Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Síða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988.
UtLönd
Mona Lisa Paiestinu, mósaikmynd frá þriðju öid sem fannst nálægt ísra-
elsku borginni Nasaret í fyrrasumar. Myndin hefur nu verið snyrt og
mun verða til sýnis á safni í Jerúsalem.
AndlvSslyfting
Létust í flóðum á Spáni
Aö minnsta kosti íjórir hafa látist og tólf er saknað eftir flóð sem uröu
í kjölfar mikilla rigninga í Baskahéruöum á Spáni. Spænska lögreglan
greindi frá þessu í morgun.
Þrír létust er bíll þeirra fór á flot er á flóði yfir bakka sína. Einnig
fannst lík sjö ára gamals bams í ánni.
Flætt hefur yfir vegi og mörg þorp eru rafmagnslaus.
Meðal þeirra sem saknað er er kona sem steyptist fi-am af brú þegar
áin Nervion flaeddi yfir bakka sína nálægt borginni Amurrio.
Ferdinand Marcos. fyrrum forseti
Filippseyja. Simamynd Reuter
Nefnd sú sem skipuð var til að
rannsaka meint ólöglegt athæfi
Ferdinands Marcosar, fyrrum for-
seta Filippseyja, hefur nú sjálf ver-
ið ásökuð um spillingu.
Aquino forseti fyrirskipaöi end-
urskoðun á stjórnun nefiidarinnar
sem tekið hafði að sér sfjórnun fyr-
irtækja sem verið var að rannsaka
hver ætti í raun og veru. Talið er
að um sé aö ræða um þrjú hundruð
fyrirtæki og samkvæmt ásökunun-
um á nefndin að hafa tekið til sín
bankainnstæður, hlutabréf og ann-
að ef talið var að Marcos eða félag-
ar hans heföu átt hlut í fyrirtækí-
unum.
Ólafur Amaison, DV, New York:
Stefnuskrá Demókrataflokksins
fyrir forsetakosningamar í haust var
afgreidd á flokksþinginu í Atlanta í
gærkvöld. Það fór svo, eins og allir
höfðu búist við, að tillögur Jesse
Jacksons og stuðningsmanna hans
voru'felldar.
Stuðningsmenn hans lögðu fram
tillögur um að hækka ■ tekjuskatt
tekjuhárra einstakhnga upp í 70 pró-
sent, stórfelldan niðurskurð í vam-
armálum og að Bandaríkin tækju
upp þá stefnu að beita ekki kjarn-
orkuvopnum að fyrra bragöi.
Þótt skoðanakannanir sýni að yfir-
gnæfandi meirihluti þingfulltrúa sé
sammála tveimur fyrstu tillögum
Jacksons þá hlýddu stuðningsmenn
Dukakis fyrirmælum leiðtoga síns
og felldu þær. Dukakis er minnugur
þess hvaða útreið Walter Mondale
hlaut fyrir fjórum ámm er hann
sagði bandarískum kjósendum að
hann myndi hækka skatta þeirra
kæmist hann í Hvíta húsið.
Stefnuskráin að þessu sinni er um
margt frábrugöin hefðbundnum
stefnuskrám Demókrataflokksins í
forsetakosningum. Venjulega hafa
stefnuskrár flokksins veriö löng og
ítarleg plögg og til dæmis var stefnu-
skráin 49 blaðsíður árið 1984. Að
þessu sinni er hún 7 blaðsíður og
mjög almennt orðuð.
Stjórnmálaskýrendur segja skýr-
inguna á því hversu stutt hún er
vera þá aö núna telji demókratar sig
hafa raunverulegan möguleika á
Eins og búist var við voru tillögur Jesse Jacksons felldar á flokksþingi
demókrata þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni fylgi meirihluta þingfulltrúa
með þeim. Símamynd Reuter
sigri í kosningunum, öfugt við það
sem oft hefur verið áður. Þess vegna
vilji þeir ekki setja neitt í stefnu-
skrána sem-kjósendum gæti mishk-
að. Niðurstöðurnar segja margir
vera þær að í stefnuskránni standi
ekki neitt. Hún sé ákall til kjósenda
um að kjósa nú Demókrataflokkinn
og síðan muni flokkurinn láta þá í
friði.
Tillögur Jack-
sons felldar
Harkalegar árásir á Bush
Simamynd Reuter
Bandarískir og ísraelskir fomleifafræðingar fúndu í fyrrasumar raarg-
hta mósaíkmynd í ísrael frá þriöju öld. Myndin, sem þykir undurfögur,
hefur nú verið hreinsuð eftir kúnstarinnar reglum og mun verða til sýnis
á ísraelsku safiú.
Myndin er af konu og þykir hún minna á Monu Lisu Leoanardo da
Vincis. Ekki er vitað hver konan er en að áhti fornleifafræðinga gæti hún
verið gyðjan Afródíte.
Grikldr láta undan
Grikkir virtust í gær vera að
draga í land með þá fullyrðingu
sína aö ungur Frakki Jiefði verið
viðriðinn árás skæruhða á gríska
farþegaíeiju í síðustu viku með
þeim afleiöingum að níu manns
biðu bana og áttatíu særðust.
Ásökun Grikkja hefúr valdiö
rimmu á milh yfirvalda í Grikk-
landi og Frakklandi en Frakkar
hafa haldið því fiam aö ungi mað-
urinn hafi verið feröamaður.
Frakkinn lést á sjúkrahúsi eftir
árás byssumannanna. Átta vitni
höfðu borið að Frakkinn hefði tekið
þátt í árásinni. Daginn eftir árásina
héldu grísk yfirvöld því fram að
ung frönsk kona hefði veriö viðrið-
in tilræðið en það var síöan dregið
til baka og hún nú sögð vera venju-
legur ferðamaður.
