Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1988, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1988. 3 LífsstQJ Illgresi er hægt að losna við á 2-3 vikum með eitri Ef fjölærar plöntur eru í beðum þar sem eitrað er, verður að vera breitt yfir þær fyrst um sinn. Þessar plönt- ur má einnig stinga upp og setja ann- ars staðar um stundarsakir. Mold bætt við og áburður borinn á Þegar illgresi er ijarlægt fer alltaf talsvert meö af mold. Því er stutt niður að rótum trjáa. Þá er ráðlegt að bæta við mold. Þessi tími ársins hentar einnig vel fyrir áburðargjöf. Með reglulegri áburðargjöf er jarð- vegur best í stakk búinn til að vinna gegn óþrifum sjálfur. Vel nærður jarðvegur verst best ágangi illgresis. Þegar líða tekur að hausti er þó rétt að forðast mikla áburðargjöf. Áburður stuðlar að vexti gróöurs. En það getur veriö hættulegt þegar skammt er í aö fari að kólna. Þannig geta tré í örum vexti kalið á þaustin. Til að forðast slíkt er hægt að fá efni sem nefnist kalí. Þaö efni stoppar vöxt trjánna og undirbýr gróðUrinn fyrir veturinn. Órækt og mosi í grasflöt Þaö er mismunandi hvaða tegundir illgresis hafa fest rætur sínar í görð- um. Hjartaarfl, vegarfi og krossgras eru algengar tegundir. Einnig má nefna hófflfil sem hefur djúpstæðar rætur og verður töluvert hávaxinn. Þessar tegundir eiga auðvelt með að sá sér. Því er mikilsvert að komast fyrir frekari sáningu þeirra sem fyrst. Þessum tegundum er hægt að eyða með eiturúðun. Mosavöxtur á grasflötum er al- gengur hér á landi. Hann breiðir helst úr sér þar sem birta nær ekki niöur, eða þar sem lítið er gengið um. Mosi myndast helst þar sem næringu (áburð) skortir. Þannig nær svörður- inn ekki að anda og mosinn myndast. Sandur hefur löngum þótt góð hjálp gegn mosa. Hann síast niöur Látið ekki illgresi vaxa ykkur í augum. Aðalatriðið er að byrja á verkinu. Því fyrr því betra. Ef nota skal örgresiseitur leitið þá gaumgæfilega upplýsinga um notkun þess. Einn stærsti ókostur þess að eiga garð er illgresi. Til að losna við eða forðast slíkt eru til nokkrar leiðir. Þar má nefna eitur sem dreift er á svæði þar sem gras eöa arfi hefur fengið að vaxa óáreitt í langan tíma. Talsvert er um slík beð, t.d. þar sem garðurinn hefur verið í órækt í lang- an tíma. Einhvers staðar verður aö byrja þegar á að „taka garðinn í gegn“. Þetta.vex mörgum í augum. Aðalat- riðið er þó að byrja. Slá grasið og ráðast síðan á illgresið í beðum. A þessu eru ýmsar lausnir, s.s. illgres- iseitur. Meðferö slíkra efna krefst varúðar og mikilsvert að kynna sér notkun þeirra hjá söluaðilum. Nota rétt efni þar sem við á og fara ná- kvæmlega eftir leiðbeiningum. Það eru nefnilega mörg dæmi um að tvö- faldur skammtur sé notaður, gróðri til mikillar óþurftar. Mosi er algeng- ur í grassverði. Hann má losna við t.d. með því að bera sand á svo lofti um yfirborð grassvarðarins. Eiturefni vinna á illgresi með tímanum Það sem ber helst að hafa í huga þegar eiturefni eru notuð er að blanda rétt og fara nákvæmlega eftir leiöbeiningum. Þess verður að gæta að úða þeim aöeins á þegar lygnt er, svo efnið berist ekki annað. Örgresis- efni, eins og Roundup, vinna þannig, að þaö er borið á blöð arfans eða grassins í beðum. Þannig kemst efnið niöur að rótum. Því er óhætt að bera þetta á í beðum þar sem tré eru. Stofn tijánna skaðast ekki. Aðalatriðið er að eitrið berist ekki í laufblöð trjánna. Að 2-3 vikum liðnum fara blöð ill- gresisins að gulna. Þetta er þó mis- jafnt eftir tíðarfari. Þegar blöðin eru orðin laus í sér er tími til kominn að fjarlægja óræktina. Þá er ráðlegt að koma haugum á staði þar sem ekki er hætta á að smiti meö vindi. Nokkrar tegundir eru til af eitri sem vinnur á illgresi. Sumar henta betur á vorin, aörar henta þessum árstíma. Mikilvægt er að fylgja leiðarvisi nákvæmlega. Iligresi eða hátt gras, sem hefur náð að vaxa í beðum, er hægt að losna við með eitri. Örgre- sið sýgur eitrið í gegnum blöðin og deyr niður að rót. DV-myndir BG Þar sem eiturefni eru notuð í görðum verður að gæta fyllstu varúðar. Mikilvægt er að fylgja leiðarvísum nákvæmlega. Dæmi eru um að tvöfaldur skammtur sé notaður til að flýta fyr- ir eyðingu illgresis. Slikt er aðeins til óþurft- ar. Þess verður einnig að gæta að nota eitur aðeins í logni. Stofn trjáa skaðast ekki af ill- gresiseitri - það virkar aðeins í gegnum græn blöð. og eykur loftstreymi. Til að leggja enn frekari áherslu á áð eyða mosa er heppilegt að blanda súlfaefni sam- an við sandinn. Þessu er dreift með því að mylja súlfa niður í eina fótu af sandi. Síðan er þessu dreift á flöt- ina. Á meðalstóran garð dugar hnefastór köggull af súlfa. Þessu er síðan fylgt eftir með því að bæta enn meira af sandi á flötina. Einn rúm- metri af sandi hentar á 150-200m- flöt. Því oftar sem slegið er, því meiri rækt kemst í grasiö. Þannig er óhætt að slá á 5-7 daga fresti. Og því meira sem gengið er um garðinn því erfið- ara á mosinn uppdráttar. Vorið hentugast til illgresisverka Best er að komast fyrir óþrif á vor- in. Þá er einnig besti tíminn fyrir áburöardreifingu. Ef yfirborð jarð- vegs er laust í sér festir arfi síður rætur. Þrátt fyrir eiturefni og annað slíkt má alltaf gera ráð fyrir að til þess komi að reita þurfi illgresi ein- hvern tíma sumars. Best er auðvitað aö halda sér við efnið og klóra eða stinga jarðveg upp reglulega. Ráð garðyrkjumanna 'um góða rækt garðagróðurs hljóma yfirleitt á þann veg að áburöur sé borinn á samviskusamlega. Einu sinni til tvi- svar á yorin og svo aftur um mitt sumar. í þurrkum er svo mikilvægt að vökva. Því meira sem vinds gætir því meiri veröur útgufun. Vel nærð- ur gróður er undirstaða góðrar rækt- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.