Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1988, Síða 40
 FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið ( hverri viku greiöast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsíngar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Vísitölunefndin: AlgeHega óaðgengilegt » - segir Páll Pétursson „Þetta er bara frjálshyggjukjaftæöi og algerlega óaögengilegt fyrir okk- ur," sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, um tillögur nefndar um verðtrygg- ingu. í tillögum nefndarinnar er lagt til að vísitöluviðmiðanir verði látnar óhreyfðar og vextir verði áfram frjálsir. Þessi niðurstaða er í hróp- legri andstöðu við yfirlýsingar Fram- sóknarmanna um .peningamál und- anfarna mánuði. „Ef farið yrði að þessum tillögum myndi það hafa í för með sér að verð- bólgan skrúfaðist upp. Reyndar hef- ur það verið deila milli stjórnarflokk- ana um hvort kom á undan, eggið r^eða hænan. Við teljum að vísitölu- bindingin viðhaldi verðbólgunni. Til- lögur nefndarinnar um áfamhald- andi vaxtafrelsi leiðir til þess að at- vinnulífið mun stöðvast. Það stendur ekki undir þessum vöxtum," sagði Páll. í greinargerö nefndarinnar kemur fram að lánskjaravísitala mun hækka um 10 prósent umfram hækk- un launa fram að apríl næstkom- andi. Skuldir launþega og greiðslu- byröi af lánum munu því hækka ^.umtalsvert meira en launin sem eiga að standa undir þessum lánum. „Það er siðlaust hvernig farið er með fólk í þessu kerfi. Annaöhvort verður að verðtryggja launin eða grípa hastarlega inn í allar hækkanir ■ til þess að forðast þetta,“ sagði Páll. -gse Skýrslan er gmndvöllur -segir Þorsteinn Pálsson „Það er rétt að í tillögum nefndar- innar felast ekki miklar breytingar. ^En við eigum eftir aö meta þessa skýrslu. Hún er umræðugrundvöll- ur. Skýrslur breyta sjaldnast miklu. Það eru ákvarðanir sem vaida breyt- ingum,“ sagði Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra. -gse GLER 666160 Þómnn verður að Thómnn: Nöfn rangt rituð í ný vegabréf Þeir sem hafa staflnn Þ í nafni sínu, heita til dæmis Þór eða Þó- runn, og sækja um vegabréf í Reykjavík í dag fá nafnið sitt ritað með Th í stað Þ í vegabréfið. Miðað við öryggi þaö sem á að . vera af notkun nýju vegabréfanna er nokkuð mótsagnakennt þegar stafsetning í vegabréfi er ekki í samræmi við undirskriftina í vega- bréfinu, ökuskírteini eða á greiöslúkorti. Það er ekki erfitt að að ímynda sér aö fólk geti lent í stappi vegna þessa, til dæmis þegar reynt er að ieysa út peninga með greiöslukortum eða ef það er á ferð í löndum þar sem fólk er skotið fyrir minni hiuti en að villa á sér heimiidir. „Þ-ið eyddist upp á skömmum tíma. Það var mixað sérstaklega eða límt á prenthjólin, sem við fengum stuttu eftir að nýju vega- bréfm komu til sögunnar, en entist illa. Við fengum fimm hjól og eftir nokkra mánuði voru þau öll ónot- hæf. Þetta var eina vélin sinnar tegundar á landinu í skamman tíma svo álagið var mikið. Þess vegna veröum viö aö prenta th í stað þ í vegabréfin sem gefin eru út í Reykjavík í dag,“ sgaði Stefán Hirst, skrifetofustjóri hjá embætti lögreglustjóra, við DV. Með tilkomu nýju vegabréfanna voru fengnar sérstakar tölvustýrð- ar prentvélar til að skrá nöfn og aðrar upplýsingar í vegabréfin. Þar sem útgáfa vegabréfa í Reykjavík er það mikil þótti ekki fært aö nota handknúna vél til þessara hluta, en hún var með venjulegu íslensku þ. Stafahjólin frá framleiðanda voru ekki með bókstafnum þ í byrj- un en fljótlega fór hún að prenta þ meö