Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Page 2
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988. Fréttir Alyktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva: Núverandi skilyrði beinlínis hættuleg framtíð þessa lands Jónas Fr. Jónssan, DV, Stykkishólmi: ,Samtök fiskvinnslustööva fara ekki fram á rekstrargrundvöll fyrir öll fiskvinnslufyrirtæki heldur að- eins aö fiskvinnslan verði í heild rek- in með hagnaði. Núverandi skilyrði með hallarekstur og vályndar horfur á erlendum mörkuðum eru ekki ein- ungis algjörlega óviðunandi heldur beinlínis hættuleg framtíð þessa lands," segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva í Stykkishólmi í gær. Samtökin telja að nú sé komið að krossgötum þar sem verðbólga sé meiri en í viðskiptalöndum okkar. Áður hafi íslendingar þolað slíkt vegna stöðugrar framleiösluaukn- ingar í sjávarútvegi en nú fari fiskafli minnkandi. Fundurinn telur þá fast- gengisstefnu, sem reynd hefur verið undanfarin ár meðan kostnaðar- hækkanir geisuðu innanlands, hafa skaðað útflutningsatvinnuvegina. Stöðugt gengi krónunnar standist ekki nema jafnvægi sé í öllum þátt- um efnahagslífsins. í ályktuninni segir aö ef verðbólga haldi áfram samhhða minnkandi fiskafla leiði það til hörmunga og atvinnuleysis. Hægt sé að fleyta sér áfram á lánum en samtökin hafna þeirri leið. „Aðeins einn mælikvarði verður lagður á stjómvöld, hvemig þau duga í baráttunni við verðbólg- una.“ - Samtökin benda á að reka verði ríkissjóð með tekjuafgangi og taka fyrir aukningu á erlendum lánum og telja „að þjóðarvakning í baráttu við verðbólgu, sem hæfist með niður- færslu launa, verðlags og vaxta, sé farsælasta leiðin í efnahagsmálum. Þannig verði óumflýjanleg kjara- skerðing léttbærust fyrir launþega þessa lands,“ segir í ályktun- inni. Aðalfimdur Samtaka fiskvinnslustöðva: Hlutverk samtakanna er að sameina fiskvinnsliifyrirtæki ------------ Violli ficb-ínrmolnnnar mirSofS \riA nií. Viorr rrvoinorimi'i*' i C s Jónas Fr. Jónssan, DV, Stykkishólmi: Fiskvinnslufyrirtæki er einka-, hluta-, sameignar- eða sameignarfé- lag sem vinnur að framleiðslu eða sölu á sjávarafurðum. Þessa skil- greiningu er að finna í nýsamþykkt- um lögum Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Þau gömlu þóttu úrelt og voru tekin til gagngerðrar endur- skoðunar, meira aö segja nafni fé- lagsins var breytt, það var áður Sam- band fiskvinnslustöðvanna. Hlut- verk samtakanna er samkvæmt lög- unum að sameina öll fiskvinnslufyr- irtæki í ein samtök og vera málsvari þeirra út á við. í ársskýrslu stjómar- innar, sem samþykkt var, segir að halli fiskvinnslunnar miðað við nú- verandi aðstæður sé tveir milljarðar á ári og er hlutur frystingarinnar þar langmestur en hún er rekin með 12% halla, söltunin með 1% halla og fisk- vinnslan samanlagt með 8% halla. í skýrslunni kemur fram að laun í fiskvinnslu hafa hækkað um tæp 18%, fiskverð um tæp 8% og annar kostnaður um 15 til 30%. Fjármagns- kostnaður hefur vaxiö gífurlega vegna mikillar birgðasöfnunar tap- reksfrar og hárra raunvaxta. Á sama tíma hafa orðið verulegar lækkanir á sjávarafurðum erlendis. Segir í skýrslunni aö íslensk fiskvinnsla muni stöðvast á næstu vikum verði ekki gripið til ráöstafana sem bæta hag greinarinnar. Annað sem gerir útlitið dökkt á næsta ári er fyrirsjáanlegur sam- dráttur í þorskveiðum á næsta ári, mögulegar verðlækkanir á frystum sjávarafurðum á Bandaríkjamarkaði og ótryggt verð í Evrópu. í skýrslunni kemur fram ánægja með störf starfsfræðslunefndar fisk- vinnslunnar. Á vegum hennar hafa fiögur þúsund fastráönir starfsmenn lokið tilskildum námskeiðum en ætla má aöqsamtals vinni niu þúsund manns í fiskvinnslu hérlendis. Und- irbúningur