Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGU'tt 10.- > SEPTEMBBR 1988; Michael Dukakis: Dukakis, sem tilheyrir vinstri væng Demókrataflokksins, hefur með góðum árangri reynt að skapa sér ímynd sem hófsamur stjórnmálamaður. Arftaki Kennedys? tug. Þetta hefur sett Demókrata- flokkinn í klípu því að á sama tíma hefur hann færst til vinstri undir stjóm manna á borð við Edward Kennedy, Jesse Jackson og Michael Dukakis. Enda er þaö svo að á meðan repúblikanar telja sér það til tekna að vera mjög íhaldssámir þá reyna demókratar sem best þeir geta að dylja skoðanir sínar og láta í það skína að þeir séu í rauninni hófsam- ir miðjumenn. Michael Dukakis Michael Dukakis er tæplega fimm- tíu og fimm ára gamáll, kominn af grískum innflytjendum. í kosninga- baráttunni hefur hann mjög haldið uppruna sínum á lofti en ást hans á upprunanum virðist mjög tengjast afskiptum hans af stjómmálum. Hann fór fyrst að hampa grískri arf- leifð sinni árið 1974 er hann bauð sig fram til ríkisstjóra í heimaríki sínu, Massachusetts. Það ár brá hann sér í ferö tíi gamla landsins og stoppaði í eina klukkustund í fæðingar bæ for- eldra sinna. Síðan þá hefur hann verið óþreytandi í að minna fólk á að hann sé sonur innflytjenda. Það fellur vel í kramið í Bandaríkjunum því að Bandaríkjamenn hafa þá mynd af innflytjendum að þeir séu bláfátækt en harðduglegt fólk. Duk- akis er þó ekki hinn dæmigerði inn- flytjendasonur því að faðir hans var læknir og Michael hlaut sína mennt- un við bestu og dýmstu einkaskóla Bandaríkjanna. Dukakis var kjörinn ríkissljóri Massachusetts árið 1974 en féll í próf- kjöri demókrata árið 1978. Ástæða þess var helst talin sú að Dukakis gekk illa að vinna með löggjafarþingi ríkisins, auk þess sem hann hækkaði skatta gífurlega. Það var á þessum árum sem Massachusetts hlaut við- umefnið „Taxachusetts” (Skatta- chusetts). Hann var aftur kosinn rík- isstjóri árið 1982 og hefur ríkt síðan. Michael Dukakis tilheyrir vinstri væng Demókrataflokksins. Hann er talsmaður skattheimtu og mikilla ríkisafskipta og hann vill skera gífur- lega niður framlög til varnarmála. Dukakis var að mestu óþekktur utan síns heimaríkis er hann hóf kosn- ingabaráttu sína fyrir einu og hálfu ári. Það er undravert hvemig honum hefur tekist að hrista af sér alla keppinauta sína innan Demókrata- flokksins. Hann hefur lagt á það áherslu að hann sé gjörólíkur Reag- an forseta, Reagan geti haldið ræður en hann geti gert hlutina. í kosningabaráttunni hefur hann hins vegar reynt að koma fram sem hófsamur demókrati og það hefur honum tekist því að kjósendur telja hann jafnvel frekar íhaldssaman. Ástæða þess kann að vera sú að Jesse Jackson var helsti keppinautur hans í forkosningum Demókrataflokksins. Jackson er, sem’ kunnugt er, yst á vinstri væng bandarískra stjómmála og við hliðina á honum er hægt að láta hvaða mann sem er líta út sem hægri mann. Michael Dukakis er ekki mikill ræðumaður og hann á mjög erfitt með að tjá sig blaðalaust. Það háir honum ennfremur að hann er ekki sérlega vel að sér í bandarískum stjómmálum. Reynsla hans hefur hingað tíl einskorðast viö Massa- chusetts og í utanríkismálum virkar hann ekki mjög traustvekjandi. Að undanfórnu hefur hann hvað eftir annað svarað spurningum blaða- manna á einn veg og síðan þurft skömmu síðar að leiðrétta ummæli sín. Þetta hefur nú svo sem hent Reagan forseta en vegna persónu- töfra sinna fyrirgefast honum hlutir sem aðrir komast ekki upp með. Næstu vikur munu leiða í ljós hvort Michael Dukakis sleppur óskaddað- ur frá svona klúðri. Líkir eftir Kennedy Forseti frá Massachusetts og vara- forsetí frá Texas. Svona var sigurlið demókrata skipað árið 1960 þegar John F. Kennedy var kjörinn forseti. Hann sigraði Richard Nixon, fráfar- andi varaforseta, en munurinn var - lltíll. Samlíkingin er sláandi. Dukak- is valdi Lloyd Bentsen frá Texas sem varaforsetaefni sitt og hefur margoft líkt framboði sínu við framboð Kennedys á sínum tíma. Landfræði- lega stenst samlíkingin, en Kennedy hafði persónutöfra, hreinlega heill- aði fólk upp úr skónum, rétt eins og Reagan. Dukakis er ekki gæddur þessum kostum Kennedys og Reag- ans, en ef honum tekst að vekja upp goðsögnina um Kennedy getur hann reynst George Bush skeinuhættur hinn 8. nóvember. Texti: Ólafur Amarson Hinn 8. nóvember næstkomandi fara fram forsetakosningar í Banda- ríkjunum. Þá veröur valinn sá mað- ur sem tekur við stjórnartaumunum eftir átta ára valdaferil Ronalds Reagan. Sá maður er ekki öfunds- verður því að Reagan er éinhver vin- sælasti og dáðastí forseti sem Banda- ríkin hafa átt. Þeir menn, sem sækj- ast eftír þessu valdamesta embættí veraldar, reyna enda ekki að feta í fótspor meistarans. Bæði George Bush og Michael Dukakis þykja mjög stirðbusalegir og lítið spennandi menn. Fyrir framan myndavélina líta þeir helst út fyrir að vera feimn- ir skólastrákar í mælskukeppni og óhætt er að fullyrða að ekki vekja þeir sterkar tílfmningar í brjóstum bandarískra kjósenda. Meðal almennings í Bandaríkjun- um virðist ríkja almenn deyfð í sam- bandi við kosnhigamar og hinn al- menni borgari virðist ekki telja að það skipti miklu máli hvor frambjóð- endanna flytur í Hvíta húsið að kosn- ingunum loknum. Fólk hefur það mun betra nú en fyrir átta ámm. Verðbólga hefur minnkað stórlega og atvinnuleysi er komið niöur fyrir þau mörk sem eru talin eðlileg í bandarísku þjóðfélagi. Hagvöxtur hefur verið mikill á þessum áratug og-mikil gróska í bandarísku at- vinnulífi. í lok Carter-tímabilsins voru hlutírnir öðravísi, þótt ekki megi skrifa það allt á reikning Cart- ers eða demókrata því að heimurinn gekk þá í gegnum slæma olíukreppu sem að sjálfsögðu hafði slæm áhrif á efnahagsástandið í Bandaríkjunum, eins og annars staðar í heiminum. í utanríkismálum hefur einnig ýmis- legt færst fram á við undir stjórn Reagans og má sem dæmi nefna af- vopnunarmál. Bandarískir kjósendur virðast nú ganga út frá því sem vísu að ekki skipti miklu máh hvort það verða demókratar eða repúblikanar sem ráða ríkjum í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. Almennt er fólk bjart- sýnt á að kjör þess muni ekki versna á næsta kjörtímabili. Einnig er það svo að einungis rúmlega helmingur Bandaríkjamanna er skráður á kjör- skrá og af þessum helmingi er það aöeins rúmlega helmingur sem fer á kjörstað. Af þessu má ljóst vera að meðal alls þorra almennings ríkir mikil póhtísk deyfð. Ólíkir frambjóðendur Þrátt fyrir að frambjóðendurnir nú þyki ekki þungavigtarmenn á sviði hugmyndafræði og kjósendur virðist eiga erfitt með að gera upp á mihi þeirra, fer ekki hjá því að í ljós kem- ur, ef grannt er skoðað, að hugmynd- ir þeirra í ýmsum veigamiklum málaflokkum eru býsna óhkar. Þarna mæta fulltrúar andstæðra hópa í bandarísku þjóðlífi. í þessu sambandi er rétt að gera sér grein fyrir því að bæði Demókrataflokkur- inn og Repúblikanaflokkurinn hafa breyst gífurlega mikið á undanfóm- um áram og áratugum. Oft hefur því verið haldið fram að þessir tveir stjórnmálaflokkar séu nokkuð keimlíkir og htlu máli skipti hvor fer með stjórn. Færa má rök fyrir því að einhvern tíma hafi þetta verið svona, en ef svo er þá hefur það breyst mikið. Demókrataflokkurinn hefur færst mikið til vinstri og Repú- blikanaflokkurinn hefur stefnt í hina áttina. Raunar eru stjórnmálaflokk- amir í Bandaríkjunum mjög ólíkir stjómmálaflokkum eins og við þekkjum þá hér á landi. í Bandaríkj- unum eru einungis tveir flokkar, og ef menn ætla sér að ná áhrifum í bandarískum stjórnmálum þá verða þeir að velja sér stað í öðrum þeirra. Af þessum sökum er skoðanahtrófið innan hvors flokks mjög breitt og ekki einu sinni samstaða um mörg grandvaharmál innan hvors flokks. Stefna flokkanna markast því mjög af stefnu þeirra valdaklíkna sem áhrifamestar eru hveiju sinni. Ronald Reagan og stuðningsmenn hans hafa verið ahsráöandi í Repú- þlikanaflokknum allan þennan ára- tug. Reyndar hefur áhrifa Reagans ekki einungis gætt innan hans eigin flokks heldur náð út í þjóðfélagið, og öh þjóðmálaumræða hefur færst mjög mikið til hægri á þessum ára- Mlchael Dukakis reynir þessa dagana að nýta sér goðsögn hins fallna for- seta, Johns F. Kennedy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.