Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Side 11
rnTTMMT'T ooor agraT/r'TTa'TP PP WTiriA FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. Israelsk móðir grætur við leiði sonar síns, sem féll i október-stríðinu 1973, þegar Sýrlendingar og Egyptar réðust óvænt inn i ísrael á helgasta degi gyðinga. Símamynd Reuter Skotið á Pal- estínumenn ísraelskir hermenn skutu Palest- ínumann til bana og særðu að minnsta kosti sextán á vesturbakka Jórdanar og Gaza-svæðinu þegar gyðingar héldu Yom Kippur, heilaga daginn, hátíðlegan. Hermenn á Gaza-svæðinu skutu til bana 18 ára gamlan Palestínuaraba, sem stóð fyrir ófriðsamlegum mót- mælum gegn ísrael í gær, að sögn talsmanns hersins. Nú hafa aö minnsta kosti tvö hundruð sjötíu og níu arabar og sex Raymond Edde, forsetaframbjóð- andi í Líbanon, sagði í gær að óvíst væri hvort forsetakosningar færu fram í dag eins ogáætlað hafði verið. Edde sagði blaðamönnum að for- seti þingsins heföi ákveðið að kosn- ingin færi fram í gamla þinghúsinu, sem er í þeim hluta Beirút sem Sýr- lendingar stjórna. „Það leikur mikill vafi á með kosn- ingarnar. Ef þingforsetinn stendur fast á því að þær fari fram í þing- húsinu er mjög vel hugsanlegt að kristnir þingmenn muni ekki mæta,“ sagði Edde, sem býr í París í sjálf- skipaðri útlegð. Edde, sem flúði frá Líbanon áriö ísraelar beðið bana frá þvi að upp- reisn Palestínumanna á herteknu svæðunum hófst fyrir níu mánuðum. ísraelar náðu þessum svæöum á sitt vald í sex daga stríðinu árið 1967. Síðan Jórdanir slitu sambandi við vesturbakkann í júlí hafa hópar inn- an PLO deilt um hvort lýsa beri svæðið sjálfstætt ríki eða setja á fót ríkisstjórn í útlegð. Háttsettir menn innan PLO sögðu í fyrradag að ríkisstjórnarhugmynd- in væri úr sögunni en að á fundi Þjóð- Raymond Edde, forsetaframbjóð- andi kristinna, segir það ólíklegt að kosiðiverði í dag. Simamynd Reuter arráðs Palestínu í næsta mánuði myndu þeir mæla með því aö lýst yrði yfir sjálfstæðu ríki. í gær sagði hins vegar Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, að ríkisstjórnar- hugmyndin væri ennþá á boröinu. Palestínumenn hafa farið þess á leit við PLO að samtökin setji gfeini- legt pólitískt markmið fyrir upp- reisnarmenn á vesturbakkanum. Reuter 1976, eftir að lifi hans hafði veriö ógnað, sagði að kristnir þingmenn myndu hittast sérstaklega nú fyrir hádegið til að ákveða hvort þeir færu til þings. Hann sagði að kristnir þingmenn vildu að kosningarnar færu fram á yfirráðasvæði hersins sem er hlið- hollur kristnum mönnum. Án þátttöku kristinna þingmanna er ekki hægt aö kjósa forseta lands- ins. Heimildir í Beirút herma aö ef ekki verður kosinn forseti nú muni ný ofbeldisbylgja ríða yfir í hinu þrettán ára gamla borgarastríði. Reuter Innanríkisráðherrann gegn Jaruzelski Ágreiningur er nú innan pólska kommúnistaflokksins. Innanríkis- ráðherra landsins, Czeslaw Kiszc- zak, sat í gær hjá við atkvæða- greiðslu á þingi um afsögn stjórn- arinnar. Leiðtogi kommúnista- flokksins, Wojciech Jaruzelski, og aðrir frammámenn flokksins greiddu atkvæði með því að reka stjórnina. Kiszczak er meðlimur stjórn- málaráðs flokksins og yfirmaður lögreglunnar. Svo virðist sem hann hafi talið litla hættu á að stöðu hans væri ógnað með því að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Heim- ildarmenn segja að þessi afstaða innanríkisráðherrans geti speglað deilur þeirra meðlima flokksins sem hafa viljaö kenna stjórninni um örðugleika í landinu og hinna sem hafa verið hræddir um aö af- sögn hennar myndi gefa stjórnar- andstöðinni til kynna að allt væri ekki með felldu. Kiszczak, sem á sínum tíma bældi niður verkalýðssamtökin Sam- stöðu ásamt Jaruzelski, hefur verið aðalsamningamaður flokksins í viðræðunum við Lech Walesa, leið- toga Samstöðu, að undanförnu. Innanríkisráöherrann á aö hafa gefið í skyn að margir innan flokks- ins, hersins Og lögreglunnar væru