Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 43
X Wpr Of WOAÍÍSA0UAJ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. Skák Jón L. Árnason Orest Popovych, Bandaríkjamað- ur sem mun vera fæddur í Úkraínu en ekki Júgóslavíu eins og mis- hermt var hér í þættinum, tefldi glaðíega á mótinu og náði því að verða fyrir ofan íslendingana að stórmeistaranum undanskildum. Af heimamönnum er það annars að segja að mótið hefur áreiðanlega verið þeim dýrmæt reynsla, eins og til var stofnað. Enginn þeirra náði að sýna verulega tilburði. Þó var sigur Guðmundar Gíslasonar á Popovych almennt áhtin besta skák mótsins. Við skulum renna yfir þessa skák og aðra, þar sem Helgi Ólafsson, eldri, fléttar glæsilega. Hvítt: Guðmundur Gíslason Svart: Orest Popovych Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. a4 Rc6 7. Be2 e5 8. Rb3 Be7 9. 0-0 0-0 10. Be3 Be6 11. f4 exf4 12. Hxf4 Hc8 13. Rd5 Bxd5 14. exd5 Re5 15. Hb4 Dc7 16. c3 Rfd7 17. Rd4 g6 18. Db3 Rc5 19. Dc2 Hfe8 20. Hfl Dd7 21. Rf3 Rg4 22. Bd4 Bd8 23. Dd2 Re4 24. Df4 f5 25. Bd3 g5 26. Dcl h6 27. h3 Rgffi 28. Rxg5! hxg5 29. BxfB Bxf6 30. Bxe4 He5 31. Dc2 f4 32. Bf3 Hc7 33. Bg4 Dg7 34. Df2 Kh8 35. Be6 He3 36. Dd2 Hcxc3 37. bxc3 Bxc3 38. Ddl Bxb4 39. Dh5+ Dh7 40. De8+ Kg7 41. h4 He5 42. Hf3! Bc5+ 43. Kh2 Kf6 44. Df8+ Kg6 45. h5+ - Svartur gafst upp. Hvítt: Helgi Ólafsson (eldri) Svart: Guðmundur Halldórsson Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. c5 6. c3 Rc6 7. Re2 cxd4 8. cxd4 Db6 9. Rf3 f6 10. exf6 Rxf6 11. 0-0 Bd6 12. Rf4 0-0 13. Hel Bd7 14. Rxe6 Hfe8 15. Bf5 Re7 16. Bh3 Bb4 17. He3 h6 18. Rf4 Bxh3 19. Rxh3 Rf5 20. Hd3 g5 21. Rhxg5!? hxg5 22. Bxg5 Re4 23. Bf4 Bd6 24. Re5 Dxb2 25. Dg4+ Rg7 26. Hfl He6 27. Hb3 Dxd4 28. Hxb7 Be7 29. Bh6! Hxh6 30. Hxe7 Hh7 31. Dg6 HfS 32. He8! Svartur er vamarlaus eftir þenn- an frábæra leik. Ef 32. - Hxe8, þá 33. Df7+ Kh8 34. Rg6 mát! 32. - Rg5 33. Hxf8+ Kxf8 34. Dxg5 Hh5 35. Rg6+ Og svartur gafst upp. -JLÁ Bridge Stefán Guðjohnsen Á hinu borðinu sátu n-s Ragnar Magnússon og Aðalsteinn Jörgen- son, en a-v Sævar Þorbjömsson og Karl Sigurhjartarson. Nú gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur 1L pass 2S pass 2G pass 3L pass 3T pass 3H pass 3G pass 4H pass 6T pass pass pass Þrátt fyrir afburðasagnakerfi sitt höfnuðu n-s í sex tíglum sem engin leið var að vinna eftir hjartaútspil Karls. Það voru 100 í viðbót til sveitar Pólaris sem græddi 16 impa á spilinu. Úrslit bikarmótsins Úrslit Sanitas bikarmótsins verða spiluð um helgina á Hótel Loftleiöum og verða undanúrslitin spiluð á laug- ardaginn. Búið er að draga og leikur sveit Braga Haukssonar við sveit Kristjáns Guðjónssonar frá Akureyri og sveit Modern Iceland mætir sveit Pólaris en sú síðamefnda sló út sveit Flugleiða fyrir skömmu. Spiluð verða 48 spil í undanúrslit- unum en úrslitaleikurinn sjálfur, sem spilaður verður á supnudaginn, verður 64 spila leikur. Sá leikur verð- ur sýndur á töflu. Spilamennskan hefst kl. 10 að morgni báða dagana og bridgeáhugamenn er hvattir til þess að fjölmenna. Vetrarstarfsemi Bridgefélags Reglur um varamenn verða mjög Reykjavíkur er nú hafin oger byrj- frjálslegar, t.d. geta 3 eöa 4 einstakl- að á tveimur eins kvölda Mitchell- ingar rayndað eitt par. Þar sem datvímenningum. Þar á eftir tekur búist er viö mikilli þátttöku i við 6 kvölda barómeterkeppni og keppnumvetrarins.verðakeppnis- sfðasta keppnin fyrir jól verður 5 gjöld í lágmarki. kvölda Butler-tvímenningur. Skráning er hafin í Barómeter- Stefnt er að því að spilarar fái út- tvímenninginn sem hefst 21. sept- skrift af spilum kvöldsins strax að ember og er hægt að skrá sig hjá lokinni spilamennsku, og útreikn- Hauki Ingasyni i heimasíma 671442, ingar allir verða tölvuvæddir vinnusíma 53044, eða Jakobi Krist- þannig að úrslit hvers kvölds ættu inssyni í heimasíma 14487, vinnu- að liggja fyrir nokkrum mínútum síma 623326. eftir aö spilamennsku lýkur. • Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson og Sigurjón Kristjánsson fagna glæsilegum sigri Valsmanna gegn frönsku meisturunum i