Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Side 7
7 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. Neyslulán: Raunvexb'r á íslandi ekki hærri en erlendis .JRaunvextir hérlendis eru nú orönir nokkuð hærri en sam- bærilegir vextir erlendis, þó tæp- lega á neyslulánum einstakl- inga,“ er meginniðurstaða sam- anburðar Seðlabankans á raun- vöxtum á íslandi og í nágranrta- löndunum. í skýrslu Seðlabankans kemur fram að raungildi kjörvaxta, það er bestu vaxtakjara á markaðin- um, séu erlendis á bilinu 5 til 6 prósent. Þvi fer fjarri að allir hafi aðgang að fjármagni með þessum kjörum. Eðlilegur vaxta- munur á bestu kjörum og al- mennum kjörum er um 2 til 4 prósent. Raunvextir erlendis eru því um 7 til 10 prósent á almenn- um lánum. Raunvextir á íslandi eru hins vegar á bilinu 9 til 15 prósent á almennum útlánum. Raunvextir á lánum til atvinnu- fyrirtækja eru því um 30 til 50 prósent hærri hér. Hins vegar pjóta einstaklingar ekki verri kjara hér en erlendis samkvæmt skýrslu Seðlabankans. -gse Mikill skortur á húsnæði og vinnuafli Siguiján J- Sgurðsson, DV, ísafirði: Gott atvinnuástand er á Tálkna- firði um þessar mundir. Mjög vel hefur fiskast á dragnót og eru bát- arnir Jón Júlí og María Júlía að verða búnir með sinn kvóta. Togar- inn og smærri bátarnir hafa einnig fiskað vel. í öðrum greinum atvinnu- lífsins hefur einnig verið næg vinna. Mikið hefur verið um aðkomufólk í vinnu á staðnum og munar þar mest um útlendingana sem hafa ver- ið að meöaltali um 30. Þegar mest var voru þeir 50 talsins sem svarar til að 12% íbúa hafi verið útlendingar en íbúar á Tálknafirði eru 390. Út- lendingamir koma víðs vegar að úr heiminum, s.s. frá Nýja Sjálandi, Suöur-Afríku, ísrael, Englandi og Skotlandi en megnið er frá Svíþjóð. Brynjólfur Gíslason, sveitarstjóri á Tálknafiröi, sagði í samtali við DV að þrátt fyrir að mikið væri af er- lendu vinnuafli á staðnum vantaði mikið af fólki í vinnu í allar atvinnu- greinar. „Gallinn er bara sá að leiguhús- næði er ekki fyrir hendi hér á staðn- um. Því lítum við kaupleigukerfið hýru auga og ef viö fáum úthlutun þar, sem við höfum góða von um, þá munum við byggja tvær íbúðir fyrir árslok, þ.e.a.s. ef við fáum mannskap til verksins." Gísli á Gnind gaf föUuðum Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, gaf íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík 100 þúsund krónur. Gjöfin er gefin í tilefni siglingar félaga í íþróttafélagi fatlaðra niður Hvítá fyrr í þessum mánuði. í fyrra gaf Gísli Sigurbjömsson sömu aðilum 150 þúsund krónur. Sú gjöf var gefin vegna siglingar í Hvítá sem farin var þá. Fjársöfnun iþróttafélags fatlaðra í sumar gekk ekki vel. Auk gjafar Gísla hafa safnast um 50 þúsund krónur. -sme Fréttir Enn ríkir hættuástand á Ólafsfirði: svörðurinn á vatní - segir Guðbjöm Amgrímsson fréttafulltrúi Ólafsfirðingar eiga mörg handtök eftir við hreinsun bæjarins. Á myndinni má sjá húsagarð. Þar var áður fallegur og vel hirtur garður. Viða hefur allt að tuttuga ára starf fólksins sópast burt. DV-mynd Gréta Sörensen „Menn, sem fóru í hlíðina, segja að það sé eins og svörðurinn fljóti á vatni. Það er greinilega mjög mikið vatn í hlíðinni. Þetta líkist því að ganga á blautum svampi. Hlíðin er öll á hreyfingu," sagði Guðbjörn Amgrímsson, fréttafulltrúi Ólafs- firðinga. „Það er alltaf að koma meira og meira tjón í ljós. "00100 skiptir tugum ef ekki á annað hundraö milljónum króna. Tryggingafélögin hafa verið að taka á móti tilkynningum frá fólki sem orðið hefur fyrir tjóni. Það er ekki komið í Ijós enn hversu háar upphæðir það verða. í rigningunni í gær jókst vatnsmagnið í bænum mikið. Það er vatn á mörgum götum. Stöðuvatn er í miðjum bænum. Það nær frá Tjamarborg að elliheimil- inu. Vatnið er sennilega sjö til átta hundruð metra langt. Sloppið við skriðuföll „Við höfum sloppið við frekari skriðufóll. Hættuástandi hefur þó ekki verið aflétt. Það era hverfandi líkur