Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Qupperneq 4
4
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988.
Fréttir
Verktakastarf á Keflavlkurflugvelli:
Aðalverktakar eru ís-
lenskt feimnismál
Er bandaríski herinn á Miönes-
heiöi til að hagnast á eða er hann til
aö verja landið? Þessi spurning er
sem undirleikur við umræðuna um
framtíð verktakastarfseminnar á
Keflavíkurflugvelli og víðar um land
þar sem herinn stendur fyrir fram-
kvæmdum.
Utanríkisráherra, Steingrímur
Hermannsson, kynnti í síðustu viku
skýrslu um stöðu íslenskra aðal-
verktaka sf. í skýrslunni er gerð
grein fyrir núverandi stöðu verktaka
í Keflavíkurherstöðinni og mögulegu
framtíðarskipulagi.
Skýrslan var samin af nefnd sem
utanríkisráðherra skipaði og það
stóð upphaflega ekki til að birta hana
almenningi. Utanríkisráðherra
kynnti skýrsluna á fundi ríkisstjórn-
arinnar á þriðjudaginn í síðustu
viku. Fréttastofa Sjónvarpsins komst
yfir efni skýrslunnar og fjallaði um
hana í kvöldfréttum. Áður en vikan
var úti boðaði Steingrímur blaða-
mannafund og hóf hann með þeim
orðum að fjölmiölar fréttu einatt af
lesefni sem lagt væri fyrir ríkis-
stjórnina og því væri best að láta
skýrsluna milliliðalaust í þeirra
hendur.
Steingrímur Hermannsson er sá
ráðherra sem hvað best orð hefur á
sér fyrir að gefa fjölmiðlum greiöan
aðgang að upplýsingum. Engu að síð-
ur vakti það nokkra athygli að
skýrslan um Aðalverktaka skyldi
vera afhent fjölmiðlum í heild sinni.
Hvers vegna?
Kaltstríð
Aðalverktakar voru stofnaðir þeg-
ar kalda stríðið var í algleymingi.
Veröldinni var skipt í austur og vest-
ur, ranglát samfélög og réttlát. Sérís-
lenskar aðstæður gerðu kalda stríðið
að sumu leyti hatrammara hér á
landi en víða annars staðar.
Sjöunda maí 1951 lentu 13 banda-
rískar herflugvélar fullhlaðnar her-
mönnum á Keflavíkurflugvelli. Rík-
isstjórnir íslands og Bandaríkjanna
gerðu með sér samkomulag sem fól
í sér viðvarandi setu bandarísks her-
hðs í landinu. Bandaríkjaher og vera
hans hér á landi klauf þjóðina í
tvennt. Afstaða manna var ekki síst
byggð á tilfinningasemi þar sem ís-
lenska lýðveldið var ekki orðið tíu
ára gamalt þegar bandaríski herinn
bjó um sig á Miðnesheiði.
Fréttaljós
Páll Vilhjálmsson
Ári eftir að Kóreustyrjöldinni lauk,
1954, var gengið formlega frá stofnun
íslenskra aðalverktaka sf. Pólitísk
spenna og tortryggni hefur alla tíð
fylgt þessu fyrirtæki.
Lítið verksvit íslendinga
Eigendur Aðalverktaka eru Sam-
einaðir verktakar sem eiga helming
og samvinnufyrirtækið Reginn og
íslenska ríkið sem eiga hvort um sig
fjórðung.
Sameinaðir verktakar voru stofn-
aðir 1951 til að annast undirverk-
takastarfsemi fyrir bandaríska verk-
taka á Keflavíkurflugvelli. Iðnaðar-
menn úr Reykjavik stofnuðu Sam-
einaða verktaka og gerðu verksamn-
inga við bandarísku verktakana.
Bandarísk hemaðaryflryöld voru
full efasemda um hæfni íslendinga
til að smíða og reisa þau mannvirki
sem herinn þurfti á að halda. íslend-
ingar þekktu lítið til nútímalegra
vinnuvéla og voru óvanir stærri
verkefnum.
Bandaríkjamenn sannfærðust
samt fljótlega um að íslendingar
gætu unnið þau verk sem varð að
vinna. Sama ár og Aðalverktakar
voru stofnaðir gerðu bandarísk og
íslensk stjórnvöld með sér samning
um að íslenskir verktakar sætu einir
að verklegum framkvæmdum fyrir
herinn.
Dulbúin gjaldtaka
Aðalverktakar eru ríkasta fyrir-
tæki á íslandi. Hreinn hagnaður fyr-
irtækisins í fyrra var hálfur milljarð-
ur. í skjóh einkaréttar á hemaðar-
framkvæmdum hafa Aðalverktakar
malað eigendum sínum gull í þrjá
áratugi.
Einkaréttur Aðalverktaka er að
sumu leyti Utt dulbúin gjaldtaka af
bandaríska hernum. Ef bandaríski
herinn viU láta byggja fyrir sig hér
á landi er aðeins einn aðili sem her-
inn getur leitað til til að annast fram-
kvæmdir. Aðalverktakar eru því
ekki í neinni samkeppni eins og
venja er milU verktaka utan Miðnes-
heiðar.
