Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988. 29 Dallas í Póllandi Pólverjum þótti lítiö til koma er þeir sáu fyrsta þáttinn af Dallas. Þann 31. júlí fengu Pólverjar smjörþefmn af efnishyggjuveröld Dallas þegar ríkissjónvarpið þar í landi hóf aö sýna þættina. En þeim PólverjUm, sem sáu fyrsta þáttinn, fannst ekki mikið koma til hins slæga J.R. með kúrekahattinn og hinna ol- íurisanna þar sem þeir brugguðu ráö sín á pólsku. (Pólskir leikarar léðu hinum bandarísku kollegum raddir sínar). Ungur Pólverji sagði aö þó að sú mynd sem Dallas sýndi væri langt frá þeim raunveruleika sem hann lifði hefði hann hvorki oröið undrandi né þótt mikið til þáttarins koma. Þess má svo geta að vestrænir sjón- varpsmyndaflokkar eru orðnir nokkuð algengir í hinu kommúnísk^ sjónvarpi í Póllandi. Sviðsljós Kann ekki við konung- Eiginkonan sættir sig við skilnaðinn við Bruce Ólyginn sagði. . . ^ linda Evans er nú hætt með Richard Cohen sem hefur verið hennar fylgi- sveinn um þónokkurn tíma. Aö sögn kunnugra gekk mikið á í þessu sambandi undir það síðasta og var eina lausnin að slíta sam- bandinu. Sagt er að lætin, sem þau gengu í gegnum, hefðu sómt sér vel sem efniviður í hvaða Dynasty-þætti sem væri. Linda, sem hefur mikið talað um hve heitt hún þrái að eignast barn, sér nú fram á að þurfa að finna sér nýjan karl til þess að draumur hennar megi rætast. K vikmy ndastj arnan Joan Collins á nú í illdeilum við þjóðhöfðingja ara- baríkis út af eldamennsku en ríki þetta < er einn helsti bandamaður Bretlands. Joan kvartar undan að fisk- og hvítlaukslykt berist frá íbúð í húsi þar sem hún býr í ríkasta hluta Lundúnaborgar. En nágrannar hennar, sem eru svo óhugnanlega ríkir að þeir eiga mörgum sinnum þaö ríkidæmi er sýnt er í Dynasty, eru ekki á því að kona segi þeim fyr- ir verkum. Nágrannarnir eru nefni- lega fjölskylda Sheikh Rashid Bin Saeed AI-Maktoum, þjóðhöfðingja Dubai. Einn aðih hins konunglega heimil- is sagði: „Þetta er hreinasta móðgun við okkur.“ Og tvær prinsessur bættu við að hún (Joan) væri alls ekki fyrirmyndamágranni. Deilum- ar áttu sér stað í hinu glæsilega fjöl- býhshúsi þar sem Joan leigir mjög faUega íbúð á annarri hæð, en fjöl- skylda sheiksins og þjónustufólk not- ar aUar hinar hæðirnar. Synir hans, Mohammed prins og Rashid prins, em meðal valdamestu manna í breskum kappreiðum. Þeir gáfu um 160 mUljónir eftir aö móðir þeirra hafði fengið umönnun og með- höndlun á sjúkrahúsi er nefnist National Hospital for Nervous Disea- ses. Þeir létu einnig um 80 miUjónir renna tíl söfnunar Bobs Geldof. Hvítlaukslyktin viöbjóðsleg í viötaU við tímarit talaöi Joan um íbúðina sína. „Hún væri yndisleg ef ekki væri fyrir arabana uppi á lofti. Það er lyktin af matnum þeirra.. .allt saman hvítlaukur, hreint ógeðslegt. Ég er tUneydd til að kveikja á veUykt- andi kertum.“ Og einn af hinum kon- unglegu heimUismönnum sagði að það hefði ekki aðeins verið hvítlauk- urinn. „Hún varð mjög reið þegar ég hafði fisk í matinn. Ég er því hættur því núna,“ sagöi kokkurinn. Hann bætti við: „Við höfum búið hér í 14 ár og þetta er í fyrsta skipti sem ég hef séö Joan Collins." Prinsessumar, sem búa fyrir ofan Joan, kvarta undan því að hún hafi tónlist hátt stillta fram undir morg- un. Önnur sagði: „Sumt fólk drekkur og við getum fundið lyktina. Þetta eru hlutir sem viö gerum aldrei.