Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Blaðsíða 15
MíUGAHDAGURIMj SEPTEMBBR Í1S88Í
&
Þegar tröllið yaknaði
Svo er ríkisstjórninni fyrir að
þakka að gúrkutíð hefur verið
minni hjá íslenskum fréttamönn-
um í sumar en flest undanfarin ár
en sumrin eru fréttamönnum oft
erfið. Vanalega lagast ástandið
ekki fyrr en þing kemur saman í
byrjun október en þar sem ekkert
lát er á calypso-dansi ríkisstjórnar-
innar er góð tíð hjá fréttamönnum.
Og ekki var það verra þegar „ris-
inn“ i þjóðfélaginu, Alþýðusam-
band íslands, vaknaði af löngum
svefni og bylti sér með smátitringi.
Allt svona er vel þegið hjá boð-
berum tíðinda þegar samkvæmt
lögmálinu á að vera gúrkutíð.
Hvemig svo sem hugur almenn-
ings í landinu er til þeirra manna,
sem séð hafa okkur fyrir fréttum
undanfarnar vikur, þori ég að full-
yrða að hugur fréttamanna til
þeirra er hlýr.
Rumskað eftir langan
svefn
í heilan áratug má segja að Al-
þýðusamband íslands hafi sofið
værum svefni. „Risinn" var að vísu
lítils háttar kitlaður í nefið í vetur
er leið en það var ekki meira en
þegar venjulegur maður fær fiður-
korn upp að nösinni. „Risinn"
hnerraði ekki einu sinni. En Þor-
steini Pálssyni forsætisráðherra
tókst að vekja hann á dögunum,
rétt svona eins og þegar maður er
vakinn tímanlega til að fara í vinn-
una. Það eru nefnilega ekki nema
rúmir tveir mánuðir þar til þing
Alþýðusambandsins verður haldið.
Og það er aldrei að vita nema þau
fiðurkorn, sem kitluðu nef „risans"
í vetur, fari alveg upp í nefið á
ASÍ-þinginu og að hann hnerri. Svo
mikill gæti hnerrinn orðiö að þeir
sem næst „risanum" standa fiúki.
Því er betra að vakna tímanlega
og taka sig til áður en til þings kem-
ur. Þeir sem setiö hafa í mjúkum
sætum upp við sofandi risann og
látið fara vel um sig í skjóli hans
vilja ógjarnan lenda á vergangi og
að einhveijir aðrir setjist í sætin
þeirra.
Þjóðarsátt og blómvöndur
I áratug, eða alveg frá því verka-
lýðshreyfmgin beitti sér gegn ríkis-
stjórn Geirs Hallgrímssonar, hefur
það verið hlutverk forystumanna
Alþýðusambandsins að gangast
fyrir og taka þátt í þjóðarsátt um
allt milli himins og jarðar. Þar fyr-
ir utan hefur forystan látið munn-
leg eða skrifleg mótmæli nægja
þegar kjör umbjóðenda þeirra hafa
verið skert, svo sem átti sér stað
vorið 1983. Að vísu tók hún aðeins
við sér og færði Matthíasi Bjama-
syni, þáverandi ráðherra, blóm-
vönd fyrir að standa við nýgerða
samninga. Þeir hafa sennilega ekki
munað eftir því að Matthías er af
gamla skólanum, heiðarlegur mað-
ur sem stendur við þá samninga
sem hann gerir.
Nú er, eins og fyrr segir, alþýðu-
sambandsþing fram undan en það
veröur haldið í nóvember næst-
komandi að öllu óbreyttu. Sá órói,
sem varð hjá nokkrum verkalýðs-
félögum á síðastliðnum vetri í
kringum gerð kjarasamninga, hef-
ur farið fyrir brjóstiö á forystu-
mönnum ASÍ. Þeir óttast að undir-
aldan geti orðið að broti sem skell-
ur á þinginu í nóvember. Þess
vegna er lífsmark með forystu-
mönnunum um þessar mundir og
verður það fram að þinginu.
„Ber er hver að baki“
-Sá póhtíski ágreiningur, sem upp
kom í miðstjóm ASÍ um það hvort
ræöa skyldi við ríkisstjórnina um
lækkun launa, verðlags og vaxta,
er sá fyrsti sem upp kemur í mið-
stjórninni síðan ríkisstjórn Gunn-
ars Thoroddsens var mynduð 1980.
