Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988.
Fréttir
Ferskfisksala á eriendum mörkuðum:
Veitir upplýsingar af skornum skammti. Stefán Gunnlaugsson, deildarstjóri
í utanríkisráðuneytinu og formaður fimmmenninganna. DV-mynd KAE.
Á hveijum fóstudegi næstu níu vik-
umar munu fimm menn setjast nið-
ur í lokuðu herbergi í utanríkisráðu-
neytinu og ákveða hvaða útgerðar-
menn fá að flytja út fisk vikulega
fyrir andvirði eitt hundrað milljóna
króna. Samtals munu fimmmenn-
ingarnir ráðstafa leyfum fyrir einn
milljarð íslenskra króna. Nefndin
vinnur eftir reglum utanríkisráðu-
neytisins sem voru settar á í snatri
þegar verð á ísuðum þorski lækkaði
mikið í eina viku í júní á Bretlands-
markaði.
Markmið stjórnvalda var að fá
hærra verð fyrir íslenskan ferskfisk
erlendis. Með því að skammta fisk-
kaupmönnum í Bretlandi 600 tonn
af ýsu og þorski á viku var ætlast til
að þeir greiddu íslenskum sjómönn-
um og útgerðarmönnum hærra verð
fyrir fiskinn. Það væri rökrétt að sjó-
menn og útgerðarmenn yrðu yfir-
völdum þakklátir fyrir miðstýring-
una.
En það er öðru nær. Útvegsmenn •
eru sárreiðir stjómvöldum fyrir að
ganga á rétt þeirra til að selja fiskinn
sem þeir afla á mörkuðum sem löng
hefð er fyrir. „Það er ekki glóra í
þessum takmörkunum,” segir Magn-
ús Axelsson, útgerðarmaður í Kefla-
vík, í viðtali við DV í gær. Aflaskip-
stjórinn Ásgeir Guðbjartsson á
ísafiröi, segir fyrir viku í Morgun-
blaðinu: „Okkur hefur gengiö það vel
(í ísfiskútflutningi) að ég held að eng-
ir, síst af öllu einhveijir flibbamenn
í Reykjavík, kunni þetta betur en við.
Ýmist í ökkla eða eyra
Útgeröarmenn eru flestir tilbúnir
til aö fallast á aö nauðsynlegt sé að
skipuleggja útflutning á ferskum
fisld þannig að sem best verð fáist
fyrir hann. Á það er bent að Land-
samband íslenskra útvegsmanna
hefur um áraraðir haft umsjón með
sölusiglingum íslenskra skipa og
báta á markaði í Bretlandi og Þýska-
landi. Eftir að gámaútflutningur á
ísfiski stóijókst fyrir 2-3 árum hafði
enginn einn aðili yfirsýn yfir þaö
magn sem vikulega var flutt út. Að
sögn eins gámaútflytjanda var nán-
ast um sjálfsafgreiðslu að ræða í ut-
anríkisráöuneytinu, en formlega
varð að sækja um leyfi þangað. Af-
skiptaleysi stjómvalda var algjört.
Skipulagsleysið leiddi til offram-
boðs af fiski stöku sinnum yfir sum-
arið þegar vel veiddist og frystihús
hér á landi ekki í stakk búin vegna
manneklu til að taka við aflanum. í
sumar keyrði um þverbak og þorsk-
ur seldist á lágmarksverði í nokkrar
vikur á Bretlandsmarkaði. Stjórn-
völd gripu þá til aðgerða og ætluðu
sér að helminga útflutning á fersk-
fiski miðað við sama tíma í fyrra.
Reglur voru samdar í flýti og tak-
markanir í 3 mánuöi auglýstar.
Fréttaljós:
Páll Vilhjálmsson
Skipulagsleysi snerist upp í miöstýr-
ingu.
Framkvæmd í ólestri
Takmörkun stjórnvalda kom sem
köld vatnsgusa framan í marga út-
vegsmenn sem geröu ráö fyrir að
geta selt sinn fisk á sama hátt og
undanfarin ár. Aðeins þeir sem fluttu
út fisk í fyrra gátu verið vissir um
að fá útflutningsleyfi og þá aðeins
fyrir helmingnum af þvi magni sem
sömu aðilar seldu út í fyrra. Þetta
þýöir aö nýgræðingar á þessu sviði
eru settir út í kuldann og eru komn-
ir upp á náð og miskunn utanríkis-
ráðuneytisins.
Þeir bátar sem undanfarin ár hafa
veitt á erlenda markaði, en voru
vegna bilana eða annarra orsaka
ekki á veiðum í fyrrasumar, lenda á
milli stafs og hurðar. Útgerðarmenn
þessara báta verða að leita til skrif-
stofumanna og fá sérstakt leyfi fyrir
því sem öllum var frjálst fyrir mán-
uði.