á að fólk sofi í húsunum í brekkunni í nótt. Það er búið að setja fyrir glugga og hurðir húsanna. Við grófum skurði til aö veita vatninu frá, bæði sunnan og norðan við bæ- inn. Það virðist hafa dugað, hvað sem verður. Fáir í vinnu „Það er reynt að halda úti vinnu í frystihúsunum. Það em samt fáir sem mæta. Björgunarsveitarmenn og aðrir sjálfboðaliöar hafa unnið hörðum höndum við björgunar-, hreinsunar- og forvarnarstörf. Sam- kvæmt veðurspá eigum við ekki von á rigningu aftur fyrr en aðfaranótt fimmtudags. Það hefur litið heyrst af starfs- mönnum Óslax. Það er vegasam- bandslaust til þeirra. Þeir eru að reyna að bjarga því sem bjargað verður. Þeir vita ekki ennþá hvernig hefur tekist. Þeir geta bara ekki gert sér grein fyrir ástandinu. Vatnið er það gruggugt. Þeir verða að vona að súrefni sé í því. Starfsmennirnir hafa staðið í þessu linnulítiö frá því á laugardag. Það má segja að þeir hafi varla farið úr fötunum allan þennan tíma. Skriða við skriðu í Múlanum Það gekk maöur Múlann í gær. Hann sagði að frá þeim staö sem veg- urinn er ystur og hingaö í bæinn, sem er sex til átta kílómetra leið, sé skriða við skriðu. Það er því greini- lega mikið verk sem bíður okkar þar. Þar sem gatið á göngunum á að vera hefur verið mikið um hrun. 50 tonna grafa, sem er fjórir metrar á hæð, er nærri í kafi. Það rétt sést í þakið á henni. Það er ógemingur vegna stöðugs hruns að fara til að athuga hversu mikið tjón hefur orðiö þar. Á laugardag á Leiftur að spila við KR. Það verður líklega sundknatt- leikur. Fótboltavöllurinn er undir vatni. Hann hefur eflaust skemmst eitthvað en hversu mikið er ekki vit- aö. Okkur er sama þótt leiknum verði frestaö. Okkur er sama hvað dagurinn heitir þegar við vinnum KR-ingana,“ sagði Guðbjöm Arn- grímsson. -sme Yfirvinnuþak hjá Ríkisspítulunum: Vandi vinnustaða verði leystur í dagvinnu „Við erum með meira aðhald í fólk væri málið ekki svo einfalt þar ekki unnið nema hlutastarf. Yrði því hvetju sinni. gangi núna en að undanfórnu hvað sem þaö gæti af ýmsum ástæðum reynt að taka tillit til aðstæðna -hlh varðar yfirvinnu starfsfólks. Við er- um að reyna að fá fólk, sem er í hluta- vinnu eða hálfu starfi, til að auka við sig störf. Það hefur verið allt of mik- ið um það á sumum vinnustöðum innan Ríksspítalanna að fólk sé í hálfu starfi og vinni síðan mikla yfir- vinnu. Við vinnum að því að vandi hvers vinnustaðar verði leystur í dagvinnu í stað eftirvinnu,“ sagði Davíð Gunnarsson, forstjóri Ríkis- spítalanna, þegar DV spurði hann hvort sett hefði verið þak á yfirvinnu fijá spítulunum. Davíð sagði að yfirvinnugreiðslur Ríkisspítalanna hefðu aukist mjög mikið í fyrra og héldu menn að um tímabundna aukningu væri að ræða vegna breytinga á greiðslufyrir- komulagi skatta. Svo reyndist ekki vera og hafa yfirvinnugreiðslur auk- ist enn meir í ár. „Við höfum sett þak á það hversu mikið er greitt af yfirvinnu til fólks í hlutastarfi. Með yfirvinnugreiðsl- um umfram sett þak verður að fylgja fullnægjandi skýring frá yfirmanni viðkomandi starfsmanns ef hún á að greiðast út. Samkvæmt fjárlögum megum við ekki greiða nema ákveðið hlutfall launa sem yfirvinnugreiðsl- ur. Við höfum farið fram úr settum ramma og erum að reyna að veita aöhald í samræmi við það.“ INNtAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2.FLB1985 Hinn 10. september 1988 er sjötti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 6 verður frá og með 10. september nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.001,70_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. mars 1988 til 10. september 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 2254 hinn 1. september 1988. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 6 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. september 1988. Reykjavík, 31. ágúst 1988 SEÐLABANKIÍSLANDS Davíð tók fram að fyrir sumt starfs-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.