Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 40
52 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. Sviðsljós x>v Ólyginn sagði . . . Priscilla Presley hefur gert þaö gott þetta áriö. Þótt svo virðist sem hennar hlut- verki í Dallas sé nú lokiö, þá hef- ur leikferillinn blómstrað og hún er-nú aö leika í kvikmynd sem heitir The Naked Gun. Hún gaf líka út bók um líf sitt með Elvis sem seldist. framúrskarandi vel, svo vel aö gerö var sjónvarps- mynd eftir bókinni, og varö myndin nokkuð vinsæl líka. Nú liggur fyrir aö settur verður punkturinn yfir i-iö sem gerir þetta ár að einu af þeim bestu sem hún hefur átt, því hún er að fara aö gifta sig. Sá heppni heitir Marco Garibaldi og þau eiga þeg- ar einn son saman. Robert de Niro hefur, eins og kunnugt er, lengi gengiö með grasið í skónum á eftir Wliitney Houston. De Niro er mikið kvennagull, og fer sú saga af honum aö þær séu fáat konurnar sem fá staöist töfra hans. Þess vegna hefur þaö valdiö honum miklu hugarangri að Whitney Houston skuli ekki vilja líta viö honum. Hversu marga blómvendi eða gjafir sem hann sendir henni þá segir hún einfald- leganei. Nú ætlar de Niro aö gera lokatilraunina til aö klófesta hana. Hann er búinn aö koma því svo fyrir aö þau leika saman í kvikmynd á næstunni, og þá veröa gömlu töfrarnir settir alveg á fullt. Robert Redford yfirgaf konu sína Lolu fyrir skömmu. Karlgreyiö fékk slæmt tilfelli af gráa fiðringnum og gat ekki beöiö eftir aö komast á frjálsa markaöinn. Þangað fór hann en nú stefnir alit í að hann fari í hnapphelduna aftur, ekki með Lolu, heldur með Soniu Braga frá Brasilíu. Sonia hefur víst allt sem Lola hefur ekki. Dökkt hár, kynþokka og er frjáls- lynd. Þaö er aöeins á einu sviði sem Lola hefur forskot, en þaö er í árum. Lola hefur fimmtíu og eitt, en Sonia hefur aðeins þijátíu og sex. Hann þekkir stjömumar Derek Johnson er einn af þeim blaöamönnum sem hafa það aö at- vinnu að fylgjast meö þeim ríku og frægu. Hann hefur á lífsleiðinni hitt ílesta sem einhverju máli skipta í skemmtanaheiminum, einnig hefur hann veriö umboðsmaöur fyrir skemmtikrafta, jafnframt því aö skipuleggja alls kyns viðburöi. í fiörutíu ár hefur Johnson veriö maður sem stjörnurnar trúa fyrir leyndarmálum sínum. Gamall vinur hans er Frank Sinatra. Þeir hittust fyrst í boöi hjá sameiginlegum vini. Ekki mátti segja Sinatra frá því aö Johnson væri fiölmiðlasnápur og því var gripið til þess ráðs aö kynna hann sem lækni fiölskyldunnar. Þaö hittist þannig á að Sinatra var meö dúndrandi hausverk og vildi fá bót meina sinna. Sem betur fer var Johnson meö aspirín á sér og gat þannig bjargað söngvaranum. Sin- atra frétti þetta síðan ári seinna og hló sig þá alveg máttlausan. Þegar Johnson hitti Whitney Hous- ton fyrst spurði hann hana hvers vegna hún væri svona lítið fyrir karl- menn og færi sjaldan út með þeim. Aumingja stelpan féll alveg saman og trúöi Johnson fyrir því aö hún væri ekkert hinsegin. Hún sagöist elska karlmenn og gjarnan vilja gifta sig. Það væri hins vegar þannig að hún hefði svo mikið aö gera að þaö væri aldrei tími til aö fara út með neinum. Houston sagöi aö hún vildi festa sig í sessi á toppnum áður en hún færi að slaka á og hella sér út í ástarævin- týri. Michael Jackson er einn þeirra sem Derek Johnson hefur tekið við- tal viö. Það var áriö 