sérstaklega útbúnum stafa- hjólum. Eftir að þau höfðu látið undan álaginu varð þ aö th á ný. Þannig hefur það verið síðan. Stefán Hirst sagöi aö hjá flestum bæjarfógeta- og sýslumannsem- bættum landsins væru handknún- ar prentvélar notaðar við ritun vegabréfa en tölvustýröar á fjöl- mennustu stöðunum. -hlh - sjá einnig bis. 2 - - Á þessi ritvél er skrifaö Thórunn í staðinn fyrir Þórunn í vegabréfid. Hefur ekki fengíst stafa- hjól með islenska bókstafnum Þ i vélina frá framleiðanda. í ölium ritvélum og tölvum sem hingað eru fluttar inn er gert ráð fyrir Þ - nema þessari. Getur það valdið óþægindum fyrir Þórunni á ferð hennar eriendis. Davíð Oddsson: Gaman í garðveislu drottningar „Það er gaman að hafa farið í svona veislu einu sinni á ævinni. Þetta var mikil fjöldasamkoma þar sem saman voru komnir þúsund manns. Ég hitti drottninguna ekki persónulega né nokkurn af kóngafólkinu en maður sá þetta fólk ganga þarna um í nokk- urra metra fjarlægð. Þaö hafði nóg meö aö tala við sína þegna og skipti liði til þess,“ sagði Davíð Oddsson borgarstóri. Davíð er nú staddur í Englandi í hálfopinberum erindagjörðum en til- gangur ferðarinnar var að efla sam- skiptin milli Reykjavíkur annars vegar og Hull og Grimsby hins veg- ar. Sagði borgarstjóri aö þetta heföi tekist vel. í gær fór borgarstjóri síðan í garðveislu til Elísabetar II. Breta- drottningar. Veislan fór fram í garði Buckinghamhallar og að sögn Davíðs var þar mikið af þekktu fólki. „Þetta var skemmtilegt í alla staði. Veður var gott og boðið var upp á te í stór- um tjöldum. Þarna var einnig sú mesta hattasýning sem ég hef séð því kvenfólkið var með hinar ýmsu gerð- ir hatta. Bretarnir kunna vel að halda í gamla siði, karla með spjót og annað þess háttar,“ sagði Davíð Oddsson. JFJ Daihatsu að kaupa Velti? „Við erum að ræða við þrjá aðila sem hafa áhuga á að kaupa hlutabréf í Velti. Ennþá hggur ekkert fyrir um kaupin en ég vona aö málið verði orðið klárt um helgina. Við funduð- um langt fram á nótt. Síðan fór hver til síns heima aö reikna. Fundahöld- in halda svo áfram á eftir,“ sagði Ásgeir Gunnarsson, forstjóri Veltis í morgun. Ásgeir sagðist geta staðfest, fyrst það væri þegar komið fram í einum fjölmiðlinum, að fyrirtækið Brim- borg, sem er með Daihatsu-umboðið á íslandi, væri eitt fyrirtækjanna þriggja á íslandi. Volvo í Svíþjóö yrði líklega fjóröi aðilinn með nýtt hlutafé og ennfremur væri inni í myndinni að aðstandendur Veltis kæmu einnig með nýtt hlutafé. Gífurlegir íjárhagserfiðleikar hafa verið hjá Velti eftir miklar fjárfest- ingar síðustu árin. - En verður Ásgeir Gunnarsson for- stjóri Veltis eftir helgi? „Ég veit það einfaldlega ekki.“ -JGH LOKI Það er naumast Páll á Höllustöðum er kominn í gang! Austan- og suðaustanátt um allt land, víðast 3 til 5 vindstig. Smá- skúrir eða dálítil súld við suður- og austurströndina en annars þurrt. Hiti 8 til 14 stig. Krafla: Ferðamenn bíða eftir gosi Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyri: Ástandið á Kröflusvæðinu breytt- ist litið sl. sólarhring. Jarðskjálfti um 3 stig varð um hádegið í gær en síðan hafa skjálftamir verið mun minni en landris jókst.talsvert í nótt. Geysilegur íjöldi ferðamanna er við Mývatn og á Kröflusvæðinu og fer ekkert á milli mála að þessir ferða- menn bíða þess í ofvæni aö til tíðinda dragi á svæðinu. Vísindamenn telja líkur á að kvikuhlaup muni eiga sér stað neðanjarðar eða til goss komi áður en langt um líður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.