Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. Spumingin Myndir þú gerast áskrif- andiaöStöö3 eftilkæmi? Þorsteinn Sigfússon: Ég næ bara einni stöö svo til þess kemur ekki. Hulda Ingadóttir: Nei. Ég er áskrif- andi að Stöð 2 og finnst það alveg nóg. Sigurður Illugason: Nei ég held að tvær sjónvarpsrásir séu alveg nóg fyrir mig. Hera Þorkelsdóttir: Nei, ætli ég byrji ekki á því að taka Stöö 2 í áskrift. Arnar Þorsteinsson: Nei, ég læt mér nægja ríkissjónvarpið. yigdís Gunnarsdóttir: Nei, alls ekki. Ég hef nóg með allt hitt. Lesendur Stj ómarmyndunarviðræðumar: Látum bjóða þær út Verktaki skrifar: Þá er komið aö því tímabili í þjóð- lífi okkar þegar stjórnarmyndun- arviðræöur setja svip sinn á sjón- varpsskjái og fréttamiðla. Alls staðar er verið að bollaleggja hvaöa stjórn taki við án þess að nokkur hafi minnsta hugboö um hvað verið er að ræða í raun. Við kjósendurn- ir erum svo langt frá atburðarás- inni, þrátt fyrir allar fréttirnar, að við gleypum við hvaða hugmynd og orðrómi sem berst til eyrna. Þar sem ég hef heyrt ýmsar sögur um fráfall síöustu ríkisstjórnar (sem er þó enn haldið viö á súrefn- isgjöf) reyni ég að hafa ekki uppi fleipur og byrja því oftast á að leggja saman og draga frá áður en ég skrifa niðurstöðuna. En ein sag- an (af mörgum) segir að þetta dauðsfall hafi allt verið undirbúið og verulega vandað til verksins. - Allt eigi þetta rót sína að rekja til fallandi gengis íslenskra aðalverk- taka og nauðsynjar þess að sam- starf sjálfstæðismanna og fram- sóknarmanna geti haldist á þeim vettvangi. Þannig eigi formaður Framsókn- arflokksins að hafa boðist til að búa til sannfærandi ágreining milli stjórnarhða og aðallega milli sjálf- -Einn af síðustu fundum ríkisstjórnarinnar. - „Ríkisstjórnin enn á súrefnisgjöf", segir i bréfinu. stæðismanna og framsóknar- manna sem leiddi til stjórnarslita. Síðan eigi að taka til við stjórnar- myndunarviðræður sem þæfa eigi lengi vel en leiða smám saman til þess að þessir tveir flokkar nálgist aftur eftir að hafa „hreinsað" alla aðra út úr umræðunni. - Væri þá komin gamla vinsæla stjórnin þeirra tvíflokkanna sem allir voru svo ánægðir með. Ég vil hins vegar mótmæla því að þetta sé satt og legg eindregið til að stjómarmyndunarviðræður verði boðnar út á almennum mark- aði. Þetta gæti sparað mikinn tíma og losað okkur við margra vikna þóf stjórnmálamanna. íslenskir aðalverktakar geta komið þar inn ef þeim hentar og hnekkt orðrómn- um um að stjómmálamenn séu við- riðnir þetta og þvílíkt plott. - Ég mun ekki láta undir höfuð leggjast að senda inn tilboð ef verkið verður boðið út því ég hef mikla reynslu sem verktaki og bréf upp á vasann frá ákveðnum stjómmálamönnum um að ég sé traustsins verður. Er það ekki traustvekjandi? Þattinn Poppkorn þarf að bæta Ein utan af landi skrifar: Jæja, mér fmnst tími til kominn að minnast á þetta blessaöa ríkis- sjónvarp allra landsmanna. Það er nú með það eins og flest annað í þessu þjóðfélagi, - alls ekki nógu gott. Og ég ætla aðallega að ræða þennan svokallaða poppþátt sem nefnist „Poppkorn". Það er allt í lagi að hlusta á skalla- poppið, ekki ætla ég að skipta mér af því fólki, því hver hefur sinn smekk. Minn er kannski töluvert öðruvísi. En mér fmnst furðulegt ef þessi svokallaði stjórnandi þáttarins hefur verið ráðinn eingöngu til aö sinna þörfum þessa fólks! Ég er ekki að tala um að hafa fjög- ur þungarokkslög í hverjum þætti. Það mætti t.d. vera eitt í hverjum- þætti, nú eða í öðrum hverjum. Mér finnst það ekki til of mikils mælst því eins og flestir vita er stór hópur hér á landi sem hlustar á þess konar tónlist. Ég vil minnast á þáttinn þann 9. sept. sl. Þar sagði stjórnandinn að nú ættu þungarokkarar að „hætta að kvarta", því nú kæmi „eitt stykki þungarokkslag"! Jú, jú, mikil ósköp, þaö kom, en bara hálft lag! Og hvers vegna skyldi það nú hafa verið? - Þátturinn var einfaldlega búinn og þaö var klippt á lagiö áður en það var hálfnað. Svona þjónustu líðum við ekki. Við sem búum úti á landsbyggðinni og erum bara með eina stöð eigum ekki margra kosta völ. Sérstaklega vil ég ekki líöa sVona lagað af þeirri einfóldu ástæðu að svona lög koma kannski bara í 20. hverjum þætti. En svo ég haldi áfram; ég er ekki ein- göngu að tala um þungarokkið held- ur líka hljómsveitir á borð við U2, Talking heads, Peter Gabriel, Mar- illion, o.fl. ofl., sem eru stórkostlegar hljómsveitir. Ég myndi gjarnan vilja fá skýringu frá stjórnanda þáttarins á því hvers vegna þátturinn er svona MIKIÐ ein- hæfur. Sósíalistar hér og þar G.H. hringdi: í okkar þjóðfélagi eru menn sem alltaf eru aö hamra á því að hinir og þessir séu sífellt að eyðileggja kjara- samninga. Þeirra á meðal eru menn eins og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, og Kristján Thorlacius, ■ formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. í DV í dag (19. sept.) er einmitt við- tal við þann síðamefnda og m.a. eftir- farandi haft eftir honum: „Stjórnin missti fótanna þegar hún bannaði kjarasamninga og hóf að fella geng- ið“. Og síðar i viötahnu: „ Ráðagerð- ir hennar síðustu vikurnar um stór- fellda launalækkun þegar unnt hefði verið að leysa vandann án kjara- skeröingar almennings urðu henni að falli og það ekki að ástæðulausu". Þessir menn eins og Kristján og Ólafur Ragnar þykjast vera sósíalist- ar. Við höfum þaö hins vegar fyrir satt að þeir sem fylgja stefnu sósíal- ista fari aldrei eftir stefnu sinni. - Sjáið þá í Póllandi. Þar segja þeir við lýðinn: „Við sveltum ykkur til hlýðni“. - Er munur á að vera sósíal- isti á íslandi og úti í hinum stóra heimi? Kristján Thorlacius og Ólafur Ragnar Grímsson. sinni? Fara þeir ekki eftir stefnu Heimilisuppbót og verkamannabústaðir Ólafur Bertelsson hringdi: Svokölluð heimilisuppbót til aldraðra sem var kr. 4.000 á mán- uði hefur nú verið felld niöur, aö ég held frá 1. ágúst sl. Um þetta hefur ekkert veriö skrifað. Al- þýðuflokkurinn kom þessu á en hefur nú tekið af aftur. Einkennileg ráðstöfun svo ekki sé meira sagt. Einnig vil ég fara nokkrum orð- um um verkamannabústaði. Ég veit um mann sem hefur leigt út íbúð sína í verkamannabústööum í meira en 12 ár. Hefur sem sé aldr- ei verið í henni! Svona veit ég að á sér stað víða í verkamannabústöð- unum. Þessu þarf að fylgjast vel með. Ég hef haft samband við aðila á þeim stað sem hefur umsjón með verkamannabústöðum en ekki séð að það mál hafi veriö tekið fyrir. Stöð 2: Löng og fjölbreytt dagskrá Oddný Anna Bjömsd. hringdi: Ég ætla aðeins að minnast á hvað Stöð 2 er frábær. Næstum allt sem sýnt er á henni er skemmtilegt og gott efni. Mér fmnst æðislegt að geta séð svona margar og góðar bíómyndir, nær ókeypis. Dagskráin er líka löng og fjöl- breytt, bæði af innlendu og er- lendu efni. Sjónvarpsvísinn er einnig mjög gott að fá og nú er orðið mikið af ýmsu skemmtilegu efni í honum, til viðbótar við dag- skrána. Fréttaþátturinn 19:19 er líka mjög góður þáttur fyrir alla ald- urshópa, og er ekki eins takmark- aður og fréttimar hjá ríkissjón- varpinu. - Mér finnst mjög óréttl- átt að skylda almenning til að borga áfiiotagjald af ríkissjón- varpinu, hvort sem maður vill horfa á þaö eða ekki. Ég skil ekki fordóma sumra gagnvart Stöö 2. Ég sé ekkert sem ríkissjónvarpið hefur fram yfir hana. Flestum af míniun vinum og kunningjum fmnst Stöð 2 skara fram úr. - Áfram Stöð 2! lýndi prjóna- blaði Ragna skrifar: Skyldi ekki fxnnast einhver glögg prjónakona sem á þýskt prjónablað frá sl. vetri þar sem frnna má uppskrift aö barnapeys- um? Ég hefi ákveöiö blaö í huga. í því blaði er uppskrift að blárri peysu meö bekk sem á eru snjókarlar og jólatré. í bekknum er einnig angóra. - Ég átti eintak af þessu blaði en týndi því og er hálfnuð meö peys- una. Þætti mér því vænt um ef einhver gæti leyft mér aö ljósrita uppskriftina, sá er hefur blaðið undir höndum. - Ég er í síma 76856.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.