Gjaldtaka af Bandaríkjaher er eitt
af feimnismálum íslenskra stjórn-
mála. Meginástæðan fyrir því er að
fylgjendur vem hersins hér á landi
skiptast í tvo hópa í afstöðu sinni.
Annars vegar eru þeir sem vilja láta
Bandaríkjamenn borga fyrir aðstöðu
sína hérlendis. Þeirra sjónarmið er
að herstööin hafi minna gildi fyrir
íslendinga en Bandaríkin. Hins veg-
ar eru það þeir sem telja herstöðina
fyrst og fremst til að veija ísland
óvinaárásum. Að þeirra mati er
gjaldtaka af hernum siðlaust athæfi.
Bandaríkjamenn hafa oft kvartað
undan miklum kostnaði við fram-
kvæmdir Aðalverktaka. Bandarísk
yfirvöld eru hins vegar í mjög erfiðri
aöstöðu sem verkkaupi. Andstaðan
við Bandaríkjaher er landlæg á ís-
landi og það torveldar bandarískum
yfirvöldum að gera kröfur um hag-
stæðari viðskipti.
Titringurinn, sem varð þegar hval-:
veiðar Islendinga voru ofarlega á
baugi, sýnir að ekki má mikið út af
bregða í samskiptum þjóðanna til að
vera hersins á KeflavíkurflugveUi
Það er bitist um milljarða þegar
framkvæmdir fyrir bandaríska her-
inn eru annars vegar og færri kom-
ast að en vilja. Myndin er frá olíu-
birgðastöðinni í Helguvík.
komist í brennidepil. Bandaríkja-
menn vilja ekki gefa færi á sér og eru
tilbúnir að fórna nokkrum dollurum
til að sleppa við umræðu sem er
skaðleg aö þeirra mati.
Stjórnkænska Aðalverktaka
Stjórnendur Aðalverktaka gerðu sér
snemma ljóst að þeir voru í forrétt-
indastöðu og áttu sér marga öfundar-
menn. Þess vegna hefur fyrirtækið
ekki staðið gegn því að aðrir verktak-
ar kæmust í KanagulUð. Þvert á
móti hafa Aðalverktakar átt frum-
kvæðið og boðið öðrum verktökum
að gerast undirverktakar, núna síð-
ast þegar hver landsfjórðungur fékk
sína ratsjárstöð.
Suðurnesjamenn fengu hlutdeild í
framkvæmdum fyrir herinn þegar
Keflavikurverktakar voru stofnaðir
árið 1957. Keflavíkurverktakar eru
hvort tveggja sjálfstæðir verktakar
og undirverktakar Aðalverktaka.
Þegar ákveðið var að byggja höfn
og olíubirgðastöð í Helguvík fengu
verktakar eins og Hagvirki, ístak og
Loftorka samning upp á nokkur
hundruð miUjóna króna.
Molarnirduga ekki
Þrátt fyrir aukna hlutdeild margra
íslenskra verktakafyrirtækja í fram-
kvæmdum fyrir herinn eru þeir
hvergi nærri ánægðir. Verktakasam-
band íslands hefur þá afstöðu að öll
verk á vegum hersins skuii boðin út
og íslenskir verktakar hafi jafna að-
stöðu til að bjóða í verkin.
í skýrslu utanríkisráðherra eru til-
lögur Verktakasambandsins reifað-
ar. Verktakasambandið viU að sett
verði á laggirnar sérstök stofnun,
innkaupastofnun varnarUðsfram-
kvæmda, sem hefði umsjón með út-
boði og framkvæmd verktakavinnu
fyrir varnarhðið.
Efþessi hugmynd yrði að veruleika
myndi hún koUvarpa því fyrirkomu-
lagi sem nú er á verktakastarfsemi á
KeflavíkurflugvelU. Eftirlit með
hemaðarframkvæmdum myndi að
miklu leyti færast frá utanríkisráöu-
neytinu til innkaupastofnunar vam-
arliðsframkvæmda. Það eitt er lík-
lega stærri biti en nokkur íslenskur
stjómmálaflokkur treysti sér fyUi-
lega tU að gleypa.
Litlar breytingar og hægar
Aðalverktakar em og verða póh-
tískt hitamál. Stjórnmálaflokkar
veigra sér við að taka eindregna af-
stöðu til verktakastarfsemi á Kefla-
víkurflugvelU. Líkur eru á að breyt-
ingar verði Utlar og hægar á þessum
þætti samskipta íslendinga og
bandaríska hersins.
I dag mælir Dagfari
Almennilegt alþýðusamband
Þaö verður ekki annað sagt um
Alþýðusambandið en að þetta séu
vinsamleg samtök og viðmótsþýð.
