Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1988, Page 40
52 T Jaröarfarir María Helgadóttir er látin. Hún fæddist á Hreimstöðum í Norðurár- dal 25. júní 1908. Foreldrar hennar voru Helga Bjarnadóttir og Helgi Árnason. Hún var 3ja yngst 16 systk- ina. Nokkurra vikna fór hún í fóstur til hjónanna Sigurborgar Sigurðar- dóttur og Jóhannesar Jónssonar í Klettstíu sem er næsti bær við Hreimstaði. Þar ólst hún upp til full- orðinsára. 1. desember 1956 giftist hún Magnúsi Þorlákssyni og áttu þau heimili sitt í Meðalholti 2. María verður jarðsett í dag, 15. ágúst, kl. 13.30 frá kapellunni í Fossvogi. Ingibjörg Thors verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i dag, 15. ágúst, kl. 13.30. Minningarathöfn um Egil Sigurðs- son, Álafossi, sem lést í Borgarspít- alanum 9. ágúst, verður haldin fimmtudaginn 18. ágúst í Lágafells- kirkju kl. 14. Jarösett verður frá Helgafellskirkju í Heigafellssveit fóstudaginn 19. ágúst kl. 14. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9 sama dag. TiJkyimingar Flóamarkaður verður í sal Hjálpræðishersins, Kirkju- stræti 2, þriðjudaginn 16. og miðvikudag- inn 17. ágúst. Opið frá kl. 10-17 báða dag- ana. Mikiö úrval af góðum fatnaði. Light Nights sýningar Sýningar ferðaleikhússins Light Nights eru í Tjamarbíói við Tjömina í Reykja- vík. Sýningarkvöld em flögur í viku, frá fimmtudegi til sunnudags. Allar sýning- amar hefjast kl. 21. Sýnt verður út ágúst- mánuð. Light Nights sýningarnar em sérstaklega færðar upp til skemmtunar og fróðleiks enskumælandi mönnum. Sumarferð kórs og safnaðar- félags Asprestakalls verður farin 14. ágúst. Lagt af stað frá Áskirkju kl. 8.30. Messað í Strandakirkju, Allar nánari upplýsingar og skráning hjá Guðrúnu í s. 37788 í síðasta lagi 7. ágúst. jánsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Eygló Rós Gísladóttir, Kolbrún Ýr Gísladóttir og Jón Kornelíus Gíslason. Á myndina vant- ar Þórð Daníel Ólafsson og Þorvarð Ól- afsson. IIÍSá I \ Tombóla Nýlega héldu nokkrir krakkar tombólu til styrktar Eþíópíusöfnun Rauða kross- ins. Þau söfnuðu alls 6,804 krónum. Á myndinni em, frá hægri: Sverrir Krist- Fréttir Ökuníðingur komst undan lögreglunni Til mikils eltingarleiks kom á milli lögreglunnar í Keflavík og ökuníð- ings á laugardagskvöldið. Um klukkan hálfellefu varð lög- reglan vör við bifreið sem ekið var á gífurlegum hraða eftir Reykjanes- brautinni. Þegar lögreglan veitti henni eftirfor jók ökumaðurinn hraðann enn frekar. Þótt lögreglan æki á 150 km hraða var hann fljótur aö stinga hana af og sinnti engum stöðvúnarmerkjum og slökkti ljós bifreiðarinnar. Það síöasta sem sást til ökumannsins var er hann beygði inn á Vatnsleysu- strandarveg, inn að Vogum. Þar náði hann að komast í felur og hefur enn ekki tekist að finna þennan óða ökumann. -RóG. Leiðsögumaðurinn slær í gegn - kjörin besta mynd ársins í Noregi Kvikmyndin Leiðsögumaðurinn hefur verið valin besta norska mynd- in sem gerð var á síðastliðnu ári. Á annan tug mynda kepptu um þennan titil en Leiðsögumaðurinn fékk litla samkeppni. Myndin hefur verið sýnd nokkra mánuði í Noregi og slær öll aðsóknarmet. Kunnugir segja að þessu meti verði seint haggað. Samkvæmt upplýsingum Jóns Ragnarssonar, forstjóra Regnbog- ans, binda Norðmenn miklar vonir við myndina og dreifmg hennar hef- ur gengið vel. 19. ágúst verður byijaö að sýna myndina í yfir 200 kvikmyndahúsum í Vestur-Þýskalandi. Þá hafa verið gerðir stórir samningar við Banda- ríkjamenn um sýningar á henni. Enn sem komið er hefur myndin aðeins verið sýnd í Noregi og á íslandi. Allt bendir sem sagt til að frændur vorir Norðmenn séu að slá í gegn í kvik- myndaiðnaðinum. -EG MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1988. Menning í Karíkatúriandi Úr Landmannalaugum. Um sýningu Guðlaugs Þórs Asgeirsson- ar á Kjarvalsstöðum. Á síðustu árum hafa fáir hérlendir myndhstarmenn gerst svo frakkir að mála fjöll og kletta. Síðan Kjar- val merkti sér aðra hveija mosa- þembu á helstu ferðmannastöðun- um hafa málarar ekki þorað fyrir sitt litla líf að nota mótív meistar- ans af ótta við að verða úthrópaðir hugmyndasnauðar hermikrákur. Guðlaugar Þór, sem nú sýnir verk Myndlist Ólafur Engilbertsson sín í Vestursal sjálfra Kjarvals- staða, hættir sér þó út á þann hála ís. Útsýnin að Lómagnúpi er löngu orðin „kitsj“ og sama má segja um Esjuna og Snæfellsjökul. Má vera að ætlan Guðlaugs sé að „leið- rétta“ hrapallegar ofsjónir meist- arns en hvað sem slíkum fyrirætl- unum líður þá hlýtur alltaf að vera