Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1988.
33
Lífsstfll
að hafa tvenns konar tjaldhæla.
Jarðvegur er misjafnlega grófur. Til
eru ýmist pinnahælar eða flatir hæl-
ar. Með þessu móti má haga seglum
eftir vindi, en gæta þess samt aö
hælar strjiikist ekki við dúkin.
Raki inni í tjaldi
Göngu- og jöklatjöld eru oft úr
vatnsþéttu og vönduðu nælon- eða
polyesterefni. Þessi dúkefni hafa þá
kosti fram yfir t.d. bómullarefni að
þau eru miklu léttari og auðveldari
að bera. Vatnsþétt nælonefni eru aft-
ur á móti svo þétt að þar geta skap-
ast vandamál með loftstreymi.
Orsök þessa vandamáls er sú að
manneskjan andar frá sér um hálf-
um lítra af vökva á nóttu hverri.
Þannig anda íjórar manneskjur frá
sér h'eilum tveimur lítrum o.s.frv.
Með þessu móti verður loftið hlýrra
- en rakara. Heitt loft leitar ávallt
upp á við. Inni í tjaldinu er heitara
en úti og því kemur saman heitt og
kalt loft í efri hluta tjaldsins. Rakinn
gufar ekki út. Þess í stað myndast
dropar aö ofanverðu og jafnvel niður
með hhðum innri tjalddúksins.
Því kaldara sem loftið er utan tjalds
því meiri raki myndast að innan-
verðu. Mesta hættan á rakavanda-
máli er þegar hitastig fyrir utan er
við frostmark.
Heimilið
Mismunandi efni
í tvöfoldum tjöldum er raki yfir-
leitt ekki vandamál. Þessar tegundir
hafa innra tjald sem „andar“ og
hleypa þannig raka út í gegnum sig.
Hann sest þá frekar innan á ytra
tjaldið. Vatnsdroparnir, sem safnast
fyrir af þeim sökum, liggja á dúknum
og þorna þar upp eða renna niður
aö botni. Þar sem kostur er á að lofta
út er mikilvægt að sá möguleiki sé
fullnýttur. Því betra loftstreymi því
betri svefn.
Vönduð tjöld hafa oftast vatnsþétt-
an ytri himin. Nælon, trefjadúkur
eða polyesterefni eru algengust.
Bómullarefni verða aftur á móti
þyngri í sér vegna þess aö þau safna
í sig raka. Þannig tegundir eru ekki
hentugar þar sem tjald er tekiö blautt
eða rakt niður og pakkað saman.
Efnið fer illa samanpakkað og rakt.
Heldur er ekki fýsilegt að setja slíkt
upp aftur að kvöldi á nýjum stað.
Tjöld, sem gerð eru úr efnum með
vatnsfráhrindandi efnum, eru því
fýsilegri kostur.
100% polyesterefni hefur svipaða
eiginleika og nælondúkur. Að vísu
er það minna teygjanlegt og er oftast
nokkru dýrara. Einnig eru til efni
úr þriggja laga dúk sem stundum
nefnist „gore-tex“. Það er vatns- og
vindþétt og „andar" þar að auki -
ekki er hætta á rakavandamáli hvað
það snertir.
Notkun og viðhald
Áður en nýtt tjald er tekið í notkun
er heppilegt að setja það upp heima
við. Þannig má aðgæta hvort allt sé
í lagi. Með því móti er einnig svigrúm
til að útvega sér einhveija hluti áður
en haldið er á vit náttúrunnar. Best
er að vera vel kunnugur tjaldi sínu,
í verslun skyldi ætíð spyrja sem allra
mest um notkun útbúnaðarins -
hvað tjaldið þolir af bleytu og vindi,
hvernig hæla skal nota, hvort er
hætta á að það rifni o.s.frv.
Tjaldstaður veröur að sjálfsögðu
aö vera eins þurr og kostur er. Blaut-
ur eða rakur jarðvegur getur skapað
rakavandamál og óþægindi inni í
tjaldinu. Steinar og oddhvassir hlutir
geta auðveldlega gert gat á botninn.
I grasi leynast gjarna steinnibbur.
Vert er að ganga úr skugga um slíkt
við val á tjaldstæði.
Tjaldhælar eru mjög mikilvægir
þegar mikið mæðir á. Það borgar sig
því að tryggja að bönd séu fest eins
og gert er ráð fyrir. Því er líka mikil-
vægt að svæðið í kring passi tjaldinu.
Tjaldhæll of nálægt botni getur or-
sakað gat sem stækkar þegar vindur
blæs á dúkinn.
Þegar tjaldað er skyldi ávallt skoö-
að hvaða hliö eða hliðar tjaldsins
taka á sig mestan vind. Bakhlutinn
klýfur oftast vindinn best. Vindurinn
er stærsti óvinur útilegufólks. Því
borgar sig að leita vel að skjólgóöum
stað - við kletta, í lautum eða á milli
trjáa svo sem minnst mæði á.
