Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Page 16
16
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988.
Spumingin
Lesendur
Hver er myndarlegasti al-
þingismaöurinn?
Sigurður Þórðarson: Guðmundur
Ágústsson fyrir Borgaraflokk.
Kristin Hrund Andrésdóttir: Þor-
steinn Pálsson forsætisráðherra.
Hann lítur alltaf svo vel út.
Svava Sigríður Kristjánsdóttir: Það
er voðalegur vandi aö svara því, þeir
eru allir myndarlegir. Það væri þá
annaðhvort Steingrímur Hermanns-
son eða Þorsteinn Pálsson.
Ólafur Tryggvason: Ég kann ekki að
svara því. Það er fullt af myndarleg-
um labbakútum þama.
Ragnar Sigurjónsson: Það er eng-
in(n) nógu falleg(ur) til þess að fylla
þann hóp.
Eiga að hafa vigt
Finnur hringdi:
Ég átti leið út úr bænum um daginn
í útilegu og bjóst við að þurfa að
nota stóran prímus, sem ég var með
mér, mikið. Hann var svona um það
bil hálffullur, svo ég ákvað að bæta
á hann á næstu bensínstöð. Fyrir
valinu varð bensínstöðin við hliðina
á Hótel Sögu. Þar keypti ég bensín
og bað um áfyllingu á kútinn. Af-
greiðslumaður á stöðinni tók við
honum, fyllti hann strax og krafði
mig síðan um rúmlega 400 krónur.
Þá spurði ég hann hvort það kost-
aði virkiiega svo mikið að fylla það
sem á vantaði. „Þú borgar bara fyrir
hann eins og hann væri tómur,“
sagði afgreiðslumaðurinn. Ég hef
heyrt marga tala um það að venjan
sé að prímusamir séu vigtaðir, og
síðan borgað eftir því.
Þetta svar afgreiðslumannsins
kom því illa við mig og vildi ég ekki
una þessum málalokum. Efdr mikið
japl, jaml og fuður samþykkti þessi
stirði afgreiðslumaður að „gefa“ mér
100 króna afslátt. Ég varpa fram
þeirri spumingu hvort reglan sé
virkilega þannig að Borga eigi fyrir
allan kútinn, án tillits til þess hvort
eitthvað hafi verið á honum fyrir.
Ekki rétt afgreiðsla
Lesendasíða DV hafði samband við
Shell-stööina viö Skerjafjörð (um-
rædd stöð við Hótel Sögu er Shell-
stöð) og leitaði upplýsinga. Margar
af Shell-stöðvimum hafa ekki vigtar,
en það er verið að vinna í þessum
málum og ætti að vera búið að koma
vigtum á allar stöðvamar innan
skamms.
Reglan er sú að innihaldið sé vigtað
og síðan borgað eftir því. Hvað ofan-
greind viðskipti varðar hefði verið
eðlilegra aö afgreiðslumaðurinn
hefði áætlað innihald kútsins og
rukkað samkvæmt því.
Jónatan vill aö öryrkjar fái hjálp við kaup á verkamannabústöðum.
Styrklr til öryrkja
Jónatan Jónatansson skrifar:
Mig langar til að spyija Öryrkja-
bandalagið, Sjálfsbjörg og Trygg-
ingastofnun ríkisins hvers vegna
þeim öryrkjum sem vilja kaupa íbúð
í verkamannabústöðum ér ekki
hjálpað. Mér finnst að við eigum rétt
á stuðningi frá lottóinu og Trygg-
ingastofiiun ríkisins. Ég er einn af
þeim sem langar til að halda minni
íbúð, en ég get það ekki vegna þess
að ég fæ engan stuðning.
Það er ekki hægt fyrir öryrkja að
lifa á rúmum 30 þúsund krónum á
mánuði. Það er eins og okkur sé refs-
að fyrir aö vera til. Ríkisstjómin
mætti hækka örorkubætumar þann-
ig að hægt væri að lifa af þeim. Við
þurfum talsvert meira til að lifa á en
heilbrigt fólk, þar sem við þurfum
meira á allri aðkeyptri vinnu að
halda, s.s. við viðhald á bílum o.fl.
