Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Page 12
tJtlönd
MÁNUBAGUR: 15. ÁGÚST 1988.
DV
Friðargæslusvertir komnar
Kanadískir hermenn á lelð til Persaflóa, þar sem þeir verða hluti frlðar-
gaeslusveita Sameinuðu þjóðanna.
Símamynd Reuter
Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna eru nú á leiö til írans og ír-
aks, þar sem þær munu sjá um aö framfylgt verði vopnahléi í styijöld
ríkjanna tveggja. Koma fyrstu hermennirnir úr sveitunum til landanna
í dag og byrja aö búa um sig í eftirlitsstöðvum. Eiga sveitirnar að verða
tilbúnar tÍL starfa þegar vopnahléið gengur í gildi, eftir íjóra daga.
Hertar aðgerð-
ir gegn PLO
Velja nýjan leiðtoga
Síðasta stórhlutverkid
Ráöamenn í Burma eiga nú fyrir
höndum erfitt og viðkvæmt verk-
efni, sem er að velja sér nýjan leið-
toga. Þetta er í annaö sinn á aðeins
þrem vikum sem þeir þurfa aö
kjósa sér forystumann og í þetta
sinn fara þeir varlega, í þeirri vissu
að mistök við valið gætu æst til enn
harðari átaka í landinu.
Ráðamenn í sósíaiistaflokki
landsins hafa sett sér þau tima-
mörk að vera tilbúnir með nýjan
leiðtoga í lok þessarar viku. Hver
sem þaö verður bíður hans erfitt
verkefni. Hann þarf að koma á
reglu í landinu að nýju, á sama
tíma og hann vinnur traust al-
mennings og þrýstir á um efna-
hagslegar úrbætur.
Síðasti leiðtogi landsins, Sein
Lwin, sagði af sér í liðinni viku,
eftir innan við þriggja vikna valda-
tíö.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti á varpaði í gær flokksþing repúblikana
í New Orleans og var forsetanum fagnað ákaflega. Þáttaka forsetans á
flokksþinginu er líklega síðasta stórhlutverkiðsem hann leikur í banda-
riskum stjórnmálum og í gær sýndi hann af sér stjömuleik, sem flokks-
bræður hans óska aö George Bush, sem nú tekur við leiötogahlutverki
Reagan innan flokksins, hefði til að bera.
Reagan var ákaft fagnað þegar hann kom til þingsins. Stórar styttur
af honum, Abraham Lincoln og Dwight Eisenhower prýða þingstað, auk
mynda af helstu hetjum bandaríska frelsisstríðsins og Lísu í Undralandi.
Reagan hvatti í gær flokkssystkin sín til að fylkja sér um framboð Ge-
orge Bush varaforseta. Sagöi hann aö Bush hefði til að bera styrk, skarp-
skyggni og kjark.
„Framundan er ekki kosningabarátta heldur krossferð, krossferð fyrir
framtíð Ameríku," sagði forsetinn í ræðu sinni í gær.
Reagan mun halda kveðjuræðu sína á flokksþinginu í kvöid, á fyrsta
formlega degi flokksþingsins.
Harðar deilur rikja nú meðal repúblikana um hver skuli veröa varafor-
setaefni Bush í komandi kosningum. íhaldssamir repúblikanar kreíjast
þess að varaforsetaefnið verði úr þeirra rööum, helst Jack Kemp, þing-
maður ffá New York. Aðrir flokksmenn telja vænlegra til árangurs að
velja frjálslyndan repúblikana til framboðs með Bush.
Bush ætlar ekki að tilkynna varaforsetaefni sitt fyrr en á fimmtudag,
eftir að hann hefur veriö formlega tilnefndur sem forsetaefni flokksins.
Yíirvöld í ísrael settu í gær ótíma-
bundið útgöngubann á Gaza-svæð-
inu í kjölfar mikilla rósta á herteknu
svæðunum. ísraelsk stjórnvöld hafa
nú hert mjög aðgerðir sínar gegn
PLO, Frelissamtökum Palestínu,
sem aukið hafa áhrif sín á svæðun-
um. Aðgerðirnar felast m.a. í því aö
fjárframlög erlendis frá hafa nú verið
takmörkuð og eru starfsmenn hjálp-
arstofnana undir eftirliti. Öllum íbú-
um Gaza-svæðisins hefur verið
bannað að yfirgefa heimili sín og
þeir sem sækja vinnu til ísraels fá
ekki að fara á milli nema á sérstökum
tímum.
Talsmaður ísraelsstjórnar sagöi
einnig í gær að stjórnvöld myndu
auka aðstoð sína við íbúa herteknu
svæöanna og er sú ákvörðun enn
einn liðurinn í hertri baráttu gegn
áhrifum PLO. Talsmaðurinn sagði
að yfirvöld í ísrael hefðu í hyggju að
greiða þeim Palestínumönnum laun
sem misstu fjárhagsstuðning Jórd-
aníu í kjölfar ákvörðunar Husseins
konungs um að slíta öll efnahagsleg
tengsl við herteknu svæðin.
