Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 56
72 Fréttir INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS _______BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Rollurnar ganga óhindraö í sorphaugana á Eskifirði þar sem úrgangur vikunnar er á matseðlinum. Hollustu- vernd hótar að loka haugunum sem hafa ekki starfsleyfi. DV-mynd Emil Slæm umgengni við öskuhaugana á Eskifirði: Hollustuvernd hótar lokun hauganna - íslendingar eru vanþróaðir í sorpeyðingu dæmis í Hnífsdal og á Egilsstöðum. íslendingar eru mjög vanþróuð þjóð hvað sorpeyðingu varðar," sagði Birgir Þórðarson hjá Holl- ustuvernd ríkisins við DV. Samkvæmt heimildum DV hafa margir bæjarbúá á Eskifirði látið lengi í ljós óánægju með öskuhaug- ana sem þykja síður en svo til fyrir- myndar. Þeir eru staðsettir gegnt bænum hinum megin í firðinum. Þeir eru ógirtir og þegar kveikt er í ruslinu leggur óþef og reyk yfir hluta bæjarins þegar vindáttin er inn fjörðinn. Sauðfénaður gengiir óhindrað á beit á haugunum og gæti hæglega komist í rottueitur sem þar getur verið. Hrafnkell Jónsson, forseti bæjar- stjórnar á Eskifirði, segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin varðandi framtíð hauganna. „Það kæmi mér verulega á óvart ef Hollustuvernd krefðist þess að haugunum yrði lokað. Við munum senda inn umsókn um starfsleyfi og gera grein fyrir stööunni í þess- um málum. Viö eigum við land- leysi að etja. Það hefur lengi verið á döfinni hjá okkur að steypa upp sorpþró á þeim stað þar sem hau- garnir eru núna, en jafnlengi hafa verið skiptar skoðanir um þá áætl- un. Er það vegna reykjarins sem myndi leggjast yfir nýjasta hverfl bæjarins. Annars' er hæpið að kenna bæjarstjórn um þó að íbúar bæjarins og þá ekki síst fyrirtæki geti ekki séð sóma sinn í því að ganga sómasamlega um haugana. Við veröum aö treysta á hirðusemi fólks þar sem við getum ekki haft mann á vakt við haugana," sagði Hrafnkell við DV. Hann sagði ennfremur að á tíma- bili hefði sorp verið brennt inni á Reyðarfirði og gengiö vel, en minnihluti framsóknarmanna í bæjarstjórn hefði af einhverjum ástæðum lagst gegn því. „Við höfum hug á samvinnu við Reyðfirðinga í sorpeyðingarmálum og hefur komið fram hugmynd um aö byggja sameiginlega sorpþró um 10 kílómetra frá bænum. Annars fagna ég því að Hollustuvernd tek- ur á sig rögg í þessum málum og vona að það gildi um fleiri verkefni sem stofnunin á að inna af hendi. Vona ég þá aö það sama muni yfir alla ganga.“ -hlh „Við hjá Hollustuvemd rikisins höfum sent bæjarstjórn Eskifjarð- 1 ar bréf þar sem við forum fram á að bærinn sæki um starfsleyfi fyrir haugana sem þeir eiga að hafa sam- kvæmt reglugerðum. Ef engin svör berast eftir helgina munum við fara fram á að haugunum verði lokað. Ástandiö þarna er alls óvið- unandi en alls ekki einstakt. Ástandið í þessum málum er mjög slæmt um allt land. Við höfum fengið kröfur frá íbúum staða um að sorpbrennslum verði lokað, til FRÍKIRKJUFÓLK Stuðningsmenn séra Gunars Björnssonar hafa opnað skrifstofu á Frakkastíg 6A. Símar 15951,15697 og 15709. Opiðfrákl. 10.00-22.00. Stuðningsmenn eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofuna vegna fundarins í Gamla bíói mánudaginn 12. september kl. 20.00. Ath. að safnaðargjöld eru greidd um leið og álögð opinber gjöld og eru því allir skuldlausir við kirkjuna. LÆKNABÚSTAÐUR ÖLDUBAKKA 5, HVOLSVELLI Tilboð óskast í lokafrágang læknisbústaðar að Öldubakka 5, Hvolsvelli. Húsið, með tvöföldum bílskúr, er um 225 m2. Það er nú upp- steypt, glerjað, múrhúðað að utan og með frágengnu þaki. Verkef- nið nær til þess að fullgera húsið að innan með tilheyrandi lagna- kerfum, gera fastar innréttingar og mála húsið að utan. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. apríl 1989. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, 12. til 16. september 1988 gegn 5000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu IR, Borgartúni 7, þriðjudaginn 27. september 1988 kl. 14.00. LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. Afmæli Ingvar Vilberg Brynjólfsson Ingvar Vilberg Brynjólfsson verslunarmaður, Laugavegi 160, Reykjavík, verður sjötugur á morg- un, sunnudag. Ingvar fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hann hóf leigubílaakst- ur árið 1937 og ók hjá Bifreiðastöð • íslands til ársins 1949 en tók þá til starfa hjá Miðstöðinni hf. og var þar sölumaður i 25 ár. Ingvar hefur und- anfarin 14 ár starfað hjá Sölustofn- un lagmetis. Ingvar er kvæntur Arnbjörgu Markúsdóttur, f. 9. mars 1920, versl- unarkonu, Jónssonar og konu hans, Jóhönnu Jónsdóttur. Stjúpböm Ingvars eru Helga Svavarsdóttir tannsmiður; Sævar Svavarsson at- vinnurekandi; Guðmundur Svav- arsson verkfræðingur og Guðrún Kunger, en hún býr í Bandaríkjun- Faðir Ingvars er Brynjólfur sjó- maður Gíslason frá Skrautási, Jóns- sonar á Þverspyrnu. Móðir Ingvars er Guðrún Hannesdóttir, Skipum, Hannessonar, Skipum. 85 ára Jens Davíðsson, Austurgötu 47, Hafharfirði. Hailfríður Jóhannesdóttir, Álfaskeiði 64, Hafnarfiröi. Ingvar Vilberg Brynjólfsson Ingvar eignaðist átta systkini og eru fjögur enn á lífi. Guðmundur er kvæntur Sigurborgu Ólafsdóttur og eiga þau 9 börn; Vigdís er gift Guðmundi Maríussyni og eiga þau 3 börn; Jón er ókvæntur og barn- laus; Eggert Ólafsson Brynjólfsson er kvæntur Maríu Jóhönnu Vil- bergsdóttur og eiga þau 3 börn. Ingvar verður að heiman á af- mælisdaginn. Hjalti Auðunsson, Öldugötu 15, Hafnarfiröi. Ásdís Hallgrímsdóttir, Brúarflöt 5, Garðabæ. Þórunn Lárusdóttir, Markarvegi 10, Reykjavík. 75 ára 50 ára Anna María Hansen, Hæðarbyggð 20, Garðabæ. Ragnheiður Sigurgisladóttir, Ólafur Ágústsson, Hólabraut 13, Keflavík. Tjarnargötu 30, Keflavík. Kristbjörg Steinþórsdóttir, Hólabraut 15, Akureyri. 60 ára Þorbjörg Þorbjarnardóttir, Stóru-Gröf, Staðarhreppi. Sigurður Jónsson, Hvanneyrarbraut 53, Siglufirði. Bryndís G. Friðriksdóttir, Furulundi 5a, Akureyri Maria V. Karlsdóttir, Suðurgötu 52, Siglufirði. Helga Friðriksdóttir, Kambsvegi 30, Reykjavik. Þórdís Guðjónsdóttir Þórdís Guðjónsdóttir húsmóðir, Bleiksárhlíð 62, Eskifirði, er áttatíu ogfimmáraídag. Þórdís fæddist á Kolmúla við Fá- skrúðsfjörð og ólst þar upp og á Kaldalæk við Vattarnes. Hún naut þeirrar almennu barnauppfræðslu sem þá tíökaðist en flutti sjö ára að aldri með foreldrum sínum frá Kaldalæk til Eskifjarðar. Þá strax fór hún í vist og vann hún fyrir sér upp frá því. Síðustu þijátíu starfsár- in vann Þórdís við Hraðfrystihús Eskifjarðar eða til áttræðisaldurs. Maður Þórdísar var Sófus Oddur Eyjólfsson sjómaður, f. 20.1.1892, d. 21.9.1971, sonur Eyjólfs Pétursson- ar, f. 23.1.1860, d. 12.4.1931, og Katr- ínar Maríu Oddsdóttur, f. 1.1.1874, d. 24.11.1929. Börn Þórdísar og Sófusar Odds eru: María Kristín, f. 29.6.1923, d. 7.5.1956; Friðrik, f. 10.6.1927, bif- reiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Ingunni Björgvinsdóttur, en þau eiga fimm börn; Svava, f. 3.3.1934, húsmóðir á Seyðisfirði, gift Jóhanni Sveinbjörnssyni, en þau eiga þrjá syni; og Hákon Viðar, f. 31.3.1936, kvæntur Sigrúnu Valgeirsdóttur, en þau eiga fjögur börn. Þórdis átti átta systkini en á nú eina systur á lífi. Systkini hennar: Guðný Þorbjörg, látin; Kristín Tryggvína, látin; Guðrún Jónína Halldóra, látin; Óddný Vilborg, til heimihs í Reykjavík; Jón Kristinn, látinn; Jón Ólafsson, látinn; Jóhann Halldór, látinn; og Ólöf Björg, látin. Foreldrar Þórdísar voru Guðjón Jónsson, sjómaður ogbóndi, f. 15.2. Þórdís Guðjónsdóttir 1877, d. 8.1.1954, og Kristín Jóns- dóttir, f. 24.6.1876, d. 8.3.1941. Kristín var dóttir Jóns Jónssonar, sjómanns og bónda á Vatnsleysu- strönd sem síðar flutti til Fáskrúðs- farðar, og Kristínar Jónsdóttur. Guðjón var sonur Jóns Ólafsson- ar, skálds, ritsjóra og alþingis- manns, og Halldóru Guðjónsdóttur áHelgustöðum. Hálfsystkini Guðjóns: Ólafur, tannlæknir í Chicago; Sigríður, er átti dr. Ágúst H. Bjarnason prófess- flr, móðir Jóns Ólafs verkfræðings, föður Halldórs Jónssonar verk- fræðings og forstjóra; Gísli síma- stjóri, og Páll, tannlæknir í Reykja- vík, faðir Gísla Ólafssonar forstjóra. Hálfbróðir Jóns var Páll Ólafsson, skáld og alþingismaður. Foreldrar Jóns voru Ólafur, prestur að Kol- freyjustað, Indriðason, b. á Borg í Skriðdal, Ásmundssonar, og síðari kona Ólafs, Þorbjörg Jónsdóttir, silfursmiðs í Dölum í Fáskrúðsfirði, Guðmundssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.