mótfallnir því að Samstaða yrði leyfð á ný. Reuter Ekki kosið í dag í Líbanon? n Útlönd Sólin er farin að skína aftur í Cancun i Mexikó þar sem miklar skemmd- ir urðu er fellibylurinn Gilbert gekk þar yfir í síðustu viku. Símamynd Reuter Fellibylurinn Helena stefnir nú vestur Atlantshafið sömu leið og Gil- bert fór fyrir tíu dögum. Helena er samt ekki talin ógna Jamaica þar sem enn eru að finnast lík fórnarlamba Gilberts. í gær var tala fórnarlamba hans á Jamaica orðin flörutíu og fimm. Undanfama þrjá daga hafa ellefu lík fundist, þar á meðal tvö ungbörni Höfðuþau grafist undir húsarústum. Mega ekkl selja gos í dósum Gízur Helgasort, DV, Reersnæs; Dómstóll Evrópubandalagsins í Lúxemborg hefur kveðið upp þann dóm að í Danmörku megi eingöngu selja gosdrykki og bjór i flöskum en ekki í dósum. Aftur á móti getur danska ríkisstjórnin ekki hindrað sölu gosdrykkja eöa bjórs í dósum ef varan er flutt til landsins. Dómstóllinn sagði aö taka skyldi ákveðið gjald fyrir hverja flösku þannig að líkur væru á því að þeim yrði skilað aftur. Hér er um að ræða sjö ára gamalt deilumál milli Danmerkur og Evrópu- bandalagsins. Vestur-Þjóðverjar hafa stutt Danmörku í þessu máli upp á síðkastið svo að sú reglugerð, sem nýlega var samþykkt í V-Þýskalandi, að plastflöskur fengjust endurgreiddar, yrði samþykkt af Evrópubandalaginu. Dómstóllinn sagði að niðurstöðurnar væru meðal annars liður í um- hverfisvemd. Það er enginn vafi á þvi aö vitnað verður til þessara loka- oröa dómstólsins af þeim Evrópubandalagslöndum sem hafa hvað harö- asta umhverfismálastefnu. Rauði herinn sprengjuvaldur DIE EINHEIT DER REV0LUT10NARE HERSTEUEN ! CEN KAHPF 1H IMPERIALISTISCHEN ZENTRUH 1N STRATEGISCHER EINHEIT HIT DEN KAHPFEH 1N DEN 3 KONTINENTEN IH StlDEN FÍÍHREN ! S0LIDAR1TA7 HIT DEH AUFSTAND DES PALASTINENStSCHEN VOLKES ! kamando khaled skir rote araee fraktlon lldU heute haben nlr m!t dem Vonnando khaled ak#r den staatssekretSr im f!nantm1n!ster!um, hans tletmeyer, angegrlffen. tietmeyer Ist stratege und elner der hauptakteure 1ra Internatlonalen krisenmanagement, der auf natlonaier, europSlscher und 1nternat1ona!er ebene dle ökonomlsche krlse des 1mper1al1St1schen systems beherrschbar machen und den zusannenbruch des wlrtschafts- und flnanzsystems verhindern niU Rauöu herdeildlmar sendu í gær bréf til Reuterfréttastofunnar þar sem samtökin lýstu yfir ábyrgð á skotórásinni I Bonn. Simamynd Reuier Hryöjuverkasamtökin Rauðu herdeildimar, sem myrt hafa ýmsa vest- ur-þýska stjórnmálamenn og iðjuhölda, kváðust í bréfi i gær til Reuter- fréttastofunnar bera ábyrgð á skotárásinni á ráðuneytisstjórann í v-þýska fjármálaráðuneytinu í Bonn á þriðjudaginn. Væri þaö vegna þess aö hann hefði leitt til þess að milljónir manna í þróunarlöndunum lifðu í vesæld. Heimildarmenn innan vestur-þýsku öryggislögreglunnar telja að bréfiö sé frá Rauðu herdeildunum en að þær hafi klúðrað árásinni. Ráðuneytis- stjórinn slapp ómeiddur. Tahð er að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað aö ræna ráöuneytisstjóran- um sem hefur verið aðalskipuleggjandi fundar Alþjóðabankans í Vestur- Berlín. Miklar öryggisráðstafanir eru nú viöhafðar vegna fundarins. Reuter Helena í slóð Gilberts Verðhrun á gulli Gull heldur áfram að lækka í veröi og í gær fór verðið á únsunni niður fyrir fjögur hundruð dollara. Er þaö lægsta verö síöastliðna nítján mán- uði. Á veröbréfamarkaðnum í Sydney féllu hlutabréf 1 verði og hlutabréfa- vísitalan í Tokýó lækkaði í gær, meö- al annars vegna hrakandi heilsu Jap- anskeisara. Verðbréfasalar segja að ef keisar- inn andast muni verða hrun á verð- bréfamarkaðinum, er.ginn sé viss um hversu lengi þjóðarsorg muni ríkja né heldur hvort verðbréfamarkaðin- um muni verða lokaö. Lækkandi verð á gulli ógnar efna- hag S-Afríku. - Frá gullbræðslu i Jóhannesarborg. Simamynd Reuler

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.