Jafnvel þeir sem eiga rétt á sölu-
kvóta geta ekki ákveðið sjálfir hve-
nær á 3 mánaða tímabilinu þeir
senda fisk úr landi. Hver gámur ték-
ur á bihnu 12-14 tonn af fiski og þess
eru dæmi að útgerðarmenn fái að-
eins úthlutað leyfi til að flytja út sem
nemur hálfum gámi í senn. Við það
margfaldast flutningskostnaðurinn.
Nefndin sem ákveður hverjir fá að
flytja út kemur saman á fóstudegi til
að stjórna því magni sem verður selt
á markaði í Bretlandi tíu dögum
seinna. Nefndin hefur enga mögu-
leika á að vita hvaða verð fæst fyrir
þann fisk. Verðið á Bretlandsmark-
aði ræðst af mörgum þáttum og ís-
lenskur þorskur er aðeins einn
þeirra þátta.
Það sem fer mest í taugarnar á
mönnum er að stjórnvöld ákveða
einhhða og með engum fyrirvara að
setja upp skömmtunarkerfi á gæðum
sem hingað til hefur verið frjáls að-
gangur að. Útgerðarmenn, sem leita
eftir leiðréttingu mála sinna vegna
þess að reglur yfirvalda eru iha
samdar, þurfa að væla í nefndar-
mönnum og það þykir engum góður
kostur.
Leynimakk
Þegar það bætist við að formaöur
nefndar utanríkisráðuneytisins neit-
ar að gefa upplýsingar um þaö hveij-
ir fá leyfi til að flytja út og hverjum
er hafnað fara hvers kyns sögusagn-
ir af stað um samsæri sterkra aðila
í sjávarútveginum og stjórnvalda um
að hygla einum en hafna öðrum.
Samkvæmt heimildum DV sam-
þykkti fimmmannanefndin and-
mælalaust að halda upplýsingum frá
fjölmiðlum. Einn nefndarmanna
sagði að þessum upplýsingum væri
haldið leyndum vegna þess að í
gúrkutíð freistist blaðamenn til aö
blása upp fréttir sem engar eru. Með
föðurlegu einræði vih nefndin forða
blaöamönnum frá freistingum. Þaö
er hins vegar ljóst að ráðstöfunin
mun ekki draga úr getsökum fjöl-
miðla og annarra um starfshætti
fimmmenninganna í utanríkisráðu-
neytinu.
Framtíðarskipulag
Það ber flestum hagsmunaaðilum
saman um að núverandi ástand á
ferskfisksölu erlendis sé óviðunandi.
Hins vegar eru fáir sem bent hafa á
leiðir til að ná jafnvægi þannig að
hvorki verði offramboð á ísfiski né
útflutningstakmarkanir.
Það háði löngum útflutningi á
ferskum fiski að lítið var um upplýs-
inar um fiskmarkaði í Evrópu. Oft
renndu útflytjendur blint í sjóinn
þegar sendir voru farmar af fiski til
að selja á öðrum mörkuðum en í
Bretlandi og Þýskalandi sem löng
reynsla er komin á.
Núna er hins vegar hægt að kom-
ast í samband við tölvubanka sem
veita upplýsingar um verð á svo að
segja öllum fiskmöikuðum Evrópu.
í DV í síðustu viku var sagt frá htlu
fjölskyldufyrirtæki í Kópavogi sem
meö aðstoð gagnabanka hefur gert
vel heppnaöar tilraunir til að selja
ferskan fisk á mörkuðum sem íslend-
ingar hafa htið sem ekkert sinnt. Með
því að safna og vinna úr upplýsing-
um um sveiflur á verði og framboði
á einstökum mörkuðum er hægt að
dreifa ferskfiski á það marga staöi
að verðfall verður ekki vegna of-
framboðs.
í dag mælir Dagfari
Berta er málið
Deilan um Hannes Hólmstein og
lektorstöðuna er að hjaöna. Birgir
ísleifur stendur með pálmann í
höndunum. Enginn ráöherranna
hefur verið jafnmikið í sviðsljósinu
og Birgir var útnefndur maður vik-
unnar. Hér eftir eiga ráðherrar að
hafa þá reglu í huga, ef þeir vilja
vekja á sér athygh og komast á vin-
sældahstann, að troða skjólstæð-
ingum sínum í embætti með góðu
eða illu. Þá er þeim borgið. Birgi
er borgið eftir að hann skipaði
Sjöfn sem skólastjóra í Öldusehnu
og Hannes í lektorsstöðuna í Há-
skólanum. Á íslandi þykja þeir
bestir og skeleggastir sem ganga
gegn reglum og lögum og segja
kjósendunum að éta það sem úti
frýs.