Harðvítug uppþot brutust út á her-
teknu svæðunum í gær þegar ísra-
elskum lögreglumönnum og Palest-
ínumönnum lenti saman þegar þeir
síðarnefndu héldu upp á nýtt ár.
íbúar herteknu svæðanna efndu tii
verkfalls og fjöldamótmæla í gær og
aö sögn talsmanna sjúkrahúsa á
Gaza-svæðinu særðust a.m.k. 35 í
átökum við lögreglu. ísraelskir her-
menn notuðu táragas til að dreifa
miklum mantifjölda sem safnast
Mótmæli gegn yfirráðum Israela á herteknu svæðunum héldu áfram í gær.
Simamynd Reuter
hafði saman á götum herteknu svæð-
anna og íbúarnir grýttu hermennina
og hentu að þeim bensínsprengjum.
Rósturnar jukust þegar orðrómur
um að ungur Palestínumaður hefði
látist af völdum barsmíða ísraelskra
logreglumanna barst um herteknu
svæðin. Yfirvöld í ísrael segja að
drengurinn hafi látist af völdum
veikinda.
Starfsmenn hjálparstofnana á her-
teknu svæðunum sögðu í gær að einn
íbúi Gaza-svæðisins hefði látist í
gærmorgun af völdum skotsára er
hann hlaut í átökum við lögreglu.
Talið er að tala látinna sé nú komin
yfir tvö hundruð og fimmtíu.
Fundi fulltrúa PLO og Jórdaníu-
stjórnar um framtíö herteknu svæð-
anna lauk í gær. Samkvæmt upplýs-
ingum frá háttsettum manni innan
PLO hafa stjórnvöld í Jórdaníu
ákveðið að halda áfram einhverjum
stuðningi við þá 850 þúsund íbúa sem
búa á vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu, a.m.k. enn um stund.
Hófuðborg Kunduz-
héraðs fallin
ungmenna llggur á sjúkra-
húsum i Rangoon vegna meiósla
sem þau hafa hlotiö I átökum vió
her og lögreglu undanfarió.
■ Símamynd Reuter
Republikanar prýða flokksþing sitt með styttum af helstu forsetum sin-
um, þeim Reagan, Lincoln og Eisenhower.
Simamynd Reuter
til að ná bprginni á sitt vald um leið
og sovéskuhermennirnir hófu brott-
flutning sinn og er talið að barátta
skæruliða gegn afganska stjórnar-
hernum í Kunduz sé prófsteinninn á
hvernig hernum muni takast í bar-
áttu sinni gegn skæruliðum þegar
herafli Sovétríkjanna hverfur á
braut.
Brottflutningur herafla Sovétríkj-
anna gengur vel, en um helmingur
hersins á að vera á brott í dag. Seinni
helmingur hermannanna á að vera á
brott fyrir 15. febrúar á næta ári.
Sovéska fréttastofan Tass sagði i
gær að skæruliðar hefðu gert loftárás
á Kabúl, höfuðborg Afganistan, að-
faranótt sunnudags. Samkvæmt
fréttum Tass létust flmm í árásinni.
í árásum skæruliða á austurhluta
Afganistan létust fjórtán til viðbótar
og tuttugu særðust að sögn frétta-
stofunnar.
Yfirmenn sovéska heraflans og
fulltrúar skæruliða hafa náð sam-
komulagi um að skæruliðar ráðist
ekki á þá sovéska hermenn sem eru
á leiö yfir landamæri ríkjanna í suð- -
urhluta Afganistan að sögn háttsetts
vfirmanns í sovéska hemum.
Yfirmaður sovéska heraflans í Afg-
anistan, Boris Gromov, sagði í gær
að skæruliðar hefðu náð á sitt vald
höfuðborg Kunduz-héraðs sem er í
um 60 kílómetra fjarlægð frá landa-
mærum Afganistan og Sovétríkj-
anna. Gromov sagði að skæruliðar
hefðu náð borginni á sitt vald eftir
að sovéskir hermenn yflrgáfu hana
í síðustu viku í samræmi við ákvörð-
un Sovétmanna um að flytja á brott
herafla sinn frá Afganistan.
Yfirmaðurinn sagði að sovéskir
hermenn myndu ekki aðstoða afg-
anska herinn við að ná borginni á
sitt vald. Skæruliðar hófu aðgerðir
Brottflutningi helmings sovéska heraflans frá Afganistan á að Ijúka í dag.
Símamynd Reuter
Gizur Helgason, DV, Reerstises:
Atvinnuleysi vex enn í Dan-
mörku og skapar heiftarlegar um-
ræður í samfélaginu. Menn standa
ráðþrota gagnvart atvinnuleysis-
vofunni en fjöldi manns hefur samt
tekið ráðin í sínar eigin hendur og
fengiö sér vinnu í Svíþjóð.
Ástand þessara nágrannaþjóða
er eins ólíkt og hugsanlegt er á
þessu sviöi. Svíar eru í mikilli þörf
fyrir verkafólk á næstum öllum
sviðum og þeir eru meira en fúsir
til að ráða Dani tíl starfa.