Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 13
.8861 aaaMaTqag .01 jwoacihaöuaj
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988.
13
Fréttir
Hellurnar undir rólunum á leikvellinum við Lambastaðabraut á Seltjarnarnesi eru framleiddar úr hjólbörðum bila.
Þarna er nýjung í endurvinnslu á ferðinni sem getur losað okkur við dekkjahaugana og aukið öryggi á leikvöllum
og við sundlaugar DV-mynd GVA
Til forsvarsmanna sveitarfélaga
Fjárveitinganefnd Alþingis mun sinna viðtölum við
sveitarstjórnarmenn vegna fjárlaga 1989 frá 3. októb-
er-7. október nk.
Þeir sveitarstjórnarmenn sem telja sérstaka þörf á að
ganga á fund nefndarinnar skulu hafa samþand við
starfsmann hennar, Ásdísi Sigurjónsdóttur, í síma
25000 (428) eða síma 11560 (213), í síðasta lagi
23. sept. nk.
Skrifleg erindi skulu hafa borist nefndinni í síðasta
lagi 15. nóvember nk.
Bent er á að nauðsynlegt er að skrifleg erindi til
nefndarinnar séu vel úr garði gerð og ólíkir málaflokk-
ar séu aðskildir í sérstökum erindum og að greinilega
komi fram um hvaða fjárhæðir er að ræða. Afrit af
erindum sem send hafa verið til viðkomandi fagráðu-
neyta ættu að vera fullnægjandi.
Fjárveitinganefnd Alþingis
Nýjung í endurvinnslu:
Framleidd-
ar gúmmí-
hellur
úr hjól-
börðum
bíla
NI55AIM
MICRA
ÁRGERÐ 1989
NÚ Á BETRA VERÐI EN NOKKRU SINNI FYRR
Á Akureyri hefur Gúmmívinnslan
hf. hafið framleiðslu á gangstéttar-
hellum og flísum sem unnar eru úr
hjólbörðum bíla. Gúmmihellurnar
eru nýjung hér á landi og þó víðar
væri leitað en aðeins þrír aðilar
framleiða hellur og flísar á þennan
hátt í heiminum í dag. Þessar hellur
hafa hentað vel þar sem vatnsgangur
er mikill, við sundlaugar og heita
potta, þar sem börn eru að leik og
víðar.
Nýlega voru lagðar gúmmíhellur
við leiktæki á leikvellinum við
Lambastaðabraut á Seltjarnamesi og
á einkaleikvelli við Granaskjól í
Reykjavík. Eins eru notaðar gúmmí-
hellur við heita potta á heimilissýn-
ingunni.
„Að detta úr eins metra hæð á
steinhellu jafngildir því að detta úr
um 5 metra hæð á gúmmíhellu. Þetta
hafa þýsku neytendasamtökin reikn-
að út. Gúmmíhellurnar henta því
mjög vel við leikvelli. Af öðrum kost-
um gúmmíhellnanna má nefna
sveigjanleika, sem kemur fram í end-
ingu, og hversu stamar þær eru sem
kemur fram í öryggi.“ sagði Þórarinn
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Gúmmívinnslunnar á Akureyri, við
DV.
Um 85 prósent hráefnisins í þeim
hellum og flísum sem fyrirtækið
framleiðir eru gamlir bílahjólbarðar.
Restin er hernaðarleyndarmál.
„Við erum eini aðilinn hér á landi
sem er í því sem kalla má alvöru-
endurvinnslu þar sem við framleið-
um nýtanlega vöru úr hráefninu en
ekki hráefni til frekari vinnslu. Það
sem er sniðugt við þetta er að við
losum bæjarfélögin við úrgang sem
þau eru í vandræðum með og fram-
leiðum um leið vöru sem hefur
marga ágæta eiginleika og í ýmsum
litum. Það hlýtur að vera áhugamál
í framtíðinni og við teljum okkur
vera að sinna því.“
Á bak við framleiðslu flísanna ligg-
ur 5 ára þróunarstarf sem fyrirtækiö
hefur unnið ásamt sænskum eignar-
aðila í fyrirtækinu og efnaverksmiðj-
unni Sjöfn á Akureyri. Hið opinbera
hefur hvergi komið nærri. Gúmmí-
hellumar eru dýrar í framleiðslu og
kosta meira en steinhellur en Þórar-
inn telur kosti gúmmísins brúa verð-
bilið að öllu leyti.
Hvað varðar framleiðslumagn í
framtíðinni fer ekki á milli mála aö
nóg er til af hráefni í gúmmíhellur
hér á landi.
TEG.
STAÐGR.VERÐ
FULLT VERÐ
NISSAN MICRA 1.0 DX, 4RA GÍRA
NISSAN MICRA 1.0 GL, 5 GÍRA
NISSAN MICRA 1.0 GL
SJÁLFSKIPTUR
NISSAN MICRA 1.0
SPECIAL VERSION
410.000.- 423.000.-
427.000.- 441.000,-
474.000.- 489.000.- ytty
460.000.- 475.000.-
yVj
oq > V
...OG KJÖRIN ERU HREINT ÓTRÚLEGI
NISSAN, MEST SELDIJAPANSKI
BÍLLINN í EVRÓPU
Ingvar
Helgason hf.
Sýningarsalurinn,
Rauðagerði
Sími: 91 -3 35 60
^■■■■■■■■■■■■■■■i
-hlh