Af þessu máh sést einnig aö þaö
er ekki alltaf sá sem fer með aöal-
hlutverkið sem um er deilt. Birgir
stal senunni frá Hannesi og nú er
þaö sama að gerast í deilunni í Frí-
kirkjusöfnuðinum. Séra Gunnar
Bjömsson var í fyrstu blórabög-
gullinn. Safnaöarstjórnin sagði
honum upp og auglýsti stöðuna.
Presturinn fékk á sig vammir og
skammir, og þá sér í lagi eiginkona
hans sem var á tímabili á góðri leið
með að stela senunni frá eigin-
manni sínum. En eftír því sem á
deilu þessa hefur hðið er ljóst að
þar er ahs ekki deht um prestinn.
Kona nokkur í safnaöarstjóminni,
Berta Kristinsdóttir að nafni, er
heldur betur komin í sviðsljósið.
Berta er máhð.
Það sem réð úrshtum var opið
bréf sem fyrrverandi formaður
safnaðarstjómar sendi frá sólar-
ströndum. Veslings maðurinn var
kominn í frí og lá á baðströndinni
og átti sér einskis ihs von þegar
hann fékk fregnir af hávaðanum í
söfnuðinum. Brá hann skjótt við,
dreif sig upp á hótel og sendi með
hraöpósti ítarlega greinargerð um
málavöxtu. Þar dró hann ipjög
taum prestsins en málaði hins veg-
ar dökka mynd af Bertu þessari
sem er upphaf og endir á deilunni.
Henni er kennt um óviðeigandi af-
skiptasemi af viðhaldi á íbúð
prestsins, sem kom í veg fyrir að
prestshjónin gætu lagfært hjá sér
tohettiö, og öh er hennar iðja í lík-
ingu við hryðjuverkastarfsemi að
mati safnaðarformannsins fyrrver-
andi.
Séra Gunnar mun hafa haft það
á orði að það þyrftí að losa söfnuð-
inn við þessa manneskju og ákveð-
ið á einhverju stigi málsins að af-
lífa Bertu við fyrsta hentuga tæki-
færi og má af þessu sjá að stríðiö í
Fríkirkjusöfnuöinum var öhu hat-
rammara en stríðið við Persaflóa,
því þar er fólk drepið af gáleysi og
raunar búið að semja um vopnahlé
th að forða frá frekari mannvígum.
í Fríkirkjusöfnuðinum ganga
hryðjuverkamenn hins vegar laus-
ir og eru þar að auki með guðs orð
á vörunum meðan hryöjuverkin
eru framin.
Það er ekki von að menn hafi
tíma th að stunda sólböð á bað-
ströndum þegar þeir eru að kljást
við ribbalda af þessu tagi. Óneitan-
lega fyhist maður aðdáun á þeim
trúaráhuga safnaðarformannsins
að unna sér ekki hvhdar fjarri ætíj-
arðarströndum og Fríkirkjunni tíl
aö skrifa bersöghssögur af starfinu
í Fríkirkjunni og glæpaverkum
einstakra stjómarmeðlima safnað-
arins. Hinn helmingurinn af Frí-
kirkjusöfnuðinum, sá sem er að
koma klerknum fyrir kattamef,
tekur hins vegar upp hanskann
fyrir Bertu og segir hana í fremstu
röð áhugamanna um kristhegt
starf í landinu, sem kemur væntan-
lega fram í því göfuga verkefni aö
losa söfnuðinn við prest, sem vih
losa sig við sóknarbömin. Að
minnsta kosfi hefur klerkurinn
ekki breytt eftir kenningunni að
heiðra skaltu skálkinn svo hann
skaði þig ekki. Klerkurinn hefur
ofsótt Bertu fyrir áhuga hennar á
safnaöarstarfmu og nú er Berta aö
verða sams konar píslarvottur og
Birgir ísleifur.
Það er stundum sagt að kirkju-
starfi á íslandi fari hnignandi. Af
ritdehum þeirra í Fríkirkjusöfnuð-
inum er ljóst að þessu er öfugt far-
ið. Mættu aörir kirkjusöfnuðir taka
Fríkirkjuna sér th fyrirmyndar
enda hefur færst gífurlegt líf í aht
safnaðarstarf eftir að sér Gunnar
var rekinn. Obbinn af safnaðar-
meðhmum hefur skrifað í blöðin,
jafnvel af sólarströndum. Væri
ekki ráð fyrir fleiri söfnuði að reka
presta sína? Það er greinhega í
þágu kristindómsins. Ef Birgir
Isleifur er maður vikunnar þá er
Berta Kristinsdóttir kona ársins.
Við þurfum fleiri hryðjuverka-
menn í kirkjusöfnuðina.
Dagfari