Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 44
FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hveri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreiffing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. Aðalheiður: Getur stutt » stjórn Steingríms „Eins og staðan er í dag sé ég ekki aðra möguleika á meirihlutastjóm. Ég gæti stutt þessa stjórn til góðra verka,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir í samtali við DV í morgun þeg- ar hún var spurð að þvi hvort hún gæti stutt stjórn þá sem Steingrímur Hermannsson er að reyna að koma saman. Ef Aðalheiður styður þessa stjórn hefur hún stuðning 33 þing- manna. Aöalheiður sagðist ekki hafa átt ‘—viðræður við Steingrím né neinn annan þeirra sem að stjórnarmynd- unarviðræðunum hafa staðið en hins vegar væri nauðsynlegt að koma saman meirihlutastjóm sem fyrst. Fleiri þingmenn Borgaraflokks hafa verið nefndir sem hugsaniegir stuðningsmenn vinstri stjómar og þá hafa nokkrir þingmenn Sjálfstæð- isflokks af landsbyggðinni verið nefndir sem stuðningsmenn stjórnar Steingríms. -SMJ ***■’ Skákmótið 1 Sochi: Helgi og Jón í 4.-7. sæti Helgi Ólafsson vann að lokum skák á mótinu í Sochi þegar hann lagði Vaiser að velli í næstsíðustu umferð. Jón L. gerði hins vegar jafntefli í bið- skák við Dolmatov. í síðustu umferð - ^ gerðu þeir félagar jafntefli í inn- byrðisskák. Lokastaðan var þannig að Dol- matov var efstur með 9 v. en Jón L. og Helgi urðu í 4.-7. sæti með 7 v. ásamt Holmov og Baarev. -SMJ .►-j ^7 LOKI Þar hefndum við loksins fyrir Tyrkjaránið! Landsliðið lauk skylduverkefninu - sigraði Alsírbúa, 22-16, í Seoul í morgun Gyffi Kristjánssan, DV, Seoul, S-Kóreu: Skylduverkefni fslenska hand- knattieikslandsliðsins á ólympíu- leikunum er lokið. Með 22-16 sigri á Alsírbúum í leik, sem lauk í Seo- ul á tíunda tímanum í morgun, er liðið komið með þau 4 stig sem eru forsenda þess að það eigi mögu- leika á þeim árangri sem krafist er af þvi. Nu er áttunda sætið tryggt og fram undan er barátta fyrir því að fikra sig ofar á töflunni og næsta verkefni er leikurinn við Svía að- faranótt laugardagsins. islenska liöiö hóf leikinn mjög illa og eftir 12 mínútur var staðan 5-1, Alsírbúum í hag. Þeir komust í 6-2 en þá kom Sigurður Gunnarsson íslendingunum af stað meðþremur mörkum í röð. íslenska liðið jafn- aði loksins, 7-7, og skoraöi síðan fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks. Staöan var 11-8 þegar ilautað var til leikhlés. En Alsirbúar voru ekki búnir að segja sitt síðasta orð. Fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks voru ærið skrautiegar. íslendingar voru yfir- leitt einum til tveimur leikmönn- um færri á þeim kafla, Alsírbúar beittu sinni alræmdu „indíána- vörn“, eltu íslensku leikmennina langt fram á völlinn, og þeim tókst að jafna, 12-12. En á sama kafla og gegn Banda- ríkjamönnum í fyrradag dró í sundur með liðunum. Úrslitin í leiknum réöust á nokkrum mínút- um þegar íslendingar skoruöu fimm mörk í röð og staðan var orö- in 17-12 þegar tíu mínútmr voru eftir. Þá var nánast formsatriöi aö Ijúka leiknum og það gerði íslenska liðið af öryggi. Kristján Arason skoraði 8 mörk í leiknum, 4 úr vítaköstum, og er nú markahæsti leikmaður keppn- innar ásamt Kang frá Kóreu með 16 mörk samtals. Siguröur Gunn- arsson skoraði 5, Atli Hilmarsson 3, Bjarki Sigurðsson 3 og Þorgils Óttar Mathiesen 3 en Þorgils Óttar krækti að auki í þrjú vítaköst. Úr- slitin þýða að