er að hefiast að gerð námsefnis fyrir starfsmenn í fiski- mjölsverksmiðjum og fyrstu nám- skeiðin hefiast á komandi vetri. Þetta er í fyrsta skipti sem aöal- fundur Samtaka fiskvinnslustöðva er haldinn utan Reykjavíkur en sam- tökin eru næststærstu samtök innan Vinnuveitendasambands íslands. Á fundinn mættu óvæntir gestir, for- menn stjómarflokkanna og lítill spörfugl sem flaug um salinn og einkum yfir borði sfiórnmálamann- anna. Höfðu menn á orði að vel hefði verið við hæfi að þetta heföi verið friðardúfa og sættir tækjust í Stykk- ishólmi. Steingrímur Hermgnnsson sagði að þetta væri að minnsta kosti ekki ránfugl. Stjómin endur- kjórin og óbreytt verkaskipting Jónas Fr. Jónsson, DV, Stykkishólrru: Stjóm Samtaka fiskvinnslu- stöðva var Kjörin á aðalfundi í Stykkishólmi í gær. Stjómin er skipuð sömu mönnum og sátu í henni á síöasta kjörtímabili og verkaskipting er hin sama. Form- aður er Arnar Sigurmundsson frá Samfirosti í Vestmannaeyjum, varaformaður Ágúst Sigurösson frá Hraöfrystistöðinni í Reykja- vík. Aðrir sfiómarmenn em Árni Guðmundsson, Skildi hf., Sauð- árkróki, Bryifiólfur Bjamason, Granda hf„ Konráð Jakopsson, Hraðfrystihúsinu hf., Hnifsdal, Kristján Guðmundsson, Fisk- verkun HeUissands, Sofianías Cecilsson, Fiskverkun S. Cecils- sonar, Grundarfirði, Þórbergur Þórarinsson, Fiskvinnsluimi hf„ Seyðisfirði, og Þorsteinn Áma- son, Utvegsmiðstöðinni hf„ Keflavík. Jarð- skjálfti í Grímsey Jarðskjálftakippir og órói fund- ust í Grímsey í gær. Haröasti kippurinn mældist vera 4,5 á Richter. Sá kippur kom klukkan 14.40. Annar veikari fannst klukkan 17.09. í gærkvöldi fór óróinn minnkandi. Ekki er vitað um neinar skemmdir af völdum jarðskjálft- anna. Veikur jarðskjálftakippur fannst einnig á Þórshöfn á Langa- nesi í gær. -sme Skákmótiö í Tilburg: Jóhann tapaði fýrir Portisch Jóhann Hjartarson mátti sætta sig við tap fyrir Portisch frá Ungverja- landi í 3. umferð stórmótsins í Til- burg í Hollandi. Jóhann var með svart í skákinni og sá ekki til sólar enda hefur honum ávallt gengið mjög illa gegn byijanasnillingnum Port- isch. Karpov, sem vann sína skák við Timman, er efstur með 2 Vi vinning eftir 3 umferðir. Jóhann er með einn vinning. -SMJ Skemmdarverk á ísafírði: Bíll fannst á kafi í höfninni Einhver hefur, annaðhvort af slysni eða í skemmdarhug, komið bíl í höfnina á ísafirði. Lögreglan hefur engan grunaöan en rannsókn máls- ins er skammt á veg komin. Bílhnn fannst í höfninni í gærmorgun. Hann hafði staðið á bryggjunni einn eða tvo daga. Bíllinn er mikið skemmdur. Sá sem kom bílnum í höfnina hafði ekki ráð- stöfunarrétt yfir honum. -sme Atta ára stúlka varð fyrir bíl Átta ára gömul stúlka hljóp fyrir bíl við Kennaraháskólann í hádeginu í gær. Stúlkan slasaðist og var flutt á slysadeild. Bílnum var ekið austur Flókagötu á hægri ferð þar sem hann var nýfarinn yfir hraðahindrun. Tal- iö er að hraðahindrunin hafi komið í veg fyrir alvarlegra slys en raun varð á. Þriggja bíla árekstur varö á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar um klukkan þijú í gærdag. Einn öku- maöur var fluttur á slysadeild. Bíl- arnir skemmdust mikið þar sem áreksturinn var nokkuð harður. -sme RHisber og kartöflur DV-mynd BB, ísafirði Regína Thararensen, DV, SeHosá: Bíllinn er mikið skemmdur eftir að hafa verið í sjó um hálfan sólarhring. Lögreglan leitar þess sem framdi þetta skemmdarverk. Góð rifsbeijaspretta er á Selfossi og hefur fólk verið við tínslu undan- fama daga því að berin eru orðin vel þroskuð. Einnig er góð kartöfluupp- skera og Selfossbúar löngu farnir að borða upp úr eigin görðum. Auðvitað finnst öllum bestar kartöflurnar úr sínum garði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.