“ Hinir konunglegu nota eign sína að- eins hluta úr ári. Aðrir nágrannar segja að Joan flytji út þegar þau flytji inn. Frú Mary McConviUe, sem býr viö hliðina á Joan, sagði: „Hún hefur gengið of langt. Þau borga leiguna sína rétt eins og hún gerir. Hún hefði aldrei átt að flytja inn ef hún þolir ekki arabíska matargerðarlist." Eins og allir poppáhugamenn og aðrir vita hefur Bruce Springsteen sagt skUið við eiginkonu sína, Jul- ianne PhUips. Hann hefur yfirgefið hana nú vegna annarrar konu, Patti Scialfa, meðsöngkonu sinnar. Sú saga gengur að nú sé Julianne ákveðin í því að breyta um lífsstíl, aUt gert til að reyna að gleyma Bruce og því lífi sem þau áttu saman. Vin- konur hennar segja aö hún sé mjög sjálfstæö og muni öragglega komast í gegnum þetta með hörkunni einni saman. Hún er að losa sig út úr öUu sem minnir á þau sem tvíeyki. Hún er flutt út úr húsinu sem þau bjuggu í, hefur stofnað nýja bankareikninga og annað shkt. JuUanne, sem er leikkona, notar vinnuna sem meöal. Hún sökkvir sér niður í vinnu og lifir annars fá- breyttu lífi þar fyrir utan. Vinir hennar koma þó í heimsókn til henn- ar flest kvöld og rabba við hana langt fram eftir kvöldi. Brace segir þetta vera það sem hann vildi. Segist hann hafa velt málinu vel fyrir sér því auövitaö elski hann JuUanne. En þau áttu ein- faldlega ekki nógu vel saman. Hon- um þótti hún of kappsöm í vinnu og sinna Utið sér og heimilinu. Frægt er orðið að hún þvertók fyrir það að eiga barn á næstu árum því það eyði- legði feril hennar á framabrautinni. Þessi ákvörðun hennar setti punkt- inn yfir i-ið hjá Bruce því hann þráir aö eignast afkvæmi. Þrátt fyrir að JuUanne sé sár eftir ákvörðun Bruce um að skilja segir hún að þetta sé örugglega þaö rétta fyrir þau. Hún ásakar Patti ekki á neinn hátt, segir að skilnaðurinn sé það sem hlyti að hafa komið að fyrr eða síðar og að Patti sé ekki aöalor- sök þess að sú hafi orðið raunin nú. Julianne og Bruce Springsteen áður en vandamálin komu upp á yfirborðið. Elísabet Taylor hefur miklar gætur á níu mánaða gömlum syni sínum. Henni og eiginmanninum, Ame Næss, hef- ur veriö boöið gull og grænir. skógar fyrir eins og eina mynd af allri fjölskyldunni. Diana hefur aldrei vfijað láta mynda soninn unga vegna hræðslu viö barna- ræningja sem eru iðnir viö kol- ann þegar ríkir eiga í hlut. En það var bandarískt tímarit sem bauö Diönu fjárfúlguna vænu sem hún auövitað hafnaði. Joan Collins er nú komin upp á kant við hina konunglegu fjölskyldu araba- ríkisins Dubai. er ástfangin kona um þessar mundir eins og allir vita. Hún segist vel geta lifaö á ástinni einni saman en er þó að fara að leika í nýrri mynd Francos Zeffirellis. Elísabet segir að hún gæti vel hugsað sér að snúa sér að ritstörf- um á næstu árum. Hefur hún í hyggju að skrifa annaðhvort spennandi ástarsögu eða handrit að rómantískri mynd. Diana Ross legan hvítlauk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.