Nú er ríkisstjórnin búin að frysta
umsamda launahækkun fyrsta
september og hefur hafiö ítarlega
könnun á því hvemig lækka megi
launin í landinu um níu til tíu pró-
sent seinna í haust. Ríkisstjómin
kaUaði miðstjóm Alþýöusam-
bandsins á sinn fund fyrir síðustu
helgi og ráðherrarnir voru svo
himinlifandi eftir þann fund að
þeir ákváðu launafrystinguna
strax um kvöldið. Var ekki annað
að heyra af þessum fundi en mið-
stjóm ASÍ hefði kokgleypt launa-
frystinguna og samþykkt að ræða
síðan við ríkisstjómina eftir helg-
ina hvemig best væri að standa að
launalækkuninni.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, hefur ekki haft tíltakanlegar
áhyggjur af þessum ráðagerðum.
Hann hefur aðallega tjáð sig um
verðlagsmáUn og leggur á það höf-
uðáherslu að verðstöðvunin miðist
við fimmtánda ágúst en ekki tut-
tugasta og níunda ágúst og manni
finnst sjálfsagt að verða við þessum
óskum mannsins, enda ekki tíl
mikfis mælst miðað við þau elsku-
legheit að sleppa því að minnast á
launin. Ef Ásmundi er það kapps-
mál að verðstöðvun miðist við
miöjan ágústmánuð ætti það að
vera bæði ríkisstjóm og verslunum
að meinalausu enda er enginn sjá-
anlegur munur á verðhækkunum
fyrir fimmtánda og eftir fimmt-
ánda. Ef verkalýðsbarátta Alþýðu-
sambandsins snýst nú um þaö
hvort verðstöðvun skuli byija hálf-
um mánuði fyrr eða seinna þá er
sjálfsagt mál að virða það stefnu-
mál svo eitthvað sé eftir fyrir ASÍ
að státa sig af.
Stöku lapnamenn hafa verið að
ergja sig út af þessari afstöðu Al-
þýðusambandsins, segja að verka-
lýðshreyfingin verði að standa
vörð um umsamin laun og að
verkalýðsforystan geti aldrei léð
máls á því að laun lækki. En þetta
eru hjáróma raddir og tilheyra for-
tíðinni. Bjargráðanefnd ríkis-
stjórnarinnar, ríkisstjórnin sjálf og
svo auðvitað stjórnarílokkarnir
em þeirrar skoðunar að laun séu
alltof há í landinu. Þau þarf aö
lækka með niðurfærslu. Þingflokki
sjálfstæðismanna brá lítið eitt í
brún þegar niðurfærsla launa kom
inn á borðið hjá flokknum og þing-
mennirnir ákváðu að bera launa-
lækkunina undir Alþýðusamband-
ið. Það ber vott um nýtt hugarfar
og breyttar baráttuaðferðir hjá ASÍ
að miðstjórn sambandsins tók vin-
samlega í niðurfærsluhugmynd-
irnar og samþykkti að ræða málið
áfram. Miðstjórnin hefur skilning
á því aö með breyttum tímum koma
breytt viðhorf í verkalýðsbarát-
tunni.
Nú er ekki lengur slegist um það
að fá hækkuð laun heldur um hitt
hvemig best verði staðið að lækk-
un launa. Þetta viðfangsefni er nú
rætt af miklum móði í stjórnarráð-
inu og miðstjórn ASÍ hefur ein-
dregið mælst til þess að fá að taka
þátt í þeim viðræðum. Þetta stafar-
auðvitað.af því að bæði stjórn-
málaflokkum og verkalýðsforingj-
um er ljóst að kjaraskerðing er
óhjákvæmileg og tímaskekkja aö
heimta bætt kjör undir slíkum
kringumstæðum.
Almenningur á íslandi hefur það
of gott, laun eru allt of há, einka-
neysla of mikil og launþegar hafa
ekki efni á að fá alla þá peninga sem
verið er að borga þeim. Um þetta
eru allir málsmetandi menn sam-
mála og miðstjórn Alþýðusam-
bandsins vill líka láta líta á sig sem
málsmetandi menn og getur ekki
verið þekkt fyrir annað en að taka
ábyrga afstöðu til kjaraskeröingar-
innar. Það er launþegum fyrir
bestu að launalækkunin komi sem
fyrst, höggið verði nógu fast, sem
verkafólkið fái í skallann, til að það
skilji í eitt skipti fyrir öll að lífskjör-
in verða að versna til að þjóöin nái
sér á strik.
Það er slæmt fyrir þjóðina ef fólk-
ið hefur það of gott og það er einn-
ig slæmt fyrir verkalýðshreyfing-
una ef launþegar hafa það of gott.
Hin góðu kjör hafa leitt til þess að
Alþýðusambandið getur ekki leng-
ur barist fyrir bættum kjörum og
verður þess vegna aö berjast fyrir
versnandi kjörum til að hægt sé aö
berjast seinna fyrir bættum kjör-
um. Þetta skilja allir, einnig mið-
stjórn Alþýðusambandsins. Þess
vegna er hún svona almennileg.
Dagfari