1980. Jackson viðurkenndi þá aö hann ætti aö vísu kærustur en aö hann væri algerlega á móti kynlífi fyrir hjónaband. Mic- hael sagöist vilja gifta sig og eignast fiölskyldu því þaö væri nú eini til- gangurinn meö þessari jarövist okk- ar. Sagðist hann vera staðráöinn í aö gifta sig áöur en hann verður þrjátíu og fimm ára vegna þess að hann vill ekki verða orðinn of gamall þegar hann veröur pabbi. Michael er nú orðinn þrítugur og alveg búinn aö loka sig frá umheiminum. Derek Johnson hefur þekkt stjörn- urnar í fjörutiu ár. Derek Johnson þekkti Elvis Pres- ley vel og hittust þeir fyrst þegar Elvis gegndi herþjónustu í Þýska- landi. Johnson man vel eftir því aö þá var kóngurinn aö tala um stelpur sem hann var hrifinn af. Það voru Guðrún magadansari, Ingiborg leik- kona og svo litla ameríska skvísan Priscilla. Priscilla var þá fiórtán ára gömul en Johnson sagðist hafa fengið það á tilfinninguna að eitthvað kyn- ferðislegt væri þá strax á milli henn- ar og Elvis. Elvis sagöi honum seinna, tveimur árum fyrir dauöa sinn, aö hann tryði að eitthvert líf væri eftir þetta líf. 'Sagðist hann viss um að einhver neisti hyrfi til upprunans við dauö- ann. Ekki var Elvis á því aö fólk kæmi til baka sem fólk eöa dýr eöa eitthvað í þá áttina. Það gæti alveg eins komið til baka sem einhver kraftur, til dæmis í eldingu, útvarps- bylgju eða kjarnorkusprengingu. Johnson segist sjá mest eftir einu eftir langan feril. Hann hafnaöi nefnilega einu sinni tilboði um aö gerast umboðsmaður og fram- kvæmdastjóri fyrir Cliff Richard. Þá var Cliff óþekktur og vantaði umba. Johnson fór og hlustaði á hann en fannst hann hvorki betri né verri en hundruð annarra ungra manna sem voru að reyna fyrir sér á tónlistar- sviðinu. Alveg var Johnson sann- færður um að Richard myndi aldrei ná langt. Frank Sinatra hélt að Derek Johnson væri lækn ir og bað hann um að lækna sig. Michael Jackson ætlar að gifta sig áður en hann verður þrjátíu og fimm ára. Whitney Houston brast í grát og trúði Johnson fyrir leyndarmálum sinum. Fagnaður við opnun Hrings Þegar Hringur Jóhannesson list- mætti fiöldi gesta og var þetta hinn málari opnaði sýningu á verkum sín- besti fagnaður. um í Gaílerí Borg fyrir síðustu helgi Opnar málverkasýningu sjötíu og fimm ára Um síðustu helgi opnaði Bjarnheiður Ingimundardóttir málverkasýn- ingu í Fannborg 1 i Kópavogi. Bjarnheiður, sem er sjötíu og fimm ára að aldri, gekk á sinum yngri árum í teikniskóla Ríkharös Jónssonar. Á þeim árum haföi hún ekki mikinn tíma aflögu fyrir listina, svo að það þurfti að bíða. Þaö var síðan þegar Bjamheiður varð sjötug aö hún fór aftur að draga línur á pappír og fyrir tveimur árum innritaöist hún í Myndlistarskólann í Reykjavík. Þaö var fiölmennt viö opnunina hjá Bjarnheiöi um síðustu helgi og vora opnunargestir ánægðir með málverk Bjarnheiöar. Þarna er liklega verið að ræða um spennu forms og lita- F.v. myndlist- armennirnir Daði Guðbjörnsson, Þórður Hall og Örn Þorsteinsson. DV-myndir: KAE Anna Kristinsdóttir hárgreiðslu- meistari (t.v.) kom beint úr vinnunni þar sem hún hafði sett svarta rós í hárið á Sigríði Karlsdóttur sem sér um gluggaskreytingar i versluninni Gullfossi. Fyrir aftan þær er Hrafn Hringsson. Hér er Bjarnheiður Ingimundardóttir við opnun sýningarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.