Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 10. SÉPTEMBER 1988. 31 aðferðir hinir nota - segir Gísli Konráósson hjá ÚA sem lætur senn af störfum vegna aldurs ykkar Vilhelms veriö? „Stjómin hefur aldrei gert viö okkur verkefnasamning. Viö skipt- um hins vegar með okkur störfum þannig aö Vilhelm hefur séð um þaö sem snýr aö útgerðinni en ég um þaö sem snýr aö vinnslunni' í landi. Við höfum síðan gengiö hvor í annars störf eftir því sem ástæöa hefur veriö til og samyinnan hefur ávallt veriö mjög góö. Á þaö við um báöa framkvæmdastj órana sem með mér hafa unnið.“ Akureyrarbær á yfir 70% hlutafjár Útgeröarfélag Akureyringa hf. var stofnað árið 1945 og aðalhvat- inn aö stofnun þess var mikiö at- vinnuleysi í bænum. Nýsköpunar- stjórnin, sem þá sat viö völd, var að kaupa togara til landsins og menn sáu sér leik á boröi að fá eitt af þeim skipum til Akureyrar. Með- an á erfiðleikatímabili félagsins stóö lagði Akureyrarbær fram íjár- magn til styrktar félaginu í nokkur ár og það fé varð síðar hlutafé bæj- arins. í dag er Akureyrarbær lang- stærsti eigandi hlutafjár, á rúmlega 70% þéss, en hluthafar eru alls um 750 talsins. Starfsmenn félagsins eru í dag um 450. Gjaldþrot blasti við Eins og fram kom hér að framan blasti gjaldþrot við er Gísli kom að félaginu á sínum tíma. í dag er ÚA hins vegar mjög stöndugt fyrirtæki og með best reknu fyrirtækjum á sínu sviði hér á landi. Skipastólhnn hefur vaxið og í dag á félagið 6 tog- ára, þar af einn frystitogara. Þá hefur frystihúsið verið stækkaö ny ög mikið og mikið byggt yfir aðra þætti vinnslunnar. 144 milljón króna hagnaöur Á síðasta ári var hagnaður félags- ins til ráðstöfunar eftir skatta um 144 milljónir króna. Greiddur var 5% arður til hluthafa og 12,5 millj- ónir króna sem uppbót til starfs- manna. En hvernig stendur á þvi að ÚA getur sýnt shka aikomu á sama tíma og flest fyrirtæki á þessu sviði berjast í bökkum og mörg verða gjaldþrota? „Ég veit ekki hvaða aðferðir hinir nota. Hins vegar þakka ég gott gengi okkar mikið því að við höfum haft mjög gott og traust starfsfólk hér aha tíð. Þá vegur þaö einnig þungt að við erum bæði með veiðar og vinnslu og þessir þættir styðja hvor annan. Þetta skilar sér betur en þar sem útgerðin er óskyld vinnslunni. Árið í fyrra var mjög hagstætt fyrir vinnsluna og stærri frystihús- in áttu að geta sýnt góöa útkomu ef þau voru vel nýtt. Hér hjá okkur heyrir til undantekninga ef vumu- dagur fehur niður og það hefur verið stanslaus vinna. Við nýtum aUan okkar afla. Ef hann er ekki frystur þá fer hann í salt eða skreið.“ Engar siglingar - Þaö hefur vakið athygli að skip félagsins sigla aldrei með afla sinn. Hvað veldur því? „Viö höfum haft í huga hvað lá að baki stofnun þessa fyrirtækis, að skapa hér atvinnu í landi. Fyrir- tækiö hefur orðið kröftugur þáttur í atvinnulífi bæjarins. Viö höldum okkur við það aö það sé farsæUa fyrir okkur aö vinna aflann heima en að sigla með hann óunninn til útlanda og það hefúr ekki verið gert í mörg ár. Við höfum ekki orðið fyrir nein- um þrýstingi vegna þessa. Þó kom í Ijós þegar gámaútflutningurinn hófst að okkar sjómenn sátu ekki við sama borð og aðrir og svar okk- ar við því var að hækka kaup þeirra sem svaraði tfl þess að 10% aflans hefðu verið flutt út í gámum. Þetta samkomulag hefur staðið óbreytt síðan.“ Gisli Konraðsson Nýr tónn Það fór ekki hjá því að menn hrykkju við er Gísli lét hafa það eftir sér í fjölmiðlum fyrir skömmu að vinnslan stæði mjög höllum fæti því að yflrleitt hefur sá tónn ekki heyrst úr herbúðum Útgerðarfé- lags Akureyringa. Er ástandið n\jög slæmt í dag? „Astandið í dag er þannig að vinnslan stendur tvímælalaust ekki undir sér því að verðlækkanir erlendis hafa verið miklar. Að vísu hefur dollarinn hækkað, en það dregur úr tapinu, en mestur hluti okkar afurða er seldur fyrir doll- ara. Það hafa reyndar áöur komið slæmir tímar fyrir vinnsluna en ekki sambærilegir viö það sem hef- ur verið að gerast að undanfömu. Barlómurinn er því ekki ástæðu- laus.