Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Qupperneq 20
20
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988.
Iþróttir
i
- alls 32 keppendur
Sex Islenskir sundmenn verða
meðal þátttakenda á ólympíu-
leikunum í Seoul í haust. Ólymp-
íunefnd íslands hefur tekið þá
ákvörðun að senda Ragnar Guð-
mundsson, Bryndísi Ólafsdóttur
og Arnþór Ragnarsson á leikana
þótt þau hafl ekki náð tilsettum
lágmörkura.
Eðvarð Þór Eðvarðsson, Ragn-
heiður Runólfsdóttir og Magnús
Már Ólafsson höfðu náð lágmörk-
unum og Sundsamband Islands
mælti með að þau færu ásamt
Ragnari sem var örskaramt frá
lágmarki. Nokkuð vantaði hins-
vegar upp á að Bryndís og Am-
þórs næðu sínum viðmiðunar-
tölum.
Þar með liggur loksins fyrir
endanlegur fjöldi íslenskra
íþróttamanna sem keppir í Seoul
en þeir veröa 32 talsins. Þar af
15 handboltamenn, 7 frjáls-
íþróttamenn, 6 sundmenn, 2 júdó-
menn og 2 siglingamenn. -VS
Vætutið á ÓJafsftröi:
Völlur
Leifturs
á kafi
I kjölfar mikilla rigninga á Ól-
afsfirði undanfama daga fór
knattspyrnuvöllur Leifturs-
manna á bólakaf. Leiftursmenn
glíma nú við ’/iðkvæma stöðu í
1. deildinni í knattspyrau og
mega ekki við því að knatt-
spymuvöllur þeirra hverfl undir
vatn.
„ Ástandið hefur batnaö nokk-
uð síðustu dagana en ennþá er
einn fjóröi hluti vallarins undir
vatni. Völlurinn er mjög fljótur
að jafna sig. Ef hann hangir þurr
næstu daga ættum við að geta
leikið hér gegn KR á laugardag-
inn. Við treystum á veðurguð-
ina,“ sagði Þorsteinn Þorvalds-
son, formaður knattspyrnudeild-
arLeifturs, í samtali við DV í gær.
Ólafsfirðingar treysta sem sagt
á veöurguðina en ef áframhaid-
andi rigningar verða á Ólafsfirði
næstu daga má fastlega reikna
með því aö leik Leifturs og KR
verði frestaö. -SK
UrsJKakeppni 4. deildar:
Dýrmætt
stig Hver-
- náðu jöfnu gegn SR
Skotfélag Reykjavíkur geröi 1-1
jafntefli við Hveragerði í úrslita-
keppni 4. deildar á gervigrasinu
í Laugardal i gærkvöldi. Ólafur
Jósefsson náði forystunni fyrir
Hvergerðinga en undir lok leilcs-
ins jafnaöi Hrafn Loftsson metin
fyrir Skotfélagsmenn.
Eftir þessi úrslit em Hvergerð-
ingar meö 4 stig en Skotfélags-
menn liafa aöeins hlotið eitt stig
og þurfa að sigra Badmintonfélag
ísafiaröar til aö eiga möguleika á
sæti i 3. deild. Badmintonfélagiö
er aö öllura líkindum búiö aö
tryggja sér sæti i 3. deild og Hver-
geröingar standa einnig vel aö
vigL -RR
HM-leikur íslands og Sovétríkjanna á LaugardalsveUinum kl. 18 í dag:
Mikilvægt að byrja vel
- voná að Sovétmenn þurfi að hugsa mikið um vamarleik, segir Sigfried Held
„Það er þýðingarmikið að byrja vel
í þessari heimsmeistarakeppni og
eitt eða tvö stig gegn Sovétmönnum
væri mjög gott fyrir liðsandann og
framhaldið hjá okkur í keppninni,“
sagði Sigfried Held, landsliðsþjálfari
íslands, þegar DV ræddi við hann í
gær um stórleikinn sem hefst á Laug-
ardalsvellinum kl. 18 í dag.
„En úrslitin í þessum leik gera þó
ekki útslagið um hve langt við náum.
Við gætum unnið Sovétmenn og
samt lent í neðsta sæti og gætum líka
náð langt þótt við töpum fyrir þeim.
