Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Síða 7
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. 7 Fréttir Gott verð helst á fiskmarkaði í Parísarborg Að undanförnu hafa eftirtalin skip selt afla sinn erlendis: B.v. Sölvi Bjarnason seldi afla sinn í Grimsby 19. sept., alls 118 lestir, fyrir 8,6 millj- ónir kr. Meðalverð 73,80 kr. kg. B.v. Kambaröst seldi afla sinn í Bremer- haven, alls 144,6 lestir, fyrir 8,382 millj. króna. B.v. Hegranes seldi afla sinn í Cuxhaven 20. sept., alls 143,6 lestir, óseld voru 54 tonn. Seldur var 20 mest veiddu fisktegundirnar í heimshöfunum. Veiði í tonnum talin. Tegundir 1986 1985 1984 Alaska ufsi 6.758.902 6.132.334 5.986.318 Sardínur 5.191.036 4.733.862 5.156.086 Ansjósa 4.945.315 986.796 93.654 Sardínur 2.004.701 1.738.033 2.215.965 Þorskur 1.995.764 1.956.710 2.013.385 Makrill 1.957.658 2.148.841 2.324.010 Síld 1.536.291 1.431.619 1.203.654 Loðna 1.461.094 2.262.712 2.595.128 Túnfiskur 1.084.193 889.547 1.065.926 Sardínur 934.930 919.084 911.548 Meinhaddur 828.503 898.514 982.888 Kolmunni 809.915 665.995 611.220 Túnfiskur 774.362 705.590 614.450 Largehead hairtail 667.223 710.270 693.397 Ansjósa 665.716 597.669 836.159 Makríll 611.582 599.883 653.597 Kyrrahafs-ostrur 568.537 562.851 525.441 Lýsingur 539.998 541.815 493.204 Karfi 507.040 479.525 459.681 • fiskur úr gámum 19. sept., alls 307 lestir, fyrir 22,8 milljónir króna. Verð á ýsu 91,43 kr. kílóiö. Þorskur seldist á 73,62 kr. kg. Koli 70,67 kr. kg. Meöal- verð 74,43 kr. kg. Seldur var fiskur úr gámum 20. sept. ails 268 lestir fyr- ir 19,841 millj. kr. Verð á ýsu 82,14 kr. kg. Verð á þorski 74,66 kr. kg. Verð á kola 72 kr. kg. Verð á grálúðu 75,28 kr. kg. Blandaður flatfiskur 83,42 kr. kg. B.v. Viðey seldi afla sinn í Bremerhaven, alls 299 lestir, fyrir 14 millj. kr. Meðalverð 47 kr. kg. París: Ekki er útht fyrir annað en gott verö á fiski haldist á Rungis mark- aðnum. Að undanfórnu hefur verð á fiski verið gott og búist er við að það muni að minnsta kosti haldast og trúlega hækka með haustinu. Verðiö eins og það hefur verið aö undan- fórnu: Stór þorskur.....182 til 220 kr. kg. Innfluttur ufsi..101 til 131 kr. kg. Skötuselur.......473 til 546 kr. kg. Stór skötubörð...232 til 292 kr. kg. Norskur lax: 1-2 kg...........232 til 328 kr. kg. 4-6 kg...........505 til 539 kr. kg. Skoskur eldislax.,473 til 596 kr. kg. Flök: Þorskflök........218 til 262 kr. kg. Frönsk ufsaflök..,145 til 160 kr. kg. ’Lönguflök frönsk217 til 256 kr. kg. Malasía: Dönsk og Færeysk fyrirtæki hafa stofnað útgerðar- og fisklöndunar- fyrirtæki í samvinnu við malasísk fyrirtæki. Aðsetur þessa fyrirtækis verður í borginni Albaha, sem er á austurströnd Malasíu. Hlutur Dana og Færeyinga verður 20 millj. MR en ég hef ekki upplýsingar um hvað þetta er mikið í íslenskum kr. Áætlað er að landað verði hjá fyrirtækinu 100-200 lestum af fiski daglega. í frystigeymslum verður hægt að geyma 3000-4000 lestir af fiski. Af Þjóðir Veiði 1986 (tonn) Röð Veiði 1985 (tonn) Röð Japan 11.966.819 1 11.408.883 1 Sovétr. 11.259.955 2 10.522.831 2 Kína 8.000.063 3 6.778.819 3 Perú 5.609.588 4 4.135.718 6 Chile 5.571.638 5 4.804.430 4 USA 4.943.213 6 4.765.303 5 Suður-Kórea 3.102.542 7 2.650.026 8 Indland 2.925.347 8 2.824.347 7 Indonesía 2.521.190 9 2.339.068 11 Thailand 2.119.050 10 2.225.204 9 Filipseyjar 1.916.347 11 1.864.990 12 Noregur 1.898.383 12 2.119.011 10 Ðanmörk 1.871.349 13 1.752.559 14 Norður-Kórea 1.700.000 14 1.700.000 13 island 1.657.068 15 1.680.405 15 Kanada 1.466.635 16 1.418.455 16 Mexíkó 1.303.720 17 1.226.244 18 Spánn 1.303.488 18 1.337.738 17 Tævan 1.200.000 19 1.100.000 19 Ecuador 1.019.304 20 946.999 20 Bretland 855.891 21 898.443 22 Frakkland 850.000 22 844.318 23 Brasilía 847.889 23 839.224 24 S. Afrika Namibia 