Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 35
LAUGARÐAGUR lO.i SEPTEMBER-1988. 51 Úlfur í sauðargæru í Sjónvarpinu: Morð en ekkert lík Morð en ekkert lík, aðeins bréf með nafni ungrar konu sem er horfin. í bréfinu er því haldið fram að konan hafi verið myrt, en hún gæti líka hafa farið á flakk með einum af mörgum elskhugum sín- um. Nema einhver þeirra hafi myrt hana. Þetta er gátan sem Reg Wexford lögregluforingi glímir við í bresku sjónvarpsþáttunum sem hér hafa fengið nafnið Úlfur í sauðargæru. Þættirnir eru alls fjórir og hafa tveir þegar verið sýndir. Þeir eru á dagskrá þriðjudagsins í Sjónvarp- inu. Úlfur í sauðargæru er ósvikin bresk morögáta. Söguþráöurinn er hægur en markviss og framleið- endurnir lofa óvæntum endi. Konur með reyfara á heilanum Lögregluforinginn Wexford hef- ur á síðustu árum skipað sér í þann fríða flokk sem breskir lesendur sakamálasagna hafa tekið ástfóstri við. Hann hefur verið söguhetjan í 13 reyfurum eftir Ruth Rendell. Lögregluforinginn Wexford er til- brigöi viö sama stef og skáldsystur Rendell á borð við Agötu Christie og P.D. James hafa endalaust ort við. í Úlfi í sauðargæru ieikur George Baker lögregluforingjann Wexford. Eftir að Baker kom fram í hlut- verki Wexford hafa sjónvarps- áhorfendur í heimalandi hans bo- rið þessa nýju lögregluhetju saman við helsta keppinautinn Adam Dal- gleish, sem Roy Marsden leikur. „Það eru varla til ólíkari persón- ur,“ var skoðun George Baker þeg- ar hann var beðinn um að lýsa þessum sjónvarpshetjum. „Dal- gleish er miklu snarpari náungi og fljótari að átta sig á hlutunum. A yfirborðinu er Wexford mjög hæg- látur maður en hann vinnur þrot- laust. Hann er sveitalögga og vill vinna máhn með hægöinni. Hann er gamaldags í háttum og ákaflega traustur." Wexford lögregluforingi á að starfa í Kingsmarkham, ímynduð- um smábæ í Sussex á Englandi. Baker býr á þeim sömu slóðum sjálfur og er því ekki ókunnugur lífsmátanum þar. Hann hefur einn- ig tamið sér talsmáta manna í hér- aðinu því á hreimnum heyrist hvaðan hann er. Þetta er ekki það mál sem Baker talar. Hann varð því að leggja hart að sér til að ná hreimnum. „Mér fannst ómögulegt annað en að Wexford talaði með hreim síns héraðs,“ segir Baker. „Þessi maður hlýtur að vera fæddur í Kings- markham og þar hefur hann ahð ahan sinn aldur. Ég hef trú á að hann hafi ungur orðið lögreglu- maður og unnið sig hægt óg bítandi upp í stöðu lögregluforingja. Hann er ekki dæmigerður lögreglufor- ingi eins og þeir birtast í sjón- varpinu. Hanri er miklu meira. Wexford er mikhl fjölskyldumað- ur og heldur mikiö upp á bama- börnin sín. Honum þykir gott aö fá sér í staupinu og er veikur fyrir góðum mat. Við Wexford erum mjög líkir menn. Það er ábyggilega þess vegna sem ég fékk hlutverk- ið.“ Veikirfyrirmat „Við erum báðir ákaflega veikir fyrir mat. Ég þyngist af því einu að horfa á matarboröiö. Við félag- amir emm því alltaf í megrun, með takmörkuðum árangri. Munurinn á okkur Wexford er þó sá að ég sé um aha matseld á mínu heimili og kaupi ahtaf inn. Wexford er ekki maður sem eldar. Ég legg það á mig að hlaupa átta khómetra á hverjum degi þótt rikaminn sémjög á móti því og vhji heldur ganga og þá bara stutt í einu.“. George Baker er 64 ára gamari. Hann fæddist í Búlgaríu þar sem faðir hans gegndi störfum fyrir ut- anríkisþjónustuna. Aht frá því Ba- ker var í Búlgaríu hefur hann haft mikið dálæti á búlgörskum mat, sérstaklega þeim sem gerður er úr jógúrt. „Ég held samt mest upp á hefðbundinn enskan mat og því meir sem ég eldist meira,“ segir Baker. í sjónvarpsþáttunum á Wexford lögregluforingi tvær dætur en Ba- ker á fimm. Fjórar þeirra átti hann með Júhu Spuires, fyrri konu sinni, en þá flmmtu með eiginkon- unni, Sahy Home leikkonu. „Dætur mínar eru mjög nútímalegar. Þær eru ahar ógiftar," segir Baker. „Ég á hins vegar tengdasyni og eitt bamabam. Ég er einmitt maðurinn th aö vera afi. Sara, yngsta dóttir mín, er 19 ára. Hún er nú á leið th náms í Oxford og þar með verða allar dætumar farnar að heiman.