Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Síða 19
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988.
19
pv __________________________________________________________Meiming
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24 ára tónskáld:
Ennþá fullt af möguleikum
á sviði klassískrar tónlistar
„Uppáhaldstónlistin er Mahler,
einkum 4. sinfónían. Ég er alæta á
klassíska tónlist og djass, en hlusta
ekkert á popp nema Sykurmol-
ana,“ segir Hildigunnur Rúnars-
dóttir, 24 ára . Hún er yngst þeirra
átta tónskálda sem þessa viku taka
þátt í tónlistarhátíð fyrir ungt fólk
- UNM - í Osló.
Þar verður flutt eftir hana kór-
verkið Missa Brevis eða Stutt
messa, og mátti einnig heyra það á
tónleikum í Norræna húsinu á
laugardaginn var.
Það er ekkert skrýtið að Hildi-
gunnur skuli ganga fram á tón-
völlinn með kórverk. Móðir hennar
er þekktur kórstjóri, Guðfinna
Dóra Ólafsdóttir-í Garðabæ. Fjöl-
skylda hennar er yfirhöfuð mjög
tónelsk og myndar meirihluta í
sönghópnum „Hljómeyki" sem get-
ið hefur sér góðan orðstír.
„Ég var pínulítil þegar ég fór að
búa til laglínur,“ segir Hildigunn-
ur, „og nú hef ég verið í tónfræði-
deild Tónlistarskólans í Reykjavík
í tvö ár með tónsmíðar sem val-
grein. Ég útskrifast næsta vor og
prófverkefnið verður stutt verk
fyrir hljómsveit. En nú er ég að
skrifa verk fyrir flðlu sem var pant-
að hjá mér frá Bandaríkjunum."
Oft er sagt að allir möguleikar á
því að skapa eitthvað nýtt á sviði
klassískrar tónlistar séu löngu
gjörnýttir, og meira en það, en
Hildigunnur er á öðru máh: „Þetta
var líka sagt á dögum Mozarts!“
Hún ætlar sér að halda áfram tón-
smíðum að námi loknu: „Þegar
maður er einu sinni byrjaður er
Hildigunnur Rúnarsdóttir: „Eg var pínulítil þegar ég fór að búa til laglin-
ur...“ DV-mynd:JVA
erfitt að hætta,“ segir hún. Með-
fram hyggst hún hafa tekjur af
fiðluleik, sem hún hefur numið frá
sjö ára aldri.
Hún stundar sund og hjólar, fer
lítið á böll en frekar á staði þar sem
hægt er að tala við góða vini í næði.
„Áður fór ég oft á Gaukinn.en nú
er Geirsbúð uppáhaldsstaöurinn."
Við spyrjum hana að lokum hvort
vinirnir séu nokkuð hissa á þessu
starfsvali, sem hingað til hefur ver-
ið mjög svo óvenjulegt fyrir konur.
„Nei,“ segir Hildigunnur. „Þeireru
allir að syngja og spUa á hljóðfæri,
svo þeim finnst flnt að fá einhvern
til að semja fyrir sig.“
ihh
VEISLA
í jeppa á Ijalli
eða í sumarhúsinu.
Ekkert mál efþú hefur
G-þeytirjómann meðferðis.
Skál og gaffáll duga til að þeyt’ann.
Hvort þú snarar svo fram heilli
rjómatertu eða írsku kaífi
fer eftir tilefninu.
««•01*
\iSUy geymsluþolmn
þeytinomi