Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.1988, Síða 34
46 MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ 1988. T ■ífcstffl Reykjavíkurmaraþon verður 21. ágúst: Síðustu forvöð að æfa fyrir maraþonið Nú er um mánuður til stefnu fyrir Reykjavíkurmaraþon. Hvort heldur hlauparar ætla að hlaupa 7 km skemmtiskokk, hálfmaraþon eða maraþonhlaup (42 km), þá fer hver að veröa síðastur til að undirbúa sig. Yfirleitt ráðleggja læknar fólki að hefja undirbúning fyrir maraþon- hlaup ekki seinna en 4-6 mánuðum áður. Algengur hlaupatími fyrir meðal- mann í heilu hlaupi er 34 klst. Fyrir flesta sem óvanir eru hlaupum tekur það töluvert langan tíma að þjálfa sig upp í að geta hlaupið í eina klst. Þvi verður að hafa góðan tima til undirbúnings. Þaö er hæpið fyrir óvana að byrja undirbúning núna fyrir heilt hlaup. En það er vel hægt að sníða sér stakk eftir vexti í Reykjavíkurmara- þoninu sem fram fer 21. ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta hagað undirbúningi sínum í sam- ræmi við þær vegalengdir sem þeir telja sig ráða við. Byrjað á stuttum vegalengdum Ráðlegast er að hefla undirbúning með því að hlaupa stuttar vegalengd- ir. Ef haldin er dagbók er þægilegt að fylgjast með framfórum og getu. Þar má einnig taka fram andlega og líkamlega líðan. Ef stefnt er að þátt- töku í heilu maraþonhlaupi er æski- legt að hlaupari nái því að hlaupa um 100 km á viku, a.m.k. stuttu fyrir keppni. Reyndir hlauparar miða gjama æfingar sínar við að hlaupa á hveij- um degi. Þá er gjama hlaupið langt hlaup einu sinni í viku t.a.m. 25-30 km og minna hina dagana. Reykjavíkurmaraþonið fer að mestu eða öllu leyti fram á malbiki. Því skyldu æfingar miðaðar við það. Hins vegar er alltaf gott á æfinga- tímabilinu að hlaupa eitthvað á grasi. Með því móti næst aö mýkja þreytta og stífa fætur. Besta meðalið við harðsperrum er einmitt hreyfing - aðalatriðið er að ná góöri blóð- hringrás. í því sambandi er að sjálf- sögðu gott að synda og fara í heita potta. Félagsskapur er mikilvægur í stað þess aö streða og strita upp á eigin spýtur er betra að æfa sig með öðmm. Ef huganum er ekki dreift hættir hlaupurum til að hugsa of mikið um erfiði og þreytu. Þetta gildir bæði um æfingar og keppni. Tíminn líður hraðar þegar spjaílað er á leiðinni. Hugsa frekar um hvað lítið er eftir þegar 3A hlutar hlaups era eftir. 30 km múrinn oft erfiður Þeir sem hafa spreytt sig á heilu maraþonhlaupi hafa oft rekið sig á „þreytuþröskuldinn" eftir 30 km hlaup. Orsök þessa er að kolvetna- birgðir líkamans eru að þrotum komnar. Hins vegar leysist mest orka úr læðingi þegar líkaminn brennir fitu. Vanir hlauparar miða þjálfun sína oft við að spara birgðir kolvetna - brenna fitunni sem lengst. Hvað þetta snertir er ráðlegast að hafa samráð við lækni. Þreytumerki hvers og eins hlaup- ara ráöast gjama af dagsformi. Þann- ig getur t.d. mikill vindur haft áhrif, næring og annað slíkt. í öllu falli verður að hægja ferðina reki fólk sig á þreytuvegginn. Erlendis verður hitinn oft mara- þonhlaupurum til mikils ama. Hita- stig hérlendis er hins vegar nokkuð heppilegt. En í löngu hlaupi verður vökvatap engu að síöur mikið. Því er mikilvægt að hafa undirbúið sig með það í huga. Einnig verður hægt að fá eitthvað að drekka á um 5 km fresti í hlaupinu. Það er mikilsvert aö notfæra sér það. Ekki er nauðsyn- legt að stoppa á meðan. Þannig mætti ganga á meðan - og vinna upp vökva- tapið með 2-3 sopum á hverjum stað. Skóbúnaður mikilvægastur útbúnaðar Það verður að gæta þess að nota skó í maraþonhlaupi sem viðkom- andi hefur vanið sig við. Hætta á blöðrum er mest þegar nýir skór eru notaðir. Það er ekki fýsilegt að fá blöðrur eða sár á miðri leið. Verða jafnvel að hætta af þeim sökum. Hins vegar er ekki ráðlegt að nota of slitna skó. Gott er að hafa smyrsl eða plást- ur við hendina til vonar og vara. Allur er varinn góður. Klæðnaður að öðru leyti skyldi ávallt vera sem minnstur - sem þægi- legastur, alls ekki þröngur. Föt þyngjast af svita og gera erfitt fyrir. Síðustu dagana fyrir maraþon- hlaup er skynsamlegt að hlaupa ekki of mikið. Hvíla sig heldur hæfilega og vera ekki þreyttur þegar á hólm- inn er komið. Þess verður að gæta að næra sig vel á undan en borða samt ekki mik- ið síðustu 3 tíma fyrir hlaup. Reykja- víkurmaraþonið hefst klukkan 12 á hádegi. Því er best að snæða staðgóð- an morgunverð um níuleytið. Gley- mið svo ekki að drekka á leiðinni. m Anvn Þeir ætia aö taka þátt i maraþonhlaupinu 21. ágúst; f.v. Bessi Jóhannsson, Gunnar Páll Jóakimsson og Jóhann Ingibergsson. Fyrir þá sem ætla aó hlaupa heilt maraþon er mikilvægt aö geta hlauplð um 100 km á viku til aó æfa sig. Áfram pabbi, afi og jafnvel amma. Paó er gott að geta stuóst viö aó- standendur sem hafa smyrsl eða plástur meóferöis - einhvern til að hvetja sig. styttri spretti eykst þolið og flöl- breytni í æfingum verður meiri. Sé skipt mn hlaupaleiðir hefur maður gjamahugann við umhverfið -þann- ig fæst meira út úr æfingum. Mörgum hættir til aö hugsa of mik- ið um það sem er eftir af því hlaupi Teygju- og sprettæfingar eru gagnlegar. Þetta eykur einnig fjölbreytni æf- inga. Flestum Hnnst betra að æfa saman í hóp. Þannig gleymist frekar þreyta og huganum er dreift. Þaó er einnig til gagns að skipta um umhverfi. Hægt er að sníða sér stakk eftir vexti í Reykjavíkurmaraþoni. Þannig má hlaupa 7, 21 og 42 km. Sé ætlunin aö taka þátt í þessum hlaupum er best að hefja undirbúning sem fyrst. Á æfingatímabilinu er heppilegt aö taka spretti og iðka teygjuæfingar. Það verður þó að gerast þannig að hitaö sé upp fyrst. Með því að taka sem þeir ætla sér. Þreyta getur t.d. komið upp eftir 5 km. Þá er kannski hugsað: „Hvemig verð ég þá eftir 15 eða 20 km?“ Hvað þetta snertir er mikilvægast að vera jákvæður. Tíðarandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.