829.949 24 756.374 27 Víetnam 800.000 25 780.000 25 Bangiadesh 793.982 26 773.979 26 Pólland 645.220 27 683.455 28 Burma 643.750 28 643.750 29 Malasla 616.280 29 631.685 30 Marocco 595.868 30 473.160 334 Tyrkland 579.844 31 578.069 31 italía 547.606 32 574.998 32 Holland 454.778 33 504.181 33 Argentína 420.306 34 406.391 36 Pakistan 414.895 35 408.404 35 Portúgal 389.571 36 298.648 39 Færeyjar 353.668 37 372.889 37 Nýja Sjáland 339.563 38 304.550 38 Ghana 390.157 39 274.219 41 Venezuela 283.636 40 264.767 42 Rúmenía 271.126 41 237.637 45 Nígería 268.482 42 241.634 44 Senegal 255.381 43 255.300 43 Kúba 244.600 44 219.831 48 irland 228.910 45 229.856 46 Samtals 91.456.800 85.626.100 Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson þeim afla, sem landað er daglega, fara um 20% tH útflutnings, en af- gangurinn fer til Penisular í Malasíu, útflutti hlutinn fer á markað í Japan og Bandaríkjunum. Indónesía: Indónesíska stjórnin hefur heimil- að innflutning á fiskimjöli. Fiski- mjöhð er notað sem fóður fyrir kjúkl- inga og nautgripi. Heimsaflinn 1985-1986 Enn eykst veiðin í heimshöfunum og sjáum við að þær þjóðir, sem fremst standa í fiskveiðum, láta sig engu varða hvar fiskinn er að fá, hann er tekinn þar sem hann fæst. Neysla á fiski vex hröðum skrefum, margar Afríkuþjóöir eru nú að vakna til vitundar um það hvað fisk- urinn er holl og góð fæða og leggja mikið kapp á að smíða fullkomin veiðiskip. Hjá okkur er verið að tjasla upp á eldgömul skip og þykir gott að byggja yfir gamla rústkláfa, sem detta svo sundur einn góöan veður- dag, í stað þess að sækja sjó á góðum og fullkomnum skipum. Það er alveg sama hvaö útgerðarmenn kaupa mörg sett af fiskileitar- eða siglinga- tækjum, meiri fisk er ekki að hafa hér við land og fara verður lengra eftir aflanum. Meðal við áhugaleysi á dönsku? Kim Larsen heldur skóla tónleika í nóvember Dönskukennarar vonast til þess að Kim Larsen veki áhuga á dönsku með- al íslenskra skólanema. Danski rokkarinn Kim Larsen kemur ásamt hljómsveit sinni, Bell- ami, til íslands í byrjun nóvember. Mun hann halda ferna tónleika á Hótel íslandi dagana 8., 9., 10. og 11. nóvember. Fyrstu tónleikarnir eru skólatónleikar, ætlaðir nemendum í 8. og 9. bekk grunnskóla, auk tveggja fyrstu bekkja framhaldsskólanna. Að erlendur tónhstarmaður haldi sérstaka tónleika fyrir skólafólk er nýlunda hér á landi. „Okkur ber að efla og styrkja danska tungu sem mest og ég tel að það sé ekki hægt að gera það á áhrifa- meiri hátt en með tónleikum sem þessum. Fyrir um hálfu ári ræddi ég um það við Félag dönskukennara og skólanefnd Norræna hússins að gott væri að fá mann eins og Kim Larsen hingað til lands. Þegar ég heyrði af áformum aðstandenda Hótel Islands um að fá Kim Larsen til að halda tónleika í nóvember hafði ég strax samband og kynnti hugmynd mína um skólatónleiká. Það var tekið mjög vel í hana á þeim bæ og því hafa skólar um allt land fengið bréf þar sem skólayfirvöld eru hvött til að styrkja nemendur sína til að fara á tónleikana á sama hátt og farið er í leikhús eða á aðra menningarvið- burði,“ sagði Sigurhn Sveinbjarnar- dóttir, kennslustjóri í dönsku hjá menntamálaráöuneytinu, við DV. Hún sagði að danska eða dönsk málefni væru mjög sjaldan til um- fjöllunar í fjölmiðlum hér á landi. Sama gilti reyndar um hin Norður- landamáhn. Eitt aðalvandamál dönskukennara væri því að sann- færa nemendur sína um aö danska væri lifandi tungumál sem mætti nota á sama hátt og ensku. Hingað- koma Kims Larsen gæti stutt við bakið á dönskukennurum í þessari sannfæringarviðleitni þeirra. Verð miða á skólatónleikana verð- ur 1500 krónur og hefur mikill áhugi verið sýndur. Húsið tekur 2000 tón- leikagesti og því útlit fyrir að færri komist að en vilja. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.