Alþýðubandalagsmenn voru and-
vígir viðræðum en urðu undir og
viðræöur hófust. Þegar Þorsteinn
Pálsson forsætisráðherra lýsti því
yfir að niðurfærsluleiðin væri ekki
fær nema verkalýðshreyfingin
samþykkti hana var hann í raun
að -lýsa því yfir að hann vildi ekki
fara niðurfærsluleiðina. Þorsteinn
vissi vel að miðstjórn Alþýðusam-
bandsins gat aldrei samþykkt 9%
launalækkun umbjóðenda sinna
tveimur mánuðum fyrir alþýðu-
sambandsþing.
Það var því ákveðin björgun fyrir
Þorstein að láta miðstjórnina hafna
viðræðum um launalækkun en um
leið rétti Þorsteinn Ásmundi Stef-
ánssyni, forseta ASÍ, það hálmstrá
sem hann vantaði. Eftir að Ás-
mundur varð undir ásamt flokks-
bræðrum sínum á miðstjórnar-
fundinum fræga hafði hann ásamt
þeim einangrast nokkuð. Spum-
ingaleikurinn, sem Ásmundur fór
í við forsætisráðherra, skipti aldrei
neinu máh. Aftur á móti sá hann
strax að hann gæti lagt fram tillögu
á miðstjórnarfundinum síðasthð-
inn mánudag um að miðstjórnin
væri ekki tilbúin til viðræðna um
launalækkun, enda hggja víða
leyniþræðir. Að auki var ljóst að
sjálfstæðismenn í miðstjórn ASÍ
myndu samþykkja þá tillögu Þor-
steins vegna. Þar með höfðu þeir
bjargað hvor öðrum, Þorsteinn og
Ásmundur.
Eftirleikurinn
Þar með er ekki sagt að allt sé
fahiö í ljúfa löð með forráðamönn-
um Alþýðusambandsins. Þingið er
fram undan og ekki hggja fyrir
hreinar hnur hver styður hvern á
því þingi. Vitað er að staða Ás-
mundar Stefánssonar sem forseta
Laugardagspistill
Sigurdór Sigurdórsson
sambandsins er veikari en áður
hefur verið. Það eru einkum for-
menn félaga innan Verkamanna-
sambandsins, sem eru með fisk-
vinnslufólk í meirihluta, sem eru
honum andsnúnir eftir tvær síð-
ustu samningaloturnar sem Ás-
mundur stýrði. Hann var enda ekki
kallaður til við gerð kjarasamninga
þessara félaga í vetur er leið. Mest-
an stuðning á Ásmundur hjá for-
ráðamönnum iðnaðarmannafélag-
anna. Samband verslunarmanna
getur því ráðið úrslitum við kjör í
trúnaðarstöður á alþýðusam-
bandsþinginu ef ekki myndast þar
einhver flokkspólitísk blokk sem
allt eins má þó gera ráö fyrir.
Vitað er að alþýðuflokksmenn
horíðu góðlega til forsetastóls Al-
þýðusambandsins fyrr á árinu. Þá
voru uppi raddir um að Karl Stein-
ar Guönason myndi bjóða sig fram
gegn Ásmundi. Hann mun nú af-
huga því, einkanlega vegna þess
að búist er við að Kjartan Jóhanns-
son verði senn bankastjóri. Þar
með er Karl oröinn fyrsti þingmað-
ur krata á Reykjanesi. Auk þess er
hann formaöur Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur og forseti
efri deildar Alþingis. Það yrði því
einum of mikið fyrir Karl að gerast
líka forseti ASÍ.
Eftir að Karl gerðist afhuga for-
setaembættinu hefur ekki verið
bent á neinn annan alþýðuflokks-
mann sem hugsanlega yrði fenginn
í framboð.
Fyrir jafnþýðingarmikla sam-
komu og þing Alþýðusambandsins
eiga sér alltaf staö þreifingar bak
viö tjöldin ahlöngu áður. Síðan
hefst baktjaldamakkið fyrir alvöru
eftir því sem nær dregur þinginu.
Þreifingarnar eru byrjaðar en bak-
tjaldamakkiö ekki að neinu marki.
Fagleg eöa pólitísk blokk
Þegar upplausnin var hvað mest
innan Verkamannasambandsins í
byrjun ársins voru þær raddir há-
værar sem vildu stofna samband
fiskvinnslufólks. Þær hljóðnuöu, í
bih að minnsta kosti, eftir að
ákveðið var að deildaskipta Verka-
mannasambandinu. Hins vegar er
vitað að þessar raddir eru ekki
þagnaðar. Þeir eru til sem halda
því fram að í fyrsta skipti í áratugi
geti það gerst að í stað pólitísks
meirihluta myndist að þessu sinni
faglegur meirihluti á þinginu. Ef
svo fer er hreint ómögulegt að geta
sér til um hvað gerist.