liði Mónakó ó Laugardalsvelli i vikunni. Atli skoraði sigurmarkið og var það sérlega glæsilegt. IþrottapistiJl Sérlega glæsiiegur árangur Vals Glæsilegur leikur Valsmanna í Evrópukeppninni í knattspymu gegn frönsku meisturunum í Món- akó á Laugardalsvelli í vikunni verður lengi í minnum hafður enda einn merkasti sigur sem íslenskt félagshð hefur unnið í viðureign við erlenda risa. Það var oft á tíðum hrein unun að sjá til Hlíðarenda- strákanna, leikur þeirra einkennd- ist af miklu skipulagi, þolinmæði og baráttu. Framarar töpuðu viðureign sinni gegn Barcelona en þegar þetta er skrifað hafa Skagamenn ekki lokið sér af gegn ungverska hðinu Ujpest Doza. Allir áttu leikmennirnir frá- bæran leik Aht hð Valsmanna lék einstak- lega vel gegn Mónakó. Hvergi var veikan blett að finna. Aðah hðsins var og hefur reyndar verið sterk vöm og það fengu leikmenn í hði frönsku meistaranna aö finna. Það verður að viðurkennast að undirritaður var ekki mjög bjart- sýnn á góð úrslit fyrir þennan leik, það er að segja sigur Vals. Maður gældi við jafntefhshugmyndir lengst af. En er hða tók á leikinn og Valsmenn höfðu „lifað af ‘ fyrstu tuttugu mínútur leiksins var Ijóst að ýmislegt óvænt gat gerst. Hreint út sagt stórkostlegt mark Sigurmark leiksins var mjög glæsilegt og í raun eitt glæsilegasta mark sem skorað hefur verið á Laugardalsvelh. Ahur undirbún- ingur að markinu var með ein- dæmum góður. Markið kom eins og köld vatnsgusa framan í leik- menn Mónakó sem muna mega sinn fífil fegri. Sigur Valsmanna of smár Mjög sanngjöm úrslit í leik Vals og Mónakó hefðu verið 3-0, Val í hag. Með örhtilli heppni hefðu Valsmenn getað veriö komnir með annan fótinn í 2. umferð. Ógerning- ur er aö segja til um hvort glæsi- mark Atla Eðvaldssonar dugar Valsmönnum til þess að komast áfram í keppninni. Lið Mónakó þykir mjög erfitt heim að sækja. En hð Vals er ekki árennilegt þegar það leggur fyrir sig varnarleik. Vörn hðsins er gífurlega sterk og þaö er ekki hægðarleikur fyrir nokkurt hð í heiminum að bijóta hana á bak aftur. Vonandi tekst Valsmönnum vel upp í Frakklandi í síöari leiknum. Fyrri leikm- lið- anna var sýndur í beinni útsend- ingu til Frakklands og ef til vih fleiri landa. Leikurinn glæsilegi hjá Valsmönnum var þvi frábær aug- lýsing fyrir íslenska knattspyrnu og Valsmenn eiga þakkir skihð fyr- ir einstaklega góða frammistöðu. Við algert ofurefli að etja hjá Fram gegn Barcelona Eins og búist var við áttu Fram- arar, íslandsmeistararnir, í mikl- um erfiðleikum gegn spönsku bik- armeisturunum í Barcelona. í leiknum kom greinilega í ljós hve mikill munur er á einu besta félags- hði heims og íslensku félagsliði. Og það kom greinilega í ljós á Laug- ardalsvelhnum á miðvikudags- kvöldið að lið Barcelona er mörg- um gæðaflokkum fyrir -ofan hð frönsku meistaranna í Mónakó. Hér er þó alls ekki verið að gera lítið úr frammistöðu Valsmanna. Hún er jafnglæsileg þrátt fyrir þá staðreynd sem við blasir eftir sam- anburð á liðum Mónakó og Barcel- ona. Framarar úr leik Síðari leikurinn hjá Fram gegn Barcelona verður gífurlega erfiöur < og þar munu Framarar gera aht sem í þeirra valdi stendur til að forðast mörg spönsk mörk. Svo virðist sem leikmenn Barcelona séu aö rétta verulega úr kútnum eftir öldudal á síðasta keppnistíma- bih. Miklar hreinsanir hafa átt sér stað í herbúðum spænska hösins og hohenski þjálfarinn, Johan Cru- yff, er greinilega á réttri leið með hðið. íslensku ólympíufararnir á leið í loftið 1 Hinir 32 íþróttamenn, sem keppa munu fyrir íslands hönd á ólymp- íuleikunum í Seoul, eru nú í þann veginn að leggja af stað í langt ferðalag til Suður-Kóreu. Fjöldi íþróttamannanna er sá sami og fór á síðustu ólympíuleika í Los Ange- les. Það er hins vegar staðreynd að í dag eigum við mun betri íþrótta- menn og til þeirra eru gerðar enn meiri kröfur en í Los Angeles. Von- andi tekst okkar fólki vel upp í Seoul og vonandi skilar allt erfiðið sér í viðunandi árangri þegar upp verður staðið í október. Stefán Kristjánsson l- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.