Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Qupperneq 37
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988. 49 Sviðsljós Bandaríkin: Fleiri þekktu Alf en Dukakis Talsvert fleiri Bandaríkjamenn þekktu hinn loðna geimálf, Alf. en forsetaefni Demokrataflokksins, Dukakis. Þetta eru niðurstöðurnar úr könn- un §em bandaríska vikublaðið Natio- nal Enquirer gerði fyrir stuttu. Um 150 manns í fimm borgum Bandaríkj- anna voru sýndar tvær myndir, önn- ur af Alf en hin af Dukakis. Fólkiö, sem allt var á kosningaaldri, var svo beðið um að bera kennsl á þá. Þótt ótrúlegt sé þá gátu 86% að- spurðra nefnt hina kjaftforu sjón- varpsbrúðu, meðan 65% vissu nafn mannsins sem hugsanlega getur orð- ið næsti forseti Bandaríkjanna. Alf hafði yfirburði yfir Dukakis í Chicago, Pittsburgh, Phoenix og West Palm Beach, Flórída. Aðeins í Los Angeles þekktu fleiri Dukakis en Alf. „Ég hugsa að ég þekki Alf betur vegna þess aö hann er fyndinn," sagði Mike Krajewski frá Chicago. „Ég veit að hinn er í forsetafram- boði, en ég man ekki hvaö hann heit- ir. Ef til vill þýðir þetta að Alf sé betur til starfsins fallinn." Alf og faðir hans Michelle Perry frá Phoenix leit á myndirnar tvær og lýsti því yfir „að þetta væri Alf og þetta væri faðir hans.“ Leon Hicks frá Pittsburgh þekkti Alf strax en þegar honum var sýnd myndin af Dukakis, sagði hann: „Hann er eitthvaö í stjórnmálum. Nú veit ég - þetta er Gary Hart!“ En Marvin Pachman, augnlæknir í Los Angeles sem þekkti Dukakis en ekki Alf, leit á augabrúnir þeirra og sagði svo aö þeir hlytu báðir að hafa fengið þær á sama staðnum. Og þeir sem gátu nefnt þá báða bentu oft á hluti sem þeir áttu sam- eiginlegt. „Auðvitaö, ég þekki þá báöa,“ saði Paulette Fenello frá Pho- enix. „Þeir eru báöir vinsælir, vel máli farnir og þeir hafa báðir sama nefið.“ Tim Snape frá Chicago, sem þekkti þá einnig báða, bætti við: „Þú verður að vera íjári heimskur ef þú getur ekki þekkt veru frá öðrum hnetti, hvort sem hún er í forsetaframboði eða ekki.“ Talsvert fleiri Bandarikjamenn gátu nefnt Alf en Dukakis sem er i framboði til forseta. Slapp Tveir vopnaðir menn eru sagðir hafa reynt aö ræna söngvaranum George Michael fyrir sjö vikum. Til- raunin mistókst vegna hins háþró- aða öryggisbúnaðar sem er í kring- um George. Mennirnir tveir notuöu stolna lykla til að komast um borð í lang- ferðabifreið þá sem söngvarinn not- aði á hljómleikaferð sinni. Gerðist þetta aðeins klukkutíma eftir að Ge- orge hafði sungið fyrir troðfullan leikvang í París. Ætlun mannanna var að felast þangaö til George kæmi aftur, ráðast þá á hann og hljómsveit hans í þann mund er hún héldi af stað til Ham- borgar. Ef ránið hefði heppnast hefðu þeir getað krafist tugi milljóna í lausnargjald fyrir George. En bíl- stjóri George varð mannanna var þegar þeir komu óvart af stað viðvör- unarbjöllu. Reyndust þeir báðir tala með suður-afrískum hreim. Eftir mikinn slag milli mannanna og bílstjórans varð bílstjórinn aö láta í minni pokann. Var hann lúbarinn og blindaður með táragasi en menn- irnir flýðu. Þegar George var 'sagt hvaö gerst hafði tók það mikið á hann en hann dvaldist á hóteli skammt frá þegar atburðurinn átti sér stað. Er talið aö mannræningjarnir hefðu getað feng- ið um 4 milljarða í lausnargjald. Deild innan frönsku lögreglunnar, við mannrán Gerð mun hafa verið tilraun til að ræna söngvaranum George Michael. sem sérhæfir sig í hryðjuverkum, úti um nákvæmar upplýsingar um mun hafa málið til meöferðar. ferðir George en sem betur fer skeik- Tvímenningarnir höfðu orðið sér aði þeim um nokkra tíma. Elísabet Taylor hefur nú verið lögð inn á sjúkrahús vegna bakverkja. Lögð inn vegna bakverkja Leikkonan Elísabet Taylor hefur nú verið lögð inn á sjúkrahús vegna bakverkja, eftir því sem talsraaður sjúkrahússins segir. Elísabet, sem nú er 56 ára, lagöist inn á St. Johns spítala þann 24. júlí sL og er vel á sig komin en ekki hefur verið ákveðið enn hvenær hún fær að fara heim. Hún þjáist af vöðvakrampa og röntgenmynd sýndi að hún hefur sprungu í hryggjarliðum. í júnímánuði 1985 þurfti Elísabet að leggjast inn á þenn- an sama spítala vegna verkja í baki og hálsi. fyrir alla fjölskylduna L/OQQjuDööíIlc!? PÓSTVERSLUN BÆJARHRAUN114, 220 HAFNARFJÖRÐUR Pöntunarlistinn kostar 160 kr. + póstburöargjald SÍmÍ 53900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.