Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Síða 38
, 38
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLl 1988.
Miðvikudagur 20. jiHí
SJÓNVARPIÐ
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir.
19.00 Töfraglugginn - endursyning.
19.50 Dagskrárkynning.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Apaá (River of the Red Ape)
Bandarísk heimildamynd um ferðalag
niður eftir miklu vatnsfalli sem liggur
I gegnum hitabeltisskóga á eynni Sú-
mötru í Indónesiu. Fylgst er með fjöl-
skrúðugu dýralífi, en þarna eru heim-
kynni órangútan apanna. Þýðandi Ingi
Karl Jóhannesson.
21.35 Blaðakóngurinn (Inside Story).
Breskur framhaldsþáttur í sex þáttum.
Fimmti þáttur. Leikstjóri Moira Arm-
strong. Aðalhlutverk Roy Marsden og
Francesca Annis. Þýðandi Jón O. Ed-
> wald.
22.25 Stiklur - Nær þér en þú heldur.
Fyrri hluti. i næsta nágrenni höfuð-
borgarinnar leynast slóðir sem gaman
er að fara um, en sumar þeirra liggja
við alfaraleið, án þess að vegfarendur
hafi oft hugmynd um það. I þessum
þætti er stiklað í austur frá Hafnarfirði
í átt að Reykjanesfjallgarðinum. Um-
sjónarmaður Ómar Ragnarsson. Þátt-
urinn var áður á dagskrá 6. janúar
1988.
23.00 Útvarpsfréttir i dagskrárlok.
16.45 Óvinur í djúpinu. Enemy Below.
Tveir kafbátaforingjar, annar banda-
x rískur, hinn þýskur, heyja persónulegt
stríð l seinni heimsstyrjöldinni. Aðal-
hlutverk: Robert Mitchum og Curt
Jurgens. Leikstjóri: Dick Powell. Fram-
leiðandi: Dick Powell. Þýðandi: Sigrið-
ur Magnúsdóttir. 20th Century Fox
1957. Sýningartími 95 mín.
18.20 Köngurlóarmaðurinn. Spiderman.
Teiknimynd. Þýðandi: Ólafur Jónsson.
Arp Films.
18.45 Kata og Alli. Kate & Allie. Gaman-
myndaflokkur um tvær fráskildar konur
og einstæðar mæður í New York sem
sameina heimili sín og deila með sér
sorgum og gleði. Aðalhluverk: Susan
Saint James og Jane Curtin. REG.
>. Þýðandi: Guðmundur Þorsteinsson.
19.19 19.19. Fréttir og fréttaumfjöllun,
fþróttir og veður ásamt fréttatengdum
' innslögum.
20.30 Pilsaþytur. Legwork. Spennu-
myndaflokkur um unga og fallega
stúlku sem vinnur fyrir sér sem einka-
spæjari í New York og hikar ekki við
að leggja líf sitt í hættu fyrir viðskipta-
vinina. Aðalhlutverk: Margaret Colin.
Þýðandi: Örnólfur Árnason. 20th
Century Fox 1987.
21.20 Mannslikaminn. Living Body. Fjall-
að verður um hæfni líkamans til þess
að græða eigin sár og ná aftur heilsu
eftir veikindi og slys. Þýðandi: Sævar
Hilbertsson. Þulur: Guðmundur Ólafs-
son. Goldcrest/Antenne Deux.
21.45 Á helmsenda. Last Place on Earth.
Lokaþáttur. Aðalhlutverk: Martin
^ Shaw, Syerre Anker Ousdal, Susan
Woolridge og Max Von Sydow. Leik-
stjóri: Ferdinand Fairfax. Framleiðandi:
Tim Van Rellim. Þýðandi: Guðmundur
Þorsteinsson. Central 1985.
22.40 Leyndardómar og ráðgátur. Secrets
and Mysteries. Eru fljúgandifurðuhlut-
ir til? Hér setur Edward Mulhare á svið
réttarhöld með vitnaleiðslum og öðru
tilheyrandi til þess að fá úr því skorið.
