Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988, Lífsstm Lifur í A-flokki „Ég á ekki til orð,“ sagði Bryndís Schram í samtali við DV þegar fal- ast var eftir uppskrift að lifrarrétti þeim sem Jón Baldvin og Ólafur Ragnar snæddu á heimili fyrrver- andi fjármálaráðherra á sunnudag. Fall stjórnarinnar og fréttin um hugsanlegan samruna A-ílokkana var einmitt forsíðuefni DV á mánu- dag. Forsíðumyndin var af for- manni Alþýðuflokks og Alþýðu- 'bandalags þar sem þeir sátu að snæðingi í eldhúsi Bryndísar. Menn velta fyrir sér hvort þessi lifrarréttur veröi sögulegasta mat- reiðsla síðari ára. „Þetta var engin uppskrift bara eins og mamma og amma gerðu þetta. Kunna það ekki allir?“ spurði Bryndís. „Það var ekki einu sinni til laukur eða rjómi. Og spælda eggið kom í staðinn fyrir sósuna." Bryndís sagðist oft hafa lifur í matinn því hún væri bæði holl og ódýr. „En krakkarnir hafa ekki verið hrifnir af bragðinu svo ég hef reynt að útbúa hana á margvíslegan máta,“ sagði Bryndís og gaf upp- skrift að eftirfarandi lifrarrétti. Engin ákveðin hlutföll eru í réttin- um heldur fer allt eftir efnum, ástæðum og smekk. Hún tók fram að lifur mætti aöeins snöggsteikja en ekki sjóða. Þar af leiðandi væri betra að hafa hana í smáum bitum. Lifrarréttur Bryndísar Lifur beikonbitar laukur steinselja sveppir A sögulegum fundi formanna A-flokkanna var snædd lifur með spæleggi og kartöflustöppu. Sannkallaður herramannsmatur. DV-mynd GVA hvítlaukur paprikuduft salt og pipar Lifrin er hreinsuð og skorin í bita. Snöggsteikt á pönnu ásamt lauk og hvítlauk og krydduð með pipar, salti og paprikudufti. Lifrin tekin af pönnunni og haldið heitri. Beik- onbitar, steinselja, laukur og sveppir steiktir á sömu pönnu. Rjómanum hellt á pönnuna og lát- inn sjóða niður þar til hæfilega þykk sósa er tilbúinn. Til að gera þennan rétt að sann- kölluðum sunnudagsmat má bera hann fram í tartalettum eða smjör- deigsbotni. Nýmabaka að hætti enskra Fátt er eins einkennandi fyrir mat- argerð Englendinga og nýrnabaka (Steak and Kidney Pie). Hér kemur uppskrift að einni hefðbundinni böku með nautakjöti og nýrum. Deigið 250 g hveiti 50 g svínafita 50 g smjör/smjörlíki 2 msk. ískalt vatn ■ 1 eggjarauða (til að pensla með) Setjið hveitið í stóra skál. Myljið kalda feitina saman við þar til bland- an er eins og mylsna. Hellið ísköldu vatninu saman við og hnoðið. Geym- ið deigið í kæli. |Fyllingin 600 g nautakjöt 200 g lambanýru 50 g smjör Bökunni má einnig skipta á milli smærri móta og bera eina fram fyr- ir hvern. 1-2 laukar 6 dl kjötsoð (teningur og vatn) 1 msk. maísmjöl salt og pipar Skerið kjötið í teninga. Þrífið nýr- un, himnuhreinsið og skerið í ten- inga. Laukurinn er skorinn í sneiðar og steiktur í feitinni þar til hann er gull- inn. Kjöt og nýru sett út í og brúnað. Soðið sett saman við ásamt salti og pipar. Látið kjötið sjóða við vægan hita í lri tíma, eða þar til kjötið er orðið meyrt. Hræriö máísmjölið út í örlitlu af köldu vatni og jafnið sósuna. Ofninn er stilltur á 200°. Fletjið deigið út í hæfilega stærð fyrir mót- ið. Setjiö deigkant á mótið og penslið. Matur Deig er sett meðfram börmum bökumótsins. Kjötiö er sett í mótið og deiglokið yflr. Gerið mynstur meðfram könt- unum með gafíli og penslið yfir deig- lokið með eggi. Að síðustu er gert gat í miðju deigsins til að gufan eigi greiða leið út. Einnig má skipta rétt- inum á 4-6 diska og setja lok yfir hvern. Bakað við 200° hita í 25-30 mínútur eða þar til bakan er orðin gullin. Þrátt fyrir að nýrnabaka sé einn þekktasti réttur Englendinga eru til margar útfærslur. Hægt er aö sleppa nýrunum og nota sveppi í staðinn. í stað nautakjöts má nota lamba-, kálfa-, eða svínakjöt en kjötið verður að vera beinlaust og laust við alla fitu. -JJ Kjöt og nýru skorin í smáa bita. Deiglokið sett yfir og þétt vel að og gat gert á lokið svo gufan komist út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.