Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1988, Page 34
34
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988.
T iffegHll
Hægt er að vinna 15 þúsund
krónur ef maður kaupir súkk-
ulaðistykki frá þýska fyrirtæk-
inu Zentis. Þetta er happdrætti
og skýlaust brot á verðlagslög-
um.
Fyrirtækið auglýsir að 15 þús-
und króna vinning sé aö frnna
í súkkulaðistykki. Súkkulaðið
kostarkr. 71.
í 33. grein laga um verðlag,
samkeppnishömlur og ólög-
mæta viðskiptahætti segir svo:
„Óheimilt er í því skyni aö örva
sölu á vöru, þjónustu eða öðru
því sem í té er látið og lög þessi
taka til, að úthluta vinningum
með hlutkesti, í formi verðlaun-
asamkeppni eða á annan hlið-
stæðan hátt, þar sem tilviijun
Neytendur
ræður að öllu leyti eða að hluta
hver niðurstaðan verður.
Útgefendum blaða og tímarita
er þó heimilt að úthluta vinn-
Þannig er súkkulaðið auglýst.
ingum með hlutkesti í sambandi
við lausn verðlaunasam-
keppni.“
Brot á öllu ofansögðu
Þarna er um happdrætti að
ræða og því skýlaust brot á 33.
grein verðlagslaga. Að auki er
Happdrætti Háskólans eina
Lög um verðlag, samkeppnishömlur og ólögmæta viðskiptahætti eru sett neytandanum til verndar.
Kolólöglegt
- segir Jóhannes Gunnarsson hjá Verðlagsstofnun
„Þetta er kolólöglegt, það er eng-
in spufning," sagði Jóhannes
Gunnarsson hjá Verðlagsstofnun
er DV bar undir hann lögmæti þess
að bjóða 15 þúsund króná vinning
með súkkulaðimola. Jóhannes
sagði að ekki léki nokkur vafl á því
að um happdrætti væri að ræða.
Hins vegar fellur þetta ekki undir
lög um kaupbæti þar sem aðeins
eiim molinn hefur að geyma kr. 15
þúsund. Um þetta sagði Jóhannes:
„Þetta er vissulega góður kaup-
bætir fyrir þann sem vinnur en
ekki alla. Þetta er því happdrætti,
ekki kaupbætir.“
Jóhannes sagði að stofnunin
myndi kanna málið strax. Þá er
málið komið á skrið. Næsta skref
verður líklega það að Verðlags-
stofnun býður innflytjanda súkkul-
aðisins að fella málið niður hætti
hann happdrættinu. Ef hann held-
ur uppteknum hætti og lætur ekki
segjast kærir stofnunin líklega. Þar
með er máhö komið fyrir dómstóla
og innflytjandinn situr í súpunni.
-PLP
-
happdrættið sem má veita pen-
ingaverðlaun. Fyrirtækið er því
brotlegt gegn þessum lögum
líka. Þar með er það Verðlags-
stofnunar að fá innflytjandann
til að láta af leiknum.
Að sögn Gísla ísleifssonar,
lögfræðings Verölagsstofnun-
ar, er allt of mikið um að lög
þessi séu brotin. „Það er spum-
ing hvort ekki sé réttast að end-
urskoða lögin,“ sagði Gísli.
Málið er nefnilega að tíð brot
á lögunum hafa í för með sér
þverrandi siðgæðisvitund.
Neytandinn hættir að skilja til-
gang laganna. Af hverju má
ekki gefa eitthvað í kaupbæti
eða halda úti happdrætti?
Tilgangur laganna
Tilgangurinn með þessum
lögum er sá að fólk kaupi vöm
vegna eiginleika hennar eða
verðs. Þegar farið er að fá fólk
DV-mynd S
til að kaupa vöm vegna kaup-
bætis eða happdrættis er verið
að róa á önnur mið. Þá er verið
að fá fólk til að kaupa vöruna
vegna kaupbætisins eða happ-
drættisins en ekki vegna vö-
runnar sjálfrar. Það er því verið
að ginna fólk til að kaupa vöm
á fölskum forsendum. Happ-
drætti á heima á öðrum vett-
vangi.
Þrátt fyrir að skýrt sé kveðið
á um happdrætti og kaupbæti í
verðlagslögum hafa margir
reynt að fara fram hjá lögunum
að undanfömu. Er þar skemmst
aö minnast stríðs Verðlags-
stofnunar við gosdrykkjafram-
leiðendur nýlega. Því stríði
lauk með því að framleiðendur
undirrituðu yfirlýsingu þar
sem þeir lofuðu að virða lögin
framvegis. Spumingin er bara,
hvað verður gert næst?
-PLP
U pplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnað-
ar Qölskyldu af sömu stœrð og yðar.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks _
Kostnaður í júlí 1988:
Matur og hreinlætisvörur
Annað
kr.
kr.
Alls kr.