íslenska hðið þarf að verjast vel í
þessum leik og trufla sóknaraðgerðir
Sovétmanna frammi á vellinum. Síð-
an vonast ég eftir því að við verðum
sem mest með boltann þannig að
þeir sovésku verði að hugsa mikið
um eigin varnarleik. íslenska hðið
verður aö leika af skynsemi, beita
snöggum skyndisóknum þegar
möguleikinn gefst en annars að
byggja upp sóknir á yfirvegaðan hátt.
Það er ekki spurning að hð Sovét-
manna er eitt þeirra fimm bestu í
heiminum í dag. í úrslitaleik Evrópu-
keppninnar gegn Hollendingum í
sumar hefðu þeir alveg eins getað
sigrað, fengu færin til þess en höföu
ekki heppnina með sér,“ sagði Held.
Liðið kynnt í gær
Held tilkynnti í gær hvaða leik-
menn hæfu leikinn í dag en það eru
nákvæmlega þeir sömu sem DV
leiddi getum að í gær. Bjarni Sigurðs-
son, Guðni Bergsson, Sævar Jóns-
son, Atli Eðvaldsson, Ólafur Þórðar-
son, Gunnar Gíslason, Sigurður
Jónsson, Pétur Ormslev, Ásgeir Sig-
urvinsson, Sigurður Grétarsson og
Arnór Guðjohnsen. Varamenn eru
Friðrik Friðriksson, Guðmundur
Torfason, Ómar Torfason, Pétur
Arnþórsson og Viðar Þorkelsson.
„Þetta er sterkasti hópur sem hefur
leikið undir minni sfióm og það sést
best á því hve góðir og reyndir leik-
menn sifia á varamannabekknum.
Það er gott að hafa þá innan handar,
venjulega þarf maður á fleiri en 11
leikmönnum að halda í leik,“ sagði
Sigfried Held.
Vörnin ekki í teljandi vand-
ræðum síðast
„Síðast þegar við lékum við Sovét-
menn, í Simferopol í fyrrahaust, átt-
um við ekki í miklum vandræðum
með að halda aftur af sóknarmönn-
um þeirra,“ sagði Guðni Bergsson,
aftasti maður í vörn íslenska liðsins.
„Þeir fengu engin afgerandi færi í
þeim leik og skoruðu tvö frekar ódýr
mörk. Ég er hvergi banginn fyrir
leikinn, viö erum með sterkan hóp
og ég vona bara að áhorfendur fiöl-
menni og stemmningin verði í góðu
lagi,“ sagði Guöni.
Baráttan númer eitt
„Við þurfum aö berjast mjög vel
sem ein heild og koma Rússunum
úr jafnvægi með því að taka fast á
móti þeim úti á vellinum," sagði Ar-
nór Guðjohnsen, sem leikur í fram-
línu íslenska liðsins í dag.
„Ég á von því að þeir reyni að keyra
upp hraðann og setja meiri pressu á
okkur en síðast þegar við mættum
þeim hérna á Laugardalsvellinum,“
sagði Arnór, sem skoraði einmitt
gegn Sovétmönnum þegar hðin
gerðu jafnteíli, 1-1, í Evrópukeppn-
inni í Laugardalnum haustið 1986.
-VS
DV kynnir
íslensku
OL-farana
Nafn: Gunnlaugiu-
Jónasson.
Fæðingardagur/ár:
9. april 1962.
Hæð: 1,70 m.
Þyngd: 60 kg.
Félag:
Siglingafélagið Ýmir.
Nafn: íslcifur Patrick Friðriksst m.
Fœðingardagur/ái 30. júli 1956. Hæð: 1,80. Þyngd: 73 kg.
Félag: Siglingafélagið Ýr nir.
Það er góður
hugur í mér
Siglum vel í
hvassviðri
„Það er góður hugur í mér varð-
andi ólympíuleikana en ég á von
á því að þetta verði erfið keppni.
Þaö er rætt um að þarna blási
mikið og þá er alltaf meiri áhætta
í siglingunni. Það er ekki óal-
gengt að mastur bogni eða brotni
í rokinu enda er stundum sagt í
gamni að ef hlutirnir brotna ekki
á seglbátnum þá séu þeir einfald-
lega of þungir."
Þetta segir ólympíufarinn
Gunnlaugur Jónasson sem hélt
utan til Seoul í dag ásamt félaga
sínum, ísleifi Friðrikssyni.
