrar birtu verður að gæta. Prýðis aöferð er aö breiöa út plastdúk á gólfiö og leggja rök dagblöð eða svamp ofan á. Þannig sjúga plöntumar vatnið upp í gegnum botngatið. Ef þess er kostur má einnig koma fyrir rúmgóðu íláti með bleyttum vikursandi. Undirlag skal vera vel blautt. Vökvið síð- anvelípottinn. Ef plastdúkur er notaður er hentugt að sveigja jaðrana upp að brúnum ystu pottanna. Að þessu loknu er herbergishiti lækkaður. Á þennan hátt geta plöntur staðið skaðlaust í tvær tilþrjár vikur. Lítið gróðurhús sem hleypir inn birtu en takmarkar útguf- un. Nokkrum pottaplöntum er hér komið fyrir inni í gagnsæju regnhlífarlaga plasti. Rifa er höfð svo loft komist inn. Síðan er t.d. plastslöngum stungið í hvern pott sem leiddar eru úr vatnsíláti. Þess verður að gæta að vatnsborð ílátsins sé ekki hærra en moldin í pottunum. Þessi aðferð hefur gefist vel á Norðurlöndum. Þannig hafa plöntur séð um sig sjálfar í 3-4 vikur. Óhætt er að skilja pottablóm eftir í blómasvampi í 7-10 daga. Svampurinn (oasis) er bleyttur vel og plantan vökv- uð. Síðan sýgur hún vatn upp í gegnum botngat pottsins. Frágangur svalakassa og útiplantna A íslandi er lítil hætta á sól- ríku veðri svo vikum skiptir. Ráðstafanir gegn ofþornun úti- plantna em þó oft viöhafðar ef fariö er í burtu. Þannig má grafa potta niður í mold að fullu og breiöa þunnt torf yfir. Útguf- un verður því í lágmarki þegar vökvað hefur veriö. Með þessu móti nær rigningin einnig að síga niður ef til þess kemur. Þessi aðferð hentar reyndar ekki plöntum með loðin blöð. Ullarþráður getur séð um vökvun Þykkur ullarþráður er afar hentugur til að sjá plöntum fyr- ir vatni. í þessu tilfelli er notað stórt vatnsílát, s.s. þvottabali. Á botninn er lagt eitthvað þungt t.d. múrsteinn(ar) sem pottarn- ir eiga að standa á. Því næst er þykkur ullarþráður þræddur í gegnum moldina og niður í gegnum botngatiö. Til þess er hægt að nota stóra nál eða þ.u.l. Síðan er sett vatn í balann sem nær að yfirborði steinanna. Plantan er vökvuð og hringrás vatnsins kemst af stað. Þráður- inn sér svo plöntunni fyrir vatni með því að sjúga það í gegnum sig upp eftir pottinum. Dagblöð og blóma- svampur (oasis) koma að góðu gagni Baöherbergi bjóða upp á mis- jöfn birtuskilyrði. Ef gardínur eru dregnar frá eða íjarlægöar gefst þó oft kostur á prýðis birtu fyrir pottaplöntur. Baðkarið er nefnilega heppilegast við ýmiss konar vökvimaraðgerðir. Ef birtan er ekki nægileg má alltaf nota þvottabala. Dagblöð eru afar hentug til að vökva með. Þetta hljómar furðulega en satt engu að síður. Leggið nokkur lög af gömlu dagblöðunum, sem þið eruð hætt að lesa, í botninn á baðkar- inu. Því þykkari sem bunkinn er því betra. Setjið svo pottap-- lönturnar, sem þið ætlið að yfir- gefa, ofan á blöðin. Að því loknu er bleytt vel í bunkanum og blómin vökvuð. Með því móti næst samruni milli vatns í potti ogblaðabunka. Heimilið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.