I þættinum verða sýndar myndir af
fljúgandi furðuhlutum sem ekki hafa
birst áður. Framleiðandi: Craig Haffn-
er. Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. ABC
1987.
23.05 Tíska og hönnun. Fashion and De-
sign. Chantall Thomass. Þessi dæmi-
gerða Parísardama hefur átt stóran
þátt í að endurvekja kvenleika í fatat-
ískunni. Þýðandi: Ragnar Ólafsson.
Teleliberation/La Sept/Centre Georg-
es Pompidou.
->23.35 Nýlendur. Outland. Spennumynd
sem gerist á næstu öld á annarri reiki-
stjörnu. Aðalhlutverk: Sean Connery,
Peter Boyle og Frances Sternhagen.
Leikstjóri: Peter Hyams. Þýðandi: Gísli
Theódórsson. Warner 1981. Sýningar-
timi 105 min. Ekki við hæfi barna.
1.20 Dagskrárlok.
Rás I
FM 9Z4/93,5
14.35 Islenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
15.00 Fréttir.
15.03 I sumarlandinu með Hafsteini Haf-
liðasyni. (Endurtekinn þáttur frá laug-
ardegi.)
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Farið í heimsókn á
Veðurstofu Islands og fræðst um sól,
rigningu, snjó, rok, fellibylji. . . Um-
sjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á siðdegi - Handel, Gal-
uppi, Bergmúller og Liszt.
18.00 Fréttir.
18.03 Neytendatorgið. Umsjón: Sigrún
Björnsdóttir. Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Glugginn. Umsjón: Þorgeir Ólafs-
son.
20.00 Barnatíminn. Umsjón: Gunnvör
Braga. (Endurtekinn þáttur frá
morgni.)
20.15 Ungversk nútimtónlist. Fjórði þáttur
af fimm. Gunnsteinn Ólafsson kynnir.
21.00 Landpósturinn - Frá Austurlandi.
Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (End-
urtekinn þáttur frá morgni.)
21.30 Vestan af fjörðum Þáttur i umsjá
Péturs Bjarnasonar um ferðamál og
fleira. (Frá Isafirði.)
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Heimshorn. Þáttaröð um lönd og
lýði í umsjá Jóns Gunnars Grjetarsson-
ar. Þriðji þáttur: Ástralia. (Einnig út-
varpað daginn eftir kl. 15.03.)
23.10 Djassþáttur- Jón Múli Árnason.
(Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl.
14.05).
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
Skytdi Guðmundi Steinssyni,
markahæsta manni íslands-
mótsins, takast að skora mark
tyrir Fram f kvöld?
Rás 2 kl. 19.30:
Tveir
stórleikir
Nú er komið að átta liða úrslit-
um í Mjólkurbikarkeppni Knatt-
spymusambands íslands. í gær
fór fyrsti leikurinn í þeim fram á
milli Leiíturs og Tindastóls.
í kvöld fara síðan fram tveir
stórleikir. Annars vegar keppir
Valur við núverandi handhafa
bikarsins, Fram, aö Hlíöarenda.
Hins vegar fer fram leikur Akra-
ness og Keílavíkur á Skipaskaga.
Síðasti leikurinn í átta liöa úrslit-
unum fer fram á morgun á milli
F.H.og Víkings.
Á íþróttarásinni á Rás 2 í kvöld
fer fram lýsing frá þessum tveim
leikjum og raunu væntanlega
margir fylgjast spenntir með.
Umsjón með lýsingunni hefur
Samúel Öm Erlingsson.
Undanúrslit í Mjólkurbikar-
keppninni fara fram í ágúst og
má síðan vænta þess aö úrslita-
leikurinn verði háður í lok þess
mánaðar. -gh
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
v 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn. Umsjón: Alfhildur
Hallgrímsdóttir og Anna Margrét Sig-
urðardóttir.