“ - Emð þið framkvæmdastjórarnir mjög harðir yfirmenn, veitiö mikið aöhald og eruð grimmir? „Að sjálfsögðu gætum viö þess að aðhald sé viðhaft við reksturinn en ég fullyrði að við emm engir harðstjórar. Viö leggjum á það áherslu að hafa gott samband við starfsfólkið og þaö á greiða leið til okkar með sín vandamál er varða vinnuna. Það er meira og minna á hverjum degi sem fólk leitar til okkar með slík mál.“ Vinnudegi iýkur senn Vinnudegi Gísla lýkur senn en hvað tekur þá við hjá honum. Kvíð- ir hann því að sitja aðgerðalaus? „Nei, varla. Konan mín gaf mér tölvu í afmæhsgjöf þegar ég varð sjötugur og ég hyggst nota hana mikið, t.d. við ættfræðigrúsk sem ég hef mikinn áhuga á og ég hef heyrt að það séu til góð forrit fyrir _ ættfræði sem gaman verður að * skoða. Þá hef ég áhuga á að dunda mér við smíöar og það væri einnig gaman að ferðast og sjá sig um í heiminum. Ég held að mér muni örugglega ekki leiöast þótt ég muni örugglega sakna útgerðarfélags- ins.“ Eftirmaðurinn Margir sýndu því áhuga að setj- ast í stól Gísla þegar hann stendur upp úr framkvæmdastjórastóln- um. Hefur hann einhverja skoðun á því máh og þvi hver verður eftir- maður hans? „Ég vil gjaman koma inn á þetta. Það vita flestir að ég er framsókn- armaður og kom til félagsins frá KEA. Annar framkvæmdastjóri var síðan ráðinn við hlið mér að tilstuðlan sjálfstæðismanna sem vildu fá hér mótvægi. Ég tel að þetta hafi reynst vel allan þennan tíma og hér hefur ekki verið neinn póhtískur órói. Við framkvæmda- stjóramir höfum lagt á það áherslu að starfa þannig saman að aldrei hafi komið neinn póhtískur htur á fyrirtækið. Nú óttast ég að þessi hefö verði rofin og það boðar ekk- ert gott að mínu mati. Fyrir mig er þetta mikið alvöru- mál. Ef báðir framkvæmdastjórar fyrirtækisins og stjórnarformaður einnig veröa allir úr sama stjórn- málaflokki fær fyrirtækið á sig ákveðinn póhtískan ht og þá verð- ur fjandinn laus. Framkvæmdastjórarnir eiga að vera tveir og ekki af sama væng stjórnmálanna þannig að bæði minnihluti og meirihluti í bæjar- stjórn eigi fuhtrúa hér í fram- kvæmdastjórastól hveiju sinni. Reynslan hefur sýnt að þetta gefst vel og hvers vegna á þá aö vera að breyta því?“ Gylfi Kristjánssan, DV, Akuxeyii Þegar rætt er um vel rekin fyrir- tæki í útgerð og vinnslu sjávarafla er oft vitnað til Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. en sem dæmi um góðan rekstur þess fyrirtækis má nefna að ÚA skilaði hagnaöi á síð- asta ári sem nam talsvert á annað hundrað mihjónum króna. En hver er galdurinn? TU að forvitnast um það og ýmislegt fleira ræddi DV við Gísla Konráðsson en hann hefur verið annar framkvæmdastjóra fé- lagsins í áratugi en lætur senn af störfum vegna aldurs. Komfrá KEA Gísh er frá Hafralæk í Aðaldal en flutti til Akureyrar 13 ára að aldri ásamt foreldrum sínum. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri hóf Gísh störf hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga, nánar tiltekið hjá Útgerðarfé- lagi KEA hf„ og þar var hann þar til hann réðst tíl ÚA í febrúar 1958. „TUdrögin að því voru þau að um þessar mundir átti félagið í miklum íjárhagserfiðleikum og svo var komið að menn veltu stöðunni al- varlega fyrir sér. Félagið var svo gott sem gjaldþrota en niðurstaðan var sú að ákveöið var að reyna að reisa það við. Akureyrarbær tók á sig flárhagslega ábyrgð á rekstrin- um og ég var ráðinn af bænum sem fuUtrúi hans við hhð Guðmundar Guðmundssonar framkvæmda- stjóra. Guðmundur hætti svo nokkru síðar og ég varð þá fram- kvæmdastjóri félagsins. Á árinu 1958 var svo Andrés Pétursson einnig ráðinn framkvæmdastjóri og síðan hefur félagið haft tvo framkvæmdastjóra. Andrés lét af þessu starfi 6 árum síðar og þá kom VUhelm Þorsteinsson í hans stað. Við höfum svo verið í forsvari fyrir félagið síðan.“ - Hvemig hefur verkaskipting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.