Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Qupperneq 13
.8861 aaaMaTqag .01 jwoacihaöuaj LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. 13 Fréttir Hellurnar undir rólunum á leikvellinum við Lambastaðabraut á Seltjarnarnesi eru framleiddar úr hjólbörðum bila. Þarna er nýjung í endurvinnslu á ferðinni sem getur losað okkur við dekkjahaugana og aukið öryggi á leikvöllum og við sundlaugar DV-mynd GVA Til forsvarsmanna sveitarfélaga Fjárveitinganefnd Alþingis mun sinna viðtölum við sveitarstjórnarmenn vegna fjárlaga 1989 frá 3. októb- er-7. október nk. Þeir sveitarstjórnarmenn sem telja sérstaka þörf á að ganga á fund nefndarinnar skulu hafa samþand við starfsmann hennar, Ásdísi Sigurjónsdóttur, í síma 25000 (428) eða síma 11560 (213), í síðasta lagi 23. sept. nk. Skrifleg erindi skulu hafa borist nefndinni í síðasta lagi 15. nóvember nk. Bent er á að nauðsynlegt er að skrifleg erindi til nefndarinnar séu vel úr garði gerð og ólíkir málaflokk- ar séu aðskildir í sérstökum erindum og að greinilega komi fram um hvaða fjárhæðir er að ræða. Afrit af erindum sem send hafa verið til viðkomandi fagráðu- neyta ættu að vera fullnægjandi. Fjárveitinganefnd Alþingis Nýjung í endurvinnslu: Framleidd- ar gúmmí- hellur úr hjól- börðum bíla NI55AIM MICRA ÁRGERÐ 1989 NÚ Á BETRA VERÐI EN NOKKRU SINNI FYRR Á Akureyri hefur Gúmmívinnslan hf. hafið framleiðslu á gangstéttar- hellum og flísum sem unnar eru úr hjólbörðum bíla. Gúmmihellurnar eru nýjung hér á landi og þó víðar væri leitað en aðeins þrír aðilar framleiða hellur og flísar á þennan hátt í heiminum í dag. Þessar hellur hafa hentað vel þar sem vatnsgangur er mikill, við sundlaugar og heita potta, þar sem börn eru að leik og víðar. Nýlega voru lagðar gúmmíhellur við leiktæki á leikvellinum við Lambastaðabraut á Seltjarnamesi og á einkaleikvelli við Granaskjól í Reykjavík. Eins eru notaðar gúmmí- hellur við heita potta á heimilissýn- ingunni. „Að detta úr eins metra hæð á steinhellu jafngildir því að detta úr um 5 metra hæð á gúmmíhellu. Þetta hafa þýsku neytendasamtökin reikn- að út. Gúmmíhellurnar henta því mjög vel við leikvelli. Af öðrum kost- um gúmmíhellnanna má nefna sveigjanleika, sem kemur fram í end- ingu, og hversu stamar þær eru sem kemur fram í öryggi.“ sagði Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar á Akureyri, við DV. Um 85 prósent hráefnisins í þeim hellum og flísum sem fyrirtækið framleiðir eru gamlir bílahjólbarðar. Restin er hernaðarleyndarmál. „Við erum eini aðilinn hér á landi sem er í því sem kalla má alvöru- endurvinnslu þar sem við framleið- um nýtanlega vöru úr hráefninu en ekki hráefni til frekari vinnslu. Það sem er sniðugt við þetta er að við losum bæjarfélögin við úrgang sem þau eru í vandræðum með og fram- leiðum um leið vöru sem hefur marga ágæta eiginleika og í ýmsum litum. Það hlýtur að vera áhugamál í framtíðinni og við teljum okkur vera að sinna því.“ Á bak við framleiðslu flísanna ligg- ur 5 ára þróunarstarf sem fyrirtækiö hefur unnið ásamt sænskum eignar- aðila í fyrirtækinu og efnaverksmiðj- unni Sjöfn á Akureyri. Hið opinbera hefur hvergi komið nærri. Gúmmí- hellumar eru dýrar í framleiðslu og kosta meira en steinhellur en Þórar- inn telur kosti gúmmísins brúa verð- bilið að öllu leyti. Hvað varðar framleiðslumagn í framtíðinni fer ekki á milli mála aö nóg er til af hráefni í gúmmíhellur hér á landi. TEG. STAÐGR.VERÐ FULLT VERÐ NISSAN MICRA 1.0 DX, 4RA GÍRA NISSAN MICRA 1.0 GL, 5 GÍRA NISSAN MICRA 1.0 GL SJÁLFSKIPTUR NISSAN MICRA 1.0 SPECIAL VERSION 410.000.- 423.000.- 427.000.- 441.000,- 474.000.- 489.000.- ytty 460.000.- 475.000.- yVj oq > V ...OG KJÖRIN ERU HREINT ÓTRÚLEGI NISSAN, MEST SELDIJAPANSKI BÍLLINN í EVRÓPU Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -3 35 60 ^■■■■■■■■■■■■■■■i -hlh
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.