Islendingar eru í efsta sæti A-riðils með 4 stig, Sovét- menn hafa einnig 4, Júgóslavar 2, Svíar 2, en Alsírbúar og Banda- ríkjamenn eru án stíga. Það er mikið þingað hjá öllum flokkum þessa dagana en hér má sjá kvennalistakonur bera saman bækur sínar og ræða næsta leik í stöðunni. Á myndinni sést stór hiuti af forystusveit Kvennalistans: Sigrsður Dúna Kristmunds- dóttir, Kristin Halldórsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Elin Ólafsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Kaltá landinu Norðaustanátt verður um allt land á morgun, víðast 4-6 vind- stig og rigning á norðanverðu landinu, frá Vestfjörðum til Aust- fjarða, en víöast þurrt fyrir sunn- an. Hiti á landinu verður 3-9 stíg. Ásmundur Stefánsson: Samningar í gildi forsenda samstarfs „Það er skýlaus krafa af hálfu Al- þýðubandalagsins að samningamir verði í gildi. Það eiga Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur að hafa vitað síðan þessar viðræður hófust. Alþýðubandalagið getur ekki verið í stjómarsamstarfi á öðrum grunni. Ef þessi skilyrði verða ekki uppfyllt þá er að mínu viti verið aö hafna stjómarsamstarfi við Alþýðubanda- lagið,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins, í morg- un. Ásmundur sagði að þessir tveir flokkar hefðu fyrir skömmu talið að 9 prósent launalækkun væri for- senda þess að hægt væri að ná tökum á verðbólgunni. Nú væru þeir komn- ir með tíllögur sem fela í sér launa- frystingu án þess að verðbólguspár þeirra hafi farið úr böndunum. Þrátt fyrir að þeir hafi minnkað kjara- skerðingu sína umtalsvert hefur það ekki leitt til aukinnar verðbólgu. Framhald á stjórnarmyndunarviö- ræðum þeirra við Alþýöubandalagið mun því velta á því hvort þessir flokkar séu tilbúnir til þess að halda verðbólgunni niöri og afnema kjara- skerðinguna á sama tíma. -gse Hjörleifur Guttormsson: Vantrúaður á stjómarsamstarf „Ég hef ekki séð þau málefni ennþá sem gera það sjálfsagt fyrir Alþýðu- bandalagið að ganga til þessa sam- starfs. Ég styð að sjálfsögöu ekki rík- isstjórn nema það fáist viðunandi land í helstu málaflokkum,“ sagði Hjörleifur Guttormsson, sá þingmað- ur Alþýðubandalagsins sem hefur verið hvað vantrúaðastur á viðræður við Framsókn og Alþýöuflokk. „Það er kannski ekkert vafasamur heiöur," sagði Hjörleifur þegar þetta var borið undir hann. „Þó eölilega sé mikið horft á samn- ingamál og kjaramál þá eru önnur málefni sem þurfa að koma til og skýrast áður en menn taka afstöðu. Það eru landsbyggðarmálin. Stór- felld tilfærsla sem þarf að verða á fjármagni og valdi til landsbyggðar- innar. Það eru jafnréttismálin og þar með taliö jafnrétti kynjanna. Þau kosta peninga eins og landsbyggðar- málin. Það eru umhverfismálin sem hér hafa verið í megnasta ólestri og legið hér afvelta í ríkisstjórninni. Síðast en ekki síst eru það utanríkis- málin þar sem Alþýðubandalagið hlýtur vegna stefnu sinnar og stöðu að gera kröfu um róttækar breyting- ar. Viö gerum að sjálfsögðu kröfu um endurskoðun herstöðvasamningsins og uppsögn hans,“ sagði Hjörleifur. -gse Loðnuveiðamar: Bræla og engin veiði Fjögur skip hafa verið við miölín- una milli íslands og Grænlands und- anfarið í von um að fá loðnu. Þaö eru Börkur frá Neskaupstaö, Jón Kjart- ansson og Hólmaborg frá Eskifirði og Skarðsvík frá Hellissandi. Bræla var og leiðindaveður þegar DV hafði samband við eitt skipanna í morgun og haíði ekkert veiðst. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.