“ Náunginn semallir treysta Baker hefur mjög ákveðnar hug- myndir um manninn sem hann leikur í sjónvarpsþáttunum. „í mínum augum er hann ákaflega traustur náungi,“ segir Baker. „Hann á auðvelt með að umgangast fólk og er vinur allra á kránni sem hann sækir. Þar eru smáþorpar- amir sem hann fæst við daglega í vinnunni meðtaldir. Hann er mjög venjulegur maður. Þaö er ég hka. Ég heiti George sem er ósköp hversdagslegt nafn. Á kránni sem ég sæki eram við þrír sem heitum þessu nafni: George kennari, George barþjónn og ég. Ég hef reyndar ekki drukkið bjór í langan tíma því ég komst að því að hann er mjög fitandi - því mið- ur. Ég var mikiri bjórmaður og þótti gott að bæta á mig kohu og kollu. Núna læt ég mér nægja gin og tónik þótt það sé miklu verra." Wexford lögregluforingi er mikih bókmenntamaöur. í stofunni hjá honum eru bækur upp um alla veggi og Shakespeare er í mestu uppáhaldi. George Baker er skáld og leikritahöfundur. Árið 1980 sýndi breska sjónvarpið leikritiö The Fatal Spring, eftir hann. Leik- ritið þótti vel heppnaö og vann til verðlauna. Sem ungur maður var Baker í röð efnilegustu kvikmyndaleikara Breta. Hann fékk alltaf hlutverk hörkutóla sem honum líkaöi ekki of vel. Hann þótti standa sig best í myndunum Dam Busters sem frumsýnd var árið 1954, og A Hih in Korea frá árinu 1956. Eftir þetta hætti Baker kvikmyndaleik og fór að vinna í leikhúsunum í Lundún- um. Hann lék mikið á sviði og tók einnig að sér leikstjóm og samdi nokkur leikrit. Fyrir átta áram hætti hann aö leika a sviði og gefur þá skýringu að leikhúsin hafi verið aritof alvarleg. Þá er ótalið að Baker er með af- kastamestu sjónvarpsleikurum. Hann hefur komið fram í 96 myndaflokkum og leikritum. Ef th vill muna einhverjir eftir honum í Ég Kládíus, þar sem hann lék Tí- berius keisara. Þá lék hann í Dr. Who, The Gentle Touch og Ðead Head. - „Ég skrifa mikið núna,“ segir Baker. „Ef svo fer að Wexford verð- ur fastagestur á sKjánum þá hefði ég ekkert á móti því að leika hann áfram. Þá væri ég með annan fót- inn í leiklistinni og gæti þess á- mhli sinnt ritstörfum.“ Auga fyrir smáatriðum Þótt Ruth Rendell hafi skrifað margar sögur af Wexford og öðram lögregluhetjum, þá hafa sögur hennar lítiö verið notaöar í sjón- varpsmyndir. Þær hafa þó notið vinsælda og henta ágætlega fyrir sjónvarp. Eftir að lokið var við Úlf í sauðargæru ákvað BBC að gera þáttaröð byggða á sögunni Lake of Darkness, eftir Renderi. Wexford lögregluforingi á því ef th vill eftir ' að birtast oftar á skjánum hér. Rendell þykir mjög myndrænn höfundur. Hún lýsir öllu umhverfi í smáatriðum og htnum á hári manna, augum og fótum. Hún lýsir jafnt bílum sem veggfóðri í smá- atriðum. Hún hefur líka auga fyrir að byggja upp spennu og í sögum hennar skipta jafnvel minnstu smáatriði máli. Gagnrýnendur í Bretlandi segja aö hún byggi sögur sínar upp eins og myndagátur. í sögum Rendell kemur Wexford lögregluforingi fyrir sem mjög feit- ur maður. Hann á að vera mjög sundurgerðarlaus í klæðaburði og fátt óvenjulegt í fari hans. Sumir aðdáendurnir segja að Baker sé of grannur til að fara með hlutverkið og alltof litríkur. Aðrir segja að hann sé fæddur í hlutverkiö. Svo eru líka þeir sem segja aö það sé móðgun við hvaða leikara sem er að bjóöa honum hlutverk Wex- ford, eins og honum er lýst í bókum Rendell. Hún kynnti hann þannig til sögunnar: „Hann er stórvaxinn og klunnalegur, húöin grá og hrukkótt og þríhyrnd eyran standa aíkáraleg út í loftið.“ Sjálfsagt þarf kjark til að taka að sér shkt hlut- verk. -GK George Baker i hlutverki Reg Wexford lögregluforingja og Christopher Ravenscroft i hlutverki aðstoðarmannsins, Mike Burden.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.