Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988.
33
Lflsstfll
Þakkantar eru tákn um velmegun
Þaö er með ólíkindum hve frágang-
ur á þakköntum er mismunandi hér
á landi. Þykkir og viöamiklir þak-
kantar sjást nú víða. Hér er oft um
að ræða miklar smíðar sem ekki
þjóna neinum sérstökum tilgangi,
nema hvað útlit varðar.
Yfirleitt ráða húseigendur því sjálf-
ir hvernig þakkantur á húsum þeirra
lítur út. Arkitektar koma gjaman
með tillögur og útfæra samkvæmt
því. En það er langt í frá að þeir ráði
útliti bygginga. Á síðustu árum hefur
mikið verið byggt af húsum í ólíkum
byggingastíl. En smekkur íslendinga
og fjárhagur er misjafn. Þaö sést
glöggt þegar þakkantar svipaðra
húsa í nýjum hverfum eru bornir
saman.
Undir þessu þaki bý ég
„Fólk er oft miklu hrifnara af því
að búa í húsi með svipmiklum þak-
kanti," segir Guðmundur Gunnars-
son arkitekt. „Það er eins og það vilji
geta sagt: Undir þessu þaki bý ég.
Það þykir heimilislegt að hafa frá-
ganginn þannig að hann sé sem viða-
mestur í útliti.
Þetta er ekki spurning um nota-
gildi. Og það skiptir í rauninni litlu
máli hvort arkitektinn teiknar þykk-
frjálslega er gengið frá húsum - hvað
„eins hús eru ólík“, ef svo mætti að
orði komast. í nýjum hverfum er
auðveldast að koma auga á þetta. 3-4
hús, sem standa saman, eru gott
dæmi. Þar getur kennt ýmissa grasa
- sambærileg hús að utan og innan
geta verið ákaflega ólík við fyrstu sýn
- vegna frágangs þakkanta. Stundum
eru þeir svo þykkir að halda mætti
að þakið eigi að standast sprengjuár-
ás.
Tekur meiri vind í sig
Guðmundur segir að svo virðist
stundum sem meiri vinna sé lögð í
útlitsþætti sem þakkantafrágang en
alhliða frágang hússins. „Stór og
viðamikill þakkantur skýhr engan
veginn betur fyrir veðri. Hins vegar
taka svona smíðar meiri vind í sig
en aðrir kantar.
Og það má líka segja að ef þetta
skýldi betur fyrir veðri og vindum
þá væru gömiu húsin svona. Á þeim
eru kantarnir mjög einfaldir. Burð-
arbitar sjást á gömlu húsunum. En
þá var reynt að koma í veg fyrir að
þær tækju of mikinn svip frá húsiriu
sjálfu. Það var gert með því að hafa
skrautlínur í þeim - áhersla þeirra
var minnkuð. Nú á dögum er þak-
„Þakkantur Kjartan“. Á kanta sem þessa eru listar settir að ofan- og neðan-
verðu og rásaður krossviður hafður á milli. Þakrennan er svo „fa!in“ á bak
við. Að neðanverðu eru gjarnan innbyggð Ijós.
Tvö álíka hús, hlið við hlið, verða mjög ólik vegna mismunandi þakkanta.
En þeir gera sama gagn.
an eða þunnan þakkant. Verðið er
þaö sama hvað teiknivinnu snertir.
Spurningin er aðeins: Vill viökom-
andi eyða meiri peningum í að hafa
húsið þannig aö þakið hti út fyrir að
vera þykkt, ef svo má segja. Þarna
ræður þakkanturinn öllu. Kostnaöur
við efni og vinnu getur í þessum til-
fehum verið mjög mikill - mörg
hundruð þúsund jafnvel. Að þessu
leyti eru kantamir auðsjáanlegt
merki um velmegun.
Byggingarstíll torfundinn
Tiltölulega stutt er síðan íslending-
ar bjuggu í sveitasamfélagi. Miðað
við nágrannalönd okkar gengur okk-
ur oft erfiðlega aö halda í hreinan
byggingarstíl. Hönnun híbýla
ákvarðast því gjarna af tískufyrir-
brigðum. Okkar saga tengist torf-
bæjum sem fáum hefur dottið í hug
að stílfæra nútímabyggingar eftir.
Við erum að mörgu leyti í lausu lofti
og fáum raunverulega að gera það
sem okkur langar til eða fjárhagur-
inn leyfir.
Sé keyrt um götur bæjarins rennur
fljótlega upp fyrir manni hversu
kanti hins vegar leyft að taka svip
frá húsinu sjálfu. Mér finnst þetta
bagalegt og í rauninni óþarfi.“
Innbyggðar rennur og Ijós
Á Laugarásveginum eru nokkur
Á eldri húsum standa burðarbitar
þaksins út fyrir. Áhersla á þá var
gjarnan minnkuð með skrautlínum.
Skyldu þessir þakkantar standast sprengjuárás? Hér hefur vafalaust verið varið miklu fjármagni í „sterkan svip".
DV-myndir KAE.
hús sem eru dæmigerð fyrir þykkan
og viöamikinn þakkant. Hér er um
að ræða svokallaðan „þakkant Kjart-
an (Sveinsson)“. Á þeim eru listar
að ofan og rásaður krossviður eða
panell hafður standandi þar á milli.
Að ofan er svo innbyggð renna og
að neðanverðu eru svo gjarna höfö
ljós. Svona kantar eru mikh smíði
og standa sumir um metra út frá
húsinu.
Einn tilgangur með þykkum og
miklum þakkanti er sjálfsagt að fela
þakrennuna. Hún sést ekki á þessum
húsum - í rauninni er smíðað utan
um hana. Einn ókostur fylgir inn-
byggðum þakrennum - viðgerð á
þeim. Verra er að komast að þeim
ef skemmdir verða.
En það er alltaf spurning um það
hvað hverjum finnst. Hús verða
„kúbískari“ - meira kassalaga sé
þakkanturinn einfaldur. Reyndar
eru svo mörg afbrigði af þessu fyrir-
bæri að um nóg er aö velja. Smekkur
og fjárhagur segir til um útkomuna.
-ÓTT.
Á ÖLLUM
HÚSGÖGIMUM
30%
AFSLÁTTUR
jiii
rA AA ▲ ▲ A
X*—< C3 ú— fZ-1 133'
cj c i: c L_xaaoa33íí
t—j uiw dt^UOQjJ
H»m( ia»«mK.rsjtM **tn,
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
Húsgagnadeild, 2. hæð