fengur í nýjum sjónarhornum. Myndirnar í Kolgrafarflrði, í Landmannalaugum, Landslag (nr. 28) og Hraun og mosi eru dæmi um slíka fengi. Sjónarhornið í fyrst- töldu myndinni er svo óvenjulegt og sömuleiðis litanotkun að mynd- efnið virðist við fyrstu sýn gersam- lega úr lausu lofti gripið. Ekki bæt- ir úr skák aö fossinn fyrir miðri mynd fellur í vinkil en Guðlaugur sver fyrir að svona sé þetta í raun og veru. Á sýningu Guðlaugs er mýgrútur stílbrigða þó eins konar afundið norrænt raunsæi sé áberandi. At- hafnamaður horfir afundinn á garð sinn baðast súru regni og drunga. Ekki er þó þar með sagt að aldrei stytti upp hjá Guðlaugi Þór. Ka- ríkatúrinn er háns megintromp. Persónulegur karíkatúr er aukreit- is mjög á skjön við lungann af nú- tímahstinni. Leita þarf aftur til síð- ustu aldamóta og gaumgæfa verk síðimpressjónista á borð við Emil Nolde og James Ensor tii að finna viðlíka gálgahúmor og efnistök. Amma og sveitasíminn er shkt gálgaskopsverk. Það er eins og gamla konan sé að mótmæla því að hún og símatækið hennar verði látin daga uppi á einhverju hú- morslausu nýabstraktfæribandi. Drættir þrælskólaðra nýjungamál- ara eru gjarnan sljóir og mekan- ískir. Markmið pentskúfsins virð- ist stundum ekki annað en það að fylla upp í tómarúmið í sófasetts- höfðum markaðsmettra kunningja. Nútímalistin er alvarlegt mál. Per- sónulegt og græskulaust háð virð- ist hafa dagað uppi að mestu í takt við framfarir á ópersónulegum og alvarlegum sviðum. Upp úr alda- mótum urðu svo stórstígar fram- farir í ljósmyndatækni að hstmál- arar hrukku í kút. Þeir fóru ýmist að lofsyngja hinar vísindalegu að- ferðir með reglustikunum sínum eða að fjöldaframleiða grunn- hyggna óra meö loftburstum á eig- in aulasöngvastofum. Þó háðið sé e.t.v. ekki alveg útdautt hefur hin nærgöngula list karíkatúrsins út- vatnast og orðið að gjaldgengum söluvarningi. Vísindi anatómíunn- ar og ýkjuskáldskapurinn hafa fall- ið í skuggann af hinni markaös- hæfu hlið þessarar rótgrónu mynd- hstarhefðar. Hin húmoríska taug til landsins og náttúrunnar finnst mér mikil- vægasti þáttur þessarar sýningar. Þar á Guðlaugur ýmislegt sameig- inlegt með þeirri umhverfisvakn- ingu sem hefur orðið á síðustu árum. Munurinn þarna á mihi er þó nokkur því að umhverfissinnar hafa sjaldnast rænu á að leita uppi húmor í náttúrunni. Ólafur Engilbertsson Bílskúramir á „annarri hæð“: Verður breytt í herbeigi og bílastæði verða samsíða götunni - við eigum ekki að borga segja íbúamir „Það er allt að leysast í þessu máli. Það var ákveðið að breyta bílskúrnum í herbergi og setja bíla- stæði samsíða götunni. Þetta var þama til umræðu vegna bréfs íbú- anna og það sem þeir hafa sagt við mig eftir fundinn er það að þeir samþykki þessa lausn. Eftir á þó að ganga frá því íormlega. Við lit- um því svo á að þessu bílskúrsmáli sé lokið,“ sagði Gunngeir Péturs- son, skrifstofustjóri hjá byggingar- fulltrúa Reykjavíkurborgar. Eins og fram hefur komið i DV voru íbúar við Lágholtsveg í Reykjavík heldur óhressir með frá- gang verktaka á nýbyggingum við götuna. Sögöu þeir að rennur og frágangur væri ekki í samræmi við teikningar og aö auki væri fyrir- tækið tveimur árum á eftir með frágang á rennum, malbiki og nið- urfalh. Verst þótti þeim að gólfið í bilskúrunum var 60-80 sentímetra yfir jörðu. Skrifuðuþeir byggingar- nefnd bréf og báðu um að þetta yrði tekið fyrir. Verktakinn sagðist byggja ein- göngu eftir teikningum og mistökin væru af völdum verkfræðings fólksins eða vegna þess að hæðar- punktur fyrir bílskúrana, sem arkitekt gaf upp, var rangur. „Það er tekið gjald fyrir bílastæði og þetta er á miöborgarsvæðinu og mér skilst aö þaö sé mjög dýrt. Við viljum alls ekki þurfa að borga handvömm verktakans í þessu- máh. Fyrst átti þarna aö vera bíl- skýli, síðan bílskúr og þegar hann er ónothæíur þá er talað um skýh,“ sagði einn íbúinn við Lágholtsveg. Sami íbúi sagði að íbúamir væru að athuga hvort þeir ætluðu að fara með annað, sem þeim fmnst at- hugavert, eitthvað lengra. „Það vísar hvor á annan í þessu máh, arkitektinn og verktakinn. Það er til dæmis ágreiningur um það hvort teikningamar hafi veriö stimplaðar,“ sagði íbúinn. Gunngeir Pétursson sagði að það sem byggingamefnd gæti rekiö á eftir með að gengið yrði frá yrði gert, til aö mynda að niðurfóUin yrðu lagfærð. „Við munum fylgjast betur með þessu oghalda sambandi viö íbúanna. Einn þeirra ætlar til dæmis að'tala viö mig eftir helg- ina,“ sagði Gunngeir. -JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.