Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988.
19
Sviðsljós
George Bush, varaforseti Banda-
ríkjanna og forsetaefni repúblikana,
varð öskuvondur þegar gefið var í
skyn í síðustu viku að hann væri
kynþáttahatari. Bush mun hafa talað
um þijú mexíkönsk-bandarísk
bamaböm sín sem „þau litlu
brúnu“.
„Þessi bamaböm mín em mitt stolt
og yndi og þegar ég segi stolt þá
meina ég það. Ég særði þau ekki með
ummælum mínum og ef þau era
særð vegna mistúlkunar þá er slíkt
ekki réttlátt," sagði hann þegar þetta
umræðuefrti kom til táls á blaöa-
mannafundi. Spumingin kom upp
af því að þegar Bush kynnti bama-
börn sín fyrir Reagan forseta heyrð-
ist hann segja: „Þetta era krakkar
Jebries frá Flórída - þau litlu
brúnu.“ Sonur Bush og tengdadóttir,
Columba, sem er mexíkönsk-banda-
rísk, eiga þrjú lítil böm.
Þessi athugasemd olli miklu flóði
ummæla meðal repúblikana sem
voru samankomnir á flokksþinginu.
Atkvæði spænskumælandi fólks í
Bandaríkjunum geta ráðið úrslitum
þegar Bush háir baráttu sína við
Dukakis í nóvember. Þeir sem era
spænskumælandi og aðrir minni-
hlutahópar kæra sig lítt um að til
þeirra sé vitnað eftir litarhætti.
Hjartað þekkir aðeins
stolt og kærleika
Varaforsetinn, sem kallaði saman
blaðamannafund til að kynna vara-
forsetaefni sitt, Dan Quayle, sagði að
það hefði fokið í sig út af viðbrögðun-
um við ummælum sínum. „Eg vil
ekki sjá bömin særð. Sérhver sem
hefur nokkum tíma feröast með mér
eða þekkir hugsunarhátt Bushfjöl-
skyldunnar þekkir ekki aðeins við-
kvæmni mína heldur líka ást mína á
þessum bömum. Og mér finnst
móðgandi þegar gefið er í skyn að
athugasemd mín, sem sögö var af
stolti, hafi verið eitthvað annað.
Þetta er fjölskylda mín og ég vil
vernda hana. Þetta hjarta þekkir
ekkert annað en stolt á þessum
þremur bömum og kærleika. Þið
munuð sjá þau fylgja mér hvert fót-
mál,“ sagði Bush.
Dukakis hefur forskot á Bush með-
al spænskumælandi kjósenda. Hann
var um tíma sjálfboðaliði í Róm-
önsku Ameríku og talar þar af leið-
andi reiprennandi spönsku. Bush
sagði í blaðaviðtali í síðasta mánuði:
„Michael Dukakis talar spænsku. Ég
vildi óska að ég gerði það. En ég á
þrjú bamaböm sem era hálfmexík-
önsk og blóð mitt rennur í æðum
þeirra.“
George Bush hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni vegna ummæla hans um
hálfmexíkönsku barnabörnin sin.
Knut þarf ekki lengur að eyða öllum sínum tima aleinn innl á herbergi.
Hann hefur fengið sjónina aftur og nýtur nú Iffsins.
Fékk sjónina aftur
eftir hálfa öld
Þaö varð mikil breyting í lífi Knut
Andresen á dögunum. Knut er
þroskaheftur norskur maður og hef-
ur veriö blindur í hálfa öld, eða frá
því hann var tólf ára gamall.
Hann hefur lifaö í myrkri og því
lítið sem engan þátt tekið í félags-
starfi eöa verið manna á meðal.
Mestan hluta ævi sinnar hefur hann
dúsaö einn inni á herberginu sínu
og beöið þess aö dagurinn liöi. En svo
gerðist kraftaverkið.
Knut var aö fara á klósettið er hann
datt og rak höfuöið harkalega í kló-
settkassann. Þegar hann reis á fætur
hafði hann fengiö sjónina. Hann
trúði vart sínum eigin augum. Föst-
um skrefum gekk hann inn í matsal
dvalarheimilisins sem hann býr á,
fékk sér morgunverð og settist við
borð.
Starfsfólk heimilisins var aö von-
um agndofa yfir því sem gerst hafði
og tók þaö það góðan tíma aö átta sig
á þessu kraftaverki.
En Knut nýtur nú lífsins - og birt-
unnar. Það fyrsta sem hann geröi var
aö heimsæKja aldraöa móður sína
sem býr á elliheimili. Það var lítiö
mál fyrir hann að þekkja hana þótt
hann heföi ekki séö hana í fimmtíu
ár. Og dömurnar lætur hann auðvit-
að ekki í friði. Hann er sagður feikna
hrifinn af kvenpeningnum sem arkar
um stræti Oslóborgar og á það víst
til að klípa þær sætustu. Sjónvarps-
sjúklingur er hann á góðri leiö meö
að verða og flottir bílar eiga hug hans
allan.
Með sanni má segja aö þetta fall
og höfuöhögg hafi veriö þaö bésta
sem hent hefur Knut á ævinni.
Símsvari
sem spjallar
Svo getur fariö aö innan tólf ára geti fólk komlö helm úr vlnnunni,
kveikt á sjónvarpinu og horft aöeins á það sem það langar til aö horfa á
og hefur garaan af. Þetta verður hægt meö tölvu sem getur tekiö upp og
vallð úr efni nieðan alllr eru viös fjarrl þvf að hún veit hver smekkur
eiganda hennar er.
Einnig verður hægt að kaupa símsvara sem getur haldið uppi samræð-
um viö þá sem hringja, pantaö viötalstíma og skipulagt ferðalög, alveg
af sjálfu 6ér.