Varahlutir geta bjargað miklu
Auka tjaldútbúnaður getur orðið
að ómetanlegu gagni þar sem langt
Þriggja herbergja tjald? Tjaldið
fremst á myndinni er hústjald með
stórum gluggum, gardinum og skipt-
ist að innanverðu niður í þrjú innri
„herbergi". í fortjaldi hústjalda er
yfirleitt ekki tjaldbotn. Inni í tjöldum
sem þessum skapast góð aðstaða
og hiti. Þess ber þó að gæta að stór
tjöld sem þessi taka mikinn vind i
sig og hættir því til að fjúka. Verðiö
fyrir 6 manna hústjald af þessari
gerð er 39.995 kr. - 4ra manna kost-
ar 29.995 kr.
Létt tjöld henta best fyrir göngufólk. Þessi tjöld eru seld í Skátabúðinni og
hafa tvær fíbersúlur á þverveginn. Fremsta tjaldið er 3ja manna og kostar
15.990 kr. Það vegur 3,7 kg. Tjaldið í miðjunni er einnig 3ja manna, það
hefur þykkari botn og vegur 4,4 kg, verðið er 17.880 kr. Fjærst er svo 2ja
manna 3ja kílóa tjald sem kostar 18.900 kr. Þessar tegundir eru allar úr
nælonefni.
er til byggöa. Þannig má nefna auka-
tjaldstöng, hæla sem henta misjöfn-
um aðstæðum, bætur og svokallaða
tappa að ógleymdu saumaefni. í því
sambandi getur terelynþráður veriö
hentugur og saumnál. Bómullar-
þráður með polyesterkjama er einn-
ig heppilegur. Bómullin er vafin utan
um kjarnann og þrútnar hún út þeg-
ar þráðurinn blotnar.
Tjald getur byrjað aö leka. Þetta
skyldi ávallt hafa í huga þegar tjald
er keypt. Mögulega geta bætur fylgt
með en sé svo ekki er vert að útvega
sér vaxefni eöa annað slíkt. Á sölu-
stöðum eiga upplýsingar um þetta
að vera fyrir hendi.
Aö lokinni notkun verður að
þurrka tjaldið og láta lofta vel um
þaö. Einhver kann aö halda að ekki
þurfi að gera slíkt með vatnsfrá-
hrindandi efni. Þó skal aðgát höfð.
Jafnvel þótt dúkurinn sjálfur sé þurr
geta saumar og efni í rennilás enn
verið blaut. Það ætti því að vera regla
hvers og eins tjaldeiganda að huga
vel að frágangi áður er pakkað er
niður eða sett í geymslu.
Tjöld eru seld og leigð
Verð á tjöldum er æriö mismun-
andi enda tegundir margar. Einnig
er hægt að leigja sér tjald eða kaupa
notað.
Að sögn verslunarmanna standa
íslensk tjöld sig prýðilega í sam-
keppni viö innflutt. Þeim á að vera
hægt að treysta vel þvi það eru þau
tjöld sem eru framleidd fyrir okkar
erfiðu aöstæður.
Ávöl nælontjöld eru orðin nokkuð
vinsæl. Þau eru létt og meðfærileg.
Verð fyrir álíka tjöld af þessu tæi
getur verið mismunandi. Það er
vegna þess að botn þeirra er misjafn-
lega þykkur og kemur það helst fram
í þyngd þeirra. Hins vegar geta tjöld
úr afar þunnum dúk verið ákaflega
slitsterk.
Hvað varðar viðgerðarþjónustu
geta verslunareigendur yfirleitt bent
fólki á hvar hægt er að fá gert við
tjöld. í sumum tilfellum, þegar saum-
ur hefur rifnaö, bæta seljendur kaup-
endum skaðann. Hvað þetta snertir
höfum við upplýsingar um að ís-
lensku tjöldin standi sig ákaflega vel
í þessu sambandi. Þetta er vert að
hafa í huga strax við innkaup. Allur
er varinn góður.
2ja, 3ja og 4ra manna APOLLO nælontjöld.
Verð frá kr. 7.800, stgr.
Kúlutjöld, 2ja og 3ja manna.
Verð frá kr. 6.600 stgr.
Bakpokar frá kr. 2.500, 8 geröir
/ tilefni 75 ára afmælis bjóðum við 10%
staðgreiðsluafslátt af öllum vörum. Mik-
ið úrval afstólum og borðum í útileguna.
Hringdu og við sendum þér bækling.
Sendum i póstkröfu um land allt.
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
EYJASLÓÐ 7 - SÍMI 621780
DALLAS, 4ra mani
Verð 29.995 stgr.