Ég veit að ráðherrar gætu ekki lifaö
á 30 þúsund krónum á mánuði, þess
vegna er það skammarlegt að ætla
okkur að lifa á þessum peningum.
Lagavalið gott
Reykvíkingur skrifar:
Mikið er rás 2 orðin skemmtileg á
milli kl 10 og 16 á daginn. Lagavalið
er stórkostlegt hjá þeim Evu og Sig-
urði. Loksins heyrist tónlistin sem
ég hélt að væri bönnuð í útvarpi. Dag
eftir dag hljóma lög Led Zeppelin,
Deep Purple, Uriah Heep, David
Bowie o.fl. o.fl. Ég er sko alls ekki
sú eina sem er ánægð með þennan
þátt, því mikið af fólki á mínum aldri
hefur lýst yflr hrifningu sinni á þess-
um þætti.
Þessi áheyrendahópur er enda af
stærstu árgöngum landsins, þ.e. fólk
fætt á árunum 1957-63. Þeir á Stjöm-
irnni og Bylgjunni mættu taka tíllit
til þess. Fyrir nokkra gafst ég upp á
blúndulummudiskóstöövunum
Bylgjunni og Stjömunni, en ég ætla
ekki að eyða púðri á þær í þessu
bréfi. Það mætti halda að rás 2 væri
eina fijálsa útvarpsstöðin á landinu.
Sigurður Gröndal er annar stjórnenda þáttarins „Á milli mála“ sem fluttur
er á milli 10 og 16 á rás 2.
Finnur var ekki ánægður með verðiagningu gass sem sett var á prímus á
bensínstöð, en hann var krafinn um fullt gjald, þegar aðeins var sett á um
helming kútsins.
15 ára bið
Halldóra spyr hvort íslensk tjöld og tjaldhimnar séu ætluð fyrir íslenskar
aðstæður.
íbúar í Krummahólum hringdu:
Nú orðiö er gengið vel og dyggi-
lega frá svæðum á milli húsa þegar
þau eru í byggingu, þau tyrfð, gróð-
ursett í þau eða gengið frá þeim á
annan hátt En engin regla er án
undantekninga. Svæði sem af-
markast af Krummahólum, Vest-
urhólum, Orrahólum og Norður-
hólum í Breiöholtinu hefur verið
ófrágengiö í heil 15 ár. Þaö er mjög
sóðalegt og verður oft aö drullu-
svaði í rigningum.
Upphaflega stóð til að byggja á
þessu svæði, eftir því sem við kom-
umst næst, en síðan tekin sú stefna
að gera ráð fyrir að þarna verði
grænt svæði. Þarna er meðal ann-
ars margra ára grunnur sem versl-
unin Hólagarður lét grafa fyrir
væntanlega verslun sína, en Hóla-
garðsmenn ákváðu svo að hafa
verslunina annars staðar, svo ekki
var meira framkvæmt þar. Svæðið
hefur mikið verið notað sem bíla-
stæöi fyrir trukka, sjálfsagt af illri
nauðsyn.
Við íbúar á þessu svæði höfum
margfarið fram á að frá þessu
svæði verði gengiö, en við tölum
greinilega fyrir daufum eyrum. Við
erum búin að bíða í 15 ár eftir þessu
og erum því orðin langþreytt. Þess
má geta að meira ber á þessu en
annars hefði verið, vegna þess að
öll svæði i kring eru snyrtileg og
vel frágengin.
Lélegur tjaldhiminn
Halldóra Jónsdóttir skrifar:
Fyrir rúmri viku keypti ég mér
tjaldhimin hjá Seglagerðinni Ægi á
gamla 5-manna tjaldið mitt. Til gam-
ans ákvað ég að tjalda úti á túni hjá
bróður mínum og prófa nýja tjald-
himininn minn. Á þessari rúmu viku
hafa homin með kósunum fokiö upp
af tjaldsúlunum og stungist á þá göt
og annar kósinn er farinn af. Auk
þess hafa ekki færri en 6 teygjur
slitnaö af tjaldhimninum og hælarn-
ir, sem eru mjóir og vesældarlegir,
hafa fokið upp sitt á hvaö.
Mér. er spum, eru tjöld og himnar
ekki ætluð fyrir íslenskar aðstæður?