Þessi tæki eru aöeins tvö af fjöldamörgum öðrum sem er verið að þróa
viö Massachusetts Institute of Tecnhology. Líklegt er að þau verði komln
á almennan markaö ínnan tólf ára.
Bretland:
Nýtt slúðurblað
Nýtt slúðurblaö hellti sér á full-
um krafti út í baráttuna um breska
lesendur í síðustu viku. Var fyrsta
tölublaðið fullt af glænýjum kjafta-
sögum hvaöanæva úr heiminum
og blaðið lofar að hafa myndir af
þremur nöktum stúlkum í hverju
tölublaði.
The Sport, eins og blaö þetta
nefnist, hefur aðsetur í Manchester
en helstu keppinautar þess hafa
höfuöstöðvar í London. Réöst blaö-
ið til atlögu við markaðinn með
forsíðufrétt frá Mexíkó og var fyr-
irsögnin: „Eiginmaðurinn boröaö-
ur lifandi! - Eiginkonan gaf honum
blóðsugur í kvöldmat."
Á innsíöum blaösins gátu lesend-
ur velt sér upp úr svæsinni sögu
um eldheitt og leynilegt ástarævin-
týri milli Elvis Presley og Marilyn
Monroe og í opnu var stór nektar-
mynd af konu sem blaöið hélt fram
að væri eiginkona eins þingmanns
þeirra.
Aöstoöarritstjórinn, Andy Car-
son, sagöi aö Sport hefði verið gefið
út í yfir 700.000 eintökum í fyrsta
skipti. Til aö byrja með verður
blaðiö aöeins gefið út á miðviku-
dögum en vonast er til aö í apríl
muni þaö koma út daglega.
Hin rótgrónu slúöurblöö í Lon-
don, sem er dreift 1 milljónum ein-
taka, komu sjálf meö nokkrar
óvenjulegar fréttir til að fagna sam-
keppni nýliöans.
Sprengjuflugvél lenti á
tunglinu
The Sun, sem var fyrst til að nota
naktar fyrirsætur er þekktar urðu
undir nafninu „blaðsíðu 3“ stúlkur,
notaði sína stærstu stærð af stöfum
á forsíöufréttina sem fjallaði um
stúlku sem á við offitu aö stríða:
„Mannlegur svampur! - Hún
drekkur 10 lítra af vatni á dag og
bætti á sig 76 kílóum á einu ári.“
The Sport, sem notast viö bar-
áttuorðin „Beijumst fyrir þig, beij-
umst fyrir Bretland", er aíkvæmi
The Sunday Sport sem hefur birt
sögur um sprengjuflugvél sem lenti
á hinum myrka hluta tunglsins í
síöari heimstyijöldinni og um konu
sem hefur gleypt tvo fljúgandi
diska.
Ritstjóri blaðsins, Peter Grims-
ditch, neitaði þeim ásökunum í
sjónvarpsviötali aö blaðiö blandaöi
saman sannleika og vísindaskáld-
skap, þó aö hann trúi sjálfur ekki
mörgum sögunum.
„Við eram fyrst og fremst að
skemmta fólki,“ sagöi hann. „Þetta
er ekki óheiöarleg blaöamennska -
við prentum þaö sem fólk segir að
hafi komið fyrir þaö.“
Þrátt fyrir vaxandi óánægju og
mótmæli vegna nektarmynda í
dagblöðum lofar Sport að hafa að
minnsta kosti myndir af þremur
topplausum fuglum (stúlkum) í
hverri viku.
Ktratóví&k.'
;; _ íZi'i ■
Í&T vkf öatt* Íflr0riíph
8TZfr-Jr'Z'St
Ólyginn
sagði. . .
Yoko Ono
segir að í fyrstu eftir dauða Johns
Lennon hafi hún átt í erfiðleikum
með að umgangast son þeirra,
Sean, sem þá var fimm ára. Segir
hún hann hafa minnt sig svo gíf-
urlega á John að hún hafi brostið
í grát bara við það að horfa á
bamið. Nú, átta áram síðar, hef-
ur hún jafnað sig nokkuö vel á
láti manns síns og er samband
mæðginanna mjög sérstakt og
óvenju náið. Margir gagnrýna
Yoko fyrir að vera alltof mikiö
með stráknum og aö hún skuli
taka hann með sér alltaf og hvert
sem hún fer.
Stefanía
af Mónakó
tók pabba gamla fram yfir kær-
astann, Mario Oliver. Eins og
heimurinn veit var Rainier fursti
fjarska mikið á móti sambandi
hennar við næturklúbbaeigand-
ann og var með alls kyns hótanir
í garð Stefaníu ef hún sliti ekki
sambandinu við hann. Þau tvö
ár sem Stefanía og Mario voru
saman vildi Rainier aldrei svo
mikið sem hitta manninn. Ste-
fanía hefur metið meira aö sam-
bandið við pabbann héldist gott
enda er mikið í húfi fyrir hana
að svo sé, bæöi fjárhagslega sem
persónulega. Hún var heldur
ekkert lengi að finna sér aðra
„fylgju“ en nýjasti kærastinn er
tónlistarmaöurinn Ron Bloom.
Rainier ku ekki vera búinn að
dæma þann piltinn.
Shepard
vill að litlu tvíburarnir sínir fá
aðeins þaö besta. Stundum er tal-
að um aö böm fæðist með silfur-
skeið í munninum en tvíburamir
hennar vora látnir veiyast gull-
skeiöum eins fljótt og auöið var.
Cybill keypti rándýrar gullskeiö-
ar handa börnunum og lét grafa
nöfnin þeirra á skeiðarnar. Hún
vildi að þegar þeir fengju sína
fyrstu máltíð eftir bijóstafæðið
yröi maturinn boröaöur með því
finasta sem til væri.