Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 38
50 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. Jarðarfarir Baldur Einarsson bifreiöarstjóri, Skúlagötu 66, lést 12. september sl. Hann lætur eftir sig eiginkonu og 4 uppkomin börn. Hann verður jarö- sunginn frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Rafn Sigurðsson, frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, Engihjalla 9, Kópa- vogi, sem lést 27. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. september kl. 13.30. Björn Steindórsson lést 15. septem- ber sl. Hann fæddist 5. maí 1915 á Vopnafirði. Foreldrar hans voru Steindór Jóhannesson og Guðrún Pálsdóttir. Björn starfaði lengst af sem bifreiðarstjóri. Eftirlifandi eig- inkona hans er Kristín Alexanders- dóttir. Útför Bjöms verður gerð frá Fossvogskapellu fóstudaginn 23. september kl. 10.30. Sigurbjörn Ágúst Nikulásson lést á heimili sínu, Framnesvegi 6, þann 12. september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Útför Þorbjargar G. Jensdóttur, Bakkagerði 6, Reykjavík, verður gerð frá Bústaðakirkju fóstudaginn 23. september kl. 13.30. Útför Ólafíu Gísladóttur, Ægisgötu 2, Ólafsfirði, sem andaöist 15. sept- ember sl. á sjúkradeild Hornbrekku, fer fram frá Ölafsfjarðarkirkju föstu- daginn 23. september kl. 14. Kjartan Guðmundsson tannlæknir, Búlandi 4, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni á morgun, fóstudag- inn 23. september, kl. 13.30. Þráinn M. Ingimarsson pípulagn- ingameistari, Nönnugötu 5, andaöist á heimili sínu miðvikudaginn 14. september. Jarðarfórin fer fram frá Fríkirkjunni fóstudaginn 23. septem- ber kl. 15. Benedikt Reynir Ásgeirsson, sem lést af slysfórum að kvöldi 16. september, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn24. septemberkl. 10.30. Egill Bachmann Hafliðason skreyt- ingameistari, Meistaravöllum 21, verður jarðsunginn mánudaginn 26. september kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. í Óperunni Andlát Guðrún Anna Ólafsdóttir, Gauta- stöðum, Fljótum, lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn 20. sept- ember. Ragnheiður Jóhannsdóttir, Faxa- skjóli 14, Reykjavík, lést 20. septem- ber. Meiming Afmælistónlist Tímarit Tónlist Hár og fegurð Nýverið kom út 2. tbl. 8. árg. 1988 af tima- ritinu Hár og fegurð. Það er greinilega tekið eftir þvi erlendis sem tímaritiö er að gera því aö efni streymir látlaust inn. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er: Myndir úr módelkeppni tímaritsins, við- tal við Leo Passage, forseta Pivot Point Intemationai, viðtal við Pál Sigurðsson um fyrsta hárskerann á íslandi, úrslit í Avant Garde keppni timaritsins, viðtal við landslið íslands í hárgreiðslu og hár- skurði, birt er mynd eftir Nicolay í París, viðtal við Ann Bray, þjálfara landsliðsins í hárgreiöslu, viðtal við John Jay, forseta Intercoiffure, viðtal við Salvadore, þjálf- ara landsliðsins í hárskurði, tískulinur frá Jan Even Wiken, Elsu Haralds, Se- bastian, Jingles, Pivot Point, Sanrizz, Schwarzkopf og fleira og fleira. Nú stendur yfir forsíðukeppni timarits- ins sem er næststærsta keppni sem hald- in er í hársnyrtifaginu á Islandi. Verð- launin em ekki af lakara taginu en þau era: listaverk eftir listamanninn Nicolay í París, ferð til Ítalíu á hársnyrtisýningu, myndavél frá Ljósmyndabúðinni, vöru- úttektir frá Gelli, Schwarzkopf, Nexxus og fleiri. Þess má að lokum geta aö módel- keppni tímaritsins verður framvegis í hverju blaði. Tónleikar Kynningartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í kvöld heldur Sinfóníuhljómsveit ís- lands árlega kynningartónleika sína í Háskólabíói. Þrjú verk veröa á efnis- skránni, serenaða fyrir blásara eftir Ric- hard Strauss, trompetkonsert eftir Jo- hann N. Hummel og að lokum tónlist úr Carmen eftir George Bizet í útsetningu Schedrins. Einleikari á tónleikunum verður Ásgeir H. Steingrímsson trompet- leikari í Sinfóníuhljómsveitinni. Stjóm- andi verður nýráðinn aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, Firrn- inn Petri Sakari.. Fundir Kvenfélag Óháða safnaðarins Fundur verður haldinn i safnaðarheimil- inu Kirkjubæ fimmtudaginn 22. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: Vetrarstarfið og kirkjudagurinn. Námskeið Námskeið í lýsingu og Ijósahönnun Bandalag íslenskra leikfélaga, Þjóðleik- húsið og Leikfélag Reykjavíkur gangast fyrir námskeiði í lýsingu og ljósahönnun í Þjóðleikhúskjallaranum 24. og 25. sept- ember. Kunnur breskur leikhúsmaöur, Francis Reid, hefur verið fenginn til að kenna. f tengslum við námskeiðið verður haldin sýning á ljósabúnaði. Námskeiðið stendur frá kl. 10-17 báða dagana og er í fyrirlestrarformi. Þátttökugjald er kr. 4.000, hádegismatur í Þjóðleikhúskjallar- anum innifahnn. Námskeiðið er haldið með stuöningi frá British Council. Skrán- ing og allar nánari upplýsingar á skrif- stofu Bandalags ísl. leikfélaga, s. 16974 og 622944. Slysavarnaskóli sjómanna Almenn námskeið hjá Slysavamaskóla sjómanna, sem enn era laus til umsókn- ar, verða haldin sem hér segir: 11.-14. og 18.-21. október, 1.-4., 15.-18. og 22.-25. nóvember, 6.-9. og 13.-16. desember. Námskeiðin verða haldin um borð í skólaskipinu Sæbjörgu sem hggur við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn. Nánari upplýsingar verða veittar á daginn í síma 985-20028, á kvöldin og um helgar í síma 91-19591: Leifur Þórarinsson brosleit og veittu vel á undan kon- sertinum. Var mikið skálað og ótal margt fallegt mælt af munni fram, bæði í bundnu og lausu máli. Tónleikarnir sjálfir voru afar fín- gerður þverskurður af ævistarfi hins mikilvirka og virta tónskálds. Þeir hófust með lögum fyrir fiðlu og píanó sem Ath samdi kornungur í námi hjá meisturum í Þýska- landi. Þau Simon Kuran og Anna Guðný Guðmundsdóttir fóru eink- ar geðslega með þessa byrjenda- músík sem lýsir ótrúlega sérstæðu „talenti" á krossgötum. Síðan kom Dona novis pacen við ísl. þýðingu á kvæði eftir Neruda, þar sem beð- ið er innilega fyrir friði og farsæld allra manna og málleysingja og fór Tapað fundið Læða í óskilum í Mosfellsbæ Lítil hvít læða, grábröndótt á baki, röfu og höfði, hefur verið í óskilum í Barr- holti sl. 2-3 vikur. Eigandi hennar er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 666692. Tilkynningar Neskirkja - starf aldraðra Farið verður í ferð um Þjórsárdal sunnu- daginn 25. sept. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13, skoðaður sögualdarbær- inn á Stöng o.fl. Veitingar verða bomar fram í félagsheimilinu Arnesi. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag kl. 14. Fijáls spilamennska, t.d. bridge eða lombert. Félagsvist kl. 19.30, hálft kort. Kl. 21 verður dansað. Nýtt merki Sinfóníu- hljómsveitar íslands Merki það sem prýðir efnisskrá Sinfóníu- hljómsveitar íslands nú teiknaði ung grafíkhstakona, Aðalbjörg Þórðardóttir. Aðalbjörg útskrifaðist frá Háskóla ís- lands 1979 sem líffræðingur en sneri sér að myndlistamámi árið eftir. Hún lauk námi frá Myndhsta- og handíðaskólanum sl. vor og valdi sér merki fyrir Sinfóníu- hljómsveit fslands sem lokaprófsverk- efni. Merkinu lýsir Aðalbjörg á eftirfar- andi hátt: F-lykillinn er rittákn í tónhst eins og öhum er kunnugt sem eitthvað þekkja th tónhstar. Fuglinn hefur verið tákn tónhstar í gegnum aldimar. Saman mynda þessi tvö tákn, F-lykillinn og fugl- inn, eina heild sem hkist eihfðartákninu Öing-jang), en þaö er mjög við hæfl þar sem tónhstin er eilif. Atli Heimir Sveinsson tónskáld og kóna hans, Ingibjörg Björnsdóttir, áttu merkisafmæli á dögunum og héldu upp á þetta í gær með tón- leikum o.fl. í Gamla Bíói. Atli varð fimmtugur og Ingibjörg fjörutíu og fimm, svo samtals eru þau níutíu og fimm ára, sem er enginn aldur. Enda voru hjónin brött og Heiðurshjónin Ingibjörg Björnsdóttir og Atli Heimir á tímamótum. Gunnar Eyjólfsson með textann af skörungsskap. Sigurður I. Snorra- son lék um leið á klarínettu en fjór- ar söngkonur tóku lagið í lokin með orðunum fleygu: Dona nobis pacen, gef oss frið. Þetta hljómaði innilega og fallega og þá ekki síður nokkrar mínútur fyrir .sólóflautu sem Mart- ial Nardeau lék af magnaðri snilld. Síðast voru svo sönglög við texta eftir Hannes Pétursson o.fl. sem Rut Magnússon söng af rausn með fjórum hljóðfæraleikurum. Það var gott að heyra og gott var að vita Atla og hans fögru frú í góðu formi og megi þau lengi, lengi lifa og dafna. LÞ Studio 76 - ný Ijósmyndastofa Fyrir skömmu tók til starfa ný ljós- myndastofa, Studio 76, að Suðurlands- braut 22. Þar er boðin afhliða fjósmynda- þjónusta en megináhersla lögð á portrait- myndir og tækni- og iðnaðarljósmyndir. Það era hjónin Anna Sigurðardóttir og Tryggvi Þormóðsson sem era eigendur og starfsmenn stofunnar en þau hafa bæði verið í Bandaríkjunum sl. átta ár, numið ljósmyndun og starfað að grein sinni hjá þekktum fyrirtækjum og á eigin vegum í Los Angeles. Studio 76 er vel búið tækjakostnaði óg mun kappkosta að bjóða öragga þjónustu og hagstætt verð. Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 24. september kl. 14. Spilað veröur í félagsheimilinu Húnabúð, Skeifunni 17. Ahir velkomnir. Sphaö veröur aha laugardaga kl. 14 í vetur. Uppákomur í Galleríinu Undir pilsfaldinum Samsýningu listamannanna Árna Ing- ólfssonar, Hrafnkels Sigurðssonar, Kristjáns Steingríms og Ómars Stefáns- sonar í galleríinu Undir phsfaldinum, Vesturgötu 3b lýkur þann 25. september. Fjóra síðustu sýningardagana verða uppákomur á hverju kvöldi og hefjast þær kl. 21. Þarna verða framdir gjöming- ar, sýndar verða stuttmyndir og flutt tón- list. Dagskráin verður sem hér segir: Fimmtud. 22. sept.: Uppákoma: Regnhlíf- arsamtökin Jói á Hakanum. Föstud. 23. sept.: Gjörningar: Ómar Stefánsson, Þorri Jóhannsson, Ólafur Lárasson, Egg- ert Einarsson og fleiri. Laugard. 24. sept.: Stuttmyndir og myndbönd: Halldór Gunnarsson, Inga Sólveig, Kári Schram, Valtýr Þórðarson og fleiri. Sunnud. 25. sept.: Tónleikar: Regnhlífarsamtökin Jói á Hakanum, Benóný Ægisson, djasstríó - Birgir Birgisson, Richard Corn og Stein- grímur Guðmundsson, upplestur - Sjón og fl. Aðgangur kr. 200. „Viðviljum vinna“ Samráðsnefnd um málefni fatlaðra, Vinnuveitendasamband íslands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna hafa staöið sameiginlega að gerð bækl- ingsins „Við viljum vinna“- í því skyni að auka möguleika fatlaðra til starfa á almennum vinnumarkaði og til upplýs- inga fyrir atvinnurekendur og stjómend- ur fyrirtækja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.