13.35 Miðdegissagan: „Þvert yfir island"
eftir Jean-Claude Barreau. Catherine
Eyjólfsson þýddi ásamt Franz Glslasyni
sem les (3).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Harmónikuþáttur. Umsjón: Högni
Jónsson. (Endurtekinn þátturfrá laug-
-» ardagskvöldi.)
FM 91,1
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála. - Valgeir Skagfjörð og
Kristín Björg Þorsteinsdóttir.
16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp.
18.00 Sumarsvelfla með Gunnari Salvars-
syni.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 íþróttarásin.Lýst leikjum i átta liða
úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í
knattspyrnu, leik Vals og Fram að
Hliðarenda og leik Akraness og Kefla-
víkur á Skipaskaga. Umsjón: Samúel
Örn Erlingsson.
22.07 Af fingrum fram.
23.00 Eftir minu höfði.
00.10 Vökudraumar.Umsjón með kvöld-
dagskrá hefur Pétur Grétarsson.
01.10 Vökulögin.
Svæðisútvarp
Rás n
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
12.00 Hádegisfréttir Bylgjunnar - aðal-
fréttir dagsins. Simi fréttastofunnar er
25390.
12.10 Hörður Arnarson. Sumarpiltur
Bylgjunnar er á vaktinni til kl. 16.00 í
dag. Hann er í stuttbuxum og með
sólgleraugu, vertu viðbúinn. Fréttir kl.
13.00, 14.00 og 15.00.
16.00 Ásgelr Tómasson, í dag - i kvöld.
Ásgeir Tómasson spilar þægilega tón-
list fyrir þá sem eru á leiðinni heim og
kannar hvað er að gerast. Fréttir kl.
16.00 og 17.00.
18.00 Kvöldfréttatími Bylgjunnar.
18.15 Margrét Hrafnsdóttir og tónlistin
þin. Óskalög, ekkert mál, síminn hjá
Möggu er 611111.
21.00 Góð tónlist á Bylgjukvöldi við þitt
hæfi.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar - Bjarni
Ólafur Guðmundsson.
12.10 Hádegisútvarp. Bjarni D. Jónsson.
Bjarni Dagur veltir upp fréttnæmu efni,
innlendu jafnt sem erlendu, í takt við
gæðatónlist.
13.00 Jón Axel Ólafsson.
14.00 og 16.00 Stjörnufréttir (fréttasími
689910).
16.10 Mannlegi þátturínn. Arni Magnús-
son með blöndu af tónlist, spjalli, frétt-
um og mannlegum þáttum tilverunnar.
18.00 Stjörnufréttir.
18.00 íslenskir tónar. Innlend dægurlög
að hætti hússins. Stillið á Stjörnuna.
19.00 Siðkvöld á Stjörnunni. Gæðatónlist
leikin fram eftir kvöldi undir stjórn Ein-
ars Magnúsar.
22.00 Andrea Guðmundsdóttir. Andrea
leikur tónlistina þina.
00.00- 7.00 Stjörnuvaktin.
ALFá
FM-102,9
20.00 í miðri viku. Umsjón: Alfons Hannes-
son.
22.00 Fjölbreytt tónlist leikin.
24.00 Dagskrárlok.
12.00 Tónafljót. Opið að fá að annast
þessa þætti.
13.00 íslendingasögur.
13.30 Dagskrá Esperantosambandsins. E.
14.00Skráargatið.
17.00 Poppmessa i G-dúr. Tónlistarþáttur
í umsjá Jens Guð. E.
18.00 Elds er þörf. Umsjón: Vinstrisósíal-
istar. Um allt milli himins og jarðar og
það sem efst er á baugi hverju sinni.
19.00 Umrót.
19.30 Barnatími. Framhaldssaga.
20.00 Fés. Unglingaþáttur í umsjá ungl-
inga. Opið til umsóknar.
20.30 Samtök um jafnrétti milli landshluta.
21.00 Gamalt og gott. Þáttur sem einkum
er ætlað að höfða til eldra fólks.
22.00 íslendingasögur.
22.30 Alþýðubandalagið.
23.00 Rótardraugar.
23.15 Kvöldtónar.
24.00 Dagskrárlok.
nuv tíiíiimi
---FM91.7---
18.00Halló Hafnarfjörður. Fréttir úr bæjar-
lífinu, létt tónlist og viðtöl.
19.00 Dagskrárlok.
mjóðbylqjan Akureyri
FM 101,8
12.00 Okynnt afþreyingartónlist.
13.00 Pálmi Guðmundsson með tónlist úr
öllum áttum, gamla og nýja í réttum
hlutföllum. Vísbendingagetraun.
17.00 Pétur Guðjónsson með miðviku-
dagspoppið, skemmtilegur að vanda.
19.00 Ókynnt gullaldartónlist.
20.00 Okkar maður á kvöldvaktlnni, Kjart-
an Pálmarsson, leikur öll uppáhalds-
lögin ykkar og lýkur dagskránni með
þægilegri tónlist tyrir svefninn.
24.00 Dagskrárlok.
DV
Rás 1 kl. 22.30:
Ástralía
A miðvikudögum hefur nýr þátt-
ur um lönd og lýði hafiö göngu sína.
Þáttaröðinni Heimshorn er ætlað
að reka sögu og menningu þjóða
um víða veröld. Leitast er eftir að
hafa viðtöl við íslendinga sem búið
hafa í því landi sem er til umfjöll-
unar.
í þessum þætti verður fjallað um
heimsálfuna Ástralíu. Ástralía var
síðasta landflæmið sem Evrópu-
menn uppgötvuðu á landkönnun-
aftímabilinu. Nú minnast Astralir
þess aö liöin eru 200 ár síöan fyrstu
landnemarnir settust þar að. Upp-
hafið af landnáminu má rekja til
þess að Bretar stofnuöu fanganý-
lendu í Sidney 1788. En auðvitaö
voru frumbyggjar þar fyrir.
Rætt verður við Sigiiði Heiðu
Bragadóttir um mannlíf í Ástralíu
nútímans en hún bjó þar ásamt
manni sínum allt síðasta ár.
-JJ
Robert Mitchum leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ovinur í djúpinu.
Stöð 2 kl. 16.45:
Óvinurí
Síðdegismyndin að þessu sinni
fjallar um hernað í undirdjúpun-
um. Sögusviðið er Suður-Atlants-
hafið í síðari heimsstyrjöldinni.
Tveir kafbátaforingjar, annar
bandarískur og hinn þýskur, heyja
persónulegt stríð. Alls staðar í und-
irdjúpunum leynast hættur og
tundurskeytin vofa yfir.
Spennan er yfirgnæfandi alla
myndina en allt er gott sem endar
vel. Kvikmyndin þykir vel gerð,
djúpinu
sérstaklega tæknibrellurnar neð-
ansjávar. Reyndar fékk myndin
óskarsverðlaun á sínum tíma fyrir.
þann þátt.
í aðalhlutverkum eru gamlar
kempur kvikmyndanna. Robert
Mitchum leikur bandarísku hetj-
una og Curt Jurgens þá þýsku.
Kvikmyndahandbókin gefur
myndinni 3 stjörnur.
-JJ
Sjónvarp kl. 20.35:
Apar á Súmötru
Ein af þeim eyjum sem tilheyra
Indónesíu er Súmatra og á eynni
Súmötru eru heimkynni villts ór-
angútans, ein þau síðustu í heimi.
í þessum dýralífsþætti fá áhorf-
endur að fylgjast með siglingu eftir
ánni Alas. Áin hlykkjast í gegnum
regnskógana, niður stórkostleg gil
og gljúfur. Þetta er ævintýraleg
ferð yfir stórkostlegt og viðkvæmt
land.
Náttúran e'r geysilega fjölbreytt á
þessum slóðum, nánast óspillt af
mannavöldum. Kannaðar verða
ókunnar slóðir þar sem dýralíf og
framandi menning er í útrýming-
arhættu. Hér á órangútan griðland,
ásamt öðrum villtum tegundum.
-JJ
Órangútan getur sýnt á sér mannlegar hiiðar.