Hinu mega menn ekki gleyma að
Ásmundur Stefánsson og mið-
stjórn Alþýðusambandsins hafa
verið stjórnvöldum afskaplega þæg
á síðasta áratug. Tillitssemi og
þjóðarsátt um allt mögulegt sýnir
það best. Heimtufrekja um að bæta
hag hinna lægst launuðu hefur
ekki vaðið uppi nema í ræðum á
hátíðarstundum. Ef ríkisstjórn
Þorsteins Pálssonar lifir af þá dans-
syrpu, sem nú stendur yfir, má
fastíega gera ráð fyrir að stjómar-
flokkamir, allavega Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur,
geti hugsað sér Ásmund áfram í
forsetastóli. - jafnvel þótt öllu öðru
samstarfi viö Alþýðubandalagið
innan ASÍ yrði hafnað. Ég býst hka
við að ríkisstjórnin myndi-gjarnan
vilja óbreytta miðstjórn sambands-
ins næstu fiögur árin en því veröur
ekki til að dreifa.
Breytingar á miðstjórn
Hvort sem einhver býður sig
fram gegn Ásmundi eða ekki er
óhætt að fullyrða að fram undan
er átakaþing. Sú samstaða, sem
veriö hefur innan miðstjórnar ASÍ
í áratug eða svo, beið skipbrot á
dögunum. Vitað er að fyrir dymm
standa ahmiklar mannabreytingar
í miðstjórninni. Nokkrir sem þar
hafa setið lengi hafa ákveðið að
gefa ekki kost á sér áð þessu sinni.
Með vissu er hægt aö nefna þar
Guömund J. og Guöjón Jónsson.
Vitað er að kratar hafa viljað að
Guðríður Elíasdóttir, annar vara-
forseti, hætti en hún mun ekki vhja
það og ólíklegt að við henni verði
hróflað. Ekki er vitaö hvort Björn
Þórhallsson, fyrsti varaforseti, gef-
ur kost á sér áfram. Raddir hafa
verið uppi um að hann æth ekki
að gera það og aö Magnús L.
Sveinsson, formaður VR, taki sæti
hans í miðstjórn. Fleiri miöstjóm-
armenn, sem hafa hug á aö hætta,
hafa verið nefndir en það hefur
ekki fengist staðfest.
Að kunna að reikna
Því er haldið fram að gerð kjara-
samninga sé orðin svo flókið mál
að ekki sé nema fyrir sérfræðinga
að fást við það verk. Það þurfi há-
skólamenntað fólk á borð við Ás-
mund Stefónsson til aö stýra Al-
þýðusambandi íslands. Állavega
þurfi forsetinn að vera reiknings-
glöggur maður og jafnvel hörðustu
andstæðingar Asmundar viður-
kenna að hann kunni vel að reikna.
Vel má vera að þetta sé rétt en þá
má líka segja sem svo aö verkalýðs-
hreyfingin sé komin út á hættulega
braut ef úthokað er að menn úr
hennar röðum geti sest í forsetastól
ASÍ. Andstæðingar þessarar kenn-
ingar segja aftur á móti að hvaða
hæfur maður sem er úr röðum
verkafólks geti setið í forsetastóh.
Hann þurfi bara aö fá sér til aðstoð-
ar fólk sem reiknar vel eins og
Ásmundur.
Óvinsælar efnahagsráðstafanir
verða gerðar á næstu dögum ef að
líkum lætur. Þá mun „risinn“
rymja hátt, jafnvel ógurlega á
stundum. Hann mun láta illa alveg
fram að þinghaldinu í nóvember.
Afar hæpið er aö hann muni fara
út í einhvern slag við ríkisstjóm-
ina. Hann mun sennilega bara
hvæsa og urra dálítið enda verður
að halda áfram þeirri sýningu sem
hófst með spurningaleiknum á dög-
unum. Þorsteinn Pálsson og ráð-
herrar hans geta því eflaust verið
alveg rólegir. í mesta lagi gæti
komið til óróa í einu og einu verka-
lýðsfélagi sem alþýðubandalags-
menn ráða fyrir, menn sem ekki
eru á bandi Ásmundar Stefánsson-
ar. Líklegt er því að svo fari á næstu
vikum eins og segir í gömlum hús-
gangi:
Þægheg er þjóðarsátt
þótt í reipum syngi.
Við munum bara hafa hátt
og hamast fram að þingi.
Sigurdór Sigurdórsson