Unnið að slökkvistörfum um borð ?
í grísku farþegaferjunni þar sem
byssumenn réðust á farþega.
Símamynd Reuter
Fannst eftir sex vikur
Fjögurra ára gömul bandarísk stúlka, sem rænt var fyrir sex vikum,
fannst á lífi i litluhólfi undir altari i kirkju einni í Elk Grove í Kalifomíu.
Stúlkan, Candi Talarico, sagði aö hún hefði horft á sjónvarp í prisund-
inni en hólfið er um 1,5 metrar í þvermál. Ræningjar stúlkunnar höföu
látið henni í té leikfðng, mat, sjónvarpstæki og teppi tii aö halda á sér hita.
Lögreglan handtók og ákærði kirkjuvörðhm, sem er mállaus og heymar-
laus, fyrir ránið á Candi og annarri stúlku sem saknaö halði veriö i nokkr-
ar klukkustundir. Hún fannst bundin og kefluö i bíl kirKjuvarðarins.
Lögreglan fékk upplýsingamar um ræningja Candi htlu frá nafnlausum
aðila. Reuter
Ólafur Amarson, DV, New York:
Jesse Jackson lagði í ræöu sinni á
flokksþingi demókrata í gærkvöldi
áherslu á einingu flokksins og að
nauðsynlegt væri að vinna sigur í
nóvember. Hann eyddi ekki eins
miklu púðri og aðrir ræðumenn á
þinginu hingað til í að ráðast per-
sónulega á George Bush varaforseta.
Fyrri ræðuna í gærkvöldi hélt Ed-
ward Kennedy, öldungadeildarþing-
maður frá Massachusetts. Áður en
hann talaði hélt John F. Kennedy
yngri, sonur hins fallna forseta,
stutta ræðu og kynnti foðurbróður
sinn. Það er greinilegt að Kennedy-
nafnið og Kennedyarfleifðin ber enn
mikinn ljóma í hugum demókrata.
Hinum unga John F. Kennedy, sem
í gær flutti sína fyrstu ræðu á pólí-
tískum vettvangi, var gifurlega vel
fagnað og svo vel var Edward
Kennedy fagnað að hann ætlaði varla
að geta hafið ræðu sína.
Kennedy gerði George Bush að
umtalsefni og fann honum allt til
foráttu eins og við var að búast.
Nefndi hann mörg af þeim málum
sem Reaganstjórnin hefur verið
gagnrýnd hvað harðast fyrir og varp-
aði fram þeirri spurningu hvar
George Bush heföi verið þegar
ákvarðanir voru teknar um þau.
Demókratar hafa á þessu flokks-
þingi ráðist mjög harkalega að Bush
og oft virðist sem þaö sé þeim fyrst
og fremst kappsmál að hann verði
ekki forseti og að stuðningur þeirra
viö Michael Dukakis sé ekki aðallega
vegna þess að þeir vilji Dukakis sem
forseta heldur til að koma í veg fyrir
að Bush komist að. ,
Seinni ræðuna í gær flutti Jesse
Jackson. Beðið hafði verið með mik-
illi eftirvæntingu eftir þeirri ræðu.
Jackson gerði það ljóst aö hann ætl-
aði ekki að verða til vandræða og
lagði aðaláherslu á að eining héldist
í flokknum og til að svo yrði þyrftu
menn að gera máiamiðlanir. Jackson
lýsti því hins vegar yfir að hann yrði
í framboði í dag þegar forsetafram-
bjóðandi flokksins verður valinn.
Slíkt er formsatriði því Michael Duk-
akis hefur þegar tryggan meirihluta
á flokksþinginu.
Jackson var geysilega vel tekið en
samt ekki eins vel og Kennedy á
undan honum. Það er hins vegar ljóst
að það var stór stund í hugum flestra
þingfulltrúa er Jackson steig í ræðu-
stólinn' í gær. Aldrei áður hefur
svartur maður náð eins langt í
bandarískum stjómmálum.
Gnðarlegir efnahagsórð-
ugleikar á Grænlandi
Sumarliði ísleifsson, DV, Árósum
Fjárhagur Grænlendinga er nú
hætt kominn samkvæmt fréttum
danska sjónvarpsins í gærkvöldi.
Fái stjómin ekki 800 milljón króna
lán til 20. ágúst nk. standa stjóm-
völd þar frammi fyrir tómum sjóð-
um.
Ástæður erfiðleikanna eru marg-
víslegar. Miklir erfiðleikar hafa
verið í frystiiðnaði í landinu en þar
eiga stjómvöld mikilla hagsmuna
aö gæta og hafa styrkt atvinnulífið
með miklum íjárhæðum. Græn-
lenska stjómin á góða möguleika á
að fá lán hjá erlendum bönkum.
Enn sem komið er stendur þó á
meðmælabréfi frá forsætisráð-
herra Dana, Poul Schlúter, en þaö
er forsenda fyrir lánveitingunni.
Dregist hefur aö grænlenska
stjórnin fengi meðmælabréfið
vegna þess að hún og fulltrúar
dönsku stjórnarinnar hafa ekki
getað komið sér saman um inni-
hald þess. Bréfiö þarf að vera þann-
ig úr garði gert að það tryggi Græn-
lendingum lánið. Á hinn bóginn
vilja Grænlendingar ekki ábyrgjast
greiðslu lánsins ef þeim tekst ekki
að standa í skilum og vilja ekki að
nokkuð slikt komi fram í texta
bréfsins. Á því strandar.
í-gærkvöldi skýrði fulltrúi græn-
lensku stjórnarinnar frá því að
samkomulag hefði náðst en danska
stjórnin bar það til baka.