Þeir hafa æft af miklum krafti
síðasta árið og náð jákvæðum
árangri í keppni í sumar:
„Það hefur verið stígandi í
þessu hjá okkur í sumar þótt viö
höfum óneitanlega orðiö fyrir
vissum áföllum í keppni. Núna
eigum við þó að vera komnir yfir
þau atriði sem hafa haldið aftur
af okkur síðustu vikur og mán-
uði.“
Þeir félagar, Gunnlaugur og
ísleifur, skipta með sér verkum á
seglbátnum sem er fisléttur og
losar aðeins hundrað kíló. ísleif-
ur er jafnan í svonefndri rólu -
þ.e. hann hangir út yfir borö-
stokkinn og spymir við fótum í
lunninguna til að vinna gegn
ágangi vindsins. Gunnlaugur sit-
ur hins vegar nær stjómvelinum
en teygir sig þó gjarnan út yfir
borðstokkinn til að vinna gegn
strekkingnum á svipaðan hátt og
ísleifur.
„Á leikunum stefnum við að því
að gera okkar besta... og aðeins
meira.. „eins og þeir segja,“
sagðí Gunnlaugur í spjallinu við
DV.
„Viö félagarnir höfum vissu-
lega ákveðnar væntingar varö-
andi þessa leika en látum þær
ekki uppi heldur höldum þeim
fyrir okkur sjálfá.“
Þess má geta aö Gunnlaugur
hefur hlotiö sína eldskírn á
ólympíuleikum en hann sigldi í
Los Angeles áriö 1984. Þá hreppti
hann fremur óhagstæöa vinda og
varð ásamt félaga sínum, Jóni
Ólafi Péturssyni, í 23. sæti af 28
keppendum.
„Eg ætla rétt að vona að við
ísleifur verðum ofar. Við emm
nokkuð jafnir á vind en þó bestir
í mjög hvössu," sagði Gunnlaug-
ur sem var að gera „sjóklárt" í
gær fyrir hina löngu ferð til Suð-
ur-Kóreu.
-JÖG
„Þetta er fmmraun mín á ólymp-
íuleikum og ég get ekki neitað því
að ég er mjög spenntur. Það er
mjög ánægjulegt aö fá að keppa á
sjálfum ólympíuleikunum áður
en ferillinn er úti.“
Þetta segir ísleifur Friðriksson,
annar tveggja siglingamanna
sem héldu utan til Seoul í dag,
en þeir siglingamenn fara fyrir
hópi íslenskra ólympíufara aö
þessu sinni.
ísleifur hefur lagt hart að sér á
þessu ári til að standa sig í einni
erfiðustu siglingakeppni sem háð
er. Hann hætti vinnu fyrir tæpu
ári og hefur síðan þá stundað
æfingar og keppni bæði hérlendis
og erlendis.
Hæst hefur ísleifur komist í
annað sæti á móti erlendis á þess-
um tíma ásamt félaga sínum,
Gunnlaugi Jónassyni. Þeir fóst-
bræður hafa hins vegar unnið öll
þau mót hér heima sem þeir hafa
tekið þátt í.
„Við höfum verið að keppa við
aðalkeppinautana á þessum er-
lendu mótum og þurfum ekkert
að skammast okkar fyrir árang-
urinn. Á sjálfum ólympíuleikun-
um eru vitanlega margir óvissu-
þættir og við getum nefnt þau
atriði er varða vind og öldulag.
Við Gunnlaugur siglum til
dæmis mjög vel í hvassviðri en
verr í litlum byr. Þar ræður
þyngdin miklu en við erum
þyngri en margir mótherjar okk-
ar. Af þeim sökum náum viö ekki
alltaf nægjanlegum hraöa þegar
lítið blæs,“ segir ísleifur.
Þess má geta aö ísleifur meidd-
■ ist alvarlega á dögunum en hann
reif þá hðbönd á ökkla. Mikið
mæðir á siglingamönnum í
keppni en í spjallinu við DV sagði
ísleifur að meiðslin hefðu engin
áhrif á framgang þeirra Gunn-
laugs á leikunum:
„Ég hef enga trú á því að
meiðslin hafi áhrif á framgöngu
okkar. Ég beiti vissulega fótunum
mjög mikið í keppni en stíg aldrei
í báöar lappir samtímis þegar ég
þarf að stjórna bátnum," segir
Isleifur sem er bjartsýnn á góðan
árangur þrátt fyrir þetta áfall sitt.
-JÖG