Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988. LffsstOl mikilsvert að athuga hvort tegundir henti aðstæðmn Eins manns göngutjald tekur lítinn vind á sig. Því lægra og ávalara því minni hætta á aö það tjúki upp. Tjaldið fremst á myndinni er tvöfalt - þ.e.a.s. tjald með himni yfir. Verðið er -5.330 kr. Næsta tjald er tveggja manna og kostar 5.603 kr., i því er ein ávöl fíberstöng. Enn fjær er þriggja manna kúlutjald með tveimur stöngum, það kostar 7.362 kr. Fjærst er svo 3-4 manna kúlutjald á 7.992 kr. með sérstökum rakaútbúnaði á toppnum. Tjöldin eru öll úr nælonefni og fást hjá Seglagerðinni Ægi. Á síðustu árum hefur úrval af tjöld- um aukist mjög. Valmöguleikar eru orðnir mjög margir hvað varðar teg- undir og stærðir. Það sem helst skal hafa í huga þeg- ar tjald er valið er undir hvaða kring- umstæðum á að nota það. Hvaða árs- tíð, hvar skal nota tjaldið, fyrir hversu marga o.s.frv. Aðalatriöið er að tjöld haldi vatni og vindi. Sumar tegundir eru jafnvel ekki hentugar fyrir íslenskar að- stæður - eru jafnvel sniðnar með það í huga að halda flugum eða skordýr- um í skefjum. Því skyldi vanda vaiið og ganga vel úr skugga um slíkt. Ógrynni af tjöldum eru á markaðn- um, allt frá smáum eins manns tjöld- um til stórra margskiptra hústjalda. Þannig má nefna göngutjöld, jöklatj- öld, tjöld með himni og hústjöld í mörgum stærðum. í þessú sambandi má einnig benda á það er vert að kanna hvort varahlutir fást á við- komandi sölustöðum. Aðalatriði að tjald haldi vatni og vindum Mörg smærri tjöld eru sérlega hentug við erflðar aðstæður. Jökla- tjöld eru t.d. mjög skjólgóð og halda vel vatni og vindum, þó þau séu mjög létt. Hústjöld aftur á móti eru þung og það stór að þau taka mikinn vind í sig. Þeim hættir til að íjúka og getur útilegan fengið snubbóttan endi af þeim sökum. í dag eru mörg tjöld seld þannig að þau eru tvöfold. Með því móti er innra tjaldið ávallt í skjóh. Þetta á oftast viö um minni tegundir. Ytra tjaldið á að vera algerlega vatnsþétt - bil skal vera á milli ytra og innra byrðis. Innra tjaldið er þá þannig úr garði gert að það hefur vatnsþéttan botn. Ef þess er gætt að festa hæla tryggilega er lítil hætta á að tjaldið fjúki. Litlu tjöldin eru þannig hönn- uð að þau taka ekki vind í sig á þann hátt að það raski legu þeirra. Sum eru reyndar svo lág að þaö verður að skríða inn í þau og leggjast. Litlu tjöldin eru, eins og gefur að skilja, léttust. Hér er oft um að ræða aðeins 2-3 kg þunga. Efnið er mjög þunnt og létt í sér, súlur eru þá gjarna úr álefni sem er vandað og eftirgefanlegt. Hættan á að þær brotni er hverfandi. Dúkurinn er úr þunnum fíberstyrktum dúk. Ef gat kemur á efnið þá rifnar það aðeins að næsta fíberþræöi. Botn þessara tjalda er eiiinig 1 þynnra lagi. Þeir sem kaupa minnstu tjöldin eru oftast þeir sem vita að hverju þeir ganga, vanir útilegu- eða göngugarpar sem hafa ráð undir rifi hveiju. Súlur gefa sig gjarna Innflutt tjöld eru ekki hönnuð með íslenskar aðstæður í huga. Veðurfar t.d. í Evrópu er, eins og gefur að skilja, allt annað en hér á landi. Því henta margar tegundir síður á ís- landi. Á meginlandi Evrópu er kannski tjaldað til einnar eða tveggja nátta í stílltu veðri. Þar eru veður- spár einnig áreiðanlegri en hér á landi. Eriendis eru t.d. flugur mikill vá- gestur þeirra sem vilja sofa í friði. Tjöldin eru þá hönnuð með þetta í huga. Súlur eru því ekki eins sterkar og vera skyldi við okkar aðstæður. Súlurnar halda tjaldinu uppi. Mik- ilvægi þeirra er því mjög mikið. Því brattari sem hliöar tjaddsins eru því meira mæðir á þeim, ásamt dúknum. Þar sem mikið blæs hættir dúk tíl að nuddast utan í súlur eða órúnaöa hæla. Þannig hafa tjöld rifnað upp á skömmum tíma. Lítíð gat getur orðið tíl þess að tjaldið rifni hreinlega upp eins og dæmi sýna. í slíkum tilvikum er lítið hægt að gera annað en að leita gistiheimihs eöa jafnvel að pakka saman og halda heim. Tjaldað með afturhlutann upp í vindinn Oftast érú tjöld þannig úr garði gerð að bakhlið þeirra er ávöl. Vind- ur brotnar helst með því mótí. Það hggur í augum uppi að snúa tjaldinu þannig. En vindátt breytist gjama á stuttum tíma. Það má því ætía að ávöl tjöld hentí best hér á landi. Þau eru lægst og kemur það niður á plássi. Tjaldbúar verða að sitja en geta aftur á móti verið öraggari um sig. Þegar farið er í útilegu er heppilegt Tjöld meö svokölluðum fleygahimni er hægt aö fá i mörgum stærðum hjá Seglagerðinni Ægi. Þau eru 3-5 manna og kosta frá 7.283 kr. og upp í 34.687 kr. Dýrustu tegundirnar hafa him- in úr bómullarefni. Veittur er 10% staögreiðsluafsláttur. Notuð tjöld er hægt að kaupa hjá Sportleigunni við BSÍ. Tjöld- in á myndinnl eru notuð og kosta 1.500-9.500 kr. Tjaldborg framleiðir tjöld sem henta vel íslenskum aðstæðum. Tjöldin á myndinni fást m.a. i Skátabúðinni og i Útilífi i Glæsibæ. Til vinstri er 3ja manna tjald með myndarlegu yfir- segli. Súluhæðin er 140 cm og breiddin 230 cm. Tjaldið vegur 11 kiló og kostar um 20.000 kr. Hægra megin er svo 3ja kílóa göngutjald með yfirsegli. Rennilás er á báðum göflum - verð- ið er II.900 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.