Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. Fréttir Alyktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva: Núverandi skilyrði beinlínis hættuleg framtíð þessa lands Jónas Fr. Jónssan, DV, Stykkishólmi: ,Samtök fiskvinnslustööva fara ekki fram á rekstrargrundvöll fyrir öll fiskvinnslufyrirtæki heldur að- eins aö fiskvinnslan verði í heild rek- in með hagnaði. Núverandi skilyrði með hallarekstur og vályndar horfur á erlendum mörkuðum eru ekki ein- ungis algjörlega óviðunandi heldur beinlínis hættuleg framtíð þessa lands," segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva í Stykkishólmi í gær. Samtökin telja að nú sé komið að krossgötum þar sem verðbólga sé meiri en í viðskiptalöndum okkar. Áður hafi íslendingar þolað slíkt vegna stöðugrar framleiösluaukn- ingar í sjávarútvegi en nú fari fiskafli minnkandi. Fundurinn telur þá fast- gengisstefnu, sem reynd hefur verið undanfarin ár meðan kostnaðar- hækkanir geisuðu innanlands, hafa skaðað útflutningsatvinnuvegina. Stöðugt gengi krónunnar standist ekki nema jafnvægi sé í öllum þátt- um efnahagslífsins. í ályktuninni segir aö ef verðbólga haldi áfram samhhða minnkandi fiskafla leiði það til hörmunga og atvinnuleysis. Hægt sé að fleyta sér áfram á lánum en samtökin hafna þeirri leið. „Aðeins einn mælikvarði verður lagður á stjómvöld, hvemig þau duga í baráttunni við verðbólg- una.“ - Samtökin benda á að reka verði ríkissjóð með tekjuafgangi og taka fyrir aukningu á erlendum lánum og telja „að þjóðarvakning í baráttu við verðbólgu, sem hæfist með niður- færslu launa, verðlags og vaxta, sé farsælasta leiðin í efnahagsmálum. Þannig verði óumflýjanleg kjara- skerðing léttbærust fyrir launþega þessa lands,“ segir í ályktun- inni. Aðalfimdur Samtaka fiskvinnslustöðva: Hlutverk samtakanna er að sameina fiskvinnsliifyrirtæki ------------ Violli ficb-ínrmolnnnar mirSofS \riA nií. Viorr rrvoinorimi'i*' i C s Jónas Fr. Jónssan, DV, Stykkishólmi: Fiskvinnslufyrirtæki er einka-, hluta-, sameignar- eða sameignarfé- lag sem vinnur að framleiðslu eða sölu á sjávarafurðum. Þessa skil- greiningu er að finna í nýsamþykkt- um lögum Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Þau gömlu þóttu úrelt og voru tekin til gagngerðrar endur- skoðunar, meira aö segja nafni fé- lagsins var breytt, það var áður Sam- band fiskvinnslustöðvanna. Hlut- verk samtakanna er samkvæmt lög- unum að sameina öll fiskvinnslufyr- irtæki í ein samtök og vera málsvari þeirra út á við. í ársskýrslu stjómar- innar, sem samþykkt var, segir að halli fiskvinnslunnar miðað við nú- verandi aðstæður sé tveir milljarðar á ári og er hlutur frystingarinnar þar langmestur en hún er rekin með 12% halla, söltunin með 1% halla og fisk- vinnslan samanlagt með 8% halla. í skýrslunni kemur fram að laun í fiskvinnslu hafa hækkað um tæp 18%, fiskverð um tæp 8% og annar kostnaður um 15 til 30%. Fjármagns- kostnaður hefur vaxiö gífurlega vegna mikillar birgðasöfnunar tap- reksfrar og hárra raunvaxta. Á sama tíma hafa orðið verulegar lækkanir á sjávarafurðum erlendis. Segir í skýrslunni aö íslensk fiskvinnsla muni stöðvast á næstu vikum verði ekki gripið til ráöstafana sem bæta hag greinarinnar. Annað sem gerir útlitið dökkt á næsta ári er fyrirsjáanlegur sam- dráttur í þorskveiðum á næsta ári, mögulegar verðlækkanir á frystum sjávarafurðum á Bandaríkjamarkaði og ótryggt verð í Evrópu. í skýrslunni kemur fram ánægja með störf starfsfræðslunefndar fisk- vinnslunnar. Á vegum hennar hafa fiögur þúsund fastráönir starfsmenn lokið tilskildum námskeiðum en ætla má aöqsamtals vinni niu þúsund manns í fiskvinnslu hérlendis. Und- irbúningur er að hefiast að gerð námsefnis fyrir starfsmenn í fiski- mjölsverksmiðjum og fyrstu nám- skeiðin hefiast á komandi vetri. Þetta er í fyrsta skipti sem aöal- fundur Samtaka fiskvinnslustöðva er haldinn utan Reykjavíkur en sam- tökin eru næststærstu samtök innan Vinnuveitendasambands íslands. Á fundinn mættu óvæntir gestir, for- menn stjómarflokkanna og lítill spörfugl sem flaug um salinn og einkum yfir borði sfiórnmálamann- anna. Höfðu menn á orði að vel hefði verið við hæfi að þetta heföi verið friðardúfa og sættir tækjust í Stykk- ishólmi. Steingrímur Hermgnnsson sagði að þetta væri að minnsta kosti ekki ránfugl. Stjómin endur- kjórin og óbreytt verkaskipting Jónas Fr. Jónsson, DV, Stykkishólrru: Stjóm Samtaka fiskvinnslu- stöðva var Kjörin á aðalfundi í Stykkishólmi í gær. Stjómin er skipuð sömu mönnum og sátu í henni á síöasta kjörtímabili og verkaskipting er hin sama. Form- aður er Arnar Sigurmundsson frá Samfirosti í Vestmannaeyjum, varaformaður Ágúst Sigurösson frá Hraöfrystistöðinni í Reykja- vík. Aðrir sfiómarmenn em Árni Guðmundsson, Skildi hf., Sauð- árkróki, Bryifiólfur Bjamason, Granda hf„ Konráð Jakopsson, Hraðfrystihúsinu hf., Hnifsdal, Kristján Guðmundsson, Fisk- verkun HeUissands, Sofianías Cecilsson, Fiskverkun S. Cecils- sonar, Grundarfirði, Þórbergur Þórarinsson, Fiskvinnsluimi hf„ Seyðisfirði, og Þorsteinn Áma- son, Utvegsmiðstöðinni hf„ Keflavík. Jarð- skjálfti í Grímsey Jarðskjálftakippir og órói fund- ust í Grímsey í gær. Haröasti kippurinn mældist vera 4,5 á Richter. Sá kippur kom klukkan 14.40. Annar veikari fannst klukkan 17.09. í gærkvöldi fór óróinn minnkandi. Ekki er vitað um neinar skemmdir af völdum jarðskjálft- anna. Veikur jarðskjálftakippur fannst einnig á Þórshöfn á Langa- nesi í gær. -sme Skákmótiö í Tilburg: Jóhann tapaði fýrir Portisch Jóhann Hjartarson mátti sætta sig við tap fyrir Portisch frá Ungverja- landi í 3. umferð stórmótsins í Til- burg í Hollandi. Jóhann var með svart í skákinni og sá ekki til sólar enda hefur honum ávallt gengið mjög illa gegn byijanasnillingnum Port- isch. Karpov, sem vann sína skák við Timman, er efstur með 2 Vi vinning eftir 3 umferðir. Jóhann er með einn vinning. -SMJ Skemmdarverk á ísafírði: Bíll fannst á kafi í höfninni Einhver hefur, annaðhvort af slysni eða í skemmdarhug, komið bíl í höfnina á ísafirði. Lögreglan hefur engan grunaöan en rannsókn máls- ins er skammt á veg komin. Bílhnn fannst í höfninni í gærmorgun. Hann hafði staðið á bryggjunni einn eða tvo daga. Bíllinn er mikið skemmdur. Sá sem kom bílnum í höfnina hafði ekki ráð- stöfunarrétt yfir honum. -sme Atta ára stúlka varð fyrir bíl Átta ára gömul stúlka hljóp fyrir bíl við Kennaraháskólann í hádeginu í gær. Stúlkan slasaðist og var flutt á slysadeild. Bílnum var ekið austur Flókagötu á hægri ferð þar sem hann var nýfarinn yfir hraðahindrun. Tal- iö er að hraðahindrunin hafi komið í veg fyrir alvarlegra slys en raun varð á. Þriggja bíla árekstur varö á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar um klukkan þijú í gærdag. Einn öku- maöur var fluttur á slysadeild. Bíl- arnir skemmdust mikið þar sem áreksturinn var nokkuð harður. -sme RHisber og kartöflur DV-mynd BB, ísafirði Regína Thararensen, DV, SeHosá: Bíllinn er mikið skemmdur eftir að hafa verið í sjó um hálfan sólarhring. Lögreglan leitar þess sem framdi þetta skemmdarverk. Góð rifsbeijaspretta er á Selfossi og hefur fólk verið við tínslu undan- fama daga því að berin eru orðin vel þroskuð. Einnig er góð kartöfluupp- skera og Selfossbúar löngu farnir að borða upp úr eigin görðum. Auðvitað finnst